Morgunblaðið - 25.04.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.04.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1978 Ásbjörn Björnsson framlciðslustjóri í saumastofunni, au! >/^UE Pli „LEE COOPER er alíslenzk framleiðsla” Fataframleiðslufyrir- tækið Sportver í Reykjavík hefur um all langt skeið framleitt mikið magn af alls kyns svo kölluðum „gallafatnaði“ undir vöru- merkinu „LEE COOPER“. Nokkuð hefur þess gætt að almenningur hafi misskilið nafngiftina á fatnaðinum og haldið þetta erlenda framleiðslu. Af því tilefni átti Morgunblaðið samtal við Björn Guðmundsson forstjóra Sportvers og innti hann þar eftir starf- semi fyrirtækisins. Efnið komur í löngum ströngum Sniðið tciknað á Efnið skorið til ,„,Er Lee Cooper íslenzkt?" — Þetta er spurning sem ég er oft spurður að. Því er til að svara að Lee Cooper er eins íslenzkt eins og það getur orðið utan þess að nafnið er enskt. Það er árið 1976 að við náum samningi við Lee Cooper fyrirtækið um að fá frá þeim ný snið og annað tengt því, en síðán flytjum við inn okkar hráefni eins og hverjir aðrir. — Aðalkosturinn við að vera í samvinnu við Lee Cooper, er að þeir hafa gert áætlanir og próf- anir með nýjungar, sem við losnum við að framkvæma. Við getum þess vegna nokkuð óhrædd- ir hafist handa með nýja fram- leiðslu án þess að eiga það svo mjög á hættu að henni verði hafnað af kaupendum." Hvað varðar sögu fyrirtækisins er það að segja að við hófumst handa við framleiðslu á karl- mannafatnaði árið 1964, en sjálfur verzlunarreksturinn hófst síðan ári síðar með rekstri Herrahúss- ins. Síðan árið 1969, er allur rekstur fyrirtækisins tekinn til gagngerrar endurskipulagningar og fenginn til liðs við okkur norskur sérfræðingur, G. Falbe Hansen. Árið 1970 kaupum við síðan Herrabúðirnar í Austurstræti og í Vesturveri, en í eigið húsnæði förum við ekki fyrr en 1973 er við keyptum Laugaveg 47 þar sem verzlunin Adam er nú til húsa. En í millitíðinni árið 1971 tókum við upp samstarf við norskt ráð- gjafarfyrirtæki, Hygen, og réðum þá sem ráðgjafa. Við reyndum fyrir okkur með útflutning fyrst árið 1975 og fluttum þá út 1600 jakkaföt, en frá því var fljótlega horfið þar sem gengið reyndist okkur afar óhag- stætt. Sama árið og við hófum fram- leiðslu á Lee Cooper eða 1976 fluttum við loks í gott húsnæði að Skúlagötu 51, þar sem við fengum 1500 fermetra pláss, sem var reyndar alveg nóg þá, en svo ör er vöxturinn að nú er þegar farið að þrengja verulega að okkur aftur. I dag er Lee Cooper um það bil helmingur af allri framleiðslu okkar og má sem dæmi nefna að við framleiðum um 4000 gallabux- ur á mánuði hverjum. Þá hefur það hjálpað okkur mikið að við höfum haft gott Rætt við Bjöm Guð- mundsson forstjóra Sportvers starfsfólk sem hefur fengið nokkra þjálfun í starfinu og sem dæmi má nefna að framleiðslu- stjórinn hér, Ásbjörn Björnsson, lærði í Svíþjóð og starfaði síðan í eitt ár í danskri hliðstæðri verksmiðju. Svo og höfum við leitast við að vera hverju sinni með mjög fullkomin tæki og ég held að ég geti fullyrt að sníða- stofa okkar sé sú fullkomnasta hér á landi. í dag starfa um 50 manns í heilsdagsstarfi við framleiðsluna, sem fer til um 55 viðskiptavina víðs vegar um landið, utan þess sem fer í okkar eigin búðir. En framleitt er hverju sinni eftir þriggja mánaða áætlun. Að lokum sagði Björn að Sportver ræki um þessar mundir 4 verzlanir í Reykjavík, en hugmyndin væri sú að byggja nýtt og fullkomið hús undir alla framleiðsluna og hafa jafnframt 'þar verzlun er Adam væri nú til húsa að Laugavegi 47. Fötin saumuð Námskeið í sprengitækni ÞESSA dagana atendur yfir I Reykjavík námskeið í sprengitækni og er pað haldiö á vegum norska fyrirtækisins Dyno Industrier A.S. og Ólafs Gíslasonar & Co h.f. Dyno Industrier er einn stærsti framleið- andi sprengiefnis í Noregi, en paðan hefur Ólafur Gíslason flutt inn sprengiefni í 15 ár. Á blaöamannafundi sem haldinn var, kom fram að tilgangur nám- skeiðsins er aö kenna mönnum aö meöhöndla, og fara meö sprengiefni, bæöi á verklegan og tæknilegan hátt. Er þátttakendum einkum kennt hvar geyma skuli sprengiefni, hvernig haga skuli flutningi þess og hvernig þaö skuli notaö. Kennarar eru Sverre Bye og Arve Fauske, en þeir eru báðir verkfræöingar hjá Dyno Indu- strier. Þá er einnig meö í förinni Odd Sannes, sölustjóri hjá norska fyrir- tækinu. Námskeiöiö fer frá á norsku og er Karl J. Samúelsson túlkur. Til aðstoðar eru Richard Hannesson og Guöni F. Gunnarsson hjá Ólafi Gíslasyni. Námskeiöiö sitja þeir aöilar á íslandi er meö sprengingar hafa aö gera, og þá bæöi opinberir aðilar og einkaverktakar. í apríl í fyrra voru samþykkt lög á Alþingi um notkun og geymslu sprengiefnis, en áöur hafði verið stuözt viö norsk lög. Er nú í undirbúningi reglugerö um sama efni, og verður hún væntanlega samin með hljóösjón af norskum lögum. Samkvæmt fyrrnefndum lög- um ber Öryggiseftirliti ríkisins aö kanna þekkingu manna sem fá sprengiréttindi á íslandi. Veröur því Öryggiseftirlitið aö sjá um námskeiö þegar þörfin fyrir þau er oröin brýn. Sagöi öryggismálastjóri ríkisins, Friö- geir Grímsson, aö til stæöi aö fá Oyno Industrier til aö aðstoða íslenzk yfirvöld viö að halda námskeiöin, og yröu aö öllum líkindum einn eöa tveir menn sendir utan til Noregs til aö kynna sér sprengitækni hjá Dyno Industrier. Þeir menn er hafa sótt námskeið Öryggiseftirlits ríkisins munu síöar fá sprengisérfræöingaréttindi, og geng- ur þaö þannig fyrir sig aö Öryggiseft- irlitiö sendir lögreglu meðmæli en lögregla gefur síöan viökomandi leyfi. Mest er flutt inn til íslands frá Dyno Industrier af dýnamíti, en einnig er flutt inn extra-dínamit og fleiri tegundir sprengiefna. Er dínamítið aöallega notaö viö sprengingar á þurru landi, en extra-dínamitið viö neðansjávarsprengingar. Auk þess að vera einn stærsti framleiöandi sprengiefnis er einnig unniö aö margvíslegum tilraunum á vegum Dyno Industrier og eru á námskeiöinu einnig kynntar helztu nýjungar sem fram hafa komiö hjá Dyno Industrier síöastliöin ár. Má nefna aö Dyno Industrier hefur kynnt nýja tegund af kveikikerfi, sem ekki þarf rafmagn til aö knýja. Er notuö startbyssa þess í staö. Þá hefur Dyno Industrier einnig hannaö nýja gerö sprengjuhnalls, og er hann hvort tveggja í senn rafall og þéttir. Er rafmagniö í hnallinum byggt upp, og þegar mælir sýnir aö þaö er oröiö nægjanlegt til aö nota viö sprenging- una er því hleypt af. Er því mikiö öryggi í mælinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.