Morgunblaðið - 12.04.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.04.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1978 17 « ^ e \ % 'h ’jL i i & m :í. \ I U Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna telur nú 18 manns, en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru 9. Á þessari mynd eru 16 af þeim, sem skipa 18 efstu sætin á framboðslistanum við næstu borgarstjórnarkosningar, en á myndina vantar Pál Gíslason, lækni, og Valgarð Briem, hrl. Ljósm.i Mbl. Rax. hvergi birst, enda þótt fréttatilkynning hafi veriö gefin út á grundvelli þeirra daginn eftir. Þessar ákvaröanir bankaráösins eru svohljóöandi: Bankaráðið tekur í taumana 1. „Vegna þeirra fjárhagslegu vandamála. sem upp hafa komiö í rekstri bankans í sambandi við viðskipti hans viö ýmsa aðila og meö sérstöku tilliti til viðræðna bankaráös viö Seðlabankann um þau mál og fjárhagsstööu bankans, þá telur bankaráöiö óhjákvæmilegt vegna verulegs skorts á tryggingum að fram fari opinber rannsókn á fjárhagslegri stöðu Guðna Þórðarsonar, Ferða- skrifstofunnar Sunnu hf. og Air Viking hf. og öllum viðskiptum þeirra við bankann. 2. Bankaráðið telur rétt meðan framangreind rannsókn fer fram, að núverandi bankastjórar víkji úr störf- um sínum. Bankaráðið mun ráða til lykta daglegri framkvæmdastjórn bankans til bráðabirgða meðan rann- sóknin stendur í samræmi við reglu- gerð bankans. 3. Vegna þeirrar miklu hættu sem bankinn stendur nú frammi fyrir, þar sem viöskipti hans og áöurnefndra fyrirtækja eru orðin tilefni mikilla blaðaskrifa og vegna þeirra fjárhags- vandamála sem siglt geta í kjölfar rekstrarstöðu þeirra, þá samþykkir bankaráöiö aö hafa náiö samstarf viö Seðlabankann um nauðsynlegar að- gerðir í málinu og væntir þess jafnframt, að Seðlabankinn veiti bankanum þá fjárhagslegu aðstoö, sem hann þarf á að halda á meðan hann er aö jafna stöðu sína á nýjan leik. 4. Vegna þeirra nánu tengsla, sem eru á milli bankans og verkalýðshreyf- ingarinnar, samþykkir bankaráðiö að gera forystumönnum hreyfingarinnar grein fyrir vandamálum bankans og leita jafnframt eftir stuðningi þeirra og verkalýðshreyfingarinnar við bankann til að gefa bankanum aukiö traust almennings og til að koma í veg fyrir, að stundarerfiðleikar valdi því, að alþýða manna tapi trú á bankanum". Tilvitnun lýkur. Báðir aðilar, miðstjórn Alþýðusam- bandsins og bankastjórn Seðlabank- ans tóku málaleitan bankaráösins mjög vel og veitti Seölabankinn Alþýðubankanum 125 milljón króna lán í því skyni að gera bankanum kleyft aö standa viö skuldbindingar hans gagnvart innistæöueigendum, er harnaöi á dalnum. Þessi yfirlýsing og þetta lán sýndi almenningi aö þrátt fyrir áfalliö hafði bankaráðið traust Seölabankans og aö engin ástæða var til að ætla, að Alþýðubankinn gæti ekki staöiö viö skuldbindingar sínar gagnvart innistæðueigendum. Var þetta almennt skoðað sem óbein trygging Seðlabankans á innlánum í Alþýðubankanum. Var þessi stuöning- ur Seðlabankans ómetanlegur í stöö- unni og gætir áhrifa þessa stuðnings enn. Á sama veg var afstaöa miðstjórn- arinnar var einróma samþykkt öflugur stuðningur við Alþýðubankann og því heitiö að verkalýðssamtökin mundu styðja við bakiö á bankanum og gera raunhæfar ráöstafanir til að efla bankann og styrkja m.a. með hluta- fjáraukningu. Miðstjórn Alþýðusam- bandsins gaf út fréttatilkynningu af þessu tilefni, sem styrkti jafnframt mjög bankann í þessari stöðu. Hvernig gat þetta gerst? Án þess að hér veröi frekar farið út í útlistanir á hinni ískyggilegu stöðu sem þarna var komin upp eða rakin þróun þessara mála í nóvember og desember öllu frekar, þá þykir banka- ráðinu rétt að snúa sér að þeim spurningum sem hlutu þá og hljóta enn að brenna á vörum allra velunn- ara þessa banka, en þær eru, hvernig gerðist þetta og hvernig gat þetta gerst? Þetta verða menn nú að reyna að skoða og meta, þó ekki nema til þess að varast vítin. Það er engum blöðum um það að fletta, hvort sem mönnum er það Ijúft eða leitt, að aðdragandi þessa áfalls á rætur að rekja til þeirrar raunveru- legu staðreyndar, að á nokkru árabili safnast að bankanum í vali banka- stjóranna með útlánum ýmsir við- skiptavinir, sem bæði eru fjármagns- frekir umfram aðra og með áhættu- saman rekstur. Þessum viðskiptaaðil- um sem gáfu bankanum miklar tekjur, var þjónað í sífellt vaxandi mæli og það þangað til upp úr sauð. Þróun útlánanna til þessara aðila var mjög hægfara í fyrstu og verður meö engu móti talið, að útlánin til þeirra á árunum 1972, 73 og 74 hafi verið bankanum hættuleg. Þessu til áréttingar er vert aö benda á skýrslu Seölabankans 1973, þar sem flestir þessara viöskiptaaðila verða á vegi bankaeftirlitsmanna við skoðunina, en þeir sjá ekki neina hættuboða. Þaö er hins vegar ekki fyrr en á árinu 1975 að allt fer úr böndum og að því er virðist á tiltölulega skömmum tíma. Á árinu 1975 stórhækka svo allar útlánatölur til þessara aöila aö þær ná raunar engum samanburði við hin fyrri árin. Sést þetta m.a. á því, að tveir aöilar, og fyrirtæki þeim tengd, eru með útlán samtals um 270 millj. kr. um miðjan október mánuð 1975, nokkru áður en skoðun bankaeftirlits- ins fer fram. Við skoöun kemur í Ijós, að tryggingar taka af hálfu bankans samtímis útlánum var í óaðfinnanlegu lagi fram til ársins 1975, að minnsta kosti svo, að ekki verður talið, að bankinn hafi veriö í verulegri áhættu þess vegna. Á árinu 1975 bregður svo mjög til hins verra og er það alvarlegasta atriðiö í sambandi við uppákomuna. Á árinu 1975 gerist þetta með þeim hætti, að Alþýðu- bankinn sinnir þessum fjármagns- freku viðskiptaaðilum í hraðvaxandi mæli og þeim liggur svo á fjármagninu að ekki vinnst tími til eöa þaö gerist ekki, aö teknar séu samtíma trygging- ar fyrir þeim útlánum. Þetta veldur svo þeirri geigvænlegu stööu, sem bank- inn kemst í þar sem hann stendur frammi fyrir því, aö hinir ýmsu lántakendur eru ekki borgunarmenn og geta ekki stillt tryggingum og þá er bankinn kominn í verulega tap- stöðu. Endurskoðun innan bankans Þá er þaö hin spurningin, hvernig gat þetta gerst og hvar voru endur- skoöendur og hvar var bankaráð? Endurskoðendur bankans eru þrír og hafa verið hinir sömu frá því bankinn var stofnaður. Tveir þeirra eru kjörnir af aöalfundi bankans á hverju ári til eins árs í senn og hinn þriðji skipaður af bankamálaráðherra til jafn lengdar. Um starfsskyldur endurskoðenda Alþýðubankans hf. segir m.a. í reglugerð og samþykktum bankans, að þeir skulu rannsaka reikninga bankans og bera saman við bækurnar og við sjóð hans og eignir. Endur- skoöendur skulu aö minnsta kosti ársfjóröungslega fyrirvaralaust sann- reyna, hvort eignir bankans séu fyrir hendi. Auk þess skulu þeir á sama hátt á óákveðnum tíma, að minnsta kosti einu sinni í mánuði, rannsaka hjá þeim starfsmönnum hans, sem fé hafa undir höndum, hvort það fé er í sjóði hjá þeim, sem á að vera í þeirra vörslu. Ennfremur segir í reglugerð bankans, að verði endurskoðendur þess varir, að vanræksla eigi sér stað í einhverju eða nauðsynlegar endur- bætur þurfi að gera, þá eigi þeir að benda bankastjóra og bankaráði á það og gera tillögur um endurbætur. Það er kunnugt öllum hluthöfum bankans, að endurskoðendur hafa aldrei gert neina athugasemd við ársreikninga bankans frá stofnun hans til og með 1974, sem lagðir hafa veriö til afgreiðslu og samþykktar á aðalfundum bankans. Endurskoðendur hafa að jafnaði komið á fundi bankaráðsins, þegar gengið hefur verið frá ársreikningum bankans til framlagningar á aðalfundi. Þegar gengið var frá síðasta ársreikn- ingi vegna ársins 1974 komu þeir á fund bankaráösins í marz mánuöi 1975 og töldu þá allt vera í stakasta lagi, tryggingar að þeirra mati nægar fyrir útlánum og allt t' reiðu í bankanum. Hér verður ekki komist hjá því að skýra frá þeerri staðreynd, að aldrei nokkru sinni frá stofnun bankans þar til bréf bankaeftirlitsins kom hinn 13. nóvember 1975 hafa endurskoðendur aðvarað bankaráðið eða bent þeim á einhverja hluti, sem miður hafa farið í rekstri bankans. Á fundum bankaráðs í nóvember- mánuði, þar sem endurskoðendur voru tilkvaddir kom fram, að þeir hefðu skrifað bankastjórunum bréf hinn 2. nóvember og lýst áhyggjum sinum yfir óheillavænlegri þróun útlána og tryggingartöku í því sam- bandi. Bankaráð fékk ekki þetta bréf fyrr en nú í marzmánuði, að gengið var frá ársreikningi bankans sem hér er fram lagður. Ekki verður heldur komist hjá því að benda á þá staöreynd, að á tímabilinu 13. marz 1975 þar til 16. október 1975 skoðuðu endurskoðendur aldrei í kassa hjá gjaldkerum bankans, en á þessu tímabili gerast að mestu hinir verstu atburðir þessara mála. Jafnframt verður að geta þess, að við skoðun endurskoðenda í sjóði bankans hinn 16. október 1975 finna þeir af einhverjum ástæðum ekki 36 millj. kr. í innistæðulausum ávísunum frá einum aðila, sem voru í sjóði og höfðu verið í nokkrar vikur. Viðvörunarkerfið bilar Ekki verður komist hjá því af hálfu bankaráðsins að skýra frá nöktum staðreyndum þessara mála. Það er deginum Ijósara, að hið innra viðvör- unarkerfi í bankanum bilar í þessu efni eins og Ijóst er þegar af þeirri staðreynd, að mál þetta kemst ekki upp, fyrr en bankaeftirlitsmenn eru komnir á staðinn. Þess verður að geta hér, að endurskoðendur höfðu marg- sinnis rætt við bankastjórana um ýmislegt, sem aflaga fór, bent þeim á og gefið þeim leiðbeiningar. Hins vegar hala ábendingar eða aðvaranir endurskoðenda aldrei náð til banka- ráðsins eða bankaráðsmanna. Bankaráðið eins og allir hluthafar bankans hafa boriö fullt traust til Franihald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.