Morgunblaðið - 27.04.1978, Side 3

Morgunblaðið - 27.04.1978, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1978 3 Hvalvík í Ólafsvík Ólafsvík 26. apríl FLUTNINGASKIPIÐ Hvalvík los- ar hér í dag 4-500 tonn af salti. Hvalvík er eitt stærsta skip sem hér hefur lagzt að bryggju, en skipið er yfir 3000 brúttólestir og 102 metrar á lengd. Togarinn.Lárus Sveinsson land- aði hér á mánudag 105 lestum af þorski. Reytingsafli hefur verið hjá bátunum hér að undanförnu. Helgi Pétur Thorsteinsson / Sendiherra í Irak Pétur Thorsteinsson afhenti Ahmed Hassan Al-Bakr forseta íraks, hinn 20. apríl, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í írak með aðsetri í Reykjavík. Pólýfónkórinn heldur áfram PÓLÝFÓNKÓRINN mun hefja æfingar síðari hluta september- mánaðar og verður Ingólfur Guð- brandsson stjórnandi kórsins segir í frétt frá stjórn kórsins, sem Mbl. barst í gær. Segir þar að á fundi kórsins 24. apríl hafi verið ákveðið að stefna að því að hefja starf kórsins að nýju á næsta hausti og hefur verið rætt um að flytja Jólaóratoríu Bachs í desember. Vöruskiptajöfnuður: Ohagstæður í marz um 4 milljarða VÖRUSKIPTAJÖFNUÐURINN við útlönd varð óhagstæður í marz um tæpa fjóra milljarða króna, en í mánuðinum nam útflutningur 9,8 milljörðum en innflutningur 13,8 milljörðum. Vöruskiptajöfnuðurinn janú- ar-marz er þá óhagstæður um 5,1 milljarð, en þessa mánuði fluttum við út vörur fyrir 29,8 milljarða, en inn fyrir 34,9 milljarða króna. Ingiberg sýn- ir í Gallerí Sudurgötu 7 S.L. LAUGARDAG opnaði Ingi- berg Magnússon sýningu í Gallerí Suðurgötu 7. Er þetta önnur einkasýning Ingibergs, sú fyrri var í Gallerí Súm 1972. A yfirstand- andi sýningu Ingibergs eru 20 myndir, grafík og teikningar. Sýningin verður opin daglega frá kl. 16-22 og 14-22 um helgar, en sýningunni lýkur 7. maí n.k. Gunnar Böðvarsson Þrjú kórverk sem hafa ekki heyrzt áður hér á landi Marteinn H. Friðriksson, stjórnandi Söngsveitarinnar Fflharmóníu. Margrét Halldórsdóttir Sigursveinn D. Kristinsson tónskáld. Söngsveitin Fílharmónía á sinfóníutónleikum: Söngsveitin Fflharmónía ásamt sinfóníuhljómsveitinni á æfingu í Háskólabíói í gær. Á sinfóníuhljómleikum í kvöld flytur Söngsveitin Ffl- harmónía þrjú kórverk, sem ekki hafa áður heyrzt hér á landi. Fyrsta verkið á efnis- skránni er eftir Sigursvein D. Kristinsson. Nefnist það „Greniskógurinn“ og er samið við texta samnefnds ljóðs Step- hans G. Stephanssonar, en einsöngshiutverkið fyrir bari- ton-rödd syngur Halldór Vil- helmsson. Þá verður fiutt „Te Deum" eftir Zoltán Kodály, og taka fjórir einsöngvarar þátt í flutningi þess verks, þau Sieg- linde Kahman, Ruth Magnús- son, Halldór Vilhelmsson og Sigurður Björnsson. Loks verð- ur flutt Sigurljóð eftir Johann- es Brahms, en það er viðamesta verkið á þessum tónleikum. Verkið skiptist í þrjá kafla og er samið fyrir átta raddir, bariton og hljómsveit. „Það er stef textans, sem í raun og veru ræður þessari sköpun," sagði Sigursveinn D. Kristinsson tónskáld þegar við hittum hann á æfingu í Há- skóiabíói í gær og spurðum hann um „Greniskóginn." „Andstæður eru miklar í þess- um texta og þær endurspeglast svo í tónverkinu. Annars vegar er auðnin, sveilin og fúafenin, en hins vegar greniskógarhlíð- in með sitt si'græna barr, og í verkinu hef ég reynt að bregða upp þessum myndum og túlka þær í tónum," sagði Sigur- sveinn. „Já, þetta er samið fyrir Fflharmóníuna, að frum- kvæði Tónskáldasjóðs Ríkisút- varpsins, sem veitti styrk til þess. Styrknum fylgdu engar kvaðir, þannig að ég hafði algjörlega frjálsar hendur, en Berta Eiðsdóttir Rail (t.v.) og Sigurlaug Björnsdóttir. verkið er samið á árinu 1975. Samstarfið við kórinn og sin- fóníuna hefur verið sérstakiega ánægjulegt, ekki sízt við Mar tein II. Friðriksson, stjórnanda kórsins," sagði Sigursveinn D. Kristinsson. Vjð höfðum tal af ?—Marteini H. F’riðrikssyni, sem hefur haft kórstjórn Söngsveitarinnar Fíl- harmóníu með höndum undan- farna tvo vetur, og spurðum hann um starfsemi kórsins og undirbúning þessara tónleika. „Öll þessi verk eru stór í sniðum og gera mjög miklar kröfur til kórsins, en það er kannski einmitt það, sem gerir það að verkum hvað starfið hefur verið ánægjulegt. Svona flutningur væri ekki mögulegur nema vegna mikils áhuga kórfé- laga og svo af því að fjárhags- legur grundvöllur þessarar starfsemi er fyrir hendi. Það er Sinfóníuhljómsveitin, sem rekur kórinn, leggur til fé til radd- þjálfunar og kennslu í nótna- lestri. Hvort tveggja eru nauð- synlegir þættir í starfseminni og samstarfið milli kórsins og hljómsveitarinnar er afbragðs- gott,“ sagði Marteinn. „Já, svona uppfærsla er mikið fyrirtæki, en það er erfitt að slá tölu á það hvað kostnaðurinn er mikill. Söngvararnir fá enga peninga fyrir sitt framlag, en samt fer ekki hjá því að raunverulegur kostnaður við svona fyrirtæki hleypur á milljónum,“ sagði Marteinn H. Friðriksson. Við áttum tal við nokkra kórfélaga, en í Söngsveitinni Filharmóníu eru nú um 120 manns. Þar af hafa fimm félagar verið með frá upphafi, en kórinn stofnaði Róbert A. Ottósson árið 1959. Margrét Halldórsdóttir er ein þeirra, sem sungið hefur óslitið með Fílharmóníunni síð- an, og sagði hún m.a.: „Kórinn var fámennari í upphafi, en það hefur fjölgað í honum eftir því sem hann hefur færzt meira í fang. Þessi verk, sem við flytj- um nú, eru að mínu mati mjög sérstæð og falleg. Auðvitað fer mikill tími í þetta starf. Við æfum reglulega tvisvar í viku, en maður gerir þetta sér til ánægju og andlegrar heilsubót- ar.“ Gunnar Böðvarsson hefur verið þrjú ár í kórnum, og við spurðum hann m.a. um félagslíf kórfélaga: „Jú, það er óhætt að segja að þessu fylgi töluvert félagslíf. Við erum til dæmis alloft með kaffi-æfingar, sem við nefnum svo, og innan kórsins er starfandi skemmti- nefnd. Tónleikarnir verða énd- urteknir á laugardaginn, og að þeim loknum verðum við með kaffisamsæti fyrir þá, sem starfað hafa að undirbúningn- um, og svo höldum við upp á það að þessum áfanga er lokið með balli á laugardagskvöldið. Nei, ég hafði ekki sungið áður en ég byrjaði í Söngsveitinni Fílhar- móníu, — þetta er ágætt að því leyti að maður hrellir engan þegar svo margir syngja saman, en ástæðan fyrir því að ég er i kórnum er auðvitað sú að ég hef gaman af að syngja," sagði Gunnar. Loks hittum við að máli Sigurlaugu Björnsdóttur og Bertu Eiðsdóttur Rail. Sigur- laug er reyndar systir Sigurðar Björnssonar óperusöngvara og framkvæmdastjóra Sinfóníu- hljómsveitar Islands, og við Framhald á bls. 32.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.