Morgunblaðið - 16.04.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.04.1978, Blaðsíða 25
I MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. APRÍL 1978 t 25 Minning: Sigurjón Jónsson frá Vestmannaeyjum F. 2. janúar 1903 D. 9. apríl 1978 „Engill Drottins setur vörð. kringum þá er óttast hann.“ Þessi fögru orð sem standa í 34. sálmi Davíðs koma mér fyrst í hug þegar ég minnist tengdaföður míns, Sigurjóns Jónssonar, er jarðsettur verður frá Fossvogskirkju á morg- un, mánudag. í nokkrum fátækleg- um orðum langar mig að minnast hans. Hann var fæddur á Brimnesi í Ólafsfirði 2. janúar 1903. For- eldrar hans voru hjónin Guðfinna Sigurðardóttir ljósmóðir og Jón Friðriksson. Hann var ungur er hann missti móður sína, og mun það hafa skilið eftir djúp spor í sál hans. Eins og með marga aðra unga menn á þessum árum, þá lá leið hans á sjóinn og varð það hans ævistarf allt fram til þess dags er hann veiktist af þeim sjúkdómi er að lokum leiddi hann til dauða. Sem ungur maður réðst hann á norskt fiskiskip og var svo hepp- inn að lenda hjá góðum skipstjóra sem tók honum sem einum úr fjölskyldu sinni og opnaði heimili sitt fyrir honum. Með honum er Sigurjón svo ýmist á fiskveiðum eða á sel- og bjarndýraveiðum í Norður-íshafinu. Þennan hluta ævi sinnar hafði hann mjög gaman af að rifja upp. En það átti ekki fyrir honum að liggja að dveljast lengi erlendis. Hugur hans stóð til heimalandsins. Vetr- arvertíð í Vestmannaeyjum, já þangað skyldi halda, og það varð gæfan hans. Þar kynntist hann eftirlifandi konu sinni Maríu Kristjánsdóttur, sem oftast hefur verið kennd við Reykjadal þar í bæ. Þau gengu í hjónaband vordag einn, nánar tiltekið þann 14. maí 1927 og höfðu því verið í hjóna- bandi nærri 51 ár. Heimili sitt stofnuðu þau á Ólafsfirði og bjuggu þar tæp 10 ár. Þar fæðast þeim þrír drengir, og á þessum árum verða þau fyrir þeirri þungbæru sorg að missa frumburð sinn aðeins 7 mánaða gamlan. Má nærri geta hversu erfitt það hefur verið ungum hjónum sem eru að hefja sína lífsbaráttu. Sigurjón var mjög fáorður um þessa lífs- reynslu sína, enda ekki vanur að flíka tilfinningum sínum. Leið þeirra liggur til Vestmannaeyja og setjast þau að í Reykjadal, þar sem tengdaforeldrar hans bjuggu á neðri hæð og þau á efri hæð. Hér fæðist þeim fjórði sonurinn. Þessi ár voru mörgum erfið, atvinna oft stopul, og lífsbaráttan hörð. Um 1958 festa þau svo kaup á húsi því að Kirkjuvegi 70B, er verður heimili þeirra fram að þeim tíma er jarðeldar brjótast út á Heimaey 23. jan. ‘73. Þetta er hinn ytri rammi um líf Sigurjóns í grófum dráttum. Þá komum við aftur að orðum Heilagrar ritpingar sem eru upp- hafsorð þessara hugsana minna: „Engill Drottins setur vörð kring- um þá er óttast hann.“ Við ræddum oft trúmál og bar ýmis- legt á góma. Hann talaði oft um sína barnstrú, og víst er um það að það veganesi er hann fékk við móðurkné fylgdi honum út í lífið, og hann treysti skapara sínum. Sonur hans sagði, að aldrei hefði hann lagt upp í róður, öðruvísi en að fela fyrst Guði sínum líf sitt og sinnar áhafnar. Það sem hann kallaði sína barnstrú var sterk trú á Guð. Hann varð farsæll skip- stjóri og sinnti starfi sínu mjög vel hvort heldur sem fleyið var í annarra eigu eða hann var sinn eigin húsbóndi eins og hann var lengi vel hin síðari ár. Það var ríkur þáttur í eðlisfari hans að vera heiðarlegur, hann mátti ekki vamm sitt vita í þeim efnum. Allt skyldi standa eins og stafur á bók. Þetta vildi hann innræta börnum sínum og barnabörnum. Honum þótti svo innilega vænt um dreng- ina sína og fylgdist vel með líðan þeirra og starfi. Eftir að barna- börnin komu til sögunnar náði umhyggjan einnig til þeirra. Enda hafa þau kunnað að meta afa sinn og fylgdust þau vel með líðan hans. Til kveðjustundar afa síns eru þau komin, sum hver um langan veg og lýsir það best hug þeirra. Eins og áður er getið eignuðust þau 4 syni, en þrír þeirra náðu fullorðinsárum. Þeirra elstur er Guðfinnur, kvæntur Helgu Bach- mann, þau búa í Keflavík og eiga þau 3 börn; Kristján, kvæntur Margréti Ólafsdóttur, búsett í Vestmannaeyjum, eiga 10 börn; Jón Ármann, kvæntur Sigríði Kristjánsdóttur, eiga þau 2 dætur og búa á Stokkseyri. Barnabörnin 15 og barnabarnabörnin orðin 7, það var hans heimur að geta fengið að fylgjast með þessum hópi. Fyrir það var hann mjög þakklátur. Eftir að hann veiktist af kransæðastíflu fyrir 17 árum var starfsþrek hans skert en alltaf leitaði hugur hans til sjávar og fram á síðasta dag fylgdist hann með sjósókn og aflabrögðum. Hann var athafnamaður í eðli sínu, og því hlýtur það að vera erfitt allt í einu að vera kippt út úr atvinnulífinu. Það þarf sterka j skapgerð til að sætta sig við slíkt og Sigurjóni tókst það. Hann var mjög þakklátur læknum sínum og | hjúkrunarfólki fyrir umönnun þá er honum var sýnd, því að á þessum 17 árum fékk hann oft slæm hjartaáföll. Alltaf komst hann þó heim til konu sinnar aftur á heimilið þeirra að Kleppsvegi 32. Þar voru þau þakklát fyrir að fá að geta sinnt hvort öðru og verið sjálfum sér nóg. En kallið kom að lokum og eftir fárra klukkutíma dvöl í gjörgæsludeild lést hann í Landakotsspítala aðfaranótt sunnudagsins 9. apríl. Ég vil biðja Guð að styrkja konuna hans og blessa syni, tengdadætur og barnabörnin og aðra afkomendur hans. Við erum Guði þakklát fyrir að hann átti gæfu í lífi sínu. Blessuð sé minning hans og Guði falin. Sigríður Kristjánsdóttir. Garðar Olafsson Keflavík -Minning F. 14. 6. 1914. D. 17. 2. 1978. Hinn slyngi sláttumaður hefur gert sér tíðförult á fund mála- deildarstúdenta frá MR árið 1935 að undanförnu. Á síðustu fimm árum eða þar um bil hefur hann kvatt fimm þeirra til fylgdar við sig, svo að fjórðungur þessa litla hóps er nú horfinn yfir landamær- in. Sumir hurfu á brott fyrirvara- lítið, þótt þeir hefðu kennt sér nokkurs meins áður, en öðrum var helstríðið erfiðara — og þó barðist liklega enginn þeirra eins hetjulega og Garðar Ólafsson. Þann vin minn langar mig nú til að kveðja nokkrum orðum, þótt miklu seinna sé en ég hefði óskað og orðin verði líka færri og fátæklegri en hann verðskuldaði. Garðar Ólafsson fæddist á ísafirði 14. júní 1914, sonur Hólmfríðar Oddsdóttur og Ólafs Sigurðssonar. Um ættir hans er ég Fædd. 19. júní 1896. Dáin. 3. febrúar 1978. Ég met að engu fánýtt fé og hrós en fagna þvf í öllum bænum mfnum að kærleikurinn kveiki jólaljós í klakabyggðum sfnum. Davíð Stefánsson. Ég skrifa þessar línur til að þakka órofa tryggð og vináttu, um hálfrar aldar skeið. Fyrstu kynni okkar Sigurveigar, eða Veigu, eins og hún var jafnan nefnd, af ættingjum og vinum, eru mér enn í fersku minni, þó að nokkuð langt sé um liðið. Hún var þá í blóma lífsins, en ég innan við fermingu. Ég hændist fljótt að Veigu, vegna glaðlyndis hennar og góðvildar og þess eiginleika hennar að bera umhyggju fyrir öllu ungviði, eigin- leika sem fylgdi henni til æviloka. Veiga laðaði að sér öll börn, sem hún átti samleið með, og var mjög glöggskyggn á persónuleika þeirra. Gjafmildi hennar, við þessa ungu vini, var með eindæmum og oft um ófróður að öðru leyti en því, að Hólmfríður móðir hans er af einni mestu kjarnaætt á Vestfjörðum, sem kennd er við Lokinhamra í Arnarfirði. Það bæjarnafn hefur mér alltaf fundist þrungið sér- kennilegum kyngikrafti, og sá kraftur hefur líka lengi búið í Lokinhamraætt. Það fólk hefur jafnan verið orðlagt fyrir atorku, drengskap og skapfestu, en þá kosti alla átti Garðar heitinn til í ríkum mæli, ásamt mörgum öðr- um. Hann fluttist tólf ára til Reykja- víkur og bjó hér hjá móður sinni og stjúpföður, Guðjóni Mýrdal, miklum ágætismanni, sem fórst með bv. Reykjaborg snemm'a á stríðsárunum. Að loknu barna- skólanámi settist hann í Gagn- fræðaskóla Reykvíkinga, en fór að því búnu í máladeild MR og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1935 eins og fyrr er getið. Garðar var síðan um tima í Háskólanum, þar sem hann lagði stund á læknisfræði, en varð efni fram, en gjafirnar glöddu bæði viðtakanda og gefanda og voru ævinlega valdar af sérstakri nærfærni og skilningi. Orðhög var hún í besta lagi, og samdi ljóð við ýmis tækifæri, þótt hún hefði ekki orð á því við marga. Enn í dag minnist ég sögu, sem hún sagði mér þegar ég var unglingur, hún var að hreinsa tún og ég að bera af, og elti hana eins og skuggi. Minni hennar var óvenju gott, hún kunni samtölin í sögunni orðrétt, og sagði svo lifandi og vel frá, að í mínum huga, er það skemmtilegasta saga, sem ég nokkru sinni hefi heyrt. Veiga giftist ekki og átti ekki börn, en móðureðlið var henni \ blóð borið. Snyrtimennskan var mjög ríkur þáttur í skapgerð hennar, þrifnaður hennar var einstakur og aldrei slakað á þeim kröfum, hvernig sem ástæður voru að öðru leyti. afhuga því námi og hóf framhalds- nám í Bandaríkjunum, þegar nokkuð var liðið á stríðið. Þar lauk hann prófi í tannlækningum og fluttist að því búnu heim árið 1950, gerðist tannlæknir í Keflavík og starfaði þar til dauðadags. Við Garðar kynntumst fyrst þegar við urðum bekkjarbræður í Menntaskólanum og varð okkur strax vel til vina, þótt ólíkir værum á marga lund — enda gott að lynda við hann, hreinskilinn, einlægan og glaðværan en aldrei framhleypinn. Var hann þó vissu- lega skapmaður og fylginn sér, eins og hann átti ætt til, og krafta hafði hann líka til að fylgja skoðunum sínum eftir, ef hann hefði viljað, en áreitni og ýfingar voru honum fjarri skapi, og hafa ungir menn þó oft hug á að sýna afl sitt. Á hinn bóginn var svo hjálpsemin, ef einhver þurfti á að halda, því að aðstoð var alltaf til reiðu, þegar Garðar var annars vegar. Nokkru áður en hann fór vestur um haf eða 29. nóvember 1942 gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína, Ragnhildi Árnadóttur, sem var honum samhend í hjálpsemi, rausn og gestrisni í garð vina, félaga og annarra. Mátti alltaf finna, þegar komið var í heimsókn til þeirra — bæði meðan allt lék Á seinni árum, eftir að heilsa og kraftar þrutu, las hún mikið um margskonar efni. Hún var félagi í Sálarrannsóknarfélagi íslands og hafði mikinn áhuga á þeim málum. Sigurveig var trúuð kona og tók einlægan þátt í kjörum annarra, í sorg og gleði, lif hennar var þjónusta við allt, sem hún vissi sannast og best. Nú kveð ég kæra vinkonu, í trú og trausti á hann, sem sagði „Ég lifi og þér munuð lifa“. Snjólaug Lúðvíksdóttir. í lyndi og síðar, þegar heilsuleysi gerði vart við sig, að samheldni þeirra brást aldrei og ekki heldur innileg gleði, þegar vini bar að garði, því að þá opnuðu þau bæði hús sitt og faðm til að fagna þeim sem best. Eigum við hjónin minningar um margar ógleyman- legar stundir frá samvistum við Rögnu og Garðar — fyrst að Barónsstíg en síðar í Keflavík ínærri þrjá tugi ára. Eitt helsta einkenni Garðars var auk þess ást hans á íslenskri náttúru og útivist í faðmi fjalla eða á sjó — annaðhvort við veiðar af einhverju tagi eða einungis til að njóta hressandi fegurðar ósnortinnar náttúru landsins. Eignaðist hann margt góðra vina í sambandi við það hugðarefni sitt, og þeir harma nú vaskan, góðan dreng eins og fleiri. Garðar háði langt og erfitt stríð undir lokin. Hann vissi eflaust lengi að hverju fór, þótt vonin lifði alltaf — bæði um að sigra veikindin og að mega fara heim af sjúkrahúsinu, þótt ekki væri nema skamma hríð um helgi. Á þessum tíma sýndi hann líklega betur en nokkru sinni hver kjark- ur og sálarstyrkur honum var gefinn — og gamansemin entist honum til síðasta dags að kalla — sálarlega lét hann ekki bugast, þótt stríð líkamans væri tapað. Ekki má gleyma Oddi kjörsyni þeirra, sem bar frá upphafi birtu inn á heimilið og var þeim sannkölluð stoð og stytta í hinum erfiðu veikindum Garðars, enda alltaf miklir kærleikar með þeim feðgum og náið samband. Er gott til þess að vita, að Ragnhildur hafi hann sér við hlið, meðan sárasta tímabilið er að líða hjá. Þeim og aldurhniginni móður Garðars sendum við hjónin innilegustu samúðarkveðjur í vissunni um, að minning um góðan dreng muni styrkja þau öll, uns þau hittast í fyllingu tímans, þar sem kröm og kvöl þekkjast ekki. Hersteinn Pálsson. t Innilegar þakkir tyrir auösýnda samúö viö fráfall og jaröarför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, GUDMUNDAR INGVARS AGUSTSSONAR, kaupmannt, Rauöageröi 52, Guöfinna Olafsdóttir, Maja Guömundsdóttir, Hafliði Björnaaon, Sigrún Guömundsdóttir, Ólöf Guömundsdöttir, Kristjin Arnfjörö, Kristbjörg Guölaugsdóttir, Linda Guömundsdóttir, Benedikt Eypórsson og barnabörn. t Útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, SIGURÐAR JÓNASSONAR, skógarvarðar, Laugabrekku, Varmahliö, fer fram frá Fossvogskirkju miövikudaginn 19. apríl kl. 10.30. Sigrún Jóhannsdóttir, Svanhildur Siguröardóttir. Hilmar Þór Björnsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Jón Adólf Guðjónsson, Jóhann Sigurösson, Margrét Valdimarsdóttir, Siguröur J. Sigurösson, Ásdís Erla Kristjónsdóttir og barnabörn. Sigurveig Sigfús- dóttir — Kveðja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.