Morgunblaðið - 20.04.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.04.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1978 Skodinn stendur alltaf fyrir sínu. RÆSIR HF. Skúlagötu 59 sími 19550 Nýja kynslóðín frá Nercedes Benz Hann stendur undir nafninu þessi þótt hann sé ungur. Enda er hann ekki eftirbátur hinna, sem á undan hafa komid, þó síður sé. Aukin þægindi, meira burðarþol, sparnaður í rekstri, og fleiri eru kostir hans fram yfir eldri kynslóðina. Leitið upplýsinga og kynnist honum nánar. „Skoda og Alfa Romeo ólíklr en gódir bílar fyrir aðstæður hér” — segir Ragnar Ragnarsson for- stjóri Jöfurs h.f. Forstjóri Jöfurs h.f., Ragnar Ragnarsson, sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrirtæki sitt hefði umboð fyrir og sýndi bifreiðar frá tveimur framleið- endum, Skoda í Tékkóslóvakíu og Alfa Romeo á Ítalíu. Jöfur hét áður Tékkneska bifreiðaum- boðið, en fyrir rúmum þremur árum urðu eigendaskipti að miklum hluta fyrirtækisins og þá um leið voru tekin upp ný sjónarmið í rekstrinum. Fram til þessa byggðist reksturinn einkum á sölu Skoda og Barum-hjólbarða, en þar sem nýjum eigendum fyrirtækisins þótti það ekki standa á nægilega sterkum grundvelli, var ákveðið að vinna að úrbótum. Þær leiddu m.a. til þess að fyrirtækið fékk umboð fyrir Alfa Romeo og Firestone-hjólbarða. Ragnar sagði að fyrirtækið hefði tekið við Alfa Romeoum- boðinu í júlí á s.l. ári, en bílarnir frá því fyrirtæki væru fyrir allt annan markað en Skodabílarnir og því væri engin samkeppni milli gerðanna. Skoda væri og hefði verið aðaluppistaðan í værú hágstaeðustu bílakaup, sem hægt væri að gera hérlend- is. Um Alfa Romeo sagði Ragnar Ragnarsson að þeir hefðu fyrr á árum verið bílar fyrir fyrirfólk og á þá litið sem stöðutákn í þjóðfélaginu. Bílarnir hefðu verið sérframleiddir og hand- smíðaðir. Á þessu hefði orðið breyting fyrir 10 árum, er Alfa Romeo reisti mikla verksmiðju í Napoli, þar sem byrjað var að framleiða bíla fyrir almennan markað. Bílarnir, sem fram- leiddir eru í verksmiðjunni í Napoli, ganga undir nafninu Alfasud, en bílarnir, sem fram- leiddir eru í aðalstöðvum fyrir- tækisins Milano, Alfanord. Alfanord eru dýrari bílar með sterkari vélum. Verðið á Alfa Romeobílunum er frá 2.690.000-kr. Ragnar sagði að 60 slíkir bílar hefðu verið fluttir hingað það sem af væri og hefðu þeir reynst mjög vel og væru miklar vonir bundnar við þá sem sölubíla og markaður áætlaður fyrir 200—250 bíla á ársgrundvelli eða jafnvel meira. Raynar Ragnarsson forstjóri á fundi meö starfsliöi sinu á sýninyarsvœöinu. rekstri fyairtækisins og mest seldi bíllinn á íslandi 1976, með tæplega 500 bíla og 1977 með 580 bíla. Skoda væri í dag 5. algengasta bílategundin a ís- landi, en alls hefðu verið fluttir hingað 6000 slíkir bílar. Á sýningunni eru 3 gerðir af Skoda, Skoda Amigo 105, 120L og 120LS. Amigo væri markaðs- nafn, sem eingöngu væri notað á íslandi. Útlit bílanna væri hið sama, en mismunandi véla- 'stærðir og ýmis búnaður utan og innan. Verðið á þeim sagði Ragnar að væri frá 1.395.000.- upp í 1.575.000.-, sem Ragnar sagði að þeir hjá Jöfri teldu að Um gildi sýningar sem Auto ‘78 sagöi Ragnar Ragnarsson, að þeir hjá Jöfri legðu mikið upp úr hénni og hefði kostað miklu til að gera sýningarsvæði sitt eins vandað og aðlaðandi og kostur hefði verið. Hann sagði að þótt Skoda væri löngu orðinn lands- þekktur bíll, gæfist fólki nú kostur á að bpra hann saipan, verð og gæði við aðra bila og þannig fá raunhæfan saman- burð. Hvað Alfa Romeo snerti væri hér fyrsta alvarlega tæki- færið til að kynna þá bíla fyrir almenningi og viðtökur það sem af væri sýningar hefðu verið sérlega góðar. Sýningarbíll Alfa Romeo hefur vakiö mikla athygli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.