Morgunblaðið - 20.04.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.04.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1978 15 afturhjóla. Að sögn Gísla er Island fyrsta landið utan Sovét- ríkjanna, sem þessi bifreið er seld til, en sovézku framleiðend- urnir töldu að í fáum öðrum löndum væru aðstæður og þörf fyrir slíka bifreið jafnmikil og á íslandi. Að sögn Gísla hafa þeir reynst réttspáir og fjöldi bíla hefði þegar verið seldur og pantaður, jafnt í bæjum, sem dreifbýli. Tilbúinn til skráning- ar og ryðvarinn kostar Lada Sport miðað við gengisskrán- ingu í dag um 2.7 milljónir króna. Höfuðkostur bílsins að sögn Gísla er að hann sameinar kosti fjórhjóladrifsbíls og fjöl- skyldubíls og hann væri hann- aður fyrir vegi og aðstæður svipaðar því sem gerðist hér á landi. Þá kynnir BL einnig Lada 1500 og Lada 1600, sem voru mestseldu bílarnir á Islandi á sl. ári, en alls voru fluttir inn rúmlega 600 slíkir bílar. Lapa Topas kostar í dag rúml. 2 millj. kr. og Lada 1600 2.240.000. Lada 1500 station er einnig sýndur og kostar hann 1.950.000 svo og Ij Moskvich sendibíll, með rúm- góðu flutningsrými, sem kostar 1.250.000. Gísli sagði að um síðustu áramót hefðu verið fluttir til landsins á vegum fyrirtækisins um 14000 bifreiðar frá Sovét- ríkjunum á aldarfjórðungstíma- bili og sýndi sú tala glöggt þær vinsældir, sem rússnesku bíl- arnir hefðu notið. Gísli sagði að fyrirtækið ætti stóran hóp tryggra viðskiptavina, sem margir hverjir hefðu keypt sína fyrstu bifreið hjá BL og endur- nýjað þær reglulega, enda vega- kerfið í Sovétríkjunum ekki ólíkt því íslenzka, auk þess sem verðið á rússnesku bílunum hefði ætíð verið mjög hagstætt og gert mörgum manni með þröng fjárráð kleift að eignast bifreið. Gísli sagði að löngu væri úr sögunni sú grýla, sem menn hefðu haldið á lofti um rúss- neska bíla og sæist það berlega á því að á sl. ári hefðu sovézkar bifreiðaverksmiðjur selt um 100 þúsund bifreiðar til V-Evrópu. Sótt hefði verið tækniaðstoð víða á Vesturlöndum og stofnað- ar sameiginlegar verksmiðjur með ýmsum evrópskum fyrir- tækjum. Fram kom að ávallt hefur verið góð samvinna milli BL og sovézka verzlunarfulltrú- ans hér á landi. Gísli Guðmundsson sagði að lokum að bílasýningar sem þessi væru nauðsynlegur viðburður í íslenzku þjóðlífi og myndu' væntanlega verða haldnar reglulega hér eftir. Þær gæfu hinum almenna neytanda kost á að bera saman verð og gæði bifreiða og undirstrikuðu jafn- framt mikilvægi bílsins fyrir Islendinga. Q. Engilbertsson h.f.: Flytur inn nýjar gerðir stillitækj a Óskar Engilbertsson er hér meö sérstaka gerö af punktsuöuvél, svonefnda kolsýrurafsuðuvél og kemur hún aö mestu leyti í staö hinnar heföbundnu raf- eöa logsuöu. En meö þessari vél er hœgt aö punktsjóða hluti saman þó tækinu sé aöeins beitt frá annarri hliöinni. Félag ísl. bifreiða- eigenda FÉLAG íslenzkra bifreiðaeigenda hefur sýningarbás á Auto ‘78 og kynnir þar starfsemi sína. Félagið var stofnað fyrir nálega 46 árum og er tilgangur þess að sameina bifreiðaeigendur hér á landi til þess að efla umferðaröryggi og umferðarmenningu. I samvinnu við Bílgreinasam- bandið rekur F.ÍB. neytendaþjón- ustu sem er kvörtunar- og sátta- þjónusta. Er hún í því fólgin að bifreiðaeigendur geta, finnist þeim sem þeir hafi verið ranglæti beittir í viðskiptum við bifreiða- verkstæði, innflytjendur, eða aðra hliðstæða aðila, komið umkvörtun- um sínum á framfæri við starfs- menn félagsins er annast þennan lið starfseminnar. Ef deiluaðilar fallast ekki á lausn sáttamanns er skipuð sáttanefnd og finni hún ekki viðunandi lausn, er málinu vísað til dómstóla. Þá hefur félagið unnið að öryggismálum, gefið út bæklinga með leiðbeiningum t.d. um akstur í hálku, annast vegaþjónustu og nú síðast sinnt ferðaþjónustu og stuðlað að stofnun akstursíþrótta- klúbba á nokkrum stöðum á landinu. i » ! Hin ýmsu tæki sem notuð eru viö stillingar bíla. Fyrirtækið Ó. Engilbertsson h.f. hefur sýningarbás á bílasýn- ingunni og þar eru kynntar ýmsar nýjungar varðandi bíla- stillingar, ýmis tæki er fyrir- tækið flytur inn. Óskar Engil- bertsson sagði að hér væri um að ræða tæki frá bandarískum framleiðanda sem gerði sér far um að koma með þær nýjungar sem nauðsynlegar væru til að geta veitt sem bezta þjónustu á sviði stillinga. Sagði Óskar að t.d. væri á ýmsum gerðum bíla frá ‘78 árgerðum sérstakur fótóselluút- búnaður á kveikjum og þyrfti því önnur tæki til að stilla slíkar bifreiðir en hina venjulegu ljósabyssu eða kveikjubyssu sem lengst af hefur verið notuð við vélastillingar. Sagði Óskar að hún væri þó hvergi nærri úrelt, nota þyrfti oft báðar gerðir stillitækjanna. Um verðið á þessum stillibúnaði sagði Óskar að það væri um 1600 þúsund krónur og sagði hann það vera erfitt fyrir bílaverkstæði að afla sér nýrra tækja á fárra ára fresti eins og helzt þyrfti, tækjaleiga væri það lítil að ekki nægði til að endurnýja tækja- kost verkstæðanna reglulega. Fyrirtæki Óskars var í fyrst- unni stofnað sem stilliverkstæði og sagði Óskar að þeir hefðu fljótt fundið mikilvægi þess að hafa góð tæki og í dag flytur fyrirtækið Ó. Engilbertsson inn tækin en stilliverkstæðið er rekið undir nafninu Vélastilling h.f. og er til húsa við Auðbrekku í Kópavogi. Að lokum kvað Óskar Engil- bertsson þessa sýningu mikil- væga einnig fyrir þá sem hefðu á boðstólum hluti er tilheyrðu bílum, gætu t.d. menn utan af landi séð á einum stað ýmislegt sem væri til og sagðist Óskar hafa orðið var við að fólk hefði ekki haft hugmynd um að sumir þessara hluta, t.d. stillitækj- anna, væru til. Allar tegundir af LADA fyrirliggjandi Tryggið ykkur LADA á lága verðinu. Hagstæðir greiðsluskilmálar. Lada 1200 Lada 1200 station Lada 1500 station Lada 1500 Topas Lada 1600 ca. kr. 1740 pús. ca. kr. 1875 pús. ca. kr. 1950 pús. ca. kr. 2070 pús. ca. kr. 2240 pús. Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hf. Sudurlandsbraul 14 - Reykjavík - Sími 38600 ■V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.