Morgunblaðið - 27.04.1978, Side 1

Morgunblaðið - 27.04.1978, Side 1
86. tbl. 65. árg. FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ný skotárás á & stjórnmálamann Lögreglan enn göbbuð Róm, 26. apríl. Reuter. AP. ÍTALSKUR stjórnmálamað- ur, Gerolamo Mechelli, var í dag særður í skotárás sem gerð var fyrir framan heimili hans. Mechelli er úr flokki kristilegra demókrata og hefur að undanförnu sætt til leitar að Moro málssókn og verið sakaður um að hafa misnotað aðstöðu sína sem héraðsstjóri í Lazio héraði. „Ég heyrði skot og fann til í fótunum sem skyndi- lega létu undan,“ sagði Mechelli lögreglunni sem kom Framhald á bls. 28 Shevchenko ákveður að hætta hjá S.Þ. New York, 26. apríl. AP. Reuter. ARKADY Shevchenko, sem til skamms tíma var hæst setti Sovétmaðurinn í þjónustu Sam- einuðu þjóðanna. hefur nú form- Árás gerð á ferðamenn á Vesturbakka Jórdanár Tel Aviv, 26. apríl. Reuter. AP. TVEIR létu lífið og fimm særðust þegar sprengju var varpað inn í langferðabíl í bænum Nablus á Vesturbakka Jórdanár í dag. í bflnum var hópur skemmtiferða- manna frá Vestur-Þýzkalandi á ferðalagi á vegum lúthersku kirkj- unnar þar í landi. Hinir særðu voru þegar fluttir f sjúkrahús í Jerúsalcm með þyrlum. Ferða- mennirnir voru á leið til hótels síns í austurhluta Jerúsalem, þegar langferðabfllinn nam staðar við torg í Nablus, en þá var árásin gerð. Ekki tókst að hafa hendur í hári árásarmannanna þcgar í stað, en ísraelskir hermenn lokuðu strax stóru svæði í nágrenni torgsins til að reyna að hafa upp á þeim er sprengjunni vörpuðu. lega sagt starfi sínu lausu. Var tilkynnt um þetta eftir fund Shevchenkos með Kurt Waldheim. aðalframkvæmda- stjóra S.Þ.. en Sovétmaðurinn var einn af aðstoðarframkvæmda- stjórum hans og gegndi starfi sem sovétstjórnin hefur um lang- an aldur tilnefnt menn í. Vitað er að Sovétmenn lögðu mikla áherzlu á að Shevchenko segði af sér. Lögfræðingur Shevchenkos til- kynnti í dag að skjólstæðingur Framhald á bls. 28 Arkady N. Shevchenko Simamynd AP Þessi mynd var tekin fyrir utan heimili ítalska stjórnmálamannsins Gerolamo Mechelli í Róm í morgun, en gerð var skotárás á hann þegar hann hélt frá heimili sínu og hann skotinn í fætur. Mechelli er ekki talinn í lífshættu. Það voru fjórir ungir menn sem árásina gerðu, en þeir náðust ekki og ekki er vitað hvort þeir eru í tengslum við Rauðu herdeiídirnar. Harðar loftárásir og bardagar í Eritreu Nairobi, Róm, Beirut, 26: apríl. Reuter. AP. UPPREISNARMENN í Eritreu héldu því fram í dag að þotur úr flugher Eþíópíumanna hefðu gert ítrekaðar loftárásir á stöðvar Eritreumanna og notið til þess aðstoðar kúbansks herliðs á jörðu niðri, að því er fréttastofan í Sómalíu skýrði frá í dag. Talið er að Eþíópíumenn séu með árásum sínum á þessu svæði að undirbúa meiriháttar árás á stöðvar og landssvæði uppreisnarmanna 1 Eritreu og hyggist nú 1 eitt skipti fyrir »11, í kjölfar sigursins yfir Sómalíumönnum í Ogaden á dögunum, ráða óumdeilanlega yfir Eþiópíu allri og óskiptri. Segja talsmenn Eritreumanna að gerðar hafi verið loftárásir nærri því á hverjum degi undan- farinn mánuð og í þeim hafi um 100 manns beðið bana, aðallega í „Fangaskipti kaíla á aukið ofbeldi” segir sovézki andófsmaðurinn Bukovsky sem nú er í Torino þar í landi. Bukovsky sagðist Torino, 26. apríl. Reuter. SOVÉZKI andófsmaðurinn Vladimir Bukovsky, scm nú er í útlegð á Vcsturlöndum, eftir að hann var látinn laus í fanga- skiptum fyrir 17 mánuðum síðan, sagði í dag í Torino að ítalska stjórnin mætti ekki fyrir nokkurn mun láta undan kröf- um mannræningja um að skipta á Aldo Moro og hryðjuverka- mönnum. Bukovsky lét þessi ummæli fálla á blaðamannafundi sem boðað var til í tilefni ráðstefnu sem haldin er í borginni um málefni andófsmanna í Aust- ur-Evrópu. Hann líkti „álþýðu- dómstól" rauðu herdeildanna yfir Aldo Moro við réttarhöld Sovétmanna yfir andófsmönnum þekkja slík réttarhöld vel af eigin raun og sagði að þar færi ekki fram nein vörn fyrir sakborninga og dómurinn væri ákveðinn fyrirfram. „Þess vegna má alls ekki láta undan kröfum ræningja eða semja við þá um lausnarfé. Þá má ekki láta undan þeim sem beita valdi. Fanga- skipti myndu aðeins leiða af sér frekari hryðjuverk," sagði Bu- kovsky. Aldo Moro minntist í einu nýlegra bréfa sinna úr prísund- inni á skiptin sem áttu sér stað þegar Bukovsky var veitt frelsi í stað chíleanska kommúnistafor- ingjans Corvalan, og taldi þau gott fordæmi fyrir ítölsk stjórn- völd. Vladimir Bukovsky Annars staðar í Torino var í dag fram haldið réttarhöldunum yfir hryðjuverkamönnunum sem Framhald á bls. 28 borginni Asmara, en það er höfuðborg Eritreuhéraðsins. Upp- reisnarmenn náðu borginni á sitt vald ásamt nokkrum fleiri borgum á síðasta ári en Eþíópíumenn sitja nú um hana. Mengistu Haile Mariam þjóðar- leiðtogi í Eþíópíu er nú í heimsókn á Kúbu og er sagður leggja hart að Kúbumönnum að styðja sig áfram dyggilega í hernaðinum í Eritreu, en margir fréttaskýrendur telji að Castro leiðtogi Kúbumanna hafi meiri áhuga á að mál þetta verði leyst með samningum, enda eru hreyfingar uppreisnarmann í Erit- reu sagðar vera marxískar í viðhorfum sínum. Castro mun hafa verið í sambandi við leiðtoga uppreisnarmannanna í gegnum dr. George Habash yfirmann PFLP, einnar öfgafyllstu frelsishreyfing- ar Palestínumanna sem aðsetur hefur í Líbanon, en Habash hefur góð sambönd við Eritreumenn. Skófla rakst á sprengju Rheine, 26. apríl. Reuter. AP. AÐ MINNSTA kosti þrír biðii bana og 10 slösuðust, sjö þeirra alvarlega, þegar vélskófla rakst á sprengju úr heimsstyrjöldinni i bænum Rheine í Westfalen í dag. Skóflan þeyttist 12 metra í loft upp í sprengingunni að sögn sjónar- votta. Atburðurinn gerðist á torgi í miðjum bænum og rúður brotnuðu í húsum umhverfis torgið. Verið var að grafa fyrir nýju ráðhúsi. Um 40 kyrrstæðir bílar við torgið þeyttust í loft upp „eins og fótboltar" að sögn lögreglunnar. Dayan ræðir við B an d ar í k j as t j ór n Washinton, 26. apríl. AP. Reuter. MOSIIE Dayan, utanríkisráö- herra ísraels, sem kom í gær til Washington, hóf í dag viðræður við bandaríska ráðamenn um leiðir til að koma friðarviðræðum í Mið- austurlöndum á skrið á nýjan leik. Viðræður þessar eru til undirbúnings heim- sókn Begins forsætisráð- herra ísraels til Bandaríkj- anna í næstu viku, en Dayan sagði áður en hann lagði af stað frá Israel að hann hefði engar nýjar tillögur fram að færa. Bandaríkjastjórn hef- ur sagt að næsta skref í málinu yrðu ísrelar að taka. Heimsókn Da.vans til Washing- ton ber upp á sama tíma og Framhald á bls. 28

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.