Morgunblaðið - 25.04.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.04.1978, Blaðsíða 3
Gylfi Þórðarson ráðinn fram- kvæmdastjóri Sementsverk- smiðjunnar STJÓRN Sementsverksmiðju rík- isins á Akranesi hefur ráðið Gylfa Þórðarson viðskiptafræð- ing framkvæmdastjóra verk- smiðjunnar og tekur hann við störfum hinn 1. maí n.k. Gylfi er 33 ára gamall, fæddur á Akranesi 5. desember 1944, sonur Þórðar Egilssonar pípulagn- ingameistara og konu hans Jónu Valdimarsdóttur. Gylfi lauk stú- dentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1965 og viðskiptafræði- prófi frá Háskóla íslands 1969. Hann stundaði framhaldsnám í hagfræði í Englandi 1969—,70. Við heimkomuna varð hann fulltrúi hjá fjárlaga- og hagsýslustofnun og gegndi því starfi í hálft ár eða til 10. desember 1970 að hann tók við fulltrúastöðu i sjávarútvegs- ráðuneytinu. Hann varð deildar- stjóri í ráðuneytinu 1. júlí 1970 en 1. september s.l. tók Gylfi við starfi fjármálastjóra Rafmagns- veitna ríkisins og hefur hann gegnt því starfi síðan. 15% hækkun á flugfar- gjöldum innanlands SAMÞYKKT hefur verið ' 15% hækkun á far- og farmgjöldum innanlands með flugvélum Flugfé- lags íslands. Samkvæmt upplýsingum Sveins Sæmundssonar blaðafulltrúa kost- ar nú farmiðinn 7990 krónur aðra leiðina milli Reykjavíkur og Akur- eyrar, farmiði til Vestmannaeyja kostar 5270 krónur, farmiði til ísafjarðar kostar 7430 krónur og farmiði til Egilsstaða kostar 10.800 krónur. Samkvæmt upplýsingum Sveins er ástæða hækkunarinnar sú að verið er að reyna að halda í við verðbólgu og hækkaðan tilkostnað. Sagði Sveinn að innanlandsflugið hafi verið rekið með tapi undan- farin ár og þær hækkanir, sem fengist hefðu á hverjum tíma, hefðu aldrei dugað til þess að koma í veg fyrir hallarekstur. Biskup í fyrirlestra- ferð til Svíþjóðar BISKUP íslands, hr. Sigurbjörn Einarsson, hélt í gærmorgun utan og dvelst hann erlendis í um hálfan mánuð. Hefur biskupi verið boðið í fyrirlestrarferð til Svíþjóð- ar og mun hann halda fyrirlestra í Uppsölum og Stokkhólmi. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1978 3 Borgarstjóri efnir til sex hverfafunda Hinn fyrsti á laugardaginn fyrir Árbæjarhverfi BORGARSTJÓRI, Birgir Isleifur Gunnarsson, efnir til sex hverfafunda 29. apríl — 7. maí n.k. Fyrsti fundurinn verður á laugar- daginn fyrir íbúa Árbæjar- hverfis,‘fundur fyrir Nes-, Mela-, Vestur- og Miðbæjarhverfi verður á sunnudag, 2. maí verður fundur fyrir íbúa Lang- holts- og Laugarneshverfis, daginn eftir fundur fyrir Háaleitis-, ^máíbúða-, Bústaða- og Fossvogs- hverfi, laugardaginn 6. maí verður fundur fyrir Aust- urbæ, Norðurmýri, Hlíða- og Holtahverfi og síðasti fundurinn verður fyrir Breiðholtshverfin sunnu- daginn 7. jnaí. Fundurinn fyrir Árbæjarhverfið verður haldinn laugardaginn 29. apríl n.k. kl. 14:00 í Félags- heimili Rafveitunnar. Fundarstjóri verður Jóhannes Óli Garðarsson framkvæmdastjóri og fundarritarar Sigrún G. Jónsdóttir skrifstofumaður og Gylfi Konráðsson blikk- smíðameistari. Fundur fyrir Nes-, Mela-, Vestur- og Miðbæjarhverfi verður haldinn sunnudag- inn 30. apríl n.k. kl. 15:00 í Átthagasal Hótels Sögu. Fundarstjóri verður Hörður Sigurgestsson rekstrarhagfræðingur og fundarritarar Garðar Páls- son skipherra og Helga Bachmann leikari. Fundur fyrir Langholts- og Laugarneshverfi verður haldinn þriðjudaginn 2. maí n.k. kl. 20:30 í Glæsibæ. Fundarstjóri verður Þor- steinn Gíslason skipstjóri og fundarritarar Ólöf Benediktsdóttir kennari og Sigmar Jónsson fram- kvæmdastjóri. Fundur fyrir Háaleitis-, Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi verður Birgir ísleifur Gunnarsson haldinn miðvikudaginn 3. maí n.k. kl. 20:30 í Félags- heimili Hreyfils, Fellsmúla 24 —26, 2. hæð (gengið inn frá Grensásvegi). Fundar- stjóri verður Gunnar S. Björnsson trésmíðameist- ari og fundarritarar Unnur Arngrímsdóttir húsmóðir og Tryggvi Viggósson lög- fræðingur. Fundur fyrir Austurbæ, Norðurmýri, Hlíða- og Holtahverfi verður haldinn laugardaginn 6. maí n.k. kl. 14:30 í Domús Medica. Fundarstjóri verður Barði Friðriksson, hæstaréttar- lögmaður og fundarritarar Magnús Ásgeirsson viðskiptafræðinemi ogRúna Guðmundsdóttir verzlunarstjóri. Sjötti fundurinn verður fyrir Breiðholtshverfin sunnudaginn 7. maí kl. 15:30 að Seljabraut 54 (hús Kjöts & fisks). Fundar- stjóri verður Gunnar Snorrason kaujpmaður og fundarritarar Ása Finns- dóttir húsmóðir og Pétur J. Eiríksson hagfræðingur. Rekstrarkostnaður Seðlabank- ans var 523 millj. kr. síðasta ár RAUNGILDI sparifjár, sem lækk- að hafði um nærri fjórðung frá 1971 — 1975 — eða um fullan þriðjung að tiltölu við þjóðartekj- ur — tók aftur að hækka um 0.8% árið 1976 og á síðasta ári um 4,5%. Þetta kom fram í ræðu Jóns Skaftasonar, formanns hanka- ráðs Seðlabankans, á ársfundi bankans í gær. „Má því segja, að á síðustu tveim árum hafi vörn verið snúið í sókn. Vekur það vonir um, að á næstu árum reynist auðið að byggja lánastarf- semina f vaxandi mæli á innlend- um sparnaði í stað erlendrar skuldasöfnunar,“ sagði Jón. í upphafi ræðu sinnar minntist Jón Egils Sfmonarsonar, endur- skoðanda bankaráðs Seðlabank- ans, sem lézt 14. febrúar s.l. Fundarmenn minntust hans með þvf að rfsa úr sætum. Þá bauð Jón velkominn til starfa Stefán Svavarsson, iöggiltan endurskoð- anda. Jón Skaftason gaf yfirlit um afkomu Seðlabankans á s.l. ári og sagði þái „Rekstrarafgangur varð aðeins 6.7 millj. króna, en þá höfðu vextir af eigin fé verið færðir til gjalda, og voru þeir að fjárhæð 180 milljónir króna. Miðað var við 13% ársvexti, eins og árið á undan. Arður af stofnfé var ákveðinn 60 milljónir króna. Tekjur Arðsjóðs námu alls 41.1 milljón króna, en helmingi þeirrar fjárhæðar var ráðstafað til Vísindasjóðs, sam- kvæmt ákvæðum laga bankans. Opinber gjöld bankans námu samtals 72.8 milljónum króna og eru það landsútsvar, gjöld af gjaldeyrisviðskiptum og fleira. Til rekstrar Þjóðhagsstofnunar runnu 41.7 millj. kr. og framlag til Efirlaunasjóðs starfsmanna var 10 millj. króna. Rekstrarkostnaður, þ.m.t. laun, nam 523 millj. kr. og jókst um nálægt 36%. Afkoma bankans í gjaldeyrisvið- skiptum á s.l. ári var hagstæð. Gengishagnaður alls árið 1977 nam 1495.5 milljónum króna, en þar af var ráðstafað til vaxtaauka vegna gengistryggðra verðbréfa 396.5 millj. kr. og til endurgreiðslu til varasjóðs 400 milljónum króna. Eru varasjóðum þar með bættar Jón Skaftason upp að þessu marki afskriftir á fyrri gengistöpum. Staða gengis- breytingareikninga bankans var jákvæð um 618 millj. kr. í lok ársins. Breytingar á vaxtakjörum inn- lánsstofnana við Seðlabankann urðu tvær á árinu, í ágúst og nóvember. Vaxtaútkoma þeirra við bankann varð hagstæð og einkum varð veruleg hækkun á vöxtum af bundnu fé. Nettóvaxtabyrði bankans í er- lendum viðskiptum varð lík í krónutölu og hún varð árið á undan. Eigin sjóðir bankans námu í árslok 2.054.6 milljónum króna og er þar meðtalið stofnfé 100 milljónir króna og Arðsjóður 179.4 milljónir kr. Höfðu eigin sjóðir hækkað um 687.3 milljónir króna frá árinu áður vegna áhrifa gengisbreytinga á eignir. Þrátt fyrir þetta, er eiginfjárhlutfall bankans nú aðeins 2.8% af heildareignum, en fyrir fimm árum var eiginfjárhlutfallið 7.6% og eiga gengisbreytingar og verð- bólga mestan þátt í þessari breytingu. Með vaxtabreytingum síðustu tv®ggja ára hefur verið stefnt að því að verja sparifjáreigendur fyrir áhrifum verðbólgunnar, sem þeir hafa sízt allra borið ábyrgð á. Vaxtaaukareikningar voru teknir VIÐ samantekt á skýrslum um umferðarslys á öllu landinu fyrstu þrjá mánuði ársins kemur í ljós að aukning hefur orðið á umferðarslysum miðað við árið í fyrra. í frétt frá Umferðarráði segir að alls hafi orðið 1630 skráð óhöpp og slys í janúar, febrúar og marz á móti 1275 á sama tíma f fyrra eða 355 fleiri. Slys með meiðslum og dauða frá áramótum eru 90 á móti 83 í fyrra. í þessum 90 slysum slösuðust 138 og 3 létu lífið. Af þessum 138 slösuðust 54 alvarlega. Á sama tíma í fyrra slösuðust 93 og 7 létu lífið. Slys með meiðslum á börnum yngri en 7 ára eru færri nú en í fyrra eða 6 á móti 11. Undanfarin ár hefur slysum á yngri börnum fækkað. Aftur á móti eru slys með meiðslum á börnum og unglingum upp í þeim tilgangi árið 1976. Gáfu þeir frá upphafi góða raun og hvöttu til aukins sparnaðar á almennum fjármagnsmarkaði í stað þess að festa fé í innfluttum gögnum og gæðum. Höfðu í árslok 1977 safnazt 19.3. milljarðar á vaxtaaukareikninga, sem svaraði til 25.3% af spariinnlánum. Heildarinnlánaaukning varð og óvenjumikil á árinu eða um 42.9%. Af þessu þótti sýnt, að nýta þurfti hina hagstæðu reynslu af vaxtaaukaforminu á almennara vettvangi. Var það gert með upptöku verðbótaþáttar vaxta í Framhald á bls. 32. á aldrinum 7—20 ára næstum helmingi fleiri það sem af er árinu en á sama tíma í fyrra. Áberandi er að miklu færri gangandi hafa orðið fyrir meiðsl- um í umferðinni í ár en í fyrra á sama tíma, eða 28 á móti 42 og þar af eldri en 64 slösuðust 4 á móti 13 í fyrra. Konur virðast vera fimmti hluti þeirra ökumanna sem eiga aðild að umferðarslysum það sem af er árinu eða 25 á móti 107. Aukning óhappana í umferðinni í ár kemur sérstaklega fram í öllum stærri þéttbýlisstöðum landsins. Mest -er aukningin í Reykjavík 88, Kópavogi 45, Kefla- vík 42, Hafnarfirði 41, Akureyri 28 og Keflavíkurvelli 25. Aukning ökutækja í umferðinni undanfarið hefur vafalaust haft áhrif á aukningu óhappa. Talsverð aukning umferðarslysa fyrstu þrjá mánuði ársins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.