Morgunblaðið - 16.04.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.04.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. APRÍL 1978 t Faöir minn, lengdafaöir og afi, JÓN NIELSSON, Framnetvegi 18, lézt aö Landakotsspítala, 13. apríl. Elta Breiðfjörö, Gítli Magnútton og dætur. + ■ Faðir minn og mágur okkar, GUOJON GUDJÓNSSON, áður til heimilit aö Grettiagötu 79, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 18. apríl kl. 3. Fyrir hönd aöstandenda, Dóra Guðjónedóttir, Sigríður og Margrét Settilíutardsetur. t Eiginmaöur minn og faðir okkar, RAGNAR HALLDÓRSSON, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 18. apríl kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanlr Attrid Ellingten og börn t Ástkær eiginmaöur minn og faöir okkar, SIGURJÓN JÓNSSON, tkipttjóri fri Vestmannaeyjum, Klepptvegi 32, veröur jarösunginn mánudaginn 17. apríl kl. 3 frá Fossvogskirkju. Þeim er vildu minnast hans skal bent á Hjartavernd. Maria Krittjinadóttir og tynir. t Þökkum auösýnda samúð viö andlát og jaröarför ÓSKARS BORG, lögfrnðings. Elísabet Borg, Ingigerður og Ragnar Borg Anna Borg. t Innilegar þakkir til allra er auösýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför, HARALDAR DUNGAL, tannlaeknit. Inga Birna llte Dungal og fjöltkylda. t Innilegar þakkir fyrir sýnda samúö viö andlát og útför mannsins míns, SNORRA P.P. ARNAR Katrín S. Arnar. t Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúö og vinsemd viö fráfall og jaröarför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, RÓSU JÓNSDÓTTUR Einnig sendum viö læknum og starfsfólki 3-D, Landspítalanum, þakkir fyrir þá miklu hlýju, sem hún varö aðnjótandi, í veikindum sínum. Sigurpill Þorsteinsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Kveöjuathöfn vegna andláts SNORRA SIGFÚSSONAR, fyrrum nimsttjóra, fer fram í Dómkirkjunni föstudaginn 21. þ.m. kl. 10.30. Snorri verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 22. þ.m. kl. 13.30 Fyrir hönd aöstandenda, Bjarnveig Bjarnadóttir. Minning: Bergþóra Bergsdótt- ir frá Arnórsstöðum Fædd 8. júní 1885 Dáin 7. aprfl 1978. Benedikta Bergþóra Bergsdóttir hét hún fullu nafni. Hún var fædd að Hjarðarhaga á Jökuldal. Móðir hennar var Sólveig Þórðardóttir frá Sævarenda í Loðmundarfirði. Hún var af Skúlaætt, sem þekkt er á Austurlandi. Faðir hennar var Bergur Árna- son frá Árnanesi i Hornafirði. Hann var af ætt Jóns Steingríms- sonar eldklerks. Bergur andaðist áður en Bergþóra dóttur hans fæddist. Bergþóra ólst upp í Hjarðarhaga hjá móður sinni og stjúpa Magnúsi Ivarssyni frá Vaði. Hún fór mjög snemma að vinna sem þá var títt með börn eða svo fljótt sem kraftar leyfðu. Langt innan við fermingu vann hún við barna- gæslu hjá séra Einari Þórðarsyni í Hofteigi, en það er næsti bær við Hjarðarhaga. Um tvítugt giftist hún Þorkeli Jónssyni frá Fjallsseli í Fella- hreppi. Hann var greindur maður og hagyrðingur góður. Þau bjuggu mestallan búskap sinn á Arnórs- stöðum á Jökuldal. Eignuðust þau 12 börn. Tveir drengir dóu í frumbernsku, en tvær dætur fengu berkla. Önnur þeirra, Sigríður, andaðisfe 15 ára 1930, en hin, Sólveig, fékk nokkurn bata, en fékk lömunarveiki og var heilsulít- il í mörg ár. Hún andaðist 1934, þá 27 ára. Þorkell andaðist 1922 og var þá yngsta barn þeirra hjóna á öðru ári, en það elsta 17 ára. Bergþóra hélt búskap áfram á Arnórsstöðum eftir lát manns síns. Varð hún þó að hafa vinnu- menn við bústörfin þar sem börnin voru svo ung og heimilið stórt. Nokkrum árum eftir fráfall Þorkels ræðst til hennar sem ráðsmaður Gunnar Jónsson, bróð- ir Þorkels. Gunnar var greindur maður og fjármaður af Guðs náð. Sá eiginleiki hefur ætíð verið talinn ómetanlegur fjárbónda og mun hann hafa notið þeirrar hæfni sinnar einkar vel á þeim stað miðað við þeirra tíðar bú- skaparhætti. En sem kunnugt er eru landkostir góðir fyrir sauðfé á Jökuldal. Benedikt í Hofteigi, er um skeið var mikill 'fjárbóndi, hefur getið þess í grein, sem hann ritaði um Gunnar látinn, hve mikill fjárræktarmaður hann var og hve vænt fé hann átti. Gunnar mun fljótlega hafa orðið allvel efnaður bóndi á þeirra tíðar mælikvarða. Þau Bergþóra og Gunnar eignuðust eina dóttur, Rögnu, sem nú býr í Kópavogi, en þau bjuggu saman, unz Gunnar lést í hárri elli fyrir allnokkru síðan. Árið 1943 reistu þau nýbýli í landi Skjöldólfsstaða og nefndu það Gilsá. Þar bjuggu þau unz þau fluttu til Rögnu dóttur sinnar, sem þá var búsett í Hafnarfirði. Bergþóra og Gunnar voru mann- eskjur ólíkrar gerðar en munu þó ávallt hafa virt mannkosti hvors annars. Börn Bergþóru voru þessi: 1. Guðný, ógift, býr í Reykjavík. 2. Sólveig, lést 1934. 3. Jón, dó á fyrsta ári. 4. Jón Sigurðsson, dó fárra daga gamall. 5. Elín Margrét húsmóðir á Skjöldólfsstöðum. Hún giftist Lúðvíg Þorgrímssyni. Hann drukknaði í Jökulsá. Seinni maður hennar er Þorsteinn Snædal. 6. Jón, ógiftur, býr i Reykjavík. 7. Bergur, bjó á Reyðarfirði. Hann drukknaði af mb. Katrínu 1961. Hans kona var Þórey Björnsdóttir. Hún er látin. 8. Sigríður, lést 1930. 9. Loftur, býr í Kópavogi. Kona hans var Margrét Hallsdóttir frá Kóreksstöðum. Hún er látin. 10. Svanfríður, gift Eyjólfi Guð- mundssyni verslunarstjóra í Síld og Fisk. 11. Guðrún, ógift, býr í Reykjavík. 12. Arnór, húsamálari í Reykjavík kvæntur Huldu Ingv- arsdóttur úr Borgarnesi. 13. Ragna, sem áður er getið, gift Sveinbirni Jóhannssyni frá Norð- firði. Afkomendur Bergþóru munu nú vera 91. Áttatíu og sex ára gamalli veittist henni sú ánægja að sjá fimmta ættliðinn í beinan kven- legg. Eftir lát Gunnars dvaldi Berg- þóra hjá börnum sínum, að mestu hjá Guðnýju og Jóni í Reykjavík og veit ég að hún mundi vilja þakka þeim alla þeirra umönnun, þegar þrekið dvínaði og þörfin var mest. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, BRYNJÓLFS GUÐNASONAR, Hringbraut 11, Halnarfiröi. Valgerður Þórarinsdóttir, Margrét Brynjólfsdóttir, Giali Jónsson, Þórhildur Brynjólfsdóttir, Jón Guðmundsson, Guðni M. Brynjólfsson, Elísabet Þórarinsdóttir, Siguröur R. Brynjólfsson, Dagur Brynjólfsson og barnabörn. t Hjartans þakkir sendum viö öllum þeim er auösýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og jaröarför FELIXAR JÓNSSONAR Ennfremur þakkir til lækna og annars starfsfólks Landakotsspítala fyrir góöa umönnun í veikindum hans. Guðmunda Jóhannsdóttir, Svava Felixdóttir Hanna Felixdóttir, Þórir Jónsson, Gylfi Felixson, Jóhanna Oddgeirsdóttir, Grétar Felixson, Guðlaug Ingvadóttir, barnabörn og systkíni hins litna. Sannarlega hefur Bergþóra gengið í gegnum mikla erfiðleika svo sem margt af hennar $pmtíð- arfólki. Það gefur auga leið, hve erfið lífskjörin hafa verið með svo stóran barnahóp í afskekktu hér- aði, þar sem um marga tuga kílómetra veg varð að fara um mikið torleiði til læknis eða næsta verslunarstaðar. Ofan á þá sáru reynslu að missa börn sín sem að ofan er talið, missti hún mann sinn á góðum aldri frá stórum barnahóp. Þá dóu tvær ’ dætur hennar úr berklum, en hinn hvíti dauði var þá og lengi síðan hinn skelfilegi vágestur hér á landi sem kunnugt er. Bergþóra var sterkur persónuleiki, sterkbyggð andlega og líkamlega og lét ekki erfiðleika lífsins beygja sig. Hún hafði sterkan vilja og mikla sjálfsbjarg- arviðleitni, enda mjög starfssöm kona. Hún hafði fallega söngrödd og mikið yndi af söng og söng oft við störf sín og var ætíð létt í lund og gamansöm. Það sýnir kjark Bergþóru, að þegar maður hennar fellur frá, lætur hún ekki hugfallast, en heldur búskap áfram og þannig tekst henni að halda hópnum saman og ala börn sín upp, en við svipaðar kringumstæður gerðist mörg harmsagan, er börnin voru tekin frá mæðrum sínum og komið til vandalausra. Það er kunnara en frá þurfi að segja, hve ömurlegt hlutskipti þeirra var, sem þurftu á fátækraframfærslu að halda á þeim tíma — dapurlegur kapítuli í þjóðarsögu okkar, sem nú heyrir sögunni til. Ég sem þessar línur rita, kynnt- ist Bergþóru ekki fyrr en þau Gunnar voru hætt búskap og flutt úr dalnum sínum til Hafnarfjarð- ar og bjuggu hjá Rögnu, dóttur sinni, og fyrri manni hennar, Sigurjóni Pálssyni, frænda mín- um. Fáum árum síðar flutti ég og mín fjölskylda einnig til Hafnar- fjarðar. Voru góð kynni milli heimila okkar og ég og fjölskylda mín tíðir gestir þar. Var auðfundið að á þessu heimili ríkti hin gamla góða gestrisni eins og ég þekkti hana í sveitinni í æsku. Þetta hlýja viðmót sem gesturinn mætti, hann fann að hann var velkominn og heimilisfólkið naut þess að veita gestum og ræða við þá. Ég man hversu Bergþóra var ætíð h!ý við mín börn, sem þá voru á barnsaldri. Hún var ein af þeim hraustu og hjartahlýju konum, sem ætíð eiga nóg hjartarúm fyrir sín barnabörn og önnur börn sem hún komst í kynni við. Hafði sjáanlega meiri ánægju af að leggja aura í lítinn lófa en að eiga hann sjálf. Bergþóra var ein af þeirri dugmiklu kynslóð, sem oft er kennd við aldamótin. Hún og hennar jafnaldrar. fæðast rétt eftir hin miklu harðindi á 9. tug nítjándu aldar, þegar hvað harðast svarf að þessari fámennu þjóð. Ameríkuferðirnar voru í algleym- ingi og vonleysi ríkjandi um framtíð þjóðarinnar. Seigla þess fólks, sem upp komst þá, finnst okkur nú furðuleg og víst hefur verið kjarni í því fólki, sem óx við hverja raun svo sem Bergþóra virtist hafa gert í hógværð sinni og yfirlætisleysi. Bergþóra hefur nú lokið langri og um sumt erfiðri lífsgöngu. Hún mun þó hafa verið sátt við lífið og tilveruna og litið svo á að erfið- leikar lífsins væru til að sigra þá og koma heill úr hverri raun. Þetta tókst henni á sinni löngu ævi. Stóri barnahópurinn hennar komst vel til manns, þótt sumum þeirra yrði ekki langra lífdaga auðið. Slíku mun hún hafa tekið með sínu meðfædda þreki og skapstillingu. Við, sem trúum því, að ekki sé öllu lokið hérna megin grafar, teljum að fólk, sem þannig hefur lífi sínu varið, muni vel búið undir framhaldið. Með þakklæti í huga fyrir þau kynni sem ég hafði af henni, óska ég henni góðs á nýrri braut og votta börnum hennar samúð mína. ÓB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.