Morgunblaðið - 19.04.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.04.1978, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 80. tbl. 65. árg. MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1978 ' Prentsmiðja Morgunbladsins. Lík Moros fínnst ekki þrátt fyrir víðtæka leit Corvaro, 18. apríl, AP — Reuter. • LEIT fjölmenns liðs kafara. hermanna og lögreglu að líki Aldo Moros fyrrverandi forsætisráðherra í vatninu Duchessa í dag bar ekki árangur og var frestað í kvöld, en leit verður fram haldið í birtingu á morgun. Hryðjuverkasamtökin Rauða herdeildin tilkynnti í morgun að Moro hefði verið tekinn af lífi kvöldið áður og lík hans væri að finna í vatninu, en samstarfsmenn Moros og yfirvöld efast um að tilkynningin sé rétt og að líki Moros hafi verið komið fyrir í vatninu enda er ófært þangað og vatnið ísilagt. • Lögreglan skýrði frá því í kvöld að engin merki mannaferða hefðu fundizt við Duchessa-vatn sem var frosið. Mikill snjór er í fjöllunum þar sem vatnið er, en það er um 120 kílómetra norðaustur af Rómaborg. • íbúar í nágrenni Duchessa skýrðu lögreglu frá að þeir hefðu heyrt til þyrlu yfir svæðinu um klukkan 6.30 í morgun, og telur lögreglan það benda til þess að líki Moro hafi verið fleygt úr lofti í vatnið og það sé skýringin á því að ekki hafi fundist merki um mannaferðir á jörðu niðri. Þá var hermt að ljóshærð kona á vélhjóli hefði á mánudag spurst fyrir um leiðir til vatnsins í fjallaþorpinu Corvaro. • Fréttastofa AP skýrði frá því seint í kvöld að lögregla hefði hafið leit á ný í nágrenni Duchessa-vatnsins í kvöld. Henni hafði verið skýrt frá því að tveir menn hefðu sést fleygja stórum böggli í grjótnámu sem er við þjóðveginn milli Rómaborgar og L'aquila um 10 kílómetra frá Duchessa-vatninu. Lögreglan skýrði frá því í kvöld að girðing við námuna hefði verið klippt í sundur og hjólför hefðu fundist þar við. Mikið vatn var í námunni sem ekki hefur verið í notkun í þrjú ár og tafði það leit í henni. Sala á spólum Nixons Washington, 18. apríl. Reuter. HÆSTIRÉTTUR Bandaríkj- anna bannaði í dag að seld yrðu opinberlega afrit af segulbandsupptökum á sam- Framhald á bls. 23 Kínverjar berj- ast við Víetnama Stokkhólmi, 18. apríl. AP. SÆNSKA sjónvarpið skýrði frá því í kvöld að komið hefði til víðtækrar skriðdrekaorrusta Kínverja og Víetnama nýlega við landamæri landanna. Sjónvarpið hefur þcssar fréttir eftir fréttamanni sfnum sem hefur aðsetur í Hong Kong, en hann er nýkominn úr ferðalagi um Víetnam. Þingmaðurinn Remo Gasperi sem tók þátt í leitinni að líki Aldo Moros við Duchessa-vatn sagði að ís hefði verið á vatninu og fjögurra metra háir snjóskaflar allt í kring um það. „Þar sem engin verksum- merki er að finna á og við vatnið dettur manni helzt í hug að álíta að engu líki hafi verið fleygt í Framhald á bls. 23 1 )!■ rt* x*tn''vssQ r.i* AT‘&o mno ' ■ 7P. Ap»{ú 7'*ú, ti ccy bc.ti / '«««.: ha ti'ic •filnffon auctLa <?$!,■ >e cdla D.C. / *£o XCr ecltrs, fern&ndc 1 ■r & crtc tini for.átt": Ltzfo Dmha«ctt, c trd ■f.hrusse c laaio. ir.iitii un<* Ivt.'it* ecrij ? »,«>* *>'<*:?£ aSCfirC ‘rPi*<*iV/>ð£*£4 r? <■ r < f Jít f'-r r ■■■■ t.uy t n~r Vbif', i o' ía »ta) Zuv.to Jjííf* il Qi>r\o*.cniíitt<t^Gritlla', drlla ti.C. >nnie oto cc-k 1« Xoaioa dcl é<'ppr;uco. Ccn-jnicl 'av&eiíuts ZftCVZTÖVE doíj ; va.Ucr.in "SVlCniC". ConacntÍGvo lUrc* r.totto t-.öpo svc Cffli oiac*. t<\ 60V'io di (ccoc pcrohé ti áic'<:ic*rc a ir,» eli.. ff-t. T600 circa loeolitd CARTOW tTili ’r.á a tr< ií Ksrc p&r ln lcvr> rzíefatu 4 oori Cctzioo, a i. quali noeliQn'fcno il FZGTub. ■ 1 dcl Gruppb Vaacc' An&ractti, Tcviani, "..,, r s. tir.rí> ot vari Sosei, Ecrbcro, C t ibc r<.t' 'VlClLAx An. Cc—%iaatf> i). f n/i/isn Cmi, eec. che cókq eomv>rð sotiopcsti Pór''ií 'CórunÍ&r.á . ... ' jiMGfifr Pöfcn <. r Afrit af fréttatilkynningu Rauðu herdeildanna þar sem sagði að Aldo Moro hefði verið tekinn af lífi. 24 handteknir á Kanaríeyjum Þegar lögreglumenn fundu felustað hryðjuverkamanna í útjaðri Rómar í gæn Lögreglumenn á svölum fbúðarinnar þar sem þeir fundu vopn og skotfæri. Lögreglumenn sögðu að hryðjuverkamenn sem rændu Aldo Moro hefðu notað íbúðina. Nokkrum mínútum síðar tilkynntu Rauðu herdeildirnar að Aldo Moro hefði verið tekinn af lífi. Madrid. 18. apríl. AP. LÖGREGLA handtók í dag 24 félaga sjálfstæðishreyfingar Kanaríeyja í öryggisskyni vegna heimsóknar Adolfos Suarezar forsætisráðherra Spánar til eyj- anna á fimmtudag. Alls hafa því 40 manns verið teknir fastir í þessu skyni síðustu þrjá dagana, en óttazt er að til hryðjuverka komi vegna heimsóknar Suarez- í þessum aðgerðum fann lög- reglan felustað þar sem voru sprengiefni, hvellhettur, útbúnað- ur fyrir tímasprengjur og upp- drættir af hafnarmannvirkjum og herstöðvum. I fyrri viku komst lögreglan yfir fjarstýrt flugvélarlíkan sem talið er að hafi átt að bera sprengjur. Með heimsókn sinni til eyjaklas- ans mun Suarez reyna að fá Framhald á bls. 30 n.'.< ■ fymNtn a isjp?4sitxía<þi i\i MMÍTIO iosmva\fcx*i»m icona 'U.t'CÍll avátaiK.’va Mítt^ke TJmku'fijuie: j!fo3*<a.A- lék<a JtnmliÞ litrtycfj cXi ÖsíkiJ Svæðið þar sem leitað er að líki Aldo Moros auðkennt með hring á kortinu. Fréttin um aftökuna vekur mikið uppnám Róm, 18. apríl. AP. ÍTALIR voru þrumu lostnir í dag vegna fréttarinnar um að hryðju- vcrkamenn Rauðu herdeildanna hefðu tekið Aldo Moro fyrrver- andi forsætisráðherra af lífi og fréttin kom af stað geysivíðtækri leit að líki hans á afskekktu. snæviþöktu fjallasvæði norðaust- ur af Róm. Lögreglumenn og samstarfs- mcnn Moros eru sannfærðir um að fréttatilkynningin hafi í raun og veru komið frá Rauðu her- deildunum, en segja að verið geti að hún hafi þjónað þeim tilgangi að leiða lögregluna á villigötur eða að hún hafi verið ætluð sem „grátt garnan" í sálíræðilegum hernaði hryðjuverkamannanna gegn stjórninni sem hefur ekki tekizt að komast á slóð þeirra. Ef svo er tókst þeim að koma því til leiðar að kallaðir voru út hundruð hermanna og lögreglu- manna til leitar við ísilagt Duchessavatn og nálægar tjarnir í um tvö þúsund metra hæð í Washington. 18. apríl. Rcuter. ÖLDUNGADEILD Bandaríkja- þings staðfesti í kvöld samning sem felur í sér að Panama-skurð- urinn verður hinn 31. desember 1999 eign Panama ríkis. Skurðurinn er í dag eign Appenninafjöllum um 120 kíló- metra norðaustur af Róm, að allir stjórnmálaflokkar kölluðu saman skyndifundi og að öll athygli allrar þjóðarinnar beindist að afskekktu Framhald á bls. 30 Bandaríkjanna. 68 þingmenn greiddu samningnum atkvæði sitt, en 32 voru á móti. Til að hljóta staðfestingu urðu 67 þing- menn að greiða honum atkvæði sitt eða tveir þriðju þingmanna. Framhald á bls. 30 Samningurinn um Panama staðfestur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.