Morgunblaðið - 16.04.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.04.1978, Blaðsíða 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. APRÍL 1978 Ekki lán fyrir kartöflugeymslur Kartöflubóndi skrifar, „I dálkum Velvakanda á laugardag gerir vesturbæingur að umtalsefni kartöfluræktun og inn- flutning. Hann spyr hvers vegna bændur framleiði ekki meira af kartöflum. Það eru auðvitað ýms- ar ástæður til þess. Veðráttan hér á landi ræður þar miklu um. T.d. hefir ekki verið gott kartöfluár síðan 1974, þ.e. síðustu þrjú árin hvað það þýðir ef ekkert er byggt í kannski 2—3 ár. Kartöflurækt eykst ekki þau árin. Á s.l. ári kom upp mikill kurr í kartöflubændum í stærsta kartöfluhéraðinu, Þykkvabæ. Þá hafði uppskeran brugðist þriðja árið í röð hjá þeim og höfðu margir á orði að snúa sér að kvikfjárrækt. Bændur hafa orðið að fara á vertíð til að bjarga BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Oft virðast spil svo einföld, að ekki þurfi um þau að hugsa — bara að taka sína slagi. Spilið í dag er einmitt í þessum hópi og lesendur ættu að byrgja hendur austurs og vesturs og mynda sér skoðun um úrspilið. Gjafari suður, allir utan hættu. Norður S. 1087643 H. KG7 T. D4 L. Á8 Austur S. ÁK H. D6 T. 10873 L. G9653 Suður S. DG952 H. Á103 T. KG6 L. D2 Vestur spilar út hjartafjarka gegn fjórum spöðum. Þegar spil þetta kom fyrir var sagnhafi ánægður með útspilið. Ekki þurfti að leita að drottning- unni og hann lét í hugsunarleysi lágt frá borðinu, drottning og kóngur. Blindur fékk næsta slag á tíguldrottningu, aftur tígull og vestur tók á ásinn. Hann spilaði þá hjarta, sem taka varð í borðinu. Næsta slag fékk austur á tromp. Hann spilaði laufi, drottning, kóngur og ás. Nú átti sagnhafi ekki innkomu á höndina og varð því að gefa slag á lauf ásamt tveim á spaða og tígulásinn. Einn niður. Að vísu var suður afskaplega óheþpinn með leguna. En eins og svo oft kemur fyrir athugar sagnhafi ekki sinn gang nægilega vel áður en látið var frá blindum í 1. slag. Sagnhafi hefði betur látið í upphafi hjartagosann úr borði. Hann fær þá slaginn á ásinn og rekur út tígulásinn. Eftir það er sama hvað varnarspilararnir gera. Hjartatían verður örugg innkoma á hendina og laufáttuna má láta í tígulinn. Þá verða aðeins gefnir þrír slagir, tveir á tromp og tígulás. Vestur s: - H. 98542 T. Á952 L. K1074 hefir verið uppskerubrestur. Þá má einnig nefna að kartöflur þurfa góðar geymslur og hefir það komið fram í fréttum nýlega að ekki verði um nein lán að ræða til bygginga á kartöflugeymslum frekar en öðrum byggingum til sveita nema þá íbúðarbyggingum. Talið er að vanti 7—900 milljónir til að geta afgreitt þær umsóknir sem liggja fyrir. Að vísu eru trúlega innan við 10 umsóknir sem liggja fyrir um byggingu kartöflu- geymslna, en það segir sig sjálft fjárhagnum. Vélakosturinn í kartöfluræktinni er mjög dýr og stundum eru vélarnar aðeins í notkun í 10—15 daga á ári og kosta t.d. upptökuvélar sem notaðar eru mest nú hátt í þrjár milljónir. Þetta eru meðál annars þær ástæður sem liggja að baki því að kartöfluræktin er í því ástandi sem hún er.“ Velvakandi þakkar kartöflu- bónda fyrir bréfið og vonar að það sé nokkur upplýsing fyrir vestur- bæing að sjá þessar skýringar. En Sýndu stöðutákni hans fulla virðingu og bættu aðeins við reikninginn! á Að því slepptu að hafa hætt starfi eftirlitsmanns útihúsa, langar mig að spyrja, Hefur happdrættisvinningurinn markað tfmamót f lffi þínu?. Já. veifaðu nú til góða mannsins! MAÐURINN A BEKKNUM Framhaldssaya eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir islenzkaði — Jæja einmitt það. — Venjulega er ekki um háar upphæðir að ra*ða og það endar með því að flestir borga. Ég hef ekki talað við neinn yfirmann hjá fyrirtækinu. Ég beið þangað til fólk fór í mat um tólfleytið. Ég sneri mér til konu sem vinnur á sömu skrifstofu, miðaldra mann- eskju og ég býst ekki við að miklir kærleikar séu miilum þeirra kvennanna. — Og hvað kom út úr því samtaii? 3— Að Monique á sér vin. — Veiztu hvað hann hcitir? — Nú kemur það, húsbóndi, nú kemur það! Þau kynntust fyrir um fjórum mánuðum og á hverjum degi borða þau saman hádegisverð á veitingahúsi á Boulevard Sebasopol. Ilann er ósköp ungur, ekki ncma nftján ára og vinnur við afgreiðslu- störf í stórri bókabúð í Saint Michel. Maigret fitlaði við pfpurnar sfnar sem lágu f snyrtilegri röð fyrir framan hann og enda þótt hann hefði ekki lokið við að reykja þann skammt sem var f pfpunni scm hann var með uppi f sér fór hann að troða f þá næstu. — Pilturinn heitir Albert Jorisse. Ég vildi sjá hvernig hann væri í hátt svo að ég gekk að veitingastaðnum. Það var fullt út úr dyrum. Loks upp- götvaði ég hvar Monique sat við borð en hún var ein. Ég settist skammt frá, en mér Ifkaði nú ekki maturinn scm á boðstólum var. Unga stúlkan virtist ákaflega óróleg og horfði stöðugt í áttina til dyra. — Og hann kom ekki? — Nei. Ilún virtist sitja að horðum eins lengi og hún mögulega gat. Það er ekki vel séð á svona stöðum að fólk sitji of lcngi. Og loks var hún tilneydd að fara og sfðar gekk hún fram og aftur um gang- stéttina fyrii' framan veitinga- stofuna f að minnsta kosti stundarfjórðung. — Og hvað svo? — Hún var svo niðursokkin í að hafa áhyggjur út af þessum pilti sem ekki kom að hún veitti mér alls enga athygli. Hún gekk f áttina að Boulcvard Saint Michel og ég fór á eítir henni. Þér kannizt áreiðanlega við bókaverzlunina, sem cr þarna á horninu? — Já, ég man eftir hcnni. — Hún fór inn og sneri sér til eins afgreiðslumannanna sem sýnilega benti henni að fara að peningakassanum. Hún fór þangað og spurði manninn og var mjög vonsvikin að sjá. Loks fór hún aftur. — Og þú eltir hana ekki? — Mér fannst viturlegra að snúa mér að unga manninum. Þess vegna fór ég inn í bóka- verzlunina og spurði verzlunar stjórann hvort hann þekkti AÍbert Jorisse. Hann svaraði því til að hann gerði það en Jorisse væri aðeins í vinnu fyrir hádegið. Hann sagði það væri mjög svo alvanalegt að einkum námsfólk væri í vinnu hjá þeim hálfan daginn? — Er Jorisse við nám? - Bíðið nú við! Ég vildi fá að vita hversu lengi hann hefði unnið í bókabúðinni. Hann aðgætti f bókum sfnum og sagði hann hcfði verið hjá sér í rétt rúmlcga ár. í fyrstu var það allan daginn en fyrir þremur mánuðum hafði pilturinn sagt að hann ætlaði að fara að sækja fyrirlestra í lögfræði og þess vegna gæti hann aðeins unnið á morgnana. — Ilefur þú heimilisfangið hans? — Já, hann býr hjá foreldr- um sfnum á Avenue de Chatil- lon. En ég er ekki búinn að segja yður allt enn. Albert Jorisse hefur ekki sézt f bóka- búðinni f dag og það hefur ekki gerzt ncma cinu sinni eða tvisvar áður allan þann tfma sem hann hefur unnið þarna og hafi haitn verið veikur eða ekki getað komið, hefur ekki brugð- MORödNr-'y^’ KAFF/NO _______ 1 «o. -p GRANI göslari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.