Morgunblaðið - 20.04.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.04.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1978 Ný kynslóö frá Volks- wagen verksmiöjunum þeirri gerð. En þáð er e.t.v. svipað með Golf og Derby annars vegar og Audi 80 og Passat hins vegar að þetta eru áþekkir bílar og kostar t.d. Derby 2,7—3,0 m. kr. en Golfinn 2,8—3,1 þannig að samkeppni þeirra er e.t.v. nokkur innbyrðis. Þó held ég að það sé ekki neitt til hindrunar fyrir okkar sölu, fremur má segja að úrvalið sem Hekla býður uppá sé mikið. — Um þessa bíla alla má segja að þeir eru framdrifnir og vatnskældir nema gamla bjallan og segja má að Audi 100 sé eini eða einn af fáum framdrifnum bílum á markaðnum í sínum stærðarflokki. Sigurður sagði það vera skoð- un sína að bílasýningin ætti eftir að skila sér í aukinni sölu, þótt ekki væri það strax heldur e.t.v. að nokkrum tíma liðnum. — Öll auglýsing síast inn í fólk, sagði Sigurður, en það getur tekið langan tíma, og við höfum dæmi þess að fólk er að koma til okkar löngu eftir sýningar og vitna til þess sem það sér og kynnist á sýningunum þannig að árangur þeirra er ótvíræður. — segir Sigurður Tómasson — Við erum í fyrsta sinn með á sýningu nýja gerð af Audi, 'svonefndan Avant, sagði Sigurð- ur Tómasson, sölustjóri hjá Heklu h.f., en fyrirtækið er með alls 10 bíla á sýningunni, 7 fólksbíia og í húsi 2 á sýningar- svæðinu eru sýndir 3 sendibílar. — Þessi nýja gerð af Audi er eins og Audi 100 í öllum aðalatriðum nema hvað hann er breyttur að aftan, hefur stóra gátt eða lúgu og er því fimm dyra. Er hægt að leggja niður aftursætið þannig að farangurs- rýmið eykst til muna. Þessi gerð er því verulega hentug fyrir þá sem eru mikið í útilegum og þurfa á miklu farangursrými að halda, en ég held að ráðsett fólk komi til með að taka frekar hinn hefðbundna Audi. Um verð á Audi bílum er það að segja að Avant gerðin kostar rúmlega 4,6 uppí 4,9 m. kr. Audi 100 4,5—4,7 m. kr. og Audi 80 sem er nokkru minni en Audi 100 3,9-4,1 m. kr. — Segja má að Audi 80 og Volkswagen Passat séu í nokk- urri samkeppni hjá okkur, sagði Sigurður, þar sem þetta eru nokkuð áþekkir bílar í verði og | að stærð. Passat bílinn er hægt ' að fá í fjölmörgum gerðum og eru þær um það bil 36 í allt ef ég man rétt og reyndar er það svo um alla bíla sem Hekla sýnir hér að þeir eru til í ótrúlega mörgum gerðum hver. Þó höfum við reynt að takmarka það nokkuð til að geta boðið uppá almennilega varahluta- þjónustu. Auk fyrrgreindra bíla er Hekla með hinn sígilda Volks- wagen 1200 bíl, sem nú er hætt að framleiða í Þýzkalandi, en vél er þó framleidd þar enn og send til Mexíkó þar sem bíllinn er settur saman. Hann kostar í dag um 2,3 milljónir króna. — Þótt bjallan sé og hafi verið sígild, sagði Sigurður, þá er að koma til ný kynslóð hjá verksmiðjunum og eru það bílarnir Golf og Derby og margir eru að færa sig yfir í hina nýju kynslóð. Má í því sambandi t.d. nefna að Bílaleiga Loftleiða sem hafði um árabil bjölluna hefur tekið ákvörðun að skipta yfir í Golf og hafa þeir nú þeg^r fengið afhenta 32 af Volkswagen „rúgbrauð“ voru sýnd í sýningarhúsi 2 og þar var einnig bíll af LT-gerðinni. Rúgbrauðið kostar 3,2 m. kr. en LT bíllinn frá AA uppí í,9. Hin nýja kynslóð er að taka við af gömlu bjöllunm, sagöt sölustjorinn. Passat-bíllinn er með nýtt andlit á ‘78 árgerðinni. Fjœrst sér í Golf sem verður væntanlega arftaki bjöUunnar. Það nýjasta hjá Heklu h.f. eV ný gerð af Audi, sem nefnist Avant. Hann er fremst á myndinni. Gamli ognýi tíminn Hér mætast gamli og nýi tíminn og skilur hálf öld á milli þessara tveggja Ford- bíla. T.v. Lincoln Continental 1978 og t.h. Ford T 1928.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.