Morgunblaðið - 20.04.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.04.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1978 7 Frá sýningarbás Ryövamarskálans á bílasýningunni. Ryðið er eitt mesta áhyggju- efni bíleigenda Ryð hefur löngum verið eitt mesta áhyggjuefni bíleiganda og er mikilvægt hér á landi að bifreiðar séu ryðvarðar, en ryð verður sem kunnugt til þegar vatn og súrefni komast í snert- ingu við járn. Til að koma í veg fyrir ryð þarf að útiloka annað- hvort vatnið eða loftið og er algengasta ryðvörnin sú að úða og smyrja ryðvarnarefni á þá staði bifreiðarinnar sem ryð- hættan er mest. Á bílasýningunni eru sýningarbásar frá tveimur fyr- irtækjum hér á landi er annast ryðvörn, en þau eru Bílaryðvörn og Ryðvarnarskálinn. Bílaryð- vörn hóf starfsemi sína árið 1970 og er til húsa í Skeifunni. Ryðvarnarskálinn er hins vegar aðeins ársgamalt fyrirtæki og er í Sigtúni 5. Hér fara á eftir nokkur atriði um mikilvægi ryðvarnar byggð á upplýsingu frá Ryðvarnar- skálanum. Mikilvægt er að hreinsa bifreið vel áður en ryðvörn fer fram og gildir það bæði um nýjar og notaðar bifreiðar. Að loknum þvotti er bifreiðin þurrkuð og eftir það getur ryðvörnip hafizt. Boruð eru 8 mm göt til að koma ryðvarnarefninu i öll holrúm og á þá staði sem mest er hætta á ryðskemmdum og eru það t.d. styrktarbitar í hurðum og verður þá að bora gat á hurðarendann og sprauta inn í bitann. Öllum götum er síðan lokað með sérstökum plasttöpp- um. Þessi göt eru staðsett í samráði við framleiðendur bíl- anna en samvinna er með framleiðendum Tectyls og bíla- framleiðendum og eru til vinnu- áætlanir yfir flestar gerðir bifreiða. Ryðvarnarefnið er ým- ist þykkt eða þunnt eftir því á hvaða staði bifreiðarinnar það á að fara. Að sprautun lokinni er bifreiðin þurrkuð til að koma í veg fyrir að ryðvarnarefnið renni til og að henni lokinni fer frágangur fram, en til að komast að til að ryðverja þarf t.d. að fjarlægja ljósabúnað, hlífðarspjöld undir hjólhlífum og jafnvel sæti og teppi úr farþegarýminu. «. Þörf bifreiða fyrir ryðvörn er mjög mismunandi og endurryð- vörn er talin þurfa að fara fram annað hvert ár og ætti það að auðvelda endursölu sé hætt að sýna fram á það að bifreið hafi verið ryðvarin reglulega. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AI (iLVSINGA- SIMINN KR: 22480 Bifreiðaeigendur takið eftir Frumryðvörn og endurryövörn spara ekki einungis peninga, heldur eykur öryggi yðar í umferðinni. Endurryövörn á bifreiöina viðheldur verðgildi hennar. Eigi bifreiöin að endast, er endurryðvörn nauösynleg. Látið ryðverja á 1—2ja ára fresti. Látið ryðverja að innan á 3ja ára fresti. Góö ryðvörn tryggir endingu og endursölu. BÍLARYÐVÖRNhf Skeifunni 17 Q 81390 CITROÉN^ TÆKNILEG FULLKOMNUN ÞEGAR ÁKVEÐIN ERU BILAKAUP ER NAUÐSYNLEGT AÐ VtTA HVAÐ FÆST FYRIR PENINGANA HEIMSÆKIÐ BÍLASÝNINGUNA OG SANNFÆRIST UM KOSTI CITROENA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.