Morgunblaðið - 16.04.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.04.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. APRÍL 1978 17 ítanleflQ ngi um fgH lanudQð ab ir\bsam\egri kiarasamninga (jrskrifl HÁOist SVÍH* Uú»«»r " Diegui úi ; 'tatiísta lo'H0' \ veikinnoi v i ' 351 » •|uXio',ai‘l \ tilraun til þess að ná í alvöru fram kjarabótum fyrir hina lægstlaun- uðu án J>ess að hálaunamenn innan ASI fylgi á eftir og fái enn meir í sinn hlut. Ef þetta er rétt skilið er sérstaða Verkamanna- sambandsins nú býsna athyglis- verð. Pólitískar deilur Alþýðubandalagið er allsráð- andi um þessar mundir innan Alþýðusambandsins, þótt lýð- ræðissinnar ráði einstökum landssamböndum og stórum verkalýðsfélögum. Það er stað- reynd, sem Alþýðuflokksmenn sérstaklega ættu að íhuga. Á síðasta ASÍ-þingi gengu þeir til samstarfs við Alþýðubandalagið. Nú standa þeir frammi fyrir því, að áhrif þeirra innan ASI eru nánast engin og Alþýðubandalagið fer sínu fram hvað sem sjónarmið- um forystumanna Alþýðuflokksins í verkalýðshreyfingunni líður. Þetta hefur t.d. Karl Steinar Guðnason fundið. Þessi viðhorf innan ASI nú ættu að verða til þess að efla samstöðu lýðræðis- sinna þar, hvar í flokki, sem þeir standa, og endurnýja samstarf þeirra á þessum vettvangi. En þótt Alþýðubandalagið sé HáHrar ald- ar afmæli utanríkis- í upphafi sat forsætisráðherra fundi utanríkismála- nefndar, enda fjallaði hann lengst af um utanríkismál- efni íslands þar til stofnað var embætti utanríkisráð- herra, er ísland tók að öllu leyti í eigin hendur meðferð utanríkismála sinna eftir hertöku Danmerkur í heimsstyrjöldinni síðari. Síðan situr utanríkisráðherra að jafnaði fundi nefndarinnar. Það fer eftir eðli og mikilvægi máls, hvort forsætisráðherra eða aðrir ráðherrar sæki fundi. Geta má þess að sendiherrar íslands erlendis hafa komið á fund í utanríkismálanefnd þegar þeir eru staddir hérlendis og gera þá grein fyrir ýmsum þeim málefnum, er snerta starf þeirra. Hefur þessi háttur færst í vöxt á síðari árum. Þá hafa ýmsir aðrir aðilar stundum verið kvaddir til funda í nefndinni til ráðuneytis, svo sem dómarar Hæstaréttar, þjóðréttar- fræðingar og aðrir sérfræðingar. málanefndar alþingis Hinn 16. apríl 1978 eru 50 ár liðin frá stofnun utanríkismálanefndar Alþingis. í lögum um breytingu á lögum um þingsköp Alþingis, sem staðfest voru 22. mars 1928, var mælt svo fyrir að Sameinað Alþingi skuli í byrjun hvers þings kjósa fastanefnd, er nefnist utanríkismálanefnd skipuð 7 mönnum og skuli vísa til hennar öllum utanríkismálum og þeim öðrum málum, sem Sameinað Alþingi eða önnur hvor þingdeild ákveði. Þá segir, að utanríkis- málanefnd starfi einnig milli þinga og skuli ráðuneytið ávallt bera undir hana slík mál, sem fyrir koma milli þinga. Þessi ákvæði um utanríkismálanefnd hafa efnislega haldist óbreytt. I gildandi ákvæðum, 2. gr. laga nr. 54 29. maí 1972, segir að á 2. fundi Sameinaðs Alþingis skuli kjósa 7 menn í utanríkismálanefnd og 7 til vara, að til nefndarinnar skuli vísa utanríkismálum, svo og að utanríkismálanefnd starfi einnig milli þinga og sé ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál, enda skuli ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál jafnt milli þinga sem á þingtíma. Utanríkismálanefnd var fyrst kosin á fundi Sameinaðs Alþingis 16. apríl 1928. Hélt nefndin fyrsta fund sinn samdægurs og kaus þá formann og ritara. Var nefndin þannig skipuð: Benedikt Sveinsson, formaður Ásgeir Ásgeirsson, ritari Bjarni Ásgeirsson Jón Þorláksson Sigurður Eggerz Ólafur Thors Héðinn Valdimarsson Fulltrúi forsætisráðherra tók á árinu 1929 við ritarastörfum fyrir nefndina, en síðan utaríkisráðu- neytið var stofnað hefur ráðuneytisstjóri þess haft þau störf með höndum. Sitja þannig utanríkisráðherra og ráðuneytisstjóri hans að jafnaði alla fundi utanrikis- málanefndar. Alls hefur utanríkismálanefnd haldið 505 fundi. í þessu sambandi skal þess getið að á árunum 1950—55 starfaði þriggja manna nefnd, kosin af utanríkismála- nefnd, ríkisstjórninni til ráðuneytis um utanríkismál. Á þeim tíma voru sárafáir fundir haldnir í sjálfri utanríkismálanefnd. Á síðari árum hefur landhelgismálið verið mjög til umræðu í utanríkismálanefnd og þá alloft haldnir sameiginlegir fundir utanríkismálanefndar og land- helgisnefndar undir forsæti formanns utanríkismála- nefndar. Hafa þá forsætirráðherra og sjávarútvegsráð- herra sótt fundi auk utanríkisráðherra. Þessir alþingismenn eiga nú sæti í utanríkismála- nefnd: Þórarinn Þórarinsson, formaður Jóhann Hafstein, varaformaður Friðþjón Þórðarson, skrifari Gils Guðmundsson Tómas Árnason Guðmundur H. Garðarsson Gylfi Þ. Gíslason Varamenn í utanríkismálanefnd eru: Ragnhildur Helgadóttir Steingrimur Hermannsson Eyjólfur Konráð Jónsson . .. , ,, on Framhald á bls. 30. allsráðandi innan ASÍ um þessar mundir er jafnframt ljóst, að innan þess standa örlagaríkar deilur milli verkalýðsarms flokks- ins og hins pólitíska arms. Verka- lýðsarmur Alþýðubandálagsins hefur verið á stöðugu undanhaldi í Alþýðubandalaginu undanfarin ár. Áhrif forystumanna launþega hafa minnkað að sama skapi og áhrif menntamanna hafa vaxið. Alþýðubandalagið er ekki í dag sá verkalýðsflokkur, sem það einu sinni var og forveri þess, Sósíal- istaflokkurinn. Þetta er staðreynd, sem forystumenn Alþýðusam- bandsins í verkalýðshreyfingunni gera sér grein fyrir og eru óánægðir með. En þeim hefur mistekizt að snúa þessari þróun við. Athygli hefur vakið í fréttum að undanförnu, að ágreiningur hefur verið um skipan framboðs- lista Alþýðubandalagsins til al- þingiskosninga í Reykjavík. Hinn pólitiski armur vill, að Svavar Gestsson, ritstjóri Þjóðviljans, skipi fyrsta sæti listans. En verkalýðsarmur Alþýðubandalags- ins eða a.m.k. sumir verkalýðsfor- ingjar þess, hafa haldið fram Ásmundi Stefánssyni, hagfræðingi ASI, sem hefur getið sér gott orð i því starfi. Þessi deila sýnir í hnotskurn, að verkalýðsforingj- unum þykja áhrif þeirra hafa dvínað mjög og þeir hafa gert tilraun til þess að rétta sinn hlut. Þessi átök innan Alþýðubanda- lagsins hafa sín áhrif á starf verkalýðsforingja Alþýðubanda- lagsins og afstöðu um þessar mundir. Innan verkalýðsarmsins eru einnig átök og deilur. Óráðið er hvort Eðvarð Sigurðsson heldur áfram þingmennsku. Margir verkalýðsmenn Alþýðubanda lagsins hefðu vafalaust viljað fá Benedikt Davíðsson i hans stað ef hann tafeki ákvörðun um að hætta. En forystumenn Alþýðubanda- lagsins í Dagsbrún sætta sig ekki við það, að þetta þingsæti fari til annarra en Dagsbrúnarmanna. Það er ekki tilviljun, að nú er varla hægt að opna fyrir sjónvarp án þess, að Guðmundur J. Guðmunds- son blasi við á skerminum! Hvað er framundan í kjaramálum? Þessi viðhorf í málefnum verka- lýðssamtakanna eru rakin hér vegna þess, að mörgum mun þykja sundrungin innan verkalýðshreyf- ingarinnar svo mikil og að mis- heppnaðar verkfallsaðgerðir henn- ar á þessum vetri hafi veikt hana svo mjög, að ekki sé ástæða til þess aö tala mikið við forystumenn verkalýðssamtakanna um viðhorf- in í kjaramálum. Reynslan hafi sýnt, að þeir hafi fólkið ekki með sér og vinnuveitendur og ríkis- stjórn hljóti að taka mið af því. Morgunblaðið er ekki sammála þessum sjónarmiðum. Það er staðreynd, að á þessum vetri hafa samskipti forystu- manna verkalýðssamtaka og ríkis- stjórnar orðið stirðari en nokkru sinni síðan á haustmánuðum 1963. Þá var f.vrirsjáanlegum átökum afstýrt vegna þess, að þrátt fyrir allt ríkti velvilji og traust á báða bóga. Það var síðasta verk Ólafs Thors, sem forsætisráðherra Við- reisnarstjórnarinnar að rétta fram sáttahönd og það var tekið í þá framréttu hönd. I kjölfar þess var júnisamkomulagið gert vorið 1964, sem markaði tímamót í samskiptum ríkisvalds og verka- lýðshreyfingar og mótaði allt andrúmsloft og samband Viðreisn- arstjórnarinnar og alþýðusamtak- anna til loka stjórnartímabils hennar. Þegar hinar ólöglegu verkfalls- aðgerðir ASÍ og BSRB höfðu farið út um þúfur fyrstu daga marz- mánaðar birti Morgunblaðið for- ystugrein, þar sem varað var við því, að menn færu að hreykja sér, þótt þessar verkfallsaðgerðir hefðu farið út um þúfur, en hvatt til sáttagerðar milli ríkisstjórnar, vinnuveitenda og verkalýðssam- taka. Morgunblaðið er enn sömu skoðunar. Hvað sem líður útflutn- ingsbanni því, sem Verkalýðssam- band Islands hefur sett á, er rík ástæða til að hvetja til sáttagerðar í kjaramálum okkar litla þjóðfé- lags. Okkur tekst ekki að ráða niðurlögum verðbólgunnar nema til slíkra sátta komi. í þessum efnum hvílir mikil ábyrgð á herðum forystumanna verkalýðs- samtaka og vinnuveitenda en sú ábyrgð hvílir ekki síður á forystu- mönnum ríkisstjórnarinnar og þá alveg sérstaklega forystu Sjálf- stæðisflokksins. Um mjög langt árabil hafa foringjar Sjátfstæðismanna lagt áherzlu á náið samband og sam- starf við helztu forystumenn verkalýðssamtaka, hvar í flokki, sem þeir hafa staðið. Þetta sam- band réð miklu um það, hversu farsæl Viðreisnarstjórnin reyndist í störfum sínum. Það er eðliiegt, að foringjar Sjálfstæðisflokksins telji slíkt samstarf miklu skipta. Sjálf- stæðisflokkurinn nýtur stuðnings fjölmenns hóps launþega. Án stuðnings þeirra væri hann ekki það þjóðmálaafl, sem hann er. Sá órói, sem nú er á vinnumark- aðnum er engum til góðs. Við verðum að leita nýrra leiða til þess að samræma sjónarmið ríkis- stjórnar, vinnuveitenda og verka- lýðssamtaka. Umfram allt mega málin ekki þróast á þann veg, að lítið sé talað saman og samfélagið verði þjakað vikum og mánuðum saman af óróa og átökum. Það er hægt að finna samstarfs- og samkomulagsgrundvöll ef menn vilja. Til þess þarf átak. Morgun- blaðið hvetur til þess, að það verði gert. Við skulum standa saman um meginmál, þótt við höfum ólíkar skoðanir í mörgu. Sáttargerð milli ríkisstjórnar, verkalýðssamtaka og vinnuveitenda er það sem skiptir höfuðmáli í íslenzkum þjóðmálum um þessar mundir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.