Morgunblaðið - 16.04.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.04.1978, Blaðsíða 28
• • • • 28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. APRÍL 1978 Vinsældalistar og fréttir ðr poppheiminura Kansas ein alvinsælasta rokk-hljómsveitin í Bandaríkjunum þessa dagana. Vinsældarlistar Talsv'erðar breytingar urðu á brezka vinsældalistanum í vikunni. Blondie sem verið hafði í 1. sæti hrapaði í 3., en við sæti hennar tók Showaddywaddy. Kate Bush hrapaði í 6. sætið, en sú söngkona á nú miklu fylgi að fagna í Bretlandi og stóra platan hennar „The kick inside“ selst nú bezt allra platna í Bretlandi. Þá eru Wings komnir á lista með „With a little luck“. Kansas hefur nú sett stefnuna á 1. sætið á bandaríska vinsældalistanum og þeir þokuðust úr 5. sætinu í það þriðja. í Hollandi er listinn að mestu óbreyttur. Vestur-þýzki listinn hefur tekið nokkrum breytingum. Listinn í Hong Kong er svipaður því sem hann hefur verið undanfarnar vikur. 10 vinsa-lustu lögin í London. staóa þeirra í síðustu viku í sviga. 1. (5) I vvonder why — Showaddywaddy 2. (3) Baker street — Gerry Raffert.v 3. (1) Denis — Blondie 4. (6) If you can‘t give me love — Suzi Quatro 5. (10) Follow you follow me — Genesis 6. (4) Matchstalk men and matchstalk cats and dogs — Brian og Michael 7. (2) Wutherinu Hights — Kate Bush 8. (22) With a little luck — Wings 9. (16) Never let her slip away — Andrew Gold 10. (7) I can‘t stand the rain — Eruption Tvö liifí jöfn í sjötta sæti. New Vorki 1. (1) Night fever — Bee Gees 2. (2) Can‘t smile without you — Barry Manilow 3. (5) Dust in the wind — Kansas 4. (3) Lay down Sally — Eric Clapton 5. (8) If I can‘t have you — Yvonne Elliman 6. (7) Jack and Jill — Ra.vdio 7. (4) Stayin1 alive — Bee Gees , 8. (10) Running on empty — Jay Ferguson 10. (9) Emotion — Samantha Sanj; Amsterdami 1. (1) Denis — Blondie 2. (5) Argentina — Conquisador 3. (2) Önly a fool — Miqhty Sparrow and B.vron Lee 4. (6) U o me — Luv 5. (4) Stayin* alive — Bee Gees 6. (3) Wutherinj/ heights — Kate Bush 7. (7) Fantasy — Earth, Wind and Fire 8. (8) Big city — Tol Hansse 9. (9) Same old, song — Pussycat 10. (10) New York city — Tramps Tvö lög jöfn í sjötta sæti. Bonni 1. (1) Mull of Kintyre — Wings 2. (4) Take a chance on me — ABBA 3. (6) Love is like oxygen — Sweet 4. (2) For a few dollars more — Smokie 5. (5) Don‘t stop the music — Bay City Rollers 6. (8) Love is in the air — John Paul Young 7. (7) Rockin, all over-the world — Status Quo 8. (13) Runaround Sue — Lief Garrett 9. (14) Free me — Uriah Heep 10. (3) Surfin USA — Leif Garrett Hong Kongi • 1. (2) Emotion — Samantha Sang 2. (3) Stayin’ alive — Bee Gees 3. (4) Just the wa.v you are — Bilíy Joel 4. (1) You‘re in my heart — Rod Stewart 5. (6) Slip sliding away Paul Simon 6. (7) Love is thicker than water — Andy Gibb 7. (8) How can I lieve you again — John Denver 8. (11) Night fever — Bee Gees 9. (10) Desiree — Neil Diamond 10. (5) Don,t it make my brown eyes blue — Crystal Ga.vle Tvö lög jöfn í sjötta sæti. Þverskurður af hl jóm- listarlífi Selfossbúa ÞESSA dagana er væntan- leg á hljómplötumarkaðinn ný 13 laga hljómplata og ber hún nafnið „Selfoss“. Útgef- andi hljómplötunnar er „Hljómteiti". A baksíðu hljómplötunn- ar skrifar Óli Þ. Guðbjarts- son oddviti á Selfossi nokk- ur orð og segir þar meðal annars: „Hljómplatan sem hér birtist flytur þverskurð af hljómlistarlífi Selfossbúa veturinn 1977—78. Ekki mun fjarri lagi að nær 300 manns hafi hér lagt hug og hönd að eða fast að 10% íbúanna. Hún geymir þann- ig mikið starf margra — fullorðinna — unglinga og barna.“ Að sögn útgefanda plöt- unnar var hún nokkuð dýr, en alls fóru um 136 stúdíó-tímar í hana. Með hljómplötunni fylgir vandaður bæklingur, þar sem flytjenda laga er getið, en textar fylgja plötunni ekki. Lagavalið skiptist þannig að á fyrri hlið plötunnar eru eingöngu lög við hæfi yngri kynslóðarinnar og eru þau valin þannig að þau mynda eina heild. Hefur ekkert þeirra laga áður verið flutt á hljómplötu. A síðari hlið- inni er klassíkin alls ráð- andi, og eru þar bæði innlend og erlend lög. Lögin „Sumarkvöld" og „Ég hef þér heitið Jesú“ hafa ekki heyrzt hér áður, en fyrr- nefnda lagið er rússneskt þjóðlag, og hið síðarnefnda innlent. Til að standa undir kostn- aði. við plötuna þurfa að seljast um 3—4.000 eintök, en fyrsta upplagið 2.000 er þegar uppselt og er það vel. „Selfoss“ er óvenjuleg hljómplata og án efa mun hún vekja töluverða athygli, sakir fjölbreytni sinnar og vandaðs frágangs. Geía ekki æft npp fnunsamið efni vegna anna Önnur tveggja vinsælustu hljómsveita landsins er án efa hijómsveitin Tívolí. Hún var stofnuö sumarið 1977 og kom fyrst fram 17. júní sama ár, er hún skemmti við Breiðholts- skóla. Tívolí skipa fimm hljóm- listarmenn, Ólafur Helgason trommuleikari, Friðrik Karls- son gítarleikari, Sigurður Kr. Sigurðsson söngvari, Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari og Andrés Helgason bassaleik- ari. Þá mun Ellen söngkona ganga til liðs við hljómsveitina er hún kemur • til landsins í sumar. í viðtali við Pop-síðuna sögðu þeir félagar að nafnið væri komið frá gamla góða Tívolí. Nafnið felur í sér skemmtun og fannst þeim það tilvalið á hljómsveitina. „Markaðurinn er mjög góður fyrir okkur þessa dagana og útlitið er bjart. í síðasta mánuði lékum við 14 kvöld opinberlega og við erum svo til fullbókaðir í allt sumar. Samt erum við ekki atvinnumenn í faginu, og má sem dæmPnefna að við höfum ekki tíma til að æfa upp frumsamið efni, vegna þess hvað við höfum mikið að gera. Tónlist okkar mætti flokka undir jazz-rokk tónlist, en við leikum þó alls konar tónlist. Lagavalið fer eftir því hvar við spilum, og t.d. leikum við ólíka Tívoli, frá vinstri til hægrii Eyþór Gunnarsson, Ólafur Helgason, Andrés Ilelgason, Sigurður Kr. Sigurðsson og Friðrfk Karlsson. Ljósmyndir Agúst II. Rúnarsson. tónlist úti á landi og í Reykja- vík. í bígerð er að hljómsveitin leiki meira af „instrument- al“-tónlist en hún hefur gert, og þá ætlum við að hafa hana ákveðið hlutfall af tónlist okkar. I sumar erum við ráðnir til að spila fyrir dansi á einni af hinum mörgu útihátíðum sem verða um verzlunarmannahelg- ina. Þar höfum við í hyggju að bregða á leik og setja á svið „show“. Munum við fá tvær söngkonur, Ellen og Lindu Gísladóttur, til liðs við okkur ásamt fleiri hljóðfæraleikurum. Ef það heppnast vel, förum við kannski í hljómleikaferð í kringum landið, svipað og „Sumargleði" Ólafs Gauks. En annað hefur Tívolí á prjónunum og þar má nefna upptöku á hljómplötu. Það yrði þó, ekki fyrr en með haustinu, því hljómsveitin hyggst vanda lagaval sitt á plötunni. Verður eingöngu frumsamið efni á plötunni. „I athugun er nú að leggja land undir fót og halda til útlanda, en af því getur þó ekki orðið fyrr en við fáum styrk frá Félagi íslenskra hljómlistar- manna, eða komumst að sem húshljómsveit hjá einum af skemmtistöðum borgarinnar. FIH viðurkennir ekki íslenzka pop-hljómlistarmenn, og því þarf breytingu í stjórn félagsins til að „popparar" fái styrk.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.