Morgunblaðið - 16.04.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.04.1978, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. APRÍL 1978 Júpiter, stærsti sonur sólar, sést hér með fjórum stærstu tunglum sínum sem heita: 10, Europa, Ganymede og Callisto. Þessi mynd sýnir stjörnumerkið Tvíburarnir. Merkt er við reikistjörnurnar Júpiter, og mars með jcrossum, og sýna þeir afstöðu þeirra til fastastjarna, sem myndin sýnir. I Um þessar mundir (í lok desember 1977), er fagurt mjög að horfa til himins á heiðskír- um siðkvöldum í austur- og suð- austurátt, en þar skarta í sínum fegursta ljóma tváer hinar stærstu af reikistjörnum sól- hverfis okkar, Júpíter og Satúrnus, og nágrannastjarna okkar, Mars. Liggja þessar þrjár reikistjörnur í nær beinni línu á himninum frá okkur að sjá og er alllangt bil og nokkuð svipað milli þeirra allra. Sjást þær aliar mjög greinilega með berum augum og er Júpíter þeirra bjartastur en þar næst Mars. Allar færast þessar stjörnur til vinstri eftir himnin- um á göngu þeirra um sólina og fer Mars hraðast, enda er hann næst sólu af þessum þremur jarðstjörnum. Júpíter er þeirra hæst á lofti og er nú staddur í Tvíbura- merki vestanverðu. Tvfburamerki liggur lárétt á himni frá okkur að sjá og geng- ur til vinstri út frá bilinu milli stjörnumerkjanna Auriga (Ökumanninum, sem er hátt á lofti) og Orion (Veiðimannin- um, sem er lægra á lofti, beint niður undan Auriga). Björtustu stjörnur Tvibura- merkis eru Kastor, sem er hvít stjarna af annarri birtugráðu og Pollux, sem er gulleit stjarna af fyrstu birtugráðu. Kastor, sem með berum aug- um virðist vera ein stjarna, er í rauninni þrístirni, og hver þess- ara þriggja stjarna er aftur tví- stirni. Mjög er algengt, að stjörnur séu tvistirni, þrístirni og fleir- stirni, eins og dæmið um Kastor sýnir. Snúast þá viðkomandi sólstjörnur ásamt fylgistjörn- um sínum hver um aðra og því hraðar, sem þær eru nær hver annarri, því aðdráttarkraftur alls efnis og allra stjarna er ráðandi afl um allan alheim, rétt eins og hér hjá okkur. II Júpiter er stærsta reiki- stjarna sólhverfisins og skemmst er hann frá jörðinni í næst honum gengur, Amalthea, fer eina umferð um móður- hnöttinn á 11 klst. og 57 mín., en fjarlægasta tunglið, Hades, fer eina umferð á 758 dögum, eða mun lengri tima en reiki- stjarnan Mars er að fara eina umferð um sólina. Júpíter snýst um sjálfan sig á 10 klst., og er það hraðari snún- ingur en nokkurrar annarrar reikistjörnu sólhverfisins, og vegna þessa snúningshraða er stjarnan áberandi flöt um heimsskautin. Galileo Galilei (f. 1564, d. 1642) varð fyrstu manna til að sjá 4 stærstu tungl Júpiters i sjónauka og fylgdist hann síðan með göngu þeirra um hinn mikla miðhnött þessa stjarn- kerfis, um margra ára skeið. Vakti þessi uppgötvun að von- um mikla furðu hugsandi manna, á þessu mikla niðurlæg- ingartímabili vestrænna þjóða, og var þetta einn af fyrirboðum þess, að aftur færi að rofa til í andlegri hugsun og víðsýni. Mars er um þessar mundir staddur í Krabbamerki (Cancer), sem er eitt af stjörnumerkjum dýrahringsins, milli Ljónsmerkis og Tvíbura- merkis. Krabbamerki er frem- ur dauft og erfitt að sjá stjörn- ur þess með berum augum, nema skyggni sé mjög gott, en Ingvar Agnarsson: borð hans mun vera gróðurlaus- ar auðnir. Lofthiti er lítill vegna fjarlægðar frá sól og loft- þyngd aðeins lítið brot af því sem er við yfirborð jarðar. Miklir gígar eru víða á yfir- borði Mars, líkir þeim sem eru á tunglinu og einnig finnast þar stórkostleg eldfjöll, sem þó munu nú vera útkulnuð. Tvö örsmá tungl, Fobos og Deimos, ganga um Mars með mjög miklum hraða, enda eru þau ákaflega nærri hnettinum, einkum annað þeirra. Satúrnus er nú staddur i Ljónsmerki vestanverðu. Ljónsmerki (Leo) er eitt af stjörnumerkjum dýrahringsins, og sumar stjörnur þess bjartar og vel sýnilegar berum augum. Bjartasta stjarnan er Regulus, sem er bláhvít sól af fyrstu birtugráðu og er í 84 ljósára fjarlægð frá sólhverfi okkar. Hún er þrístirni og hefur 150- falt ljósmagn á við okkar sól. Um miðjan nóvember á hverju ári gengur jörðin inn í loftsteinasveim og sjást þá mik- il stjörnuhröp i átt til Ljóns- merkisins. Loftsteinasveimur þessi er kallaður Leonítar, eftir samnefndu stjörnumerki, og varð fyrst kunnur 12. nóv. 1833, en þá birtust stjörnuhröp mikil á himni og stóðu í heila nótt.' Loftsteinar þessir birtast um FAGRAR HIMNI STJÖRNUR Á 590 milljón kílómetra fjarlægð. Júpiter er 12 ár að ganga eina ferð um sólu. Júpiter er þakinn miklum skýjabreiðum, sem liggja eins og lárétt, misbjört belti hvert við hliðina á öðru. Ofantil við miðju Júpiters er rauður, aflangur blettur, feiki- stór og er lengd þessa bletts um 32 þús. km eða nær því eins og þrefalt þvermál jarðar okkar. Um Júpíter ganga 14 tungl, og eru fjögur þeirra mjög stór. Hið stærsta þeirra, Callisto, er 5.100 km í þvermál, og stærsta tungl sólhverfisins. (Tungl jarðar okkar er 3.476 km í þver- mál, Merkúríus er 4.840 km og Mars er 6.742 km í þvermál og má í þessum samanburði sjá að hnattakerfi Júpíters er engin smásmið). Það af tunglum Júpíters, sem Satúrnus með hinum sérstæðu hringum sínum og nokkrum stærstu tunglum. miðjan nóvember á hverju ári sem mikil stjörnuhröp, en mest þó á 34 ára fresti og sjást þá oft þúsundir stjörnuhrapa á hverri klukkustund í átt til Ljóns- merkisins. Satúrnus er næststærsta reikistjarna sólhverfis okkar, og sést mjög vel berum augum um þessar mundir. Hann er 29 ár að ganga eina ferð um sólu og minnsta fjarlægð hans frá jörð er 1200 milljónir kíló- metra. Satúrnus er þakinn breiðum skýjaböndum líkt og Júpíter en þó ekki eins áber- andi. Það sem sérstæðast er við Satúrnus eru breið belti, sem liggja umhverfis hann í allmik- illi fjarlægð frá yfirborði hans. Þessi belti sáust fyrst í sjón- Framhald á bls. 46. Ljónsmerkið er eitt þekktasta og skýrasta af stjörnu- merkjum dýrahringsins. Krossinn sýnir afstöðu Satúrnusar um þessar mundir til Regulusar, sem er bjartasta stjarna þessa merkis. með litlum sjónauka sjást þær greinilega. Mars sést mjög vel með ber- um augum og er rauðleitur að sjá. Hann er fjórða reikistjarri- an frá sólu og gengur um hana næst utan við braut jarðar. Um- ferðartími Mars um sólu er 687 dagar eða nærri tvö jarðarár. A liðnum öldum hefur engin reikistjarna sólhverfis okkar verið rannsökuð jafnmikið af stjörnufræðingum og einmitt Mars. Hafa ýmsir, sem beint hafa stjörnusjám að þessari stjörnu þóst sjá þar mikla skurði, og sköpuðust af þessu ýmsar hugmyndir skálda og rit- höfunda um stórkostlegar áveitur og þróað mannlif á Mars. Nú er vitað, að svo er ekki. Hnötturinn er ekki þann- ig settur innan sólhverfisins, að æðra líf geti þróast þar. Yfir- Um Mars ganga tvö tungl, Fobos og Deimos, og eru bæði örsmá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.