Morgunblaðið - 12.04.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.04.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. APRIL 1978 .<£o: KAPFINÚ * w: feH GRANI göslari «y pi b COPINHACIN bér or óhætt að byrja því nóg er verkefnið framundan! éfé-í'v "'Á Bezta fjárfestinK mín fyrr og síðar er blessuð konan mfn! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson I sunnudagsblaðinu var sagt hér, að landsliðakeppni B.S.Í iyki um síðustu heÍBÍ. betta var ekki rétt. Reyndist á misskilningi by«Kt ok var rugiað saman við tvímenninKskeppni, sem haldin var í Stykkishólmi. Landsliða- keppninni lýkur um næstu helgi ok verður spilað í IlamraKörðum 1 í KópavoKÍ. Spilið í daK er frá hinni árlegu Sunday Times tvímenningskeppni. Daninn Stig Werdelin spilaði tvö hjörtu í sæti vesturs en í vörninni voru tveir af fyrrverandi heims- meisturum jtala. Vestur Austur S. D2 S. 1065 H. DG742 H. K85 T. ÁK T. 106532 L. G762 L. K3 Þarf betra ljós — nýtt batterí! Löng bið eftir síma Nokkur umræða hefur verið að undanförnu um símamál lands- manna og í framhaldi af bréfi sem hér birtist í síðustu viku hefur íbúi í Breiðholti sent nokkrar línur: „Ég vil taka undir með Guðfinni Bergssyni, Grindavík, sem skrifar í „Velvakanda" Morgunblaðsins fimmtudaginn 6. apríl s.l. um símamál. Það er greinilegt, að þörf er á breyttum starfsháttum og skipulagi hjá Pósti & síma. Um mánaðamótin ágúst/september s.l. fluttum við hjónin úr Neðra-Breiðholti í Efra-breiðholt, eða í svokallað Hólahverfi, og að sjálfsögðu báð- um við um flutning á símanum. Okkur var sagt að um það bil 2 mánuðir mundu líða þar til síminn kæmi, eða þar til í byrjun nóvember, vegna þess að eftir væri að leggja línur í þetta nýja hverfi. Þegar líða tók á nóvembermánuð og ekkert bólaði á símanum mínum, fór ég að athuga málið og var þá sagt að því miður yrði einhver töf á flutningnum, því að efni til tenginga væri ekki til, en það væri í pöntun. Ég talaði við Hafstein Þorsteinsson, bæjar- símastjóra, og spurði hvort búast mætti við að við yrðum símalaus fram yfir jól, en hann fullvissaði mig um að ef fyrirsjáanlegur yrði langur dráttur á lagningu jarð- strengs, mundi P&S bæta úr því með loftlínu til bráðabirgða og síminn yrði örugglega kominn fyrir jól. • Hvaða jól? Jæja, nú er kominn apríl og ekki er síminn kominn ennþá, mörg samtöl hafa átt sér stað milli mín og P&S, og alltaf er brosað góðlátlega þegar ég efast um sannleiksgildi orða þeirra um að síminn verði kominn fy^rir páska, eða vorið, eða sumarið. Ég er farin að sjá eftir að hafa ekki spurt Hafstein Þorsteinsson að því, fyrir hvaða jól hann meinti. Og hvar stend ég svo gagnvart þessu bákni. Hvað get ég gert? Nákvæmlega ekkert. En ef við snerum dæminu við: t.d. að ég borgaði ekki flutning á þessum langþráða síma? Segði til að byrja með að ég hefði ekki peninga fyrr en í næsta mánuði, og síðan að ef mér tækist ekki að aura saman fyrir þessu á næstunni mundi ég fá mér víxil. Því næst að mér hefði ekki tekist að fá víxillán (fjárveit- ingu)! Þá rís báknið upp og lokar hjá mér símanum eða tekur hann. Það er svona einfalt. Það er eflaust fjöldinn allur af fólki sem hefur svipaða sögu að segja og ugglaust margir búnir að kvarta yfir því, en það breytir ekki neinu, að því er virðist, öðru en því að starfsmenn P&S verða þeim Norður spilaði út lágu hjarta, fimma, nía og drottning. Hvernig myndir þú spila spilið, lesandi góður? Margir myndu eflaust spila strax á laufkónginn og reyna síðan að trompa lauf. En eftir þetta útspil er ekki sennilegt að það takist. Vörnin spilar aftur tvisvar trompi og aðeins 7 slagir verða hámarkið. Werdelin tók á tígulás og kóng áður en hann spilaði laufinu. Fékk á kónginn og tromp- aði tígul á hendinni. Síðan aftur lauf og vörnin réð ekki við hann því tígullinn lá 3—3 og allar hendurnar voru þannig. Norður S. 973 H. Á63 T. 974 L. ÁD98 Vestur S. D2 H. DG742 T. ÁK L. G762 Austur S. 1065 H. K85 T. 106532 L. K3 Suður S. ÁKG84 H. 109 T. DG8 L. 1054 Tæki norður á trompás og spilaði aftur trompi voru tveir tígulslagir í borði öruggir. Svo norður tók á trompás og lét borðið trompa lauf með kóngnum. En það var áttundi slagur spilarans. Jl /IAÐI U R 1 N N M 1A B El Kl Kl N UD ifl Framhaldssaya eftir Georges Simenon |f | Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaði 1 18 okkar nokkrum vikum fyrir jól, sagðist hann ekkl vilja eyðiIegKja hátíðina fyrir fjöl- skyldu sína. — Og sagði þeim ekki frá neinu. Lét þau halda að hann gegndi enn starfi sínu í Rue de Bondy? — Hann vonaðist til að fá nýtt starf snarlega. Síðan liðu vikur. Og það var húsið og allt það. — Ég skil ekki alveg. — Jú, hann þurfti að standa í skilum með vexti og afborgan- ir og ég veit að það getur haft alvarlegar afleiðingar ef það tekst ekki. — Hjá hverjum fékk hann lánaða peninga? — Hjá mér og hr. Saimbron. — Hver er Saimbron? — Bókhaldarinn. Hann vinnur ekki iengur. Hann býr einsamall i fbúð á Quai de la Megisserie. — Á hann peninga? — Nei, hann er fátækur maður. — Og bæði hafið þið lánað hr. Louis peninga? — Já, ella hefði hann misst húsið og hefði staðið á götunni. — Hvers vegna sneri hann sér ekki til hr. Kaplans? — Vegna þess einfaldlega að Kaplan hefði ekki látið hann fá eyri. Hann er nú svoleiðis gerður og ekkert meira um það að segja. Þegar hann tiikynnti lokun fyrirtækisins afhenti hann hverjum starfsmanni þriggja mánaða kaup. Hr. Louis þorði ckki að geyma peningana á sér, því aö þá hefði kona hans komizt að þessu. — Skoðaði hún í veskið hans? — bað hlýtur að vera. Svo að ég geymdi peningana fyrir hann og um hver mánaðamót kom hann og sótti þá upphæð sem svaraði til launa hans. Og þegar þá þraUt svo... - Ég skil. — Já, en ég íékk peningana aftur. — Hvað leið langur tími þangað til? — Ég man það ekki — átta, níu mánuðir — kannski hátt í ár. — Leið langur tími svo að þér sáuð hann ekki? — Já, írá því í febrúar og fram i ágúst. — Voruð þér ekkert kvíða- fullar? — Nei, ég vissi að hann myndi koma aftur. Jaínvel þótt hann gæti ekki borgaö mér. — Sagði hann yður að hann hcfði fengið nýtt starf? — Hann sagðist hafa vinnu. — Var hann þá farinn að vera í brúnu skónum? — Já. Hann kom stöku sinn- um og í hvert skipti var hann með smágjöf og svo einhvern giaðning handa mömmu. Það var kannski þess vegna sem gamla konan hafði horft svo vonsvikin á Maigret. Þeir sem komu að heimsækja hana höfðu venjulega einhvern smá- glaðning með. Maigret hafði komið tómhentur. Hann hét því með sjálfum sér að hann tæki eitthvað með ef hann kæmi aftur. — Hann hefur aldrei neínt nöfn? — Uvaða nöfn? — Ég veit það eiginlega ekki... nafn á yfirmanni, vin- um, félögum. - Nei. — Og hann hefur aldrei talað um neitt ákveðið hverfi í París? — Nei, aðeins um Rue de Bondy. Hann fór oft þangað. Hann sagðist fyllast beizkju við að sjá að hfjsið hefði enn ekki verið rifið og skildi ekki af hverju hafði lcgið svona mikið á að segja okkur upp störfum. — Við hefðum getað verið í heilt ár í viðbót, sagði hann og andvarpaði. Bjölluhringing gaf til kynna að búðardyrnar hefðu verið opnaöar og Leone teygði sig á tá til að sjá hver hefði komið. Maigret stóð upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.