Morgunblaðið - 20.04.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.04.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1978 17 Japan milliliðalaust og við höfum líka reynt að hafa alla viðgerðar- og varahlutaþjónustu sem bezta. Við reynum með öðrum orðum að gera eins vel og þau umboð sem lengst hafa verið að störfum hér á landi, þótt við séum óneitanlega hálf- gerðir byrjendur í starfinu. Mazda-verksmiðjurnar eru hinar þriðju stærstu í Japan og eru þær í Hiróshima. Þá taldi Þórir að eitt gerði Mazda-bílana vinsæla hérlendis en það væri hið háa endursöluverð þeirra og lítill viðhaldskostnaður. Á síðasta ári seldust alls og voru afhentir 628 bílar af Mazda-gerð og sagði Þórir að það væri söluhæsti bíll á því ári. Að lokum gat Þórir Jensen um nýjung sem Bílaborg myndi hleypa af stokkunum nú undir lok þessa mánaðar, en það er ábyrgðartrygging sem gilda á fyrir notaðar Mazda-bifreiðar. Sagði Þórir að hún gengi þannig fyrir sig að sá sem hygðist selja bíl af Mazda-gerð gæti fengið hann yfirfarinn hjá umboðinu og lagfærðan eftir því sem þyrfti og væri gefin út 6 mánaða ábyrgð fyrir þeirri lagfæringu. Með því væri verið að tryggja seljandanum betra verð fyrir bíl sinn og kaupandanum að hann fengi bíl í fullkomnu lagi. — Þetta myndum við ekki leggja út í að gera nema af því við vitum hversu vel þessir bílar hafa reynst og því verður þessi háttur hafður á ef menn vilja notfæra sér það, sagði Þórir Jensen að lokum. Þórir Jensen framkvœmdastjóri Bílaborgar stendur hér viö vörubílana, sá sem er fjœr á myndinni er samsettur en sá sem Þórir stendur viö er í pörtum. Mazda söluliæsti bíll á liðnu ári r— segir Þórir Jensen Bílaborg h.f. sem flytur inn Mazda-bíla annast auk þess samsetningu á vörubílum frá japönsku Hino-verksmiðjunum. Þórir Jensen framkvæmdastjóri Bílaborgar greindi í stuttu máli frá þeirri hlið mála: „Við byrjuðum í fyrra á að fá hingað nokkra vörubíla til sam- setningar og höfum nú fengið alls 26 bíla og höfum lokið samsetningu á 14 bílum alls eða verðum það í lok þessa mánaðar. Við höfum komið okkur upp samsetningaraðstöðu fyrir þessa bíla og vinna að staðaldri við hana 4 menn og eru saman um einn bíl. Að jafnaði eru tveir bílar í takinu í einu, en það eru alls 488 atriði sem þarf að setja saman og er t.d. mikið af alls kyns vökvabúnaði og þrýstibún- aði. Hvað tekur langan tíma að afgreiða þessa bíla? — Það líða 6—7 mánuðir frá því bíllinn er pantaður og þangað til við getum afgreitt hann en það er svipaður af- greiðslufrestur og á Mazda-bíl- unum. Við álítum að þessir bílar séu fyllilega samkeppnisfærir og mun ódýrari en aðrar vöru- bílategundir sem fluttar eru hingað til lands. Af Mazda-bílum eru á sýning- arsvæði Bílaborgar 7 bílar af hinum ýmsu gerðum og má segja að mest áherzla sé lögð á 323-gerðina sem er sú minnsta. Kostar hún frá 2,5 millj. kr. og upp í tæpar 2,8 og er þá sjálfskipt. Hann er ýmist 3 eða 5 dyra eri að aftan er stór hurð og hægt er að leggja niður aftursætin annað í einu þannig að farangursrými eykst mjög. Bíllinn er afturdrifinn með 1300 ccm vél, 4 gíra og 68 hestöfl. — Það sem við erum með nýjast hér er Mazda 121 L sem er e.k. sport gerð og í lúxusút- gáfu. Hann er með 4 strokka vél, 5 gíra, og er talinn mjög skemmtilegur í akstri. Þórir Jensen sagði að Bíla- borg, sem væri um þessar mundir rétt sex ára gamalt umboð, væri nú búin að selja um það bil 2700 bíla af Mazda-gerð- unum. — Þetta hafa reynst kvilla- litlir bílar og sparsamir og við vorum líka brautryðjendur á því sviiði að flytja inn beint frá Mazda 929 Byggingar á betra verði Bílskúrar Bogaskemmur Garðhús Gróðurhús Sumarhús Hjólhýsi Tjaldvagnar Hesla- flutninga- kerrur Sturtuvagnar Jeppakerrur Fólksbílakerrur Vélsleða • bílalökk og fleira Sýnum viö á Íq Mazda 323 er til ýmist 3 eöa 5 dyra, en þaö er svona bíll sem er vinningur i happdrætti sýningarinnar. Verið velkomin til okkar á sýninguna í hús 2, neöri hæö. Gísli Jónsson & Co. H.F, Sundaborg sími 86644.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.