Morgunblaðið - 16.04.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.04.1978, Blaðsíða 1
Sunnudagur f apríl Bls. 33-64 Molar úr Thailandsferd Eftir Elínu Pálmadóttur Fallegu thailenzku hofin með gylltum, formfögrum spírum sínum og hefðbundnum tígulsteinaþökum í dökkgrænum og appelsínugulum 'litum eru þarna enn í borginni, en mörg þeirra hverfa nú milli hárra, vestrænna bygginga, sem þjóta upp í miðborginni. Bangkok ber þess orðið merki, að hún er mikil ferðamannaborg með röðum af glæsiiegum hótelbyggingum og öllu því, sem ferðafólk krefst. Jafnvel hiö fornfræga gamla Orient-hótel á bakka Chao Phya-árinnar hefur fengið nýja,. himinháa viðbyggingu. Inni í stórborginni Bangkok bregð- ur samt hvarvetna fyrir auga mannlífi, sem gefur hugmynd um framandi siði og hugsunarhátt. Til dæmis streyma konur allan daginn inn í lítinn garð á horni tveggja mikilla umferðagatna og færa guði á íburðarmiklum stafli fórnir, blóm og mat. Þetta eru óbyrjur, sem biðja þarna í umferðargnýnum við gyllt skrautlegt altari um þá blessum að verða barnshafandi. Og víðast við stórar byggingar rís á súlu lítið gyllt andahús, rétt eins og síamskt dúkkuhús, þar sem anda þessarar ákveðnu lóðar eru færðar gjafir, svo hann reiðist því ekki að stórhýsið var byggt á landi hans. Það vekur strax athygli hve hreinlegir Thailendingar eru og snyrtilegir til fara. Allir eru vel klæddir og í tandurhreinum fatnaði. Bílstjórinn í lélega óásjálega leigu- bílnum er t.d. alltaf í hvífri, vek strokinni skyrtu. Eru þeir þó ekki efnum búnir. Síður en svo. Meðal- laun munu vera 25 bat eða einn Bandaríkjadalur á dag. Lögreglu- þjónninn, sem stjórnar þessari Þær veröi Við umferðargötu í Bangkok streyma óbyrjur að skrautlegu altari, færa fórnir og biðja um aö pungaöar. Þar er vatnið volgt og gjöfnlt Fjölskylda Þeirra hefur mann fram af manni búið til sólhlífar úr ríspappír. Þær sitja úti í garöinum og mála skrautblóm á pær. Ljósmyndir: E.Pá. Thailand hefur í hugum okkar norrænna þjóða hinum megin á hnettinum rómantískan blæ fjar lægra Austurlanda. enda er þjóðin að hefð og þróun ákaflega ólík okkar hugarheimi hér norður í Dumhshafi. Nú hefur þetta land sem iinnur skvndilega færst nær í tíma og rúmi með auðveldari samgiingum og ódýrum hópferðum. Fleiri Islendingar leggja þangað leið sína. Ilætt er við að viðdvöl flestra bindist eingöngu við stór- horgina Bangkok og þá að sjálf- sögðu meira eða minna við dvöl á hefðbundnum. glæsilegum hótelum á borð við þau sem ferðamenn kvnnast annars staðar í heiminum. En til að fá einhver kynni af Thailandi umfram það. þarf svolítið átak og frumkvæði. Agæt ferða- þjónusta er fyrir hendi í landinu með hópferðum til ýmissa staða. Bangkok-borg hefur tekið miklum breytingum frá því undirrituð kom þar fyrst á árinu 1970. Þetta er ört vaxandi stórborg. Götur eru stöðugt byggðar yfir fleiri af hinum sér- kennilegu skurðum, sem einkenndu borgina með sínu iðandi lífi, rétt eins og gert var hér í Reykjavík þegar lækurinn hvarf undir Lækjargötu. Og urn þessar götur æðir þvílík umferð, að í fyrstu fallast ferðafólki hendur og það þorir varla að hætta sér yfir götuna. Hávaðinn í miðborg- inni er ærandi og mengunin liggur þar yfir um hádaginn. Eiga nfótor- hjólakerrurnar, sem flytja farþega, stóran þátt í því. Skellinöðrumergðin er líka óskapleg, þegar fólk er á leið í og úr vinnu. Þá eru strætisvagnar troðfullir. En í kjölfar þeirra koma svo einkaframtaksmenn með lága opna bíla með sætum og taka þá sem bíða fyrir ívið hærra verð, ef þeir kjósa það fremur en biðina. Utan á bílunum hanga þá farþegar og fötin þeirra flaksa í golunni. ærandi umferð, hefur 45 bat. Þetta er nægjusamt fólk, sem lifir í hlýju, notalegu landi. Húsnæði er yfirleitt eitt stórt herbergi, þar sem sofið er án kodda á strámottu á harðviðar- gólfinu. Sagt er að það kunni að vera ástæðan til þess að Thailendingar eru svona beinir og fallega vaxnir. Og gólfin eru ávallt nýþvegin og tandurhrein, eins og fötin þeirra, þó kannski sjái á veggjum og öðru inni. Enda alltaf farið úr skónum, sem gengið er á úti á götunni, áður en komið er inn. Hin hefðbundnu hús þeirra eru úr brúnleitunnteakviði og reist á staurum, svo blási inn undir þau og gefi svata. Auk þess er oft setið í skugganum undir húsinu. En viður lætur fljótt á sjá í þessu heita, raka loftslagi og þeir virðast ekki bera mikla oliu á teakviðinn-. Thailendingar geta kennt okkur óþolinmóðu Yesturlandafólki margt í umgengni. Sjálftr eru þeir venju- lega Ijúfir í viðmóti og broshýrir, og hegðun þeirra vingjarnleg og virðu- leg. Ef þeir gefa, þá gefa þeir af rausn og fegurðarskyn þeirra er áberandi. Það sést t.d. strax á því hvernig þeir setja matinn á diskana, raða blómum og ávöxtum o.s.frv. Og þeir hafa aðdáanlega góða stjórn á skapi sínu, brosa hvað sem á dynur. I því landi er þaö hverjum manni til skammar að missa stjórn á sér. Thailendingar láta yfirleitt hverjum degi nægja sín þjáning, eins og eftirfarandi dæmi sýnir: Thai- lendingur einn varð himinlifandi þegar hann fékk hærri stöðu í fyrirtæki sínu. Skömmu seinna kom hann þó og fór fram á að fá sitt fyrra starf aftur, þó tekjulægra væri. Hvers vegna? Jú, í þessari stöðu var svo mikið að gera, að hann hafði ekki einu sinni tíma til að lesa blöðin almennilega eða fá sér rólega kaffistund. Ekki svo að skilja að Thailendingar séu ekki að komast upp á eignagleðina, þó ekki sé hún eins almenn og hér hjá okkur. Stöðutáknið er sjónvarp og ísskápur. Menn fá sér gjarnan fvrst stóra sjónvarpsloftnetið á húsið, á undan rafmagninu og tækinu. Og ísskáp verður að hafa, þó ekki sé geymt í honum annað en vatn og meðul, því húsmæðurnar sækja allan mat ferskan tvisvar á dag á markaðinn. Þar er fjölbreytnin mikil og úrval af fiski, ávöxtum og grænmeti ótrúlega mikið. Þarna sá ég ótal ávaxtateg- undir, sem ég kann engin skil á. Þar voru t.d. stóri græni jak-ávöxturinn með hvítu gómsætu innihaldi, rauðir rampata-ávextir með broddum og bitursætu kjöti utan um stóran stein, ljós eplaávöxtur nteð einunt stórum steini í, pappaya, sent er aflangur agúrkulegur ávöxtur með rauðu gómsætu innihaldi o.s.frv. Yerðlag í Thailandi er ákaflega mismunandi, enda prúttað um verð á hverju einu, sem keypt er. Ekkert vit er t.d. í því að stíga upp í leigubíl eða mótorhjólakerru á götu, án þess að hafa áður prúttað og samið um verðið á ferðinni til þessa ákveðna staðar. Matvörukaupmennirnir setja allt upp í fimnt verð á varning sinn, eftir því hve líklegur kaupandinn er. Mest borga að jafnaði Bandaríkja- menn, þá Evrópubúar og síðan Thailendingar í þrernur ntismunandi flokkum. Af þessunt ástæðum er sagt að hvítar konur, sent tala thaimál, klæðist gjarnan thaibúningi, er þær fara að verzla í bænum. Þá fái þær betri kjör. • Hrísgrjóna- skál Asíu Þaö var léttir að komast einn morguninn kl. 7.20 út úr morgunum- ferðinni í Bangkok og aka í suð- vesturátt, niður að Síamsflóa, þar sent hvítar sandstrendur teygja sig marga kílómetra, ósnortnar af ferða- Framhald á bls. 36

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.