Morgunblaðið - 16.04.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.04.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. APRÍL 1978 45 Einna dæmigeröastar leirvörur frá Alcobaca mætti fá langtum betri nýtingu hjá verksmiöjunni og þar meö bæta hag verkafólksins, sem verður annars aö fækka ööru hverju eftir því hversu verkefnin eru umsvifa- mikil. Unisul var stofnaö fyrir sjö eöa átta árum. Fyrsta fyrirtækið slíkrar tegundar tók til starfa níu árum áöur. Þessi fyrirtæki hafa mörg blómgazt og bændur á umráða- svæðunum senda vörur sínar í vinnslu í verksmiöjurnar, en auk þess hefur svo hver verksmiöja sína akra þar sem t.d. eru ræktaðar grænmetistegundir og bændum eru síðan seldir græöl- ingar á hagkvæmara verði en þeir fengju annars staöar. Um þaö bil tuttugu til tuttugu og fimm prósent af þeim tómatkrafti sem er framleiddur í Portúgal fer um hendur Unisul. En fleira kemur og líka til. Hrísgrjón eru ræktuö þarna og Unisul er eitt af fáum samvinnufyrirtækjum af þessu tagi sem hefur fariö út í framleiöslu borðvína, rauövíns og hvítvíns. Enn er framleiðsla þess í smáum stíl og fer aöallega til neyzlu innan héraös. Einnig er mikið unnið af niðursoön- um ferskjum og nokkuö af mjólkur- vörum. En þarna er sem sagt mest áherzlan lögö á tómatframleiðsl- una. Mest er flutt út til Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada. Síöan koma Noregur og Svíþjóö. Fram- kvæmdastjóri Unisul, Jose Manuel Potier, og aöstoöarmaöur hans, Jorge Santos, sem fór meö okkur um grænmetisakrana, sagöi aö nú væri einnig í undirbúningi aö vinna aö útflutningi á ferskum tómötum. Þar væri við haröa samkeppni aö eiga, einkum frá Spáni og ísrael, en vel mætti hugsa sér aö takast mætti aö komast inn á markaði meö nýja tómata, þótt í smáum stíl væri til aö byrja meö. Og fram- kvæmdastjóranum leizt mæta vel á aö flytja tómata til islands yfir vetrartímann og fannst heillaráö aö nota millilendingar Kanaríeyjaflug- véla til aö leysa praktisku hliðina á því máli. Potier sagði aö um margt væri framtíö samvinnufélaganna nokk- uö óráöin, m.a. vegna þess aö í ríkjum Efnahagsbandalags Evrópu væri mikil tómatsósu- og tómat- kraftsframleiösla. Því væri brýn nauðsyn að leita nýrra markaða t.d. í Afríku og S-Ameríku. Heföi Unisul einnig tekizt aö brjóta sér braut til Kína og heföi selt þangaö um 50 þús. tonn af tómatkrafti og yröi lögö áherzla aö efla þann markaö. Potier sagöi aö samvinna við bændurna á samlagssvæðum samvinnufélaganna þarna væri til mestu fyrirmyndar. Kapp væri í þeim aö auka framleiðslu sína, enda væri nú hamrað á því af opinberum aöilum hversu mikil- vægt væri Portúgölum aö auka landbúnaöarvöruframleiöslu sína. Heföu því sum samvinnufélögin snúið sér í auknum mæli aö mjólkur- og kjötvörum og væri nú unnið aö skipulagningu varðandi þetta innan stjórnar hinna fjögurra samvinnufyrirtækja sem saman nefnast Unisul. Þegar viö höfum gengiö um verksmiðjurnar og skoöaö nýju tilraunareitina úti á ökrunum þar sem kappklæddar konur eru aö störfum í sólskininu viö aö hlúa aö litlum jurtum, býöur Jose Manuel Potier til hádegisveröar í notalegri veitingastofu í bænum. Meö hon- um var þá fríöur flokkur, þar voru komnir framkvæmdastjórar hinna Unisulfyrirtækjanna þriggja, því að þeir hittast reglulega til aö ræöa rekstur og hagræöingu á fyrirtækj- unum. Þar bragöaöi ég meðal annars Unisul-víniö og ég furöaöi mig lítiö á aö þetta kæmist aldrei út fyrir héraðið. Þaö þyrfti senni- lega aö stórauka framleiösluna til aö hægt yröi aö hugsa fyrir útflutningi á því sómavíni. Baptista Nunes er varaforseti Fundo de Fomento de Exportacao í Lissabon. Hann er brosmildur maöur og hlýr í viömóti og tekur á móti mér á skrifstofu sinni hjá Fundo. Hann segir að verksvið Útflutningssjóösins sé einfaldlega aö leggja áherzlu á aö efla útflutning og þaö veröi meöal annars gert meö því aö greiða fyrir útflytjendum innan Portúgals og ekki síöur meö upplýsingamiðlun og fyrirgreiöslu til þeirra sem leita eftir aö kaupa varning af Portúgöl- um. Nunes segir aö áherzla sé lögð á aö afla fjölbreyttari markaöa, t.d. í Afríku og Suöur-Ameríkulöndum, og hafi þaö tekizt og viðskipta- aukning hafi oröiö umtalsverö. Nú hafi oröiö aö hægja á aö sinni, þar sem framleiösluaukningin hafi ekki orðið nóg, þaö komi meðal annars til af því aö eölileg fjárfestingar- aukning hefði ekki orðið. Nunes var á þeirri skoöun eins og fleiri sérfróöir sem ég ræddi viö þau mál í Portúgal aö útflutnings- mál Portúgala og íslendinga væru mjög erfiö. Hann sagöi þó aö svo virtist sem skriöur væri aö komast á málin og myndi Fundo albúiö aö leggja sitt af mörkum til aö viöskipti gætu gengið greiölega fyrir sig. Hann sagöist vilja hvetja innflytjendur á íslandi til aö hafa samband viö Fundo ef þeir teldu sig veröa fyrir einhverjum töfum. Fundo de Fomento de Export- acao hefur einnig allmargar sendi- nefndir utan Portúgals sem vinna aö framgangi málsins. ísland heyrir undir Noregsdeildina sem Luis Soares de Sousa stjórnar af alkunnum 'skörungsskap. Nunes sagöi aö hjá Fundo ynni alls um 300 manna liö, starfsfólk erlendis meðtalið. Hann sagði aö margir gestir leituöu til Fundo, auk kaupsýslu- manna kæmu þangaö oft blaða- menn. Um það er Ijúft aö bera að í þau tvö skipti sem ég hef verið á snærum Fundo í Portúgal, hefur allt staöizt eins og stafur á bók og fyrirgreiðsla starfsfólks veriö til sannrar fyrirmyndar'.' Nunes sagöi aö lokum aö Portúgalar byndu nú vonir viö aö viöskipti íslands og Portúgals gætu aukizt í þeim vörum sem þegar væru keyptar, en einnig í stærri mæli, svo sem þungavinnuvélum, tækni- aöstoð og e.t.v. skipasmíöum. Að skoða postulín í Alcobaca í bænum Alcobaca sem er töluvert fyrir noröan Lissabon eru margar keramiks- og postulíns- verksmiöjur. Alcobaca leirvörur sem taldar eru dæmigeröar fyrir héraöiö eru í hvítum og bláum lit og ferðamenn kaupa mikiö af slíkum varningi.En í Alcobaca eru líka postulínsverksmiöjur, ein þeirra er SPAL, þar sem ég hef séö fegurstan varning sinnar tegundar ásamt meö postulínssamsteypunni Vista Alegre sem áöur hefur veriö sagt frá í grein frá Portúgal. SPAL framleiöir þó ekki einvörö- ungu postulínsvörur, heldur einnig líka leir og keramik en mest áherzlan er lögö á postulín og í þeim gæöaflokki aö óneitanlega er það dýrt. Verksmiöjan tók til starfa fyrif tíu árum. Þar vinna um fimm hundruð manns og hr. Pereira da Cruz, einn af forstjórum SPAL, segir mér aö meginhluti framleiösl- unnar sé seldur til Svíþjóöar, Danmerkur, Frakklands og Eng- lands. Þaö er ákaflega misjafnt eftir löndum hvaöa geröir eru vinsælastar á hverjum staö. Frakk- ar vilja t.d. fíngerðari mynstur á postuiíni en Norðurlandabúar aö sögn forstjórans. Þetta er allt tekiö meö í reikninginn og þykir sjálfsagt mál og hönnuðir frá ýmsum löndum hafa gert mynstur fyrir SPAL. Þar er unnið mjög mikiö og vandaö handverk og var mjög fróölegt aö ganga um verksmiðj- una í fylgd meö Jose Pinto Ribeiro og sjá hversu umfangsmikil rásin er frá því leirinn kemur í geymslur verksmiðjunnar og þar til hluturinn er fullunninn. Spal hefur sýningar- sal meö öllum helztu postulíns- geröum sínum og m.a. tegundir sem fengu verölaun í samkeppni sem fyrirtækiö efndi til fyrir nokkrum árum og hafa verðlauna- gripirnir nú veriö settir í fram- leiöslu. Einna skemmtilegast fannst mér aö fylgjast meö skreytingavinnunni og ótrúlegri leikni postulínsmálar- anna sem fá stykkin í hendur eftir aö postulínsgljáinn hefur verið settur á eftir kúnstarinnar reglum. Á sum mynstrin er ekki málað í höndum heldur erú mynstrin þrykkt á. Síöasta könnun fyrir pökkun er aö athuga hvort postu- líniö syngur. Um fjörutíu prósent fara til útflutnings og meginhlu.ti er boröbúnaöur af öllum tegundum. Þegar við höfum lokið hringferö okkar um myndarlega vinnusali SPALS og séö hversu flókin en þó snjöll vinnubrögð eru viö þaö höfö aö framleiða postulín, leirvörur hvers konar, færir Monteiro for- stjóri mér tvo forkunnarfagra postulínsbolla gullhúöaöa aö gjöf. Þaö virðist sem Portúgölum ætli aö takast þaö sem ég hélt aö seint myndi ganga: aö brjóta á bak andstööu mína gegn postulíni. Þegar ég var hér síöast fór ég himinsæl úr útstillingarsal Vista Alegre meö undurfagra postulíns- fogla upp á vasann og nú held ég á braut héöan meö gullslegna postulínsbolla — og uni því vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.