Morgunblaðið - 27.04.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.04.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1978 „Hver maður verð- ur aðeins í verk- falli í einn dag” — segir Bjami Jakobsson formaður Iðju „ÉG SKIL ekki hvornÍK Davíð SchevinK Thorsteinsson tjetur fundið út. að iðnverkafólk ætii að hvíla sij{ í 12 dajía í maí.. Verkfall Iðju er þannij? að hver oj? einn verður ekki í verkfalli nema í einn daj;. þar sem einjjiinjíu verða starfsj;reinaverkföll í einn daj;. Hins vej;ar er verkfallsaðj;erðum skipt í þrennt. þannij; að samtals fara þrír daj;ar í verkfallsaðj;erð- ir á vej;um Iðju." sagði Bjarni Jakohson. formaður Iðju. félaj;s verksmiðjufólks. í samtali við Morj;unhlaðið í j;ær. þej;ar hann var spurður álits á þeim ummæl- um Davíðs Schevings Thorsteins- sonar. formanns Félaj;s ísl. iðn- rekenda. að Iðjufólk ætlaði aðeins að vinna í 19 daga í maí. en hvíla sij; síðan í 12. „Éj; veit ekki til þess að viðræður hafi farið fram á milli Iðju oj; iðnrekenda. Hins vej;ar fóru fram viðræður milli VSÍ og ASÍ um miðjan marz, en þej;ar þann 28. febrúar fórum við fram á viðræður við Félaj; ísl. iðnrek- enda, oj; í bréfi til félagsins var þess óskað, að þessar viðræður fjölluðu um leiðir til að viðhalda raunj;ildi samninj;anna. Þessari ósk hefur okkur ekki verið svarað beint,“ saj;ði Bjarni. „Við höfum ítrekað þá ósk okkar Framhald á bls. 28 Rithöfundaþing í Norræna húsinu ÞRIDJA rithiifundaþinj; Rithiif- undasamhands íslands verður haldið í Norrama húsinu 28,—30. apríl n.k. oj; verða auk haj;s- munamála rithiifunda rædd þar viðhorf sem upp hafa komið f samhandi við tiilvuta'kni oj; fjar- skipti um j;ervihnetti. I>inj;inu lýkur með aðalfundi Rithiifunda- sambandsins. Tvö fyrri rithöfundaþing voru haldin 1969 oj; 1974. m ***| ? u v~ 'V':> '■ "ífí Enj;u er líkara en mikill bruni sé á ferðinni í fluj;turninum á Reykjavíkurfluj;velli á þessari mynd. Sem betur fer var svo þó ekki heldur voru slökkviliðsmenn að æfinBu í iirugj;ri fjarlæj;ð frá turninum. en með myndavél sinni tekst Ol.K.M. að láta okkur halda annað. Bezta vertíðin Þrír nýir lögreglu- fulltrúar í VIKUNNI voru skipaðir þrír löj;rej;lufulltrúar við hina nýju rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík. Hinir nýju lögreglu- fulltrúar eru Gísli Björnsson, Guðmundur Gígja og Héðinn Skúlason, allt margreyndir lög- reglumenn. Drukknaði í höfninni í Grindavík Grindavík, 26. apríl. ÞAÐ sviplega slys varð í fyrrinótt, að 56 ára gamall maður, Baldur Stefánsson, Sjólist, Grindavík, féll í höfnina hér og drukknaði. Baldur heitinn lagði af stað heiman frá sér laust eftir mið- nætti í fyrrinótt og ætlaði niður í Hrafn Sveinbjarnarson II, en hann var matsveinn á bátnum. í gær varð ijóst að Baldur var ekki í bátnum og var þá farið að svipast um eftir honum. Um kvöldmatar- leytið voru kafarar fengnir til þess að leita í höfninni og fundu þeir lík Baldurs fljótlega. Hefur hann fallið milli skips og bryggju þá um nóttina. Veður var gott þegar atburðurinn gerðist og kyrrt í höfninni. Baldur Stefánsson var fæddur 13. apríl 1922. Hann lætur eftir sig eiginkonu og aldraða móður. — Guðfinnur Sigurður A. Magnússon for- maður Rithöfundasambands Is- lands setur þingið föstudaginn 28. apríl og verður hann fundarstjóri þann dag. Ávörp flytja Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráð- herra og Birgir Isleifur Gunnars- son borgarstjóri, og dr. Oddur Benediktsson flytur erindi „I upphafi tölvualdar“. Síðdegis hef- ur forseti íslands boð f.vrir þing- fulltrúa að Bessastöðum. Á laugardagsmorgun verða flutt tvö erindi: FJlías Davíðsson kerfis- fræðingur ræðir um „Áhrif gervi- hnatta á fjarskipti og fjölmiðlun“ og John Erik F’orslund fram- kvæmdastjóri Norræna rithöf- undaráðsins flytur erindi um „NORDSAT og norrræn menning- ars:tmskipti“. Aðerinduhum lokn- un verða umræður en fundar- í 10 ár á Höfn — Bátaaflinn orðinn 2550 lestum meiri en í fyrra Höfn í Hornafirði, 26. febrúar. YFIRSTANDANDI vetrar- vertíð er sú bezta sem hér hefur komið í 10 ár. í gær var heildarafli kominn á land orðinn 7350 lestir á móti 4800 lesta bátaafla alla vertíðina í fyrra. Er því afli Hornafjarð- arbáta 2550 lestum meiri að þessu sinni. í fyrra reru héðan 13 bátar, en 16 bátar hafa lagt fisk hér á land í vetur. Aflahæstur Hornafjarðar- báta er nú Hvanney með 750 lestir, þá kémur Freyr með 663 lestir, Gissur hvíti með 631 lest, Garðey með 590 lestir og Jón Helgason með 566 lestir. I síðustu viku bárust hér á land 1300 lestir af fiski, og hefur aldrei áður borizt svo mikill fiskur á land á Höfn í Hornafirði á einni viku. Mestur afli kom á land á laugardag, 365,5 lestir, og er þetta næstmesti afli sem borizt hefur á land á einum degi á Höfn. Jens. o INNLENT Fylkingin: Býður fram í Reykjavík við Alþingiskosningarnar r Jóni L. Arnasyni boðið á frægasta skákskóla heims stjóri verður Matthías Johannes- sen. Að loknum hádegisverði í boði menntamálaráðherra verður um- ræðum haldið áfram undir fundar- stjórn Vilborgar Dagbjartsdóttur. Síðdegis verða hagsmunamál rit- höfunda rædd. Ragnar Aðalsteins- son hefur framsögu um ramma- samning, Kristinn Reyr um höf- undamiðstöð, Ragnar Aðalsteins- son um fjölföldun verka í skólum og Stefán Júlíusson um skyldu- kaup á bókum. Málin verða rædd í starfshópum og ályktanir þeirra síðast ræddar á sameiginlegum fundi, sem Kristinn Reyr mun stjórna. Á sunnudagtnn verður svo aðal- fundur rithöfundasambandsins. Sigurður A. Magnússon flytur skýrslu formanns og að lokinni skýrslu jyaldkera flytur Matthías Johannessen skýrslu formanns Rithöfundaráðs. Síðan fer frar. stjórnarkjör, inntaka nýrra félaga, lagabreytingar og önnur aðalfund- arstörf. Að rithöfundaþinginu og aðal- fundinum loknurn hefur borgar- stjóri boð inni fyrir þingfulltrúa í Höfða. JÓNI L. Árnasyni heimsmei.stara sveina í skák hefur verið boðin skólavist í hinum heimsfræga skákskóla Mikael Botvinniks fyrrum heimsmeistara. en skólinn er í Moskvu. Ilefur Jón mikinn hug á' því að fara utan í ágústmánuði n.k. og dvelja þar við skákiðkanir í hálfan mánuð. Einar S. Einarsson forseti Skáksambands íslands sagði í samtali við Mbl. í gær að Skák- sambandið hefði skrifað mennta- málaráðuneytinu bréf skömmu eftir að Jón vann til heimsmeist- aranafnbótarinnar og óskað eftir því að kannað yrði hvort Jón ætti þess kost að fá að stunda skákiðk- anir í Sovétríkjunum en þar stendur skáklistin með mestum blóma sem kunnugt er. Mennta- málaráðuneytið fól utanríkisráðu- neytinu að athuga málið og annaðist sendiráð íslands í Moskvu afgreiðslu þess. Nú hefur sendiráðið sent hingað skeyti og skýrt frá því að jákvætt svar hafi borízt frá stofnun þeirri í Moskvu, sem hefur með skóla Botvinniks að gera, en stofnunin heitir „utan- ríkismáladeild líkamsræktar- og íþróttaráðs ráðherranefndar Sovétríkjanna." Er Jóni boðið að koma utan hvort sem er núna, í haust eða á næsta ári. Skákskóli Botvinniks starfar þannig, að kennslan fer fyrst og fremst fram bréflega en nemendur hittast þrisvar á ári í Moskvu og eru þar á 10 daj^ námskeiðum. Er ætlunin. að Jón fari utan á næsta námskeið, sem verður í ágúst. Verður þátt- takan Jóni að kostnaðarlausu, nema hvað hann þarf að greiða ferðakostnað til og frá Moskvu. Mikael Botvinnik var heims- meistari í skák um margra ára skeið og er skóli hans viðurkennd- asti skákskóli í heimi. Þar hafa margir frægir skákmenn menntast í skákfræðum, m.a. Karpov núverandi heimsmeistari. FYLKINGIN (Fylking byltingar- sinnaðra kommúnista) hefur nú ákveðið að bjóða fram í Reykja- vík við Alþingiskosningarnar í vor að því er segir í fréttatilkynn- ingu frá samtökunum. Þar kemur fram að ástaAa þess að Fylkingin býður ckki fram í fleiri kjördæm- um. cr sú að samtökin tclja sig ekki hafa bolmagn til þess, án þess að það komi niður á Sðrum þeim veigamiklu pólitísku verk- efntim, sem stSðugt þuríi að leysa af hcndi. Ennfremur segir að annars staðar en í Reykjavík hvetji Fylkingin stuðningsmenn sína til að kjósa Alþýðubandalagið. Þá leggur Fylkingin til að stuðnings- menn sínir kjósi Alþýðubandalag- ið í borgarstjórnarkosningunum í vor. Fylkingin lítur svo á, að eins og nú er háttað geri þingmenn Aiþýðubandalagsins og Alþýðu- flokks verkalýðsstéttinni ekkert gagn á þingi. Engir þingmenn muni nokkurn tíma geta unnið stéttarbaráttuna fyrir verkalýðs- stéttina, það geri hún eingöngu sjálf í krafti eigin samtakamáttar og sjálfstæðrar skipulagningar. Fylkingin hefur einu sinni áður boðið fram til alþingiskosninga, árið 1974, en þá bauð hún fram í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi, og fékk samanlagt um 200 at- kvæði. Framboðslisti Fylkingarinnar í alþingiskosningunum er skipaður eftirfarandi: 1. Ragnar Stefárisson, jarð- skjálftafræðingur, 2. Ásgeir Daníelsson, kennari, 3. Guðmund- ur Hallvarðsson, verkamaður, 4. Guðrún Ögmundsdóttir, uppeldis- fulltrúi, 5. Pétur Tyrfingsson, stjórnmálafræðingur, 6. Birna Þórðardóttir, skrifstofumaður, 7. Rúnar Sveinbjörnsson, rafvirki, 8. Halldór Guðmundssón, háskóla- nemi, 9. Árni Sverrisson, stjórn- málafræðinemi, 10. Árni Hjartar- son, jarðfræðingur, 11. Jósep Kristjánsson, sjómaður, 12. Svava Guðmundsdóttir, sagnfræðinemi, 13. Einar Albertsson, iðnnemi, 14. Tómas Einarsson, sagnfræðinemi, 15. Sólveig Hauksdóttir, leikari, 16. Kristján Jónsson, háskólanemi, 17. Erlingur Hansson, gæzlu- maður, 18. Stefán Hjálmarsson, kennari, 19. Haraldur S. Blöndal, prentmyndasmiður, 20. Skafti Þ. Halldórsson, kennari, 21. Sigurjón Helgason, sjúkraliði, 22. Gylfi Páll Hersir, jarðeðlisfræðinemi, 23. Róska, kvikmyndagerðarmaður, 24. Vernharður Linnet, barna- kennari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.