Morgunblaðið - 16.04.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.04.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. APRÍL 1978 37 Hann veifar litli drengurinn í von um að við rennum bátnum upp að til að verzla í búö foreldra hans. Umferöaröngpveiti getur orðið á krossskurðum, begar atlir eru á leið á markaöinn. er kúltúr-sýning Thailands. Þar eru kynntir ýmsir þættir í menningar- sögu og siövenjum landsins. Sýning er á thaidönsum, bæöi hinurn ntargvíslegu þjóðdönsum og hefö- bundnum hirðdönsum dansmeyja með langar gullneglur og gullinn höfuöbúnað, 600 ára gömlurn sverð- dönsurn, slæðudönsum og bambus- dönsum. Sýnt er thaibox, sern einkennist nt.a. af því að nota má jarkann á fætinum til að gefa andstæðingnum utan undir, hana- slagur og hæfni fílanna til að flytja tré úr frumskóginunt og velta í árnar. Fílarnir eru rnjög þarfir á stöðum, þar sem engunt farartækj- um er hægt að korna við, og mjög flinkir við þetta. • Fílarnir hernaðaraðstoð Fílarnir í Thailandi eru mjög vitrar og skemmtilegar skepnur. Sem dænii unt skynsenii þeirra rná nefna. að rnóðir fer alltaf með hvíta afkvæmið sitt. eignist hún albinóa, niður að ánni og sprautar yfir hann leðju. svo hann skeri sig ekki úr. En hvítir fílar hafa í aldaraðir þótt konungsgersemi í Thailandi. Raunar skylda að gefa konungi alla hvíta fíla sem til næst. Yirðing þjóðhöfðingja var áður bundin því hve rnarga hvíta fíla hann átti. En það var rnerki unt að heill væri yfir honum. Annars voru fílarnir hernaðartæki á santa hátt og skriðdrekar síðar. Þeir voru sendir í fremstu víglínu á móti óvinununt. Jafnvel eftir að byssur komu til sögunnar unnu kúlurnar ekki á fílununt, rispuðu þá aðeins og ærðu. Þegar Linc-oln átti í þræla- stríðinu. skrifaði Mogut konungur Thailands honum og vildi veita honurn hernaðaraðstoð — spurði hvort ekki mætti senda nokkra fíla. Fíllinn er, andstætt því sem oft er haldið, ákaflega léttfætt dýr. Hann hlammar ekki niður fótunum, heldur heyrist fótatak hans vart í skógin- um. Orðtakið að vera eins og fíll á eggjum er því oft misskilið. Það táknar ekki aö einhver sé svo klunnalegur að hann brjóti allt sem fvrir verður, heldur að þó hann sýnist klunnalegur þá brotni ekki það sem hann stígur á — hófurinn er þannig lagaður að hvilft er upp í hann miðjan. En að sitja á baki fíls er eins og að vera á báti í öldugangi. • Thaisilkið handunnið frá upphafi Ýmislegt framandi og fróðlegt verður á vegi manns í Thailandi. Til dæmis silkiiðnaðurinn, en það er í hverri búð og handunnið út um allt land. Ekki liggur svo lítil vinna á bak við hvern rnetra af þessu fallega, litríka silki. Hún hefst með ræktun á lirfum silkiormsins, sem látnar eru liggja á bakka og lauf breitt yfir á nóttunni. Þar eru þær aldar tvisvar á dag á mórberjalaufi í um það bil mánuð. Dekrað er við þær, svo þær spinni sem lengstan silkiþráð, sent getur orðið allt frá 400 metrum og upp í 1500 metra langur. Eftir mánuð er púpan hætt að framleiða og vefja um sig silkiþræði. Þá er henni dyfið í heitt vatn og þannig lýkur hún ævi sinni. En nú taka mannshendur til við að rekja utan af púpunni silkiþráðinn. Æfðar hendur geta rakið saman úr mörgum púpunt svo fíngerða glæra þræði að þeir sjást vart með berunt augum. Svo fíngerður er þráðurinn að 8000 til 12 þúsund silkiorma þarf til að frani- leiða eitt kíló af silki. Thaisilkið er í 1 gæðaflokkum, eftir þykkt þess og þyngd. Þráðurinn er litaður áður en byrjað er að vefa úr honum. Eigi að vefa mynztur er þráðurinn litaður í samræmi við það. Og svo nákvæmir eru vefararnir, að mynztrið fellur alveg rétt í vefnum. Þarna má sjá stúlkurnar sitja við vefinn sinn og framleiða þessi fínu efni. komast allt upp í hálfan sjöunda metra á dag. Og efnin kaupunt við svo að meðaltali á 100 bat metrann eða 1200 kr., ef silkið er ósvikið. Nú orðið verður þó að gjalda varhuga við, því farið er að bera á því að efnið sé drýgt með því að vefa santan við silkið japanskan gerviþráð. Þá vill efnið krumpast og réttir sig ekki aftur við, eins og ekta þráður gerir. Erfitt er að sjá þetta. En sé eldspýtu brugðið að þræðing- um. brennur ósvikni silkiþráðurinn ekki upp og hverfur eins og hinn, heldur hrekkur upp í hnúta. • Sólhlífar og teakskurður Heimilisiðnaður af mörgu tagi er unninn í Thailandi. Yíða sérhæfir hvert þorp sig í ákveðinni grein. Kunnátta og þjálfun gengur í arf, kynslóð fram af kynslóð. Nokkur slík þorp eru nálægt bænunt Chiang Mai í Norður-Thailapdi. I einu þorpinu eru til dæntis aðeins framleiddar sólhlífar. Fjölskylda Jumey Survays vinnur þar t.d. öll að regnhlífagerðirini úti í garðinunt. Foreldrarnir kenna börnunum list- ina og eldri systkini þeini yngri. Þegar okkur bar að garði, var faðirinn að framleiða pappírinn. Hann saxar hrísgrjónablöð niður og steytir þau í kvoðu í ymortéli. Kvoðuna lætur hann svo í vatn og eftir nokkurn tíma veiðir hann hana upp í þunnu lagi í net, sent strengt er á ramnia. Þegar hún hefur þornað í sólinni. er kominn þunnur hrís- grjónapappír. Skammt frá situr piltur við að renna tréhnúða í heimagerðum rennibekk og skera raufar í. En rétt hjá sitja stúlkur á hækjum sér á jörðinni og raða pílárum í raufarnar. Nú er komið að því að strengja þunna pappírinn á regnhlífina, og síðan að mála á uppspennta regn- hlífina blónt, fugla og myndir og láta hana þorna í sólinniþ Þar sem Chiang Mai er norður i fjöllunum. er frumskógurinn ekki fjarri og mikill . handiðnaður í þorpunum, sem bundinn er trjáviði, einkurn teakviði. A verkstæði einu sat t.d. fjöldi manna við að hand- skera út styttur, skálar og heil húsgögn af mikilli leikni. l’erkfærin eru ekkert annað en meitill og hnífur, en úr höndum þessa fólks konta stór húsgögn, símynztruð og með ntyndskurði á hverjum auðum bletti. I sama sal taka svo aðrir við og fægja myndirnar nteð sandpappír og loks með fingrunum einurn, til að fá mjúka áferð. Og þá er ekki annað eftir en að sprauta yfir með lakki. Yið slíkt verk situr fólkið fyrir 20 bat á dag eöp einn dal. • Gullþynna á lakki l'ndirstaðan í lakkmununum, sem Chiang Mai er líka fræg fyrir, er ýmist teakviður eða að hambustágar eru fléttaðar sarnan og slípað yfir á eftir. Gamall rnaður sat úti í garðinum í heimaverkstæði við ákaflega frumstæðan hefilbekk og slípaði skálar, diska o.s.frv. Lakkið, sern venjulega er svart, er lagað úr trjákvoðu og margborið á gripinn. Helzt þarf að vinna það verk í lokuðum klefa, svo að ryk setjist ekki í það blautt. Og er það ekki þægilegt verk í hitanum og lakklyktinni. En fyrir það er borgað 5 bat rneira á dag. Þá er pappír, sent mynztur hefur verið teiknað á, lagður yfir og mynztrið grafið í lakkið. Nú er gullþynnum þrýst á og þegar gripur- inn er þveginn, verða gulllaufin eða gullmynztrið eftir. Stundum er líka í staðinn málað á lakkið. Þessir thailenzku lakkmunir eru ákaflega skemmtilegir, og sérkennilegir. Fyrir þessa vinnu hafa stúlkurnar 15 bat á dag. Margskonar annar heimilisiðnað- ur er unninn í Thailandi, sern gaman er að kynnast. Til dærnis er þar æfagömul hefð í leirntunagerð. Allir vasarnir og skálarnar eru hand- rennd. 1 leirmunaverkstæði sem komið var í, var stúlkunum ætlað aö renna minnst 50 litla leirvasa á dag. Skrautmunir eru han '.unnir úr alls konar efni. T.d. sá ég stóra vasa úr samanlímdu eggjaskurni. Og einnig muni úr samanlímdúm fiskbeinunt. Handiðnaður úr málrni er algeng- ur í Thailandi. Silfursntiðir bræða silfurperiinga og búa til úr þeim silfurnuini. Einkum berst mikið af gamalli enskri mynt frá Burma til silfursmiðanna í Norður-Thailandi og í þeint mun vera gott silfur. Þarna sitja svo silfursmiðirnr og hamra á hnalli íburðarmiklar silfurskálar með símynztri. Thailand er stærsti útflytjandi niuna úr bronsi í veröldinni. Urn þúsund fjölskyldur vinna að brons- munununt í landinu. Þar eru um 300 verkstæði rneð um 10 manns og eitt samband framleiðenda hefur keðju með 100 fjölskyldum. Bronsið er nákværn blanda af hinum mjúka málmi kopar. tini til styrktar og svolitlu nikkel til að fá fallegri áferð. l’r þessu eru frantleidd mataráhöld hvers konar og munir. Fjöldamargan annan handiðnað mætti nefna, sem unninn er úti um allt Thailand. en hér er ekki rúrn til þess. Þar er nóg að skoða. Ég hefi hér tínt upp nokkrar myndir sem fyrir augun bajt á ferð í Thailandi. Eins ntá hætta þessum samtíningi hér eins og á einhverju ööru, og kveðja með thaikveðjunni „wai", leggja saman lófana, bera þá upp að andlitinu og hneigja höfuðið ofurlít- iö. - E.i’á. Þær sitja allan daginn viö að skera myndir í teakvið, styttur og vasa og stundum heil húsgögn, eins og hér sóst. Hann hamrar hrísgrjónakvoðu í pappír, sem síöar á að nota í sólhlífar. öll stig framleiöslunnar eru heimaunnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.