Morgunblaðið - 16.04.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.04.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. APRÍL 1978 7 Nemum staöar viö mynd, sem Jóhs. guðspjall geymir frá síðasta sam- verukveldi Jesú og læri- sveinanna: Það er að verða kvöld- sett í Jerúsalem. Vor- kvöldin björtu þekkjast ekki þar. Vinahópnum, sem situr að borði meö Jesú, er „tregt tungu að hræra“, því að hann er að Ijúka viö að segja þeim aö nú sé aö skilnaðarstund- inni komið. Þetta var þeim óvænt. Sú er ein af náðar- gjöfum lífsins, að okkur er oftast hið erfiðasta hulið fyrr en það dynur á. Fótatak sorgarinnar er svo létt, að við heyrum þaö sjaldnast fyrr en hún er komin. Lærisveinarnir skilja ekki, hvaö hann á við þegar hann segir: „Innan skamms munuð þér ekki sjá mig, og aftur innan skamms munuð þér sjá mig.“ Við höfum fyrir skömmu haldiö heilaga páska og í Ijósi þeirra eru orö Jesú auöskilin: Á næsta degi hvarf hann þeim sjónum út í dauðans myrku móðu, en þegar á þriöja degi fengu þeir að sjá hann aftur, og þá í ójarðneskum Ijósvakalíkama, sem þeir sáu þó bæði og heyrðu. Köldum og efagjörnum hjörtum er erfitt aö skilja fögnuðinn, sem flæddi yfir sálir þeirra, sem undrið stóra lifðu. Gnægöir þreks, sem þeir þekktu ekki áður, áttu þeir nú. Engin ógn, sem á veginum stóð, gat haggað þeim, engin jarðnesk ógn, og til eilíföarinnar með honum var unaðslegt að hugsa. Um lærisveinana, sem voru nánustu vinir hans, er okkur eðlilegt aö hugsa, aö þeir hafi átt með honum undursamlega samfundi, þegar þeir höföu lokið jarönesku þjónustunni, en hvaö er um okkur? Fæ ég að sjá Krist? er spurn, sem á hugi margra leitar. í djúpum vitundar- innar er spurnin um hann líklega miklu víöar vakandi en ætla má af því, sem á yfirborðinu sést. Þótt breiskir séu menn á marga lund og gangi göt- ur, sem vanséö er að liggi til hans, leynist þó víða í sálunum altari helgaö honum, og margir eru vintnisburðir þess, að einkum þegar mönnum verður Ijóst, að komið er að jarneskum leiðarlok- um, vaknar með nýju afli spurnin: Fæ ég að sjá Krist? Ég trúi því, aö með einhverjum hætti vaki hann yfir mér á jarönesku ferðinni, en fæ ég aö sjá hann, eða býr hann í Ijósi, sem ég mun enn ekki þola aö líta lengi eftir að ég er af jörðu farinn? Auðmjúk skulum við hugsa og spyrja, — hversvegna ekki spyrja? Við skynjum lítið af því, sem æðra er en okkar jaröarsvið, og mun þá ekki þeirra skynjun, sem ný- lega eru af jörðunni farnir, takmarkast mjög við það lífssviö, sem viö þeim hefur tekiö. í kristinni predikun og ekki sízt í fjölda gamalla útafarar- sálma er fullyrt, að engill dauðans flytji látinn mann beint í faðm Krists og til ævarandi samfélags við hann. Á löngum prests- skaparaldri mínum varð ég þess oft var, aö þessar fullyrðingar í sumum gömlu sálmunum urðu til þess að vekja syrgjendum nærgöngular og óþægi- legar spurningar og efa- semdir. í bókinni Líf og lífsskoö- un, sagði ég frá því, sem mér hefir þótt fegurst og aögengilegast um sam- fundi látins manns og Krists. Of langt mál væri aö endursegja það hér. Getum viö hugsað okkur, að þótt viö vöknum eftir banablundinn meö nýja sjón, að hún muni þola að líta þá óðara Ijós þess heims, sem er heimkynni Krists? En lausnarverki sínu lauk hann ekki á krossi. Þegar hann fædd- ist til jarðar laut hann því lögmáli, sem hann lýtur enn: að stíga niður í lægri heima og bera þjóns- myndina þar. Þannig get- um við hugsað okkur, að látnir menn geti átt sam- fundi við hann, þótt enn þoli þeir ekki aö líta dýröarlíf hárra heima og fyllingu dýrðar hans, sem svo var mikil meöan hann var jarðnesku holdi klæddur, að þeir sem þá sáu hann og þekktu, áttu ekki önnur orð til að lýsa honum en þau, að hann væri „Ijómi dýrðar Guös og ímynd veru hans“. Og þannig sýnist mér, aö þeir sem fegurstu Kristslífi hafa lifaö, hafi „séö“ hann og átt samfundi við hann á dularleiöum hins dýpsta bænalífs. Guðspjall hermir, aö síöasta kveld sitt á jörðu hafi hann sagt viö læri- sveinana: „... og aftur.. munuð bér sjá mig“. Megum við einnig leggja þanó skilning í þessi orö, aö einhvers staöar og einhvern tíma veitist sú náð, að við fáum að standa augliti til auglitis viö hann? „Leitið og þér munuö finna“, þau orð hans glata ekki gildi, hvorki í tíman- um né í eilífðinni. En aö hverju erum viö daglega aö leita? Beinist meginvið- leitni okkar aö því, sem hann kenndi, lifði, var og er? Er kærleikslíf hans það, sem við vitum eftir- sóknarveröast? „Sá finn- ur, sem leitar," sagði hann sjálfur, en við finnum aðeins þaö, sem viö höf- um leitað að, en ekki eitthvað annaö. það eitt að afklæðast jarðneska holdsfatinu gerir á okkar innra manni enga breyt- ingu. En ef sú er heitasta þráin hér í heimi, aö lifa meö honum, ef hjartað er altari honum helgað, þar sem ilmur tilþeiðslunnar, lotningarinnar leikur um myndina hans, og ef þráin eftir honum gegnsýrir lífið í hugsun, í orðum, í athöfn, getum við vænzt þess aö finna fyrir handan gröf og dauða með einhverjum dásamlegum hætti það, sem við vorum að leita aö, það sem innsta þráin sá í helgustu vonum sínum og draumum: Sjálfan Hann. „Þér munuð • / • 99 sja mig % Til sölu * « & Til sölu ^ Verzlunar- húsnæði % í. s. 5. h 5. & % s. s. s. % s. s. s. s. s. s. s s. s. s. s. s. & i nyrri Til sölu er ca. 300 fm. verzlunarhúsnæði verzlunarmiðstöð í miðborginni. Hér er um að ræða húsnæði fyrir eina eða tvær verzlanir. Ath.: Hér er um að ræða einhverja glæsilegustu verzlunaraðstöðu í borginni. allar nánari upplýsingar Teikningar og skrifstofunni. Opid í dag frá kl. 1—4 & Egre mark aðurinn Austurstræti 6 simi 26933 Jón Magnússon hd a S. A S. s. s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s wmi^^^^mmmmmmm^^^mmmmt^^mm Húseignin Klapparstígur 37 Vorum að fá í einkasölu húseignina Klapparstíg 37. Hér er um aö ræða steinhús í hjarta borgarinnar, sem hentar vel fyrir ýmiss konar atvinnurekstur, svo og til íbúöar. Á 1. hæö hússins er um 70 ferm. verzlunarpláss auk 20 ferm. lagerpláss. Á 2. hæö er um 120—130 ferm. skrifstofuhúsnæði, sem auöveld- lega má breyta í tvær íbúöir, tveggja og þriggja herbergja. í risi er sérlega vönduö ca. 100 ferm. íbúð. íbúð þessi er óvenju smekklega og skemmtilega innréttuö. Húsiö selst í hlutum eða allt í einu lagi eftir samkomulagi. Ath. Opiö í dag kl. 1—3 m^^mmmmmmmmmmmmm^ EIGNASALAN REYKJAVÍK Ingólfsstræti 8 Haukur Bjarnason hdl. Sími 19540 og 19191 Magnús Einarsson Eggert Eliasson Kvöldsim. 44789 OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 9 — 21 UM HELGAR FRÁ 13—17 Mosfellssveit einbýlishús Stórglæsilegt fokhelt hús á 1. hæö 5—6 hb. íbúð 146 fm. Bílskúr 48 fm. Húsið er með steyptri loftplötu og getur verið afhent á því stigi eða lengra komið. Teikningar á skrifstofunni. Upplýs- ingar aöeins á skrifstofunni. Engjasel raðhús Fokhelt hús á tveimur hæðum + kjallari. Afhent meö verksmiöjugleri, pússaö aö utan. Ofnar og einangrun fylgir. Teikningar á skrifstofunni og upplýsingar aðeins á skrifst. Dyngjuvegur 110 fm. 4—5 herbergja stórfalieg íbúð meö sér inngangi. íbúðin er jaröhæð og útsýni er frábært. Verð 13.5—14 m. Útb. 9—10 m. Grenimelur 150 fm. 6—7 herbergja sérhæð í 9 ára gömlu húsi. í íbúöinni eru 4 svefnherbergi + bílskúr 35 fm. Þetta er einhver glæsil. íbúð á sölumarkaöi í dag. Einnig er í sama húsi sérstaklega góð 2ja herbergja íbúð. íbúðirnar seljast báöar saman eða í sitt hvoru lagi. Uppl. aöeins á skrifst.ekki ' síma _ : _ . _ OPIÐ I DAG EIGNANAUST Laugavegi 96 (við Stjörnubíó) Sími 2 95 55 SÖLIJM.: Hjörtur Gunnarsson, Lárus Helgason. Si)>rún Kröyer LÖGM.: S vanur Þór Vilhjálmsson hdl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.