Morgunblaðið - 19.04.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.04.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1978 25 fclk í fréttum Athuga- semd + Þættinum hefur borist athuga- semd vegna skrifa um vöðvafjall- ið Arnold Schwarsenegger og þykir rétt að birta bréfið í heild, þar sem í því er að finna nánari upjplýsingar um manninn. I dálki Morgunblaðsins fólk í fréttum fimmtudaginn 13/4 1978 var birt mynd af vöðvafjalli að nafni Arnold Schwarzenegger. Var þar greint frá ýmsum stað- reyndum varðandi aldur hans og vöðvamál, sem ekki verður mót- mælt hér. En þar sem ég held, að Morgunblaðið vilji vera sem vand- aðast í fréttaflutningi sínum bæði af mönnum og málefnum tel ég réttast að gera nokkrar athuga- semdir við grein þessa, sem eflaust er tekin orðrétt úr erlendu blaði. Greinarhöfundur telur svona vöðvafjöll til fárra hluta nytsam- leg, því að allur tími þeirra fari í að styrkja og efla vöðvana °g erfiðisvinnu stund* hc<r ekki, þar sem það t&a dregið úr glæsileik Ixsírra. Þarna virðist greinarhöf- undur hafa gengið út frá því sem vísu, að vöðvafjöll geti ekki verið á háu greindarstigi og því ekki unnið andlega vinnu eins og meiri hluti vinnandi manna á Vestur- löndum gerir. Þessu var ekki haldið fram í Morgunblaðinu fyrir tveimur mánuðum er þar var birt mynd af Arnold Schwarzenegger við hlið Caroline Kennedy í háskólabænum Oxford, er Arnold gaf út bók sína Science of Physical Education. Hvað varðar erfiðis- vinnu þá er það löngu vitað að hana ættu allir íþróttamenn að forðast þann tíma sem þeir vilja vera í fremstu röð í sinni grein. Á það jafnt við um knattspyrnu- menn sem vöðvafjöll. Því er haldið fram, að allur tími Arnolds Schwarzeneggers fari í æfingar. Þetta er ekki rétt. Hans íþrótt krefst ekki nema 15 tíma æfinga á viku. Mestum tíma sínum ver hann í auglýsingar fyrir Weider-fyrirtækið í Bandaríkjun- um, bæði með fyrirlestrum og myndatökum. Þar að auki hefur hann nýlokið við leik í tveimur kvikmyndum og var sú síðari, sem var mynd um hann sjálfan og kollega hans, kjörin best leikna heimildarmyndin í Bandaríkjun- um það árið og hefur orðið til þess að draga verulega úr fordómum svipuðum þeim og lesa mátti í umræddri Morgunblaðsgrein. Um kvennamál Arnolds ætla ég ekki að fara mörgum orðum, en það vil ég taka fram að sú kenning er löngu úrelt, að úr íþróttamönn- um dragi kraft við kvennafar, enda væri Arnold Schwarzenegger þá ekki fremstur í sinni grein. Að lokum vil ég taka fram, að faðir Arnolds var búsettur í Austurríki og dó þar, en Arnold dvelst í Bandaríkjunum svo ekki eru það nein heimatök að fylgja honum til grafar. Með kveðju, ólafur Sigurgeirsson. 1963 + Það er nokkuð langt síðan heyrst hefur frá söngkonunni Dusty Springfield. En hún var afar vinsæl fyrir nokkuð mörg- um árum, þegar hún söng m.a. lögin „I only want to be with you“ og xWishin' and hopin“. Nú hefur hún bætt úr þessu og nýkomin er út ný breiðskffa með henni, sem nefnist „Hér byrjar það“. Myndirnar eru báðar af henni, og eru teknar með 15 ára miliibili, árin 1963 og 1978. 1978 Málverka- skoðun + Á hverjum miövikudegi getur almenningur komiö meÖ málverk til dr. Paul Eich í Frankfurt til aö fá úr því skoriö hvort mál- verkiö er eftir þann, sem þaÖ er sagt vera eftir eöa aöeins eftirlíking. Yfirleitt nægir aö líta á verkiö til aö sjá hvort þaö er eftir einhvern frægan málara eöa ekki. En listaverka- fræöingar hafa tæknivæöst og nota sérstök tæki, þar á meöal sérstaka útfjólubláa lampa og röntgengeisla til aÖ skilja sauÖina frá höfr- unum — og oft veldur dómur þeirra hreyknum eigendum mikilli gremju. Enskunám á írlandi Viö höfum nú ákveöiö, vegna fjölda fyrirspurna, aö efna til enskunámskeiðis á írlandi í sumar. Námsdvölin er einn mánuöur. Dvaliö veröur á góöum, írskum heimilum undir eftirliti umsjónarmanna, en auk þess aö umgangast enskumælandi fólk, veröa taltímar einu sinni á dag, þar sem kennarar fá nemendur til þess aö tjá sig á enskri tungu. Þetta er áhrifamikil aöferö til þess aö bæta viö sig í enskri tungu. Brottför í fyrstu viku júní. Innifalið: flug, gisting og fullt fœði á heimilunum; auk Þess 20 kennslustundir í ensku. Verð 145.000. — kr. Samvinnuferöir ^LANDSÝN AUSTURSTRÆTI 12 REYKJAVIK oKÖLAVORÐUSTIG 16 REYKJAVIK Öskum eigendum og skipasmíðastöð til hamingju með hið endurbyggða skip m/s Sigurður Sveinsson Þar framkvæmdum viö allar háþrýstivökvalagnir og útveguöum allan búnaö til þess. Svo sem: PULL-MASTER bómu og mastursvindur, FASSI-M3F vökvakrana, flotvörpuvindu, úrhristivél fyrir reknet, lagt að kraftblökk o.fl. VT-20 ÚRHRISTIVÉLIN fyrir reknet hefur sannað ágæti sitt. REYNSLUNA HAFA: Saxhamar SH 50 Halldór Jónsson SH 217 Steinunn SH 167 Matthildur SH 67 Sif SH 3 Siguröur Sveinsson SH 36 Jökull SH 77 Ólafur Bjarnason SH 137 Siglunes SH 22 Harmasvanur SH 201 Sigurvon SH 23 Vonin II SH 199 Jón Jónsson SH 187 Eskey SF 54 Siguröur Ólafsson SF 44 Akurey SF 52 Æskan Sl 140 Fylkir NK 102 Sandfell GK 82 Jóhannes Gunnar GK 268 Hrafn Sveinbjarnarson GK Jón Oddur GK 104 Hópsnes GK 18 Sandgeröingur GK 517 Hringur GK 18 Fjölnir GK 17 Jóhanna ÁR 206 Jón Sturlaugsson ÁR 7 Friörik Sigurösson ÁR 17 Drífa SU 4 Votaberg SU 14 Stjarnan RE 3 Hafnarnes RE 300 Surtsey VE 2 Dalarafn VE 508 Hrauney VE 80 Danski Pétur VE 223 PANTIÐ TIMANLEGA Hagkvæmir greiösluskilmálar ef samiö er strax. FRAMIJEIÐANDI: VÉLAVERKSTÆÐIÐ Hvaleyrarbraut 3, Hafnarfirði. Símar 50236, sölusími 54315. Kvöld- og helgarsímar 53505, 31247.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.