Morgunblaðið - 20.04.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.04.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1978 Oddgeir Bárðarson er hér við dýrasta bílinn, en hann er í eigu Guðmundar Jónassonar og verður afhentur honum að sýningu lokinni. Hann hefur nú 30 bíla af Mercedes Benz í sinni þjónustu og er að láta smíða ýfir einn í Þýzkalandi um þessar mundir. Merced.es Benz station í fyrsta sinn á Islandi Dýrasti bíll á sýningunni Auto ‘78 kostar tæplega 50 milljónir króna, en það er reyndar bíll fyrir 58 farþega, langferðabíll af gerðinni Mer- cedes Benz. Oddgeir Bárðarson er sölustjóri hjá Ræsi og varð hann fyrir svörum um hvað helzt væri á boðstólum hjá Mercedes Benz umboðinu: — Við erum með einn fólksbíl frá Mercedes Benz af station- gerð og er það í fyrsta sinn sem slíkur bíll kemur til landsins. Hann kostar um það bil 8,9 millj. króna, dísilbíll með 80 hestafla vél, en mest rými tökum við undir stærri bílana og náttúrlega iangferðabílinn sem er dýrasti bíll sýningarinnar og kostar hingað kominn um 47 milljónir. Þessir bílar eru staðsettir í húsi tvö á sýningunni, en það er bifreiðaverkstæði Árna Gísla- sonar. Þar er Ræsir með sendi- bíla, litla langferðabíla, sem oft eru nefndir kálfar, og áður- greindan 58 manna bíl, en það er fyrirtæki Guðmundar Jónas- sonar er keypt hefur þann bíl. — Þessi langferðabíll er af venjulegri „standard" gerð, þ.e. að ekki er lagt í hann neitt sérstaklega umfram það sem talið er nauðsynlegt í bíl af þessari gerð og er t.d. ljós við hvert sæti og kaldur blástur og hægt er að draga niður sóltjöld fyrir gluggana. Hann er á svonefndum loftpúðafjöðrum og því mjúkur. Af verðinu sagði Oddgeir að mikill hluti færi til ríkissjóðs, tollur væri 30%, bifreiðagjald 25% er bættist ofan á fob-verðið og söluskattur venjulega 20%. Væri því verðið um 47 milíjónir með sköttum og skyldum, en nálægt 25 milljónum ef þeim væri sleppt. Á sýningarsvæði Ræsis eru sendibílar og minni langferða- bílar en þdir eru til 17—25 manna og sagði Oddgeir að þeir væru flestir teknir hingað til lands án sæta og væru þau smíðuð hérlendis. Bæði sendibíl- ana og minni langferðabílana má fá ýmist með bensín- eða díselvél og bera sendibílarnir frá 900 kg. og uppí 1800 kg. Vörubílar frá Mercedes Benz eru og til í ýmsum stærðum og gerðum og kosta frá 19,5 millj. kr. upp í 25 millj. kr. og til eru minni bílar, e.k. sendibílar með palli og litlir vörubílar og kosta þeir frá 6,3 millj. uppí 22 millj. kr. Sendibílarnir kosta miili 4,4 millj. kr. og 5,7 og fer verð þeirra m.a. nokkuð eftir því í hvaða tollflokki þeir lenda. Um verð fólksbílanna er það að segja að gerðirnar 200 til 280 SE kosta frá 6,3 millj. kr. upp í 9,4 og sagði Oddgeir að þessir bílar væru að mestu leyti keyptir af leigubílstjórum og sagði hann m.a. að í undirbún- ingi væri ferð með leigubílstjóra til Þýzkalands. Fólksbílarnir eru framleiddir í Stuttgart, vörubílarnir í Vört, langferða- bílarnir í Mannheim og sendibil- arnir og minni langferðabílarnir í Dússeldorf og Bremen. Þá er Unimog bíllinn framleiddur í Gaggenau. I lokin látum við fljóta með athugun, sem Oddgeir sagðist hafa gert í sambandi við verð langferðabílsins, en hann vikÞ aði nokkra krónupeninga og sagði að væri bíllinn greiddur í álkrónum eða flotkrónum væri samanlögð þyngd þeirra um það bil 31 tonn! Þyrfti tvo vörubíla af stærstu gerð frá Benz til að bera þennan farm. Mercedes Benz hefur ýmsar gerðir sendi- og vörubíla á sýningunni. Mercedes Benz station í fyrsta sinn á íslandi. Þetta er dísilbíll með 80 hefstafla vél og er verðið 8,9 milljónir króna. „Grýlan um rússnesku bílana fyrir löngu úr sögunni” — segir Gísli Guðmundsson framkvst. Bifreiða og landbúnaðarvéla h.f. Öndvegi á sýningarsvæði Bif- reiða og landbúnaðarvéla H/F skipar Lada Sport 4x4, sem var kynntur hér á landi í janúar sl. og hlaut strax geysigóðar við- tökur að sögn Gísla Guðmunds- sonar framkvæmdastj. hjá BL. Hér er um að ræða bifreið með háu og lágu drifi og læsanlegu mismunadrifi á milli fram- og Séð yfir sýningardeild BL. Fyrir miðju Lada Sport, nýi fjórhjóladrifsbillinn, sem vakið hefur mikla athygli. Gísli Guðmundsson framkvœmdastjóri BL. Guðmundur Gíslason yngm og Guðmundur Gíslason forstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.