Morgunblaðið - 12.04.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.04.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1978 23 Minning — HaUfríður Alda Einarsdóttir Alda. Einarsdóttir, eins og hún var jafnan kölluð, lézt á Borgar- sjúkrahúsinu í Reykjavík hinn 19. marz s.l. Hún var jarðsungin hinn 3. apríl. Með Öldu er gengin mikilhæf kona, sem er öllum minnisstæð, er henni kynntust, fyrir sakir persónuleika síns. Alda fæddist á Hólanesi á Skagaströnd 22. apríl 1933, dóttir hjónanna Einars Péturssonar, trésmiðs, og Hólmfríðar Hjartardóttur Klemenzsonar. Einar Péturssón var frá Rannveigarstöðum í Geit- hellahreppi, en ættir hans eru mér lítt kunnar. Hólmfríður kona hans er af harðduglegum Skaga- mönnum komin, traustu merkis- fólki. Er Alda var eins árs gömul tók sómakonan Sigrún Teódóra Jakobsdóttir frá Hafursstaðakoti, þá ráðskona hjá Jósef Jakobssyni, bónda á Finnsstöðum í Skaga- hreppi, hana í fóstur. Litlu síðar skildu foreldrar Öldu og systkini hennar þrjú fylgdu móður sinni. Sigrún Jakobsdóttir gekk öldu í móðurstað. Þau Jósep og Sigrún voru heitbundin, er Jósef sýktist af óðaberklum og dó. Stóð Sigrún þá ein með fósturdótturina í bernsku, snauð af veraldarauði og fötluð, hafði misst annan fótinn vegna berklaskemmda meðan hún var unglingur. En Sigrún var rík af mannkostum og kjarki. Hún ákvað að Iáta eitt yfir sig og Öldu ganga, hvernig sem á móti blési. Sigrún vann næstu 12 árin ýmist sem ráðskona eða hjálparstúlka á ýmsum stöðum í Húnaþingi og hafði Öldu ávallt með sér. Ung að árum þurfti Alda líka að taka til höndum, eins og títt var með börn á þeim árum. Lærði hún því ung, öll venjuleg störf bæði úti og innanbæjar undir handleiðslu fóstru sinnar. Seint á fimmta tug aldarinnar flytjast þær mæðgur Sigrún og Alda að norðan til Reykjavíkur og setja þar saman heimili. Alda hóf fyrst hárgreiðslunám, en lét af því innan skamms og gegndi ýmsum störfum á næstu árum. Alda kynntist ungum manni í Reykja- vík, Hilmari Steinþórssyni, ættuðum af Langanesströnd. Þau trúlofuðust, settu saman heimili og eignuðust son hinn 19. marz 1951, sem Steinþór heitir og er nú lögregluþjónn í Reykjavík, kvænt- ur Lilju Tryggvadóttur. Þau Hilmar og Alda giftust ekki og slitu samvistum. Vorið 1957, er Alda lá á sjúkrahúsi í Hafnarfirði kynntist hún Svövu Halldórsdóttur á Hvanneyri, er lá þá á sama sjúkrahúsi. Sérstakur persónuleiki Öldu vakti þegar athygli Svövu, sem er gáfuð mannkostakona, eins og hún á kyn til. Er Svava kynntist erfiðum kringumstæðum Öldu bauð hún henni til sín að Hvann- eyri til hvíldar og hressingar eftir sjúkrahúsvistina. A Hvanneyri kynntist Alda Einari E. Gíslasyni, þá ráðunaut hjá Búnaðarsambandi Borgarfjarðar. Felldu þau Einar og Alda hugi saman og giftust 30. nóvember 1957. Vorið 1958 hættir Einar ráðu- nautsstarfinu, tekur á leigu stór- býlið Stóra-Hraun í Kolbeins- staðahreppi og setur þar saman bú með konu sinni, en Steinþór sonur hennar og fóstra hennar, Sigrún, fylgdu þeim hjónum að Stóra- Hrauni. Á Stóra-Hrauni bjuggu þau hjonin í tvö ár, byrjuðu með lítil efni, en stækkuðu búið og hófu kostnaðarsamar umbætur á jörðinni, sem þau fengu Iítið fyrir, eins og oft vill verða með leiguliða á jörðum, sem ekki eru í opinberri eigu. Á meðan Alda og Einar bjuggu á Stóra-Hrauni tóku þau kjördóttur, Eyglóu, systurdóttur Öldu, sem nú er gift Rúnari Hartmannssyni, og eiga þau heima í Höfnum á Reykjanesi. Vorið 1960 sótti Einar E. Gísla- son ásamt fleirum um bústjóra- starf á Fjárræktarbúinu að Hesti, sem sá, er þessar línur ritar, hafði þá bæði faglega og fjárhagslega yfirstjórn á. Vegna menntunar, mannkosta og óvenjulegs áhuga Einars á búfjárrækt var hann sjálfkjörinn til þessa starfs, svo framarlega sem samkomulag tækist með heimilishaldið. Ég þekkti Öldu þá ekki mikið, en vissi þó, að hún var mikil húsmóðir. Var henni boðin ráðskonustaða á Hesti. Slíka stöðu vildi hún ekki taka að sér, heldur bauðst hún til að halda heimilið fyrir eigin reikning og selja starfsfólki búsins fæði og annast gestamóttöku fyrir búsins hönd. Lýsti þetta vel skapgerð Öldu. Hún hugsaði ekki um að komast á Iaunaskrá hjá ríkinu og starfrækja heimilið á kostnað þess, en kaus heldur að reka heimilið fyrir eigin reikning, hafa fjölskyldu sína í fæði hjá sér og þurfa engan að spyrja um, hvernig heimilishaldi væri hagað. Ég var þessum málalokum feginn enda voru þau hagkvæm fyrir búið ekki sízt af því, að þau hjón voru sanngjörn í öllum viðskiptum. Eftir að Alda kom að Hesti vorið 1960 urðu kynni okkar fyrst mikil. Hún leysti húsmóðurhlutverk sitt af hendi með frábærri snilld, enda prýðilega gefin, smekkvís og svo vel verki farin, að hverju sem hún gekk, að fágætt má telja. Alda bjó einnig yfir óvenju miklum skipu- lagshæfileikum og var frábær verkstjóri. í heimilishaldinu hjá Öldu varð hver hlutur að vera á sínum stað, allsstaðar varð allt að vera fágað og hreint. Gilti einu, hvort komið var í eldhúsið, búrið, beztu stofuna eða þvottahúsið, allt var í röð og reglu og hreinlætið og smekkvísin blasti hvarvetna við. Þótt Alda væri smá vexti færði hún svo mikla persónu, að henni var auðvelt að stjórna, hvort heldur var fullorðnu fólki eða börnum. Allir hlýddu henni um- yrðalaust. Fyrir stúlkur, sem hjá henni unnu, var vistin meira virði en dvöl á hússtjórnarskóla. Sumar stúlkur, sem unnu hjá Öldu, urðu ágætar vinkonur hennar og hafa tjáð mér, að vistin þar hefði verið ómetanlegur skóli, en vera kann, að einhverjar þeirra hafi talið Öldu óþarflega nostursama og hefðu ef til vill kosið minna eftirlit með vinnubrögðum, þótt eitthvað af ryki hefði fengið að liggja óhreyft. Jón Sœvar Gunn- arsson — Minning Fæddur 12. aprfl 1953. Dáinn 17. júní 1977. Mig langar til þess að minnast bróður míns sem drukknaði í Elliðavatni þann 17. júní 1977, ásamt vinstúlku sinni, Katrínu Guðjónsdóttur, með fáeinum orð- um. Hann var elskulegur og vinaleg- ur ætíð í návist minni. Aldrei minnist ég þess að hafa séð hann þungbúinn og sorgmæddan. Hann vildi hafa alla glaða og ánægða í kringum sig. Hann var sannur vinur vina sinna, og margir sakna hans úr sínum vinahópi. Mér fannst og finnst mjög tómlegt eftir andlát hans og verður það skarð sem andlát hans hafði í för með sér vandfyllt. En einhvern tíma verða allir að deyja. Hann hefði orðið 25 ára í dag hefði hann lifað. Hann ólst upp í Hafnarfirði og stundaði barnaskólanám í Öldu- túnsskóla og lauk síðan gagn- fræðaskólaprófi frá Flensborg. Síðan fór hann í Matsveina- og veitingaskóla íslands og lauk þaðan prófi haustið 1975. Hann var meistari í sinni grein. Hann lagði leið sína til Gautaborgar í Svíþjóð og var þar úti í tæpt ár. Rétt eftir heimkomuna kynntist hann stúlkunni sinni, Katrínu heitinni Guðjónsdóttur. Voru þau mjög samrýnd og kom þeim vel saman í öllu. Þau voru saman til dauðadags og hvíla þau hlið við hlið nú. Guð blessi hann og stúlkuna hans. Hann verður ætíð ljós í lífi mínu. Á hendur fel þú honum, sem himna atýrir borg, það allt, er áttu í vonum, »K allt, er veldur aorg. Hann hylvrjur (tetur bundið (>K bugað storma her, hann fótstig getur fundið. sem fær sé handa þér. Björn Halldórsson. Sólveig Þórisdóttir. Að Hesti koma hoft hópar innlendra og erlendra gesta, ekki síður en á bændaskólabúin og önnur tilraunabú. Móttaka slíkra gesta eykur erfiði þeirra kvenna, sem þessum heimilum stjórna. Allar húsmæður á Hesti, síðan Fjárræktarbúið var stofnað þar fyrir 35 árum, hafa leyst þennan þátt starfsins með mestu prýði, en engin þeirra hefur gert það með meiri glæsibrag en Alda Einars- dóttir. Margir, sem þar nutu gestrisni, höfðu orð á því við mig síðar, hve athyglisvert heimilið á Hesti hefði verið hjá Öldu. Búnaðarþing heimsótti eitt sinn Hestsbúið meðan Alda hafði heimilishaldið á sínum vegum. Eftir að allt fé hafði verið skoðað var gestum boðið til stofu. Hús- freyja heilsaði hverjum gesti um leið og þeir gengu úr forstofu inn á ganginn. Veraldarvant glæsi- menni úr hópi búnaðarþingsfull- trúa sagði mér eftir heimsóknina, að húsfreyjan á Hesti hefði vakið aðdáun sína, er honum urðu á þau mistök að stíga yfir þröskuldinn úr forstofu inn á innri gang án þess að hafa farið úr óhreinum vaðstígvélum, þá hafi Alda aðeins litið framan í sig og niður á stígvélin. Meiri áminningu sagðist hann ekki hafa þurft, en bætti við, slíkar húsfreyjur geta haldið myndarlegum heimilum. En það eru tvær hliðar á flestum t Útför móöur okkar EMILÍU K. BJARNADÓTTUR Öldugötu 30 A, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 13. apríl kl. 13.30. Bjarni Steingrímsaon, Sigríöur Steingrímsdóttir. málum. Alda Einarsdóttir gekk ekki heil til skógar frá æskuárum til dauðadags. Hennar vel unnu og miklu störf voru ekki leyst af hendi vegna mikillar líkamsorku hennar, heldur vegna frábærs viljaþreks og skyldurækni. Satt að segja ofreyndi Alda sig oft, með því að unna sér ekki hvíldar og ætla sér ekki af. Eftir nokkurra ára dvöl á Hesti vildi hún fara þaðan, vildi heldur hverfa frá en hlífa sér á nokkurn hátt. Þau hjónin Alda og Einar voru um flest ólík og áttu ekki lík áhuga- mál, þegar sleppt var því að vinna öll störf af alúð og trúmennsku. Þetta leiddi til þess, að þau skildu sumarið 1968. Þá flutti Alda til Reykjavíkur ásamt Steinþóri syni sínum. Eftir það urðu kynni okkar Öldu minni en áður. Hún hitti mig þó einstöku sinnum og bað mig endrum og eins að gera sér smágreiða. Ávallt kom hún fram með sömu prúðmennskunni og allt sem hún sagði eða lofaði stóð eins og stafur á bók. í Reykjavík gegndi Alda ýmsum störfum, fyrst hjá Pósti og síma, síðar hjá Borgarbókasafninu og síðast hjá Landspítalanum. Hún mun hafa leyst öll störfin af hendi með kostgæfni eins og hún var vön að gera, en oft neyddist hún til að leita sér lækninga og dveljast á sjúkrahúsum skemmri eða lengri tíma vegna heilsuleysis. Fyrir þrem árum giftist Alda Sigurði Þorvaldssyni, bifvélavirkj ameist- ara í Reykjavík, sem lifir konu sína. Alda eignaðist 9 hálfsystkini. Móðir hennar giftist Pálma Sigurðssyni, húsasmið frá Steiná í Svartárdal, þá og lengi síðan á Skagaströnd, kunnum atorku- manni og góðum dreng, og eignaðist með honum 5 börn, 3 dætur og 2 syni. Faðir Öldu kvæntist Guðrúnu Jónsdóttur frá Ásum í Svínavatnshreppi, mikil- hæfri konu, og eignuðust þau 4 börn, eina dóttur og 3 syni. Um leið og ég þakka Öldu Einarsdóttur hennar ágæta starf t þágu Hestsbúsins og vináttu í garð okkar hjóna, þá votta ég eigin- manni hennar, börnum, aldraðri móður, systkinum og öðrum henni skyldum og vandabundnum inni- lega samúð. Halldór Pálsson t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför, GUDNÝJAR SIGURÐARDÓTTUR, Kaplaskjólsvegi 33, Raykjavík Þóröur Benediklsson, Benedikt Þóröarson, Sturla Þóröarson, Ásta Garöarsdóttir, Sigríöur Siguröardóttir, Halldóra Benediktsdóttir. og barnabörn. t Innilegar þakkir tyrir auösýnda samúö og vináttu við andiát og útför, LOVÍSU GUÐMUNDSDÓTTUR, Grjóta, Garöahverfi, Tryggvi Gunnarsson, Skúli G. Tryggvason, Björg Pálmadóttir, Hulda Tryggvadóttir, Höróur Þorleifsson. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR SIGURDARDÓTTUR, Langholtsvegi 32, Árni Grímsson, Andróa B. Árnadóttir, Eisteinn Þorsteinsson, Sigurður B. Árnason, Valgeröur Jakobsdóttir börn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu við andlát og jaröarför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, JÓHANNS V. JÓNSSONAR, bifreióastjóra, Álfheimum 15 Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á deild A-5 á Borgarspítalanum. Kristrún Kristjánsdóttir, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Halldór Guömundsson, Anna Sigriöur Jóhannsdóttir, Kjartan Kjartansson, Kristján Tryggvason, Jóna Hatsteinsdóttir og barnabörn. t Þökkum innilega auósýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóöur og ömmu, HALLFRÍDAR ÖLDU EINARSDÓTTUR, Blesugróf 24, Reykjavik. Siguröur Þorvaldsson, Steinbór Hilmarsson, Lilja Tryggvadóttir, Eygló B. Einarsdóttir, Rúnar Hartmannsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.