Morgunblaðið - 19.04.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.04.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1978 5 Bamaskemmt- un á Sel- tjarnarnesi KVENFÉLAGIÐ Seltjöni á Sel- tjarnarnesi er tíu ára um þessar mundir og í því tilefni hefur félagið ákveðið að bjóða öllum börnum í bænum til skemmtunar sumardaginn fyrsta í félagsheim- ilinu meðan húsrúm leyfir. Hefst skemmtun þessi kl. 3 og verður dagskráin hin fjölbreyttasta. Um leið og við kveðjum vetur og fögnum sumri, tökum við upp mikið magn af sumarvörum 1 Til að efla starfsemi félagsins gangast konurnar fyrir kökubasar sem hefst kl. 1 í félagsheimilinu, en þær hafa einnig í hyggju að sjá um eldra fólkið í bænum með því að bjóða því í dags ferðalag hinn 4. júní n.k. Sjálfar halda konurnar uþp á afmæli félgsins með fundi 25. apríl n.k. sem hefst kl. 8.30. Alls eru um 130 konur starfandi í kvenfélaginu og hafa látið sig varða allt sem til góðs hefur mátt verða í bæjarfélaginu. Tónlistarskóli Kópavogs: Fyrstu vortón- leikarn- ir í dag FYRSTU VORTÓNLEIKAR Tón- listarskóla Kópavogs verða haldn- ir í sal skólans að Hamraborg 11 í dag, miðvikudag, kl. 8.30. Þar koma fram blásarakvintett og hljómsveit skólans. Stjórnend- ur verða þeir Jón Hjaltason og Ingi B. Gröndal. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir Hándel, Haydn, Mozart og Smetana. Aðrir vortónleikar verða haldnir miðvikudaginn 3. maí kl. 9.00 e.h. Þar munu aðallega koma fram lengra komnir nemendur skólans. Þá mun Berglind Bjarnadóttir haida sjálfstæða tónleika 17. maí kl. 9.00 e.h. Hún lýkur burtfarar- prófi í einsöng á þessu vori og er Elísabet Erlingsdóttir kennari hennar. Berglind verður fimmti nemandinn sem útskrifast frá skólanum. Kennarar víð Tónlistarskóla Kópavogs eru 24. Nemendur voru í vetur 353 talsins, þar af 91 í forskóladeildum fyrir 6 og 7 ára börn. Vornámskeið fyrir börn á þessum aldri hefst nú í byrjun maí og mun standa yfir í þrjár vikur. Skólastjóri er Fjölnir Stefánsson. í Kaupmannahöf n FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI Gleðilegt sumar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.