Morgunblaðið - 25.04.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.04.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1978 Viðbrögð við skattalagafrumvarpinu Gunnar Guðbjartsson: Frumvörpin óhagstæð bændum Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttasambands bæna sanði að frá sjónarhóli landbúnaðarins væru þessir lagabálkar um skattana mjöjí óhaftstæðir. „Einkanlega þykir okkur það slæmt að gert er ráð fyrir að bændur falli undir þessa sjálf- stæðu atvinnurekendur, sem áætla má tekjur og greinin er þannig orðuð í frumvarpinu að það er vonlaust að hún verði framkvæmd þannig að nokkurt réttlæti verði í því hvað okkur bændur varðar, ef frumvarpið verður samþykkt óbreytt," sagði Gunnar. Annað atriði sem Gunnar kveðst eínnig telja mjög gallað og fjallaði úm félagasamtök. Þar væru um að ræða óbreytt ákvæði frá eldri lögum en sem mikið væri búið að ræða á sl. tveimur árum og væru mjög ófullkomin og þyrfti breyt- inga við. Væri þarna um að raeða að undanfarin tvö ár hefði t.d. búnaðarfélag, búnaðarsambönd, ungmennafélög og kvenfélög og ýmiss menningarfélög út í dreif- býlinu verið skattlögð. Sagði Jóhanna Kristjónsdóttir; Þetta frum- varp mun vit- urlegra en það fyrra Jóhanna Kristjónsdóttir, form. Félags einstæðra foreldra. sagðii í heild virðist mér þetta frum- varp mun vitlegra en það sem var lagt fram á sl. ári og ýmislegt bendir til þess að einstæðir foreldrar njóti í því meira jafn- ræðis við aðra þjóðfélagsþegna en er í núgildandi lögum og var í því gamla. í þessu frumvarpi er tekið tillit til veigamestu breytingartil- lagna Félags einstæðra foreldra við gamia frumvarpið og það er vitanlega jákvætt. En meðan ég hef ekki séð útreikninga skatta- dæma geri ég mér ekki fullkom- Karvel Pálmason: Vinnubrögð- in með ein- dæmum „Ég á erfitt með að skilja þau vinnubrögð, að slíkur lagabálkur sé lagður fram - hálfum mánuði fyrir þinglok, og ætlast til þess að Gunnar að af hálfu bændasamtak- anna hefðu verið lagðar fram tillögur vegna undirbúnings þess- ara skattalaga um að þessu yrði breytt og þau yrðu skattlaus eins og hver önnur menningarfélög í þéttbýli og sama gilti raunar einnig um stéttarfélög þar — engin regla væri um að skattur væri á þau lagður, þótt þau væru sum hver komin með töluverðan rekstur, eins og t.d. BSRB með leigu á Munaðarnesi undir ráð- stefnuhald og fleira. Gunnar sagði að þetta teldi hann þurfa að skilgreina betur og setja ákveðnar reglur þarna um. I þriðja lagi nefndi Gunnar Guðbjartsson staðgreiðslukerfið og nefndi þar sérstakiega regluna um að allir sjálfstæðir atvinnurek- endur ættu að gera áætlun um tekjur sínar og gjöld í lok októbermánaðar árið áður en til innheimtu kæmi. „Fyrir land- búnaðinn er þetta algjörlega óframkvæmanlegt, því að tíðarfar og aðrar ástæður gera það að verkum að aldrei er hægt að gera neina áætlun er vit væri í með svo löngum fyrirvara auk þess sem ógjörningur er að vita verð á rekstarvörum eða slíku, sem þeir verða að kaupa eða hvaða verð þeir fá. Þetta getur skapað gífurlega erfiðleika í framkvæmd, og hina mestu vinnu við bókhald og éndurskoðun fyrir bóndann, “ sagði Gunnar. lega grein fyrir hvort sú hækkun á barnabótum, sem er ákveðin til einstæðra foreldra, dugar tii að brúa bilið sem skapast við að persónuafslætti einstæðs foreldris er breytt — þ.e. lækkaður um helming. En það væri vonandi að svo væri, því annars væri hér ekki á ferðinni það réttlæti sem ráða- menn hafa talað um. Ýmislegt þykir mér þó athugavert við frumvarpið: að venju hafa þing- menn ekki skilning á að hafa barnabætur hæstar með fyrsta barni og gengur seint að fá þá til að átta sig á því efni. í frétt Mbl. í gær var sagt að skattbyrði iækkaði hjá einstæðum foreldrum sem heiid um 7%, en hins vegar mætti búast við að einstætt foreldri með eitt barn og meira en 1.5 milljón í tekjur hækkaði miðað við núverandi lög. Þetta þykir mér sérkennilegt vegna þess að 1.5 milljón í árslaun samsvarar um 120 þús. mánaðartekjum og verða víst ekki margir til að telja slíkt, þær tekjur að ástæða sé til að þyngja skatta á viðkomandi. Þarna ættu mörkin því tvímæla- laust ekki að vera undir 2 millj. svo að eitthvað vit væri í. hann sé afgreiddur," sagði Karvel Pálmason, formaður þingflokks Samtaka frajlslyndra og vinstri manna. Karvel sagði, að að öðru leyti gæti hann því einu svarað, að honum hefði ekki gefizt tími til að fara neitt ofan í þetta mál og hann hefði þar af leiðandi ekki mikið um frumvarpið að segja efnislega á þessu stigi. Karvel ítrekaði að hann teldi með eindæmum að bjóða þingmönnum upp á vinnu- brögð af þessu tagi. Gunnar Guðbjartsson "V Jóhanna Kristjónsdóttir Karvel Pálmason Gylfi Þ. Gfslason Ragnar Arnalds Gylfi Þ. Gíslason: Mun styðja tekju- og eignaskatts- frumvarpið þó gallað sé „Þegar vinstri stjórnin setti ný skattalög á fyrsta starfsári sínu, taldi ég þau mjög gölluð," sagði Gylfi Þ. Gíslason, formaður þing- flokks Alþýðuflokksins. „Við núverandi fjármálaráðherra vor- um þá fulltrúar flokka okkar í fjárhags- og viðskiptanefndar neðri deildar og héldum upp harðri gagnrýni á lagasetninguna, sem við töldum illa undirbúna og gallaða. Þess vegna var það fjarri því, að mér kæmi það á óvart þegar það var boðað í samstarfs- samningi núverandi ríkisstjórnar 1974, að ný skattalög skyldu sett. En fyrsta þing kjörtímabilsins leið og ekkert gerðist. Annað þingið leið og enn gerðist ekkert. Á þinginu i fyrra var hins vegar borið fram frumvarp um tekju- og eignaskatt, vel undirbúið frá tæknilegu sjonarmiði. En málið strandaði á þinginu í fyrra, ekki á andstöðu stjórnarandstöðu flokk- anna heldur á ágreiningi milíi stjórnarflokkanna sjálfra og innan þeirra. Meðferð skattafrum- Ragnar Arnalds: Ranglætið áfram við lýði næstu tvö árin Ragnar Arnalds, alþingismaður og formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins svaraði með eftirfar- andi: Skattafrumvarp ríkisstjórnar- innar hefur bæði kosti og galla. Ákvæði frumvarpsins um tak- markaða sérsköttun hjóna og ný ákvæði um skattlagningu söluhagnaðar teljast ótvírætt til kostanna við frumvarpið og sania má segja um staðgreiðslu skatta. Hins vegar virðast ýmsir ágallar núverandi laga eiga að standa óbreyttir og jafnvel er ætlunin að leggja grunn að nýjum ívilnunar- reglum í þágu þeirra aðila, sem best hafa sloppið frá álagningu tekjuskatts á undanförnum árum. Dæmi um það síðastnefnda er ákvæði frumvarpsins um skatt- frelsi arðs af hlutabréfum allt að hálfri milljón króna á hjón. Það ranglátasta við núverandi skattakerfi er einmitt það, að stórfyrirtæki og umfangsmiklir rekstraraðilar hafa sloppið í stór- um stíl við að greiða tekjuskatt, og skattabyrðin hefur þá lent með þeim mun meiri þunga á almennu launafólki. Við Álþýðubandalags- menn höfum rakið mjög ítarlega í greinargerðum með tillögum okk- ar, hvernig þessum málum er nú háttað, og sýnt fram á, að helmingur fyrirtækja í félags- formi með heildarveltu, sem nam um 160 þús. millj. kr. á árinu 1976 greiddi lítinn sem engan tekju- skatt á s.I. ári, en heildarvelta varpsins í fyrra bar því slæmt vitni hversu ósamstæð núverandi ríkisstjórn er, þrátt fyrir sterkan þingmeirihluta. Nú þegar 2—3 vikur eru eftir af starfstíma þingsins, er lagt fram nýtt fumvarp. Auðvitað eru þetta óverjandi vinnubrögð. En gildandi skattalög, sem eru fyrst og fremst lög um tekjuskatt á launafólk, eru svo gölluð að ný skattalög eru nauðsyn. Þess vegna mun ég stuðla að því í fjárhags- og viðskipta- nefnd, að málið hljóti afgreiðslu, enda eru í því ýmiss ákvæði til bóta miðað við núgildandi lög. Sem dæmi vil ég nefna reglur frum- varpsins um skattgreiðslu hjóna, sem eru svo að segja alveg samhljóða tillögum sem þing- flokkur Alþýðuflokksins hefur flutt oftar en einu sinni, en aldrei hefur verið sinnt fyrr en nú. Þá tel ég til dæmis reglurnar um sölu- hagnað og fyrningu til bóta. Þrátt fyrir vítaverða málsmeð- ferð vil ég ekki láta málið sjálft gjalda þess og mun því stuðla að nýrri löggjöf um tekju og eigna- skatt. Um frumvarpið um staðgreiðslukerfið er það að segja að þar er að vísu um að ræða mikið nauðsynjamál, sem hrinda þarf í framkvæmd en þar eð málið er mjög flókið og þetta frumvarp er sýnt Alþingi í fyrsta sinn, þá geri ég ekki ráð fyrir að neinum detti í hug í alvöru að það frumvarp verði afgreitt á þeim fáu dögum sem eftir eru af starfstíma þings- ins heldur komi til meðferðar á næsta Alþingi". fyrirtækja í félagsformi mun hafa numið um 325 þús. millj. kr. 1976. Stóra spurningin er, hvenær farið verður að skattleggja þessa miklu veltu, sem væntanlega gerir ríkissjóði kleyft að lækka söluskatt og aðra óbeina skatta og draga þannig úr verðbólgu. En frumvarp ríkisstjórnarinnar virðist engu breyta um álagningu skatts á komandi sumri og það hefur reyndar ekki áhrif á skattlagningu fyrr en sumarið 1980 samkvæmt skýrum ákvæð- um frumvarpsins. Það er einmitt það versta í þessu máli öllu, að ríkisstjórnin er búin að velta því á undan sér í fjögur ár, að endurbæta skattkerfið og nú á seinustu dögum þingsins rétt fyrir kosningar ætlar hún að vinda sér í stórfelldar breytingar, sem ýmsar hverjar kunna að vera jákvæðar, en hafa ekki raunveru- leg áhrif fyrr en eftir tvö ár. Það verður bersýnilega sáralítill tími fyrir þingnefndir að yfirfara frumvarpið, hvað þá að utanað- komandi aðilar geti mikil áhrif haft á efni þess, sem þó er ekki nema sjálfsagt réttlætismál. Óneitanlega er hætta á því, að lögin verði afgreidd í flaustri og á þeim verði ýmsar alvarlegar mis- fellur. I þessu sambandi mætti minna á, að skattalögin sem samþykkt voru 1971 komu aldrei til fram- kvæmda, enda voru þau stórlega gölluð. Enginn veit, hvað við tekur eftir kosningar. Ekki er ósenni- legt, ef skattafrumvarpið verður afgreitt í vor, aö því verði aftur breytt í haust, að nánar athuguðu ináli. Því er helst að sjá, að ríkisstjórnin sé að flaustra þessu rnáli gegnum þingið í viðleitni sinni til að reyna að hafa skárri samvisku fyrir kosningar. En í rauninni skiptir það mestu fyrir kjósendur, að ranglát skattalög- gjöf verður áfram við lýði næstu tvö árin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.