Morgunblaðið - 20.04.1978, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.04.1978, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1978 9 fluttar til íslands árið 1966 og það ár hefðu Toyotaverksmiðj- urnar framleitt rúmlega 500 þúsund bifreiðar. í dag væru Toyotabifreiðar á íslandi orðnar 3400 og ársframleiðsla verk- smiðjanna í Japan á sl. ári 2.8 milljónir bifreiða. Toyota væri nú þriðji stærsti bifreiðafram- leiðandi heims á eftir General Motors og Ford í Bandaríkjun- um. Aðspurður um helztu nýjung- ar frá Toyotaverksmiðjunum sagði Páll að auðvitað væri stöðugt verið að vinna að því að gera bifreiðarnar sem þægileg- astar í akstri og viðhaldi, en höfuðmarkmið Toyota sl. ára- tugi hefði ætíð verið að bæta öryggið. Fyrirtækið legði mikið af mörkum til umferðarfræðslu í Japan, sem einkum væri beint til barna og hefði t.d. sent umferðarfræðslubæklinga til 4 milljóna japanskra barna á sl. ári og hefðu þá á síðasta áratug dreift alls 34 milljónum eintaka af slíkum bæklingum. Fyrir 5 árum hefðu Toyotaverksmiðj- urnar hafið rannsóknir á sér- stökum tilrauna- og öryggisbíl- um, sem eingöngu væri ætlað að hjálpa verkfræðingum verk- smiðjanna við rannsóknir varð- andi umferðaröryggi, 100 slíkir bílar hefðu nú verið smíðaðir og verksmiðjurnar notað yfir 1500 milljónir ísl. kr. til þess, og þyldu höggþolin yfirbygging, grind og stuðarar þeirra fram- anákeyrslu á allt að 80 km hraða. Þessar rannsóknir hefðu lagt af mörkum ómældan skerf til þess að gera alla Toyotabíla öruggari í akstri en áður var. Aðspurður um gildi sýninga sem Auto ‘78 sagði Páll Samúelsson að hann liti á hana sem vettvang til að draga athygli almennings að nauðsyn bílsins í nútímaþjóðfélagi, bíll- inn væri ekki lúxustæki heldur hann kom fyrst fram árið 1977 og ér algerlega nýr bíll og var kjörinn bíll ársins í Bandaríkj- unum. Hann hefur verið minnk- aður mjög mikið að utanmáli og er 28 cm styttri en fyrri útgáfur, en sama rými er inni í honum og mun stærra farangursrými, sem nú einkennir bandaríska bíla. Þá er að nefna Chevrolet Malibu, sem kemur fram í nýrri mynd á þessu ári og hefur eins og Caprice verið minnkaður að utanmáli, en heldur stærð sinni að innan. Caprice kostar um 5.4 milljónir, en Malibu 4.3 milljón- ir kr. Malibu er eini bíllinn í sínum stærðarflokki, sem upp- byggður er á heila grind, sem gefur miklu meiri styrkleika, auk þess, sem hann er með gormafjöðrum að framan og aftan. Þykir hann hafa frábæra aksturseiginleika á íslenzkum vegum, sérstaklega fyrir þá, sem vilja eiga góðan bíl, en ekki of stóran. Chevrolet Nova er okkar mesti sölubíll og seldist á íslandi á sl. ári meira en allir aðrir bandarískir bílar til sam- ans. Opel Record er hér í nýju útliti og mikið breyttur og svo Rally Chevette, sem sigraði í skeifurallinu 18.—19. marz og er hann hér eins og hann leit út í keppnislok fyrir þá sem vilja rá raunverulegan rallybíl. Þetta er minnsti bíllinn frá General Motors og hefur farið sigurför um Evrópu og sigrað í fjölmörg- um rallykeppnum. Þetta er lítill og þægilegur fjölskyldubíll." Að lokum sagði Bjarni að SIS væri einnig með sýningarsal í neðra sýningarhúsinu, þar sem sýndir væru jeppar og vörubilar. Þar væri að finna Chevrolet Blazer og Pick-up, International Scout og vörubifreið frá Inter- national Harvester ásamt Bed- fordsendibíl. Hann sagði að hægt væri að útvega allar gerðir bíla frá General Motors, en þeir bílar, sem sýndir væru, væru til á lager og þá jafnframt vara- hlutir í þá, en erfitt væri að liggja með varahluti í bíla, sem aðeins væru fluttir inn einn og einn. 0 Nýjasti Toyotabíllinn, Toyota Starlet, sem flogiö var meö hingaö til lands til aö hann nœöi sýningunni. atvinnutæki til hjálpar við verðmætasköpun en sem einnig getur veitt fólki ánægju og afþreyingu frá daglegum störf- um. A sýningunni gæfist fólki einnig kostur á að bera saman verð og gæði þeirra fjölmögu bifreiðategunda, sem hingað væru fluttar, á einum stað. Sagðist Páll vonast til að sem flestir notfærðu sér þá þjónustu, sem þannig væri boðið upp á. AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 Jftorðunblahib Bílar fyrir þá veröld er við búum í Toyota og umferðarhættan COROLLA TOYOTA Svo lengi sem bílar fara um vegina, þá munu eiga sér stað um- ferðarslys. Þetta er vissulega slæmt, en staðreynd er það engu að síður. Aldrei verður unnt með öllu að koma í veg fyrir slysin, en margt er það þó, sem gera má. Til dæmis að framleiða bíla þar sem rnegináhersla er lögð á að tryggja öryggi ökumanns og farþega og draga úr þeim skemmdum, sem árekstrar valda. Að þessum markmiðum vinnur Toyota, og þetta gildir um alla bíla, sem Toyota verksmiðjurnar framleiða. Fyrir um það bil fimm árum hófum við rannsóknir á sérstökum tilrauna og öryggisbílum. Þeim er eingöngu ætlað að hjálpa verk- fræðingum okkar við rannsóknir varðandi umferðaröryggi. Fram til þessa er búið að smíða meira en eitt hundrað tilraunabíla. Höggþolin yfirbygging, grind og stuðarar tilraunabílanna þola framanákeyrslu á allt að 80 kílómetra hraða. ökumann og farþega verndar loftpoki, sem tölvustýrður radar blæs upp sekúndubroti áður en árekstur verður. Ökumanni til hjálpar við erfið hemlunarskilyrði, til dæmis í hálku eða lausamöl er rafeindarbúnaður, sem stjórnar hemluninni og kemur í veg fyrir að bílinn skriki til hliðar. I stöðugum tilraunakstri hafa tilraunabílarnir margsannað ágæti sitt, bæði í framaná og aftanákeyslum, sömuleiðis við hliðarhögg og í veltum. Þeir eru sannkölluð líftrygging. Þessar rannsóknir hafa lagt af mörkum ómældan skerf til þess að gera alla þá Toyota bíla, sem nú eru í akstri öruggari en áður var. Samt sem áður er það auðvitað svo, að það er æskilegra að kom í veg Vandaðir bílar fyrir vandláta kaupendur fyrir árekstra og slys, en að gera ráðstafanir til að draga úr tjóni. Öndvegisdæmi um þennan hugsunarhátt er einmitt Toyota aðvörunnarkerfið, upplýsinga- kerfi, sem fylgist með, finnur bilanir, og varar við, ef eitthvað gefur sig í Ijósabúnaði, hemla- búnaði eða í eldsneytiskerfinu. En slysin halda áfram að eiga sér stað. Það er einlægur ásetningur okkar að gera allt sem í mannlegu valdi er til að draga úr áhrifum slysanna. Þannig höfum við hugsað og starfað í fjörutíu ár, - allar götur síðan fyrsta Toyotabílnum var ekið af færibandinu. Þetta er vegna þess, að Toyota stefnir að því að framleiða bíl handa þér, og fyrir þig. Því verður ekki breytt meðan Toyota heldur áfram aö framleiða bíla. TOYOTAUMBOÐ,Ð NÝBÝLAVEGI 10 KÓPAVOGI SÍMI44144

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.