Morgunblaðið - 19.04.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.04.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1978 — Samningurinn um Panama Framhald af hls. 1. Úrslit atkvæðagreiðslunnar eru talin mikilvægur sigur Carters forseta. Hinn 16. marz staðfesti þingið líka með 68 atkvæðum gegn 32 fyrri samning stjórnarinnar í Washington og stjórnar Panama, en hann, fól í sér ákvæði um hlutleysi skurðarins og frelsi til siglingar um hann. Carter forseti lagði heiður sinn að veði fyrir staðfestingu samn- ingsins. Samkomulagið um Pan- ama er nauðsynlegt skilyrði fyrir bættum tengslum Bandaríkjanna við Suður-Ameríku. — Handtökur á Kanaríeyjum Framhald af bls. 1. eyjaskeggja til að krefjast ekki sjálfstæðis frá Spáni. Eyjunum var í fyrra veitt heimastjórn. Þá mun Suarez athuga kvartanir heimamanna um að stjórnin í Madrid hafi sniðgengið Kanaríeyj- ar, bæði í stjórnmálum og efna- hagsmálum. — Fréttin um aftöku Framhald af bls. 1. fjallavatni. Fréttin vakti mikið uppnám á allri Ítalíu og ýtti undir kröfur um að aftur yrði komið á dauðarefs- ingu sem var afnumin eftir síðari heimsstyrjöldina. ítalir heyrðu fréttina í sérstök- um fréttaþáttum í útvarpi eða sjónvarpi og auk þess í sérútgáfum síðdegisblaða. Rómarbúar fordæmdu harðlega Rauðu herdeildirnar fyrir að myrða Moro, en margir efuðust reyndar um það að Moro hefði í raun og veru verið tekinn af lífi eins og hryðjuverkamenn hafa tilkynnt. „Eg trúi því ekki að Moro hafi verið líflátinn," sagði Fabrizio Corsi barþjónn. „Hvernig komast þeir á svona afskekktan og eyði- legan stað þar sem þeir segjast hafa komið líki Moros fyrir? Ef það er satt verðum við að ganga út frá því að þeir hafi notað þyrlu og að þessir hryðjuverkamenn séu félagar í samtökum sem séu voldugri og betur skipulögð en ríkisstjórnin." „Ef skilaboðin eru rétt og Moro hefur verið tekinn af lífi sem ég held ekki að geti verið satt — verður ríkisstjórnin að taka aftur upp dauðarefsingu og svara Rauðu herdeildunum í sömu rnynt," sagði Marcello Minghozzi skrifstofu- maður sem viðtal var haft við í miðborg Rómar. Gömul kona, ein af mörgum ítölum sem söfnuðust saman fyrir utan aðalstöðvar Kristilega demó- krataflokksins skammt frá Piazza Venezia, hrópaði að Arnaldo For- lani utanríkisráðherra: „Settu ströng lög við verjum þing.“ í allan dag var straumur flokks- starfsmanna og embættismanna til heimilis Moros í hverfinu Monte Mario í Róm, skammt frá þeim stað þar sem Moro var rænt. Þeir vildu votta Eleonoru konu hans samúð sína. Franco Mazzanti rafeindaverk- fræðingur var sammála mörgum sem við var rætt. „I hreinskiln sagt trúi ég því ekki að þessir hryðjuverkamenn hafi tekið Moro af lífi eins og þeir hafa sagt,“ sagði Mazzanti. „En ef það er rétt verð ég að segja að þeir gera sig að fíflum. Dauði Moros kæmi aðeins til góða flokki hans sjálfs í nýjum kosningum þar sem hann fengi 90 af hundraði at- kvæða. Þar að auki gera hryðju- verkamenn Moro að píslarvotti og hetju." Mazzanti sagði að stjórnin hefði líf 15 leiðtoga Rauðu herdeildanna á valdi sínu þar sem hún gæti hæglega beitt fasistalögum sem enn eru í gildi frá 1934 og fengið þá dæmda til dauða. Dauðarefsing var afnumin með stjórnarskránni eftir síðari heimsstyrjöldina. — Tilbúnir að ræða við... Framhald af bls. 32. tekjuauka fyrir verkafólkið í flestum tilfellum en álagið sam- fara þessari vinnu væri slíkt að hann efaðist stórlega um að annars staðar væri það tekið í mál að unnið væri lengur en 8 tíma í einu. Svo væri einnig hins að geta, að frystihúsin teldu sig yfirleitt hafa verulegan hag af þessu ákvæðisvinnukerfi. — Sólfaxi... Framhald af bls. 32. Mbl. í gærkvöídi að vart hefði orðið við bilun í smurolíuventli í einum hreyflanna á leiðinni frá Lissabon til Las Palmas. Þegar þangað var komið var gert við ventilinn og hóf vélin sig til flugs. Skömmu eftir flugtak aðfararnótt s.l. laugardags varð ljóst að spænsku flugvirkjunum hafði ekki tekizt að ganga nægilega vel frá ventlinum og var þá lent að nýju eftir að eldsneyti hafði verið losað úr vélinni. Aftur var reynt að koma ventl- inum í lag og var síðan farið í loftið að nýju en þegar til kom var ventillinn enn ekki í fullkomnu lagi og sömuleiðis kviknaði aðvör- unarljós, sem gaf til kynna mikinn hita í leiðslu frá sama hreyfli og bilaði ventillinn var í. Sagði Jóhannes að ekki hefði verið annað að gera en lenda að nýju og var það gert eftir að olíu hafði verið sleppt í sjóinn og gekk lendingin vel eins og fyrri lendingin. Vara- hlutir voru ekki fáanlegir á Kanaríeyjum og varð að fá þá frá Madrid. Var farþegunum komið fyrir á hóteli á meðan beðið var. Loks rúmum sólarhring eftir áætlaðan brottfarartíma komst vélin á loft í þriðja sinn og í þetta skipti var allt í lagi og komst vélin heilu og höldnu til Keflavíkur og hefur verið í stakasta lagi síðan. Jóhannes Snorrason sagði að lokum að meðal farþega hefðu verið.börn og roskið fólk og hefði áhöfninni þótt sérstaklega leitt þeirra vegna að þessar bilanir skyldu koma upp. Það hefði hins vegar glatt sig ákaflega hversu vel farþegarnir hefðu tekið þessu mótlæti og m.a. hefðu þeir kallað sig aftur í farþegaklefa á heimleið- inni og klappað fyrir áhöfninni og í gær hefðu honum borizt blóm frá þakklátum fárþegum. ALLAR TEGUNDIR IIMIVIRÉTTIIMGA I Að gera nýja íbúó úr gamalli er mjög heillandi og skemmtilegt verkefnl Þaó útheimtir ríkt hugmyndaflug og hagleik. Þaó er okkur stök ánægja aö leióbeina fólki i þessum um. Við komum á staðinn, raeðum hugm ir beggja aóila, geoim áætlanir og stóan föst verótilboó. A þennan hátt veit vióskiptavinur- inn hver kostnaóurinn er og getur hagaó fiár- hagsáætlun simi samkvæmt þvt ELDHUSINNRETTINGAR tj Ef þér þaxfnist ráðlegginga eóa aðstoðar, veitum við fúslega allar upplýsingar. KLÆDA- APAR SOLBEKKIR föstverótilboö i allar ir innréttinga Innréttíngar til sýnis á staðnum. RÉVALH 408 ISLANDS- BIKARINN AÐ HLÍÐAR- ENDA EÐA í HÆÐARGARÐ? ÞAÐ ER mikið í húfi fyrir leikmenn Vals og Víkings, sem hlaupa inn á völlinn í kvöld til siðasta leiksins í 1. deildinni í ár. Lok mótsins eru nákvæmlega eins og þau eiga að vera. spennan í algleymingi og ekkert öruggt fyrr en flauta dómara gellur í lokin. Víkingum nægir jafntefli í lciknum í kvöld, en Valsmenn þurfa að sigra ætla þeir sér að halda Islandsbikarnum að Hliðarenda. Leikur Víkings og Vals hefst og klukkan 21.15 í Laugardalshöllinni og er ekki að efa að margt verður um manninn. Skal fólki bent á að forsala aðgöngumiða hefst í Höll- inni klukkan 18. Á undan leik Víkings og Vals leika KR og Ármann, eða klukkan 20, og sigri KR-ingar í þeim leik ná þeir 12 stigum og geta því sloppið við aukaleik við HK um sæti í 1. deildinni næsta vetur. Ekkert öruggt á botninum frekar en toppinum, nema að Ármenningar eru fallnir niður í 2. deild. Víkingar sigruðu Val í fyrri leik liðanna í 1. deildinni í vetur, en mjótt var á mununum. Úrslitin 19:18, eins marks sigur Víkinga, en mikið vatn hefur til sjávar runnið síðan þetta var og lið Valsmanna eflst verulega. Valur varð íslands- meistari í fyrra, en tapaði þá báðum leikjunum við Víking, fyrst 23:22 og síðan 21:20. Tvívegis eins marks munur, Valur vann mótið á 24 stigum, Víkingar hlutu 22 stig. FH-ingar urðu íslandameistar- ar 1976, Valsmenn urðu í 2. sæti, en Víkingum vegnaði miður í mótinu. Valur vann báða leiki félaganna, fyrst stórsigur 28:18, síðan 24:21. Arið 1975 urðu Víking- Björgvin Björgvinsson — 21 >20 fyrir Víking I' Jón Pétur Jónsson — 17t14 fyrir Val ar Íslandsmeistarar og þeir unnu þá Valsmenn í báðum leikjunum með tveggja marka mun, 13:ll og 19:17. Til að kanna hljóðið í herbúð- um liðanna í úrslitunum og hvernig þau hafa hagyð undir húningi sínum fyrir leikinn f kvöld spjallaði Morgunhlaðið í gær við þá Björgvin Björgvins- son, fyrirliða Víkings, og Jón Pétur Jónsson, eina helztu stór- skyttu Vals. — Ég spái jöfnum leik fram á síðustu sekúndur Jeiksins, en að Víkingur vinni sigur, 21:20, sagði Björgvin Víkingsfyrirliði. — Valsliðið er gott um þessar mundir, sérstaklega varnarleikur og markvarzla, en sóknarleikur okkar er góður og ég held að það ríði baggamuninn í kvöld. Liðin eru bæði skipuð reyndum mönn- um, sem ættu að þola spennu úrslitaleiksins álíka vel, þannig að þar hallast varla á, sagði Björgvin. Hann bætti því við að Óiafur Einarsson, sem verið hefur meidd- ur undanfarna mánuði, yrði með í leiknum í kvöld. Sjálfur hefur Björgvin einnig átt við meiðsli að stríða, en sagðist vera búinn að ná sér að mestu og myndi beita sér af fullum krafti í kvöld. — Það er mikið atriði og getur haft úrslitaáhrif að Víkings- aðdáendur fjölmenni og hvetji okkur. — Við væntum stuðnings þeirra, sagði Björgvin Björgvins- son að lokum. — Við höfum tvíeflst við það eitt að eiga nú allt í einu svo mikla möguleika á að vinna mótið sagði Jón Pétur Jónsson. — Okkur gekk illa framan af, en höfum síðan sífellt verið í framför og ég trúi á stórleik af okkar hálfu í kvöld. Keppnisskap og krafturinn eru fyrir hendi. Víkingsliðið hefur sterka einstaklinga en sem liðs- heild þola þeir illa mótlæti og það bitnar iðulega á leik liðsins. — Innáskiptingar og mark- varzla ráða úrslitum þessa þýðing- armikla leiks og þar teljum við okkur standa betur að vígi. Sér- stök áherzla verður lögð á að gæta þeirra Þorbergs og Viggós og við vinnum leikinn 17:14. Við ið Val væntum þess að heyra vel í röddum hinna víðfrægu stuð- manna Vals í Höllinni í kvöld og stuðningur þeirra verði okkur það mikil hvatning að íslandsbikarinn verði áfram að Hlíðarenda, sagði Jón Pétur að lokum. Þeir Gunnar Kjartansson og Óli Olsen fá það erfiða verkefni að dæma úrslitaleikinn í kvöld. íslandsbikarinn verður ekki afhentur að loknum leiknum í kvöld, hcldur verður það gert á lokahófi - Ilandknattleikssam- bandsins í Sigtúni miðvikudag- inn 3. maí næstkomandi. I>ar fá einnig aðrir sigurvcgarar í deild- um og hikarkcppni sigurlaun sín. En það er sem sagt í kvöld, sem Víkingur og Valur hérjast í Laugardalshöllinni. Að þcim leik loknum verður fyrst Ijóst hvort hikarinn vcrður áfram að Illiðar- enda cða flyzt f félagshcimili Víkinga við llæðargarð. — áij/þr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.