Morgunblaðið - 19.04.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.04.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. APRIL 1978 23 Ingibjörg, Jóhann, Svanhildur og Sigurður, og eru öll búsett í Reykjavík. Við vottum eiginkonu Sigurðar, börnum og ástvinum öllum inni- legustu samúðarkveðjur við andlát og jarðarför hans. Blessuð sé minning hans. Gunnar Gunnarsson Syðra-Vallholti. Það hefur víst engan órað fyrir því fyrir rúmri viku, þegar fjöl- skylda Sigurðar Jónassonar skóg- arvarðar og Sigrúnar Jóhanns- dóttur konu hans, fagnaði 7. afmælisdegi litillar hnátu, dóttur- dóttur þeirra, að það yrði síðasti samfundur þessa hóps. Reyndar var Sigurður í óða önn þessa daga að undirbúa ferð norður í Skagafjörð, en þangað lá leiðin á vorin, eftir að þau hjón höfðu haft vetursetu hér syðra eins og nokkra undanfarna vetur. Skyldustörfin voru margþætt og kröfðust því mikils af skyldurækn- um manni. Þann bjarta og fagra vormorgun 11. apríl síðastliðinn, þegar skyldan kallaði út fyrir borgarmörkin, hefur honum þótt hlýða að leggja lykkju á leið sína á vit íslenzkrar náttúru eins og svo oft áður. í þeirri ferð varð á vegi hans sá slyngi sláttumaður, og þarf þá ekki að spyrja að leikslok- um. Sigurður var allur áður sól hneig til viðar. Marga hildi hafði hann háð við óblíð náttúruöfl, einkum fyrr á árum, og ævinlega haft sigur. Varla er það ofsögum sagt, að þar hafi ferðagarpur farið sem Sig- urður fór. Þá sögu þekkja aðrir mér miklu betur. Kynni okkar Sigurðar hófust fyrst fyrir um 15 árum, og þekkti ég hann fyrst og fremst sem fjölskylduföðurinn í stórri fjöl- skyldu barna, tengdabarna og barnabarna. Þar var hann hinn trausti og tillitssami, framkoma öll fáguð, krydduð ljúfri gaman- semi. Til móðurmálsins bar hann næmar tilfinningar, hafði unun af lestri góðra bóka, og á gleðistund- um naut hann þess að miðla öðrum úr dýrum sjóði kvæða og vísna. Á kveðjustund eru mér þakkir í huga fyrir að hafa átt þess kost að eiga samleið með slíkum mann- kostamanni sem Sigurður var. Umfram allt ber þó að þakka þá alúð, sem hann sýndi börnum okkar hjóna, en sambýlið hin síðari ár varð til þess, að mjög náin tengsl sköpuðust milli ungra og leitandi sálna og kærleiksríkrar umhyggju afa og ömmu. Megi þau frækorn, sem Sigurður sáði í lítil hjörtu, dafna og vaxa og bera ríkulegan ávöxt. Jón Adólf Guðjónsson Ólöf íslands- meistari ÓLÖF Þráinsdóttir bar sigur úr býtum í kvennaflokki Skákþings íslands, en keppni f þeim flokki lauk um helgina. Hlaut Ólöf 3Vfe vinning af 4 mögulegum. í 2.-3. sæti urðu þær Birna Norðdahl og Svana Samúelsdóttir með 2 vinninga. Ólöf varð einnig íslandsmeistari kvenna í skák í fyrra. — Salan á spól- um Nixons Framhald af bls. 1. ræðum Nixons fyrrum forseta við samstarfsmenn sína f Hvíta húsinu. Nixon mótmælti því á sínum tíma að segulböndin yrðu af- hent til opinberrar birtingar og kvað slíkt vera átroðning í einkalíf sitt. Hljóðritanirnar voru notaðar við Water- gate-réttarhöldin og hefur sumt af innihaldi þeirra komið fyrir eyru almennings. Fyrirtæki sem sóttust eftir því að kaupa segulböndin til að selja afrit þeirra almenningi sögðu mótmæli Nixons ekki á rökum reist þar sem böndin voru notuð við opinber réttar- höld gegn fyrrum aðstoðar- mönnum hans. — Lík Moros finnst ekki Framhald af bls. 1. það,“ sagði Gasperi. Tilkynning Rauðu herdeildar- innar um að Moro hefði verið líflátinn fannst í ruslatunnu í Rómaborg eins og fyrri sex tilkynningar hryðjuverkasamtak- anna vegna Moro-málsins. „Við tilkynnum hér með um aftöku Aldo Moros, forseta flokks Kristi- legra demókrata. Þið getið fundið lík hans, það er sokkið í drullupoll- inn Duchessa," sagði í tilkynning- unni. Hótað var frekari aftökum í tilkynningunni og í því skyni nefndir Giulio Andreotti forsætis- ráðherra, Francesco Cossiga inn- anríkisráðherra og Emilio Taviani, fyrrverandi innanríkis- ráðherra. Þeir eru allir í flokki Kristilegra demókrata. í sömu mund og aftaka Moros var tilkynnt varð lögreglunni loks t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, SVERRIS SIGURDSSONAR, Brimnesi, Grindavfk. Guömunda Olafadóttir, Þorbergur Sverritaon, Sigurbergur Sverriaaon, Sigríöur Guömundadóttir, Erna Sverriadóttir, Siguröur Halldórason, Ólafur Sverrisson, Gunnlaug Reynis, Magnús Sverrisson, Hrefna Petersen, barnabörn og barnabarnabörn. Atlas sumarhjólbarðar: A-78-13 Verö kr. 13.343,- B-78-13 Verö kr. 13.679,- C-78-13 Verö kr. 14.255,- C-78-14 Verö kr. 14.441.- E-78-14 Verö kr. 15.270,- F-78-14 Verö kr. 16.046.- Vörubílstjórar kynniö ykkur okkar hagstæöa verö á vörubílahjólböröum. Véladeild Sambandsins HJOLBARÐAR BORGARTÚNI 29 SÍMAR 16740 OG 38900 eitthvað ágengt í leitinni að felustað Rauðu herdeildarinnar. Um það bil fjóra kílómetra frá staðnum þar sem Moro var rænt fann lögreglan íbúð fulla af skotvopnum og sprengiefni. Enn- fremur fundust í íbúðinni ritvél og fjöldi skilaboða sem undirrituð voru af Rauðu herdeildinni. Lögreglan telur að Moro hafi verið geymdur um tíma í íbúðinni. Ennfremur fundust í henni kven- hárkollur, en vitað er um að ein kona að minnsta kosti hafi verið í hópnum sem myrti lífverði Moros og rændu honum. Bjartviðri var og hiti nálægt 7 stigum á celcius þegar líks Aldo Moros var leitað í Duchessa-vatn- inu. Þegar skyggja tók kólnaði og um kvöldið var komið frost. Vatnið er afskekkt og í miðjum Appennína-fjöllum. Á sumrin flykkjast menn þangað og renna fyrir silung, en frá því í október og fram í maí kemur enginn að vatninu. Duchessa-vatnið er í um 2000 metra hæð yfir sjávarmáli. Það er um 400 metra langt og um 100 metra breitt. Nýtt rán Þrír menn klæddir lögreglu- búningum rændu í morgun iðn- jöfrinum Carlo Lavezzari í útjaðri Mílanó. Ræningjarnir stöðvuðu leigubifreið sem Lavezzari var í á leið til vinnu sinnar. Lavezzari, sem er 53 ára, er annar maðurinn sem rænt er á Italíu síðan að Aldo Moro var rænt. Frá áramótum hefur 15 manns verið rænt á Ítalíu. Einungis þrjá þeirra hefur lögreglu tekist að frelsa úr höndum ræningja. Fréttamaður Reuters á Ítalíu hafði það eftir lögreglu í kvöld að fundist hefðu fótspor í snjónum við Duchessa-vatn, en þau hefðu eins getað verið eftir úlfa, refi eða villta birni. Ennfremur segir Reuter að kafarar hafi alls ekki leitað í vatninu sem herdeildin segi lík Moros vera í, heldur í nálægu vatni. Þá er haft eftir lögreglunni að hún hafi á mánudag heyrt tal- stöðvarsamskipti í nágrenni Duchessa-vatns Karlmannsrödd sagði: „Alfa 2000. Lögregla í augsýn, yfirgefið gísl og vopn.“ Þrátt fyrir leit að bifreið af Alfa-Romeo gerð þegar í stað, fannst engin slík á vegunum í nágrenninu. — Ásgeir Framhald af bls. 32. langhæsta verð, sem sett hefur verið upp fyrir knattspyrnumann í Belgíu og með þvf hæsta, sem um getur 1' Evrópu. Ásgeir skýrði blm. Mbl. frá þessu í símtali í gærkvöldi. Sagði Ásgeir að mikil hreyfing væri nú á þessum niálum og mörg lið hefðu sýnt sér áhuga upp á síðkastið enda hefði sér gengið mjög vel i síðustu leikjum Standard. Þess má geta, að Ásgeir skoraði tvö mörk í síðasta leik Standard. Að sögn Ásgeirs eru það fyrst og fremst tvö lið, sem keppa um að fá hann, Eintracht Frankfurt, sem m.a. hefur tvo þýzka heims- meistaraleikmenn innanborðs, Grabowski og Hölzenbein, og belgíska liðið Anderlecht, sem leikur til úrslita í Evrópukeppni bikarmeistara þriðja árið í röð. Anderlecht festi í gær kaup á hollenska landsliðsmiðherjanum Rud Geels frá Ajax og lét for- maður félagsins svo ummælt við kaupin í gær, að Ásgeir væri sá næsti, sem þeir ætluðu að kaupa. Hins vegar sagði Ásgeir í gær að Petit, framkvæmdastjóri Stand- ard, vildi ekki að hann færi til Anderlecht, þar sem sölur milli belgískra keppinauta eru ávallt viðkvæmt mál. Þá sagði Ásgeir að lokum, að Standard hefði boðið honum mjög góðan samning. Hins vegar kvaðst hann helst vilja breyta eitthvað til en það myndi skýrast á næstu dögum með hvaða liði hann léki næsta vetur, en samningur Ásgeirs við Standard rennur út í vor. Þess skal að lokum getið að upphæð sú, sem Standard hefur sett upp fyrir Ásgeir er jafnvirði 450 þúsund sterlingspunda. áTá Timburverzlunin ▼ Völundur hf. KLAPPARSTIG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244 Ertu að byggjal Það fyrsta, sem hver húsbyggjandi þarf að hafa í huga er að tryggja sér gott timbur. 1 meir en 70 ár höfum við verslað með timbur. Sú mikla reynsla kemur nú viðskiptavinum okkar til góða. Við getum m.a. boðið: Móta og byggingatimbur í uppsláttinn og sperrurnar. Smíðatimbur og þurrkað timbur í innréttingar. Réttheflað timbur í skilrúmin. Gagnvarið timbur í veggklæðningar, girðingar og gróðurhús. Viðarþiljur á veggina. Einnig höfum við margar þykktir og gerðir af krossvið og spónaplötum, svo og harðtex, olíusoðið masonite, teak, oregonfuru eða cypress í útihurðir o.fl. Eik og teak til húsgagnasmíði. Efni i glugga og sólbekki. Onduline þakplötur á þökin. Þá útvegum við límtrésbita og ramma í ýmiss konar mannvirki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.