Morgunblaðið - 25.04.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.04.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1978 Heimsókn í Háholt þar sem tvær ungar stúlkur standa fyrir búi Grísirnir lífgað- bakaraofninum Það kom hálfflatt upp á ráðskonurnar f Iláholti í Gnúpverjahreppi þegar okkur bar þar að garði á sumardaginn fyrsta til að kynna okkur búskaparhætti þar sem hundrað svín og hundrað og sjötfu fjár eru f umsjá tveggja ungra stúlkna. Þeim Guðrúnu Sigurðardóttur og Carinu Fagerheim þykir þetta ekki frásagnarvert, en þær hafa séð um búskapinn frá áramótum. Kári Sigurðsson, bóndi f Háholti, dvelst erlendis um þessar mundir til að leita sér lækninga, og er kona hans, Margrét Steinþórsdóttir, þar með honum, ásamt börnum þeirra þremur. — Þetta var dálítið erfitt í fyrstu, en nú erum við ekki í neinum vandræðum, segir Carina. Hún er sautján ára og er frá Tromsö, en Guðrún er 21 árs, og er systir Kára Sigurðssonar. — Það var nú talsvert fleira hér þegar við tókum við búinu en nú er, því að þá höfðum við líka á okkar könnu 200 hænsni. Hænurnar voru flestar orðnar nokkuð aldurhnignar og ónýtar við varpið, svo að þeim hefur nú verið lógað, segir Gúðrún. Þær segjast aðeins einu sinni hafa lent í hálfgerðum vandræðum, en það var þegar ein gyltan tók upp á því að gjóta óvænt og enginn hitalampi var fyrir grísina í stíunni hennar. — Þegar við komum á vettvang voru grisirnir hálfdauðir úr kulda og vesöld, og þá var ekki annað fyrir hendi en að hefja björgunaraðgerðir, segir Guðrún. — Við drifum þá inn í bæ og dembdum þeim í vel volgt vatnsbað, helltum svo ofan i þá heitu hafraseyði þannig að þeir hjörnuðu flestir við og eru nú hinir pattaraleg- ustu, eins og þú sérð. Þær Guðrún og Carina eru báðar fæddar og uppaldar i þéttbýli og höfðu ekki haft nein kynni af búskap fyrr en þær komu í Háholt. Guðrún hefur m.a. unnið í banka en Carina sat á skólabekk þar til hún kom til íslands í haust sem leið. Spurningunni um það hvernig á því standi að 17 ára norsk stúlka er komin upp í sveit á Islandi og farin að standa þar fyrir búrekstri svarar Carina á þessa leið: — Ég lærði um ísland í landa- fræðinni í skólanum og mig hefur alltaf langað til að koma hingað. Fannst allt í sambandi við ísland hljóma svo spennandi. Ástæðan fyrir því að ég er hér í sveitinni er fyrst og fremst sú að ég stefni að því að verða dýralæknir, og þess vegna fannst mér kjörið að fá mér vinnu á sveitaheimili þegar ég fór að undirbúa íslandsferðina. Ég réðst hingað sem vinnukona í haust, en sú reynsla sem ég hef nú fengið hefur áhuginn á dýralækningum aukizt frekar en hitt síðan við Guðrún tókum hér við búsforráðum. — Hvernig semur ykkur? Hvor ræður? Við þessa spurningu gátu Guðrún og Carina ekki varizt hlátri, en eru sammála um að fullkomið atvinnu- lýðræði sé ríkjandi á bænum. Þær taka allar ákvarðanir í sameiningu Carina og Sigríöur meö lambakóngana í Gnúpverjahreppi. Þeir sáu dagsins Ijós fyrir nokkrum vikum, en sauöburóur hefst ekki ffyrir alvöru fyrr en í byrjun maí. Símar: 1 67 67 Til Sölu: 1 67 68 Kríuhólar 5 herb. íb. 3 svefnh. Þvotta- hús í íbúðinni. Geymsla, frysti- klefi í kj. Bílskúr. Verð 15 útb. 10 m. í Vogunum 4 herb. íb. á rólegum stað. Bílskúr. Verð 15, útb. 9—10 m. Vesturberg 4 herb. íb. á jaröhæö ca 108 fm. Verð 12.5, útb. 8 m. 3 herb. risíb. í Skjólunum. Bað, eldhús ný- legt. Sér hiti. Bílskúr. Verð 11, útb. 8 m. Nönnugata 3 herb. íb. á efri hæð í járnklæddu timburhúsi. Verð 7, útb. 4—4.5 m. Skúlagata Mjög rúmgóð 2 herb. kj. íb. Lítiö niðurgrafin. Samþykkt. Sumarbústaöar- land 1 hekt. Girt. ca 100 km frá Rvík. Byggingarlóð Arnarnesi Skipti á 3 herb. íb. kemur til greina. Einar Sigurðsson.hri. Ingólfsstræti4, BÆJARBÓKASAFNIÐ í Siglu- firði er að líkindum eitthvert athyglisvcrðasta bókasafn hér á landi utan bókasafnanna f Reykjavík og amtbókasafnsins á Akureyri. Bókasafnið í Siglu- firði á rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1911, er séra Bjarni Þorsteinsson, sá merki klerkur, tónskáld og fræðimað- ur hreyfði fyrst málinu og ræddi um að koma á lesfélagi í Siglufirði, og var lestrarfélag staðarins stofnað stuttu siðar. Starfaði lestrarfélagið síðan sem sjálfstæður aðili fram til ársins 1920, að Siglufjarðar kaupstaður tók við rekstri félagsins. Óli Blöndal bókavörður á Siglufirði sagði Morgunblað- inu,að Hannes Jónasson hefði verið bókavörður á frumbýlings- árunumeða frá 1916 til 1932. Um tíma var bókasafnið til húsa á loftinu í Siglufjarðarkirkju og er það flutti þaðan töldust vera ÓIi Blöndal bókavörður með frumútgáfuna af Passi'usálm- unum í höndunum. um 1000 bindi í því. Síðar fluttist safnið að Eyrargötu og aftur í Aðalgötu, en nú er það til húsa í 360 fermetra húsnæði á fyrstu hæð ráðhússins. „Bókasafnið hér á eitt heil- steyptasta tímaritasafn lands- ins og ennfremur eigum við 1. útgáfu Passíusálmanna frá 16b6, þannig að við erum nokkuð stoltir af bókaeign okkar," sagði Óli. Að sögn Óla eru nú um 45 þúsund bindi í safninu að meðtöldum tímaritum og tvítök- um. „Það bættist mikið við safnið þegar bókasafn Guðmundar -Davíðssonar var keypt, en í því töldust 8000 bindi. Annars standa málin þannig hjá okkur, að við höfum ekki nógu mikið fé til að kaupa allar þær bækur, sem við þurfum í raun á hverju ári. Miðað við það fé sem við höfum getum við keypt þetta 250 bækur á ári og svo má bæta því við að það líður varla það ár, að við fáum ekki einhverjar bókagjafir, þetta frá 80 og upp í 150 bindi." Minitingarherbergi um séra Bjarna Þorsteinsson „Okkur langar til þegar hægt verður að koma upp minningar- herbergi hér á efri hæðinni um séra Bjarna Þorsteinsson. Þar er ætlunin að koma fyrir ein- hverju af hans persónulegu munum og ennfremur að láta eitthvað af nótum séra Bjarna liggja þar frammi. í þessu herbergi er einnig ætlunin að vera með svokallað tónlistar- bókasafn og þá að vera með þjóðlög frá sem flestum löndum heims á boðstólum. Hugmyndin er sem sagt að reyna að hafa herbergið í anda séra Bjarna Þorsteinssonar." „Þurfum á meira fé að halda til bókakaupa” — segir Óli Blöndal bókavördur í Siglufirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.