Morgunblaðið - 20.04.1978, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.04.1978, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1978 Getuin \ art annað eftirspurninni — segir Guðjón Jónsson hjá Glóbus Citroén bílarnir frönsku eru 4 á sýningunni og eru umboðs- menn Glóbus sem hafa verið með þá í tæp fimm ár. Guðjón Jónsson sölustjóri hjá Glóbus sagði að sala hefði verið góð að undanförnu og hefði eiginlega vantað bíla til að geta annað eftirspurn. Á sýningarsvæði Glóbus er að finna Citroén af gerðunum CX 2400 Familiale sem er 8 manna station bíll og kostar um 5,8 m.kr. en það er í fyrsta sinn sem þessi bíll er sýndur hérlendis. Hann er einnig fáanlegur með dísilvél og er þá verðið komið í 6,4 milljónir. Þá er einnig Cítroén 2400 Pallas sem er með 115 hestafla vél, eins og fyrr- nefndi bíllinn, og er verð hans rúmar 5,2 milljónir. Sá bíll stóð á aðeins þremur hjólum á sýningunni en kom ekki að sök og sagði Guðjón að þeir hefðu farið á bílnum í ökuferð um miðborg Reykjavíkur einn dag- inn og menn vart trúað sínum eigin augum er þeir sáu bíl á þremur hjólum. Sagði Guðjón að ekki þyrfti að aka tiltakanlega varlega þó eitt hjólið vantaði það væri þóbndir hleðslu bílsins komið. Aðrar gerðir Citroén á sýn- ingunni eru GS 1220 Club station sem kostar 3,2 m.kr. og GS 1220 Pallas sem kostar rúmar 3,2 einnig. — Við erum um þessar mund- ir að gera stórátak í öllum CITROEN Guðjón Jónsson er hér við Cítroé'n CX 21,00 Familiale sem kostar tæpar 5,8 m. kr. Citroén á þremur hjólum, en þetta er CX 21,00 Pallas og kostar um 5,2 m. kr. CitrmXm GS 1220 Club Station. þjónustumálum okkar, sagði Guðjón, en ég var t.d. erlendis í þrjár vikur nýlega til að fræðast um skipulag varðandi þjónustu- málin. Verkstæðið sem þjónar. Citroén bílunum fluttist t.d. nýlega í nýtt húsnæði og í haust ráðgerum við jafnvel að hefja rekstur á okkar eigin verkstæði í byggingu sem rís áföst núver- andi húsnæði umboðsins. Með því fáum við líka betra húsnæði undir alla sölu- og þjónustu- starfsemi. — Þá má búast við því að endursala á Citroen bílunum verði jafnframt betri, en það má eiginlega segja að endursölu- verðiö endurspegli reynslu manna af bílnum, sagði Guðjón Jónsson að lokum. Gott að skoða sýninguna í tvennu lagi og fá sér hressingu á milli — segir Jón Hjaltason Jón Hjaltason veitingamaður rekur á efri hæð Sýningarhall- arinnar veitingasölu í tilefni bílasýningarinnar og gaf hann sér tíma til að ræða við blm. í nokkrar mínútur einn daginn. — Eg held að það sé mjög nauðsynlegt að geta boðið upp á einhverja hressingu á sýningum sem þessum, ég hef verið með veitingar á fyrri bílasýningum og held því að almennt sé þetta talið nauðsynlegt. Það er ágætt að skoða sýninguna í tveimur áföngum, t.d. að ganga um svæðið í klukkutíma og taka sér síðan hvíld og að henni lokinni taka annan klukkutíma. Þetta er það yfirgripsmikil sýning að það veitir ekki af þessum tíma. Það þarf ékki færri en 10 manns til að fæða þá sem þess óska á bílasýningunni og virtist ekki skorta verkefni fyrir þetta starfslið því ösin var mikil. — Við verðum að geta boðið upp á marga rétti, sagði Jón, hér koma börn, unglingar og eldra fólk og hver kynslóð vill eitt- hvað viá sitt hæfi, t.d. ís fyrir börnin, smáréttir fyrir ungling- ana og kaffi og kökur fyrir eldra fólkið. En það sem erfitt er við þennan rekstur er einmitt það að þurfa að hafa á boðstólum svo margt, aldrei má neitt vanta og plássið verður að nýtast vel til að hægt sé að hafa allt við höndina. I upphafi var veitinga- aðstöðunni ætlað minna rými, en vitað var að það yrði of lítið svo því var breytt, en í framtíð- inni mun ætlunin að koma hér upp varanlegri aðstöðu. Það er dýrt að setja upp allt til bráðabirgða t.d. afgreiðsluborð- ið og allt sem því fylgir. Veitingarnar sagði Jón að kæmu að mestu leyti frá Oðali og Brauðbæ og til að gera salinn vistlegri fékk hann Blómaval til að annast skreytingar. Nó<f var að gera í kaffiteriunni Of) meðan beðið var litn gestir í bílabœklinga. Karnabær: Tæki til fullkom- ins tónleika- halds í bílinn „Við getum boðið fólki upþ á fullkomnusti^ stereo, útvarps- og segulbandstæki, sem völ er á í bíla frá Pioneer, tæki, sem fullkomlega jafnast á við betri hljómflutningstæki, sem fólk hefur í heimahúsum," sagði Þorsteinn Daníelsson hjá Karnabæ í samtali við Morgun- blaðið. „Þessi tæki gefa bíleig- endum möguleika á að hlýða á fullkomna tónleika við akstur. I öndvegi hjá okkur er eitt bezta bílaútvarp og s^gulbandstæki, sem framleitt er í heiminum í dag, GX-3300 Pioneer." „Þá kynnum við einnig nýja gerð segulbandstækja fyrir bíla, svokallaða Hi-Power línn. Þetta eru segulbandstæki með inn- byggðu Dolby Loudness og við þessi tæki er hægt að velja um mismunandi kraftmagnara frá 10 vöttum upp í 40 vött. í þessum tækjum, KP-55G, KP-66G og KP-88G, er geysilega góður hljómburður og betri en gengur og gerist í heimahúsum. Hátalarar frá 20—40 vött við þessi tæki eru einnig sýndir, en við bjóðum upp á 20 mismun- andi gerðir með 2—3 hátalara \/ hverju boxi.“ Þorsteinn sagði/ið gífurleg þróun hefði orðíö í framleiðslu bílaútvarps og seg- ulbandstækja á síðustu árum og jöfnuðust þau fptlkomnustu á við góð hljómftutningstæki fyrir heimahús. /'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.