Morgunblaðið - 27.04.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.04.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1978 Hundraöfalt verögildi krónunnar Lárus Jónsson (S), Þíngmaöur Norfturlands- kjördæmis eyslra, flutti tillögu til pingsályktunar í upphafi árs 1977, Þess efnis, að ríkisstjórnin léti kanna, hvort hagkvæmt og tímabært væri aö auka verðgildi íslenzkrar krónu pannig, að 100 krónur verði að einni. Við mat á hagkvæmni pess- arar breytingar á verð- gildi gjaldmiðilsins skal Þess gætt, sagði í tillög- unni, hvort hún stuðlar aö hagkvæmari myntsláttu og seðlaútgáfu jafnframt pví að auka virðingu almennings og traust á gildi gjaldmiðilsins. i Þessu sambandi er ríkis- stjórninni falið að láta meta, hvort kostnaður við áðurnefnda gjald- miðilsbreytingu yrði verulegur, ef hún yrði framkvæmd Þannig að núgildandi seölar og mynt yrðu i umferð að meira eða minna leyti samtímis nýjum gjald- miðli í ákveöinn umþótt- unartíma, t.d. 2—3 ár. Gífurleg rýrnun gjaldmiöils okkar i greinargerð að tilíögu Lárusar, sem var mjög ítarleg, var m.a. bent á, hve gífurleg rýrnun krón- unnar hefði verið. Á pað er bent að bandarikjadal- ur hafi kostað kr. 6.49 1941 og kosti nú (begar tillagan var fram borin) kr. 191.05. í dag er sölu- gengi dalsins kr. 258.60. i greinargerðinni er einnig drepið á hina nýju „vatnsfleytikrónu" og spurt, hvort Þessi Þróun hafi góð áhnf á virðingu almennings fyrir gjald- miðli okkar. Athuga Þurfi, hvort ekki sé tímabært að breyta verðgildi krón- unnar, til að auka á virðingu fólks fyrir henni, samhliða öðrum mark- tækum aðgerðum og verðbolguhömlum. Hér verður ekki vikið nánar aö greinargerð Lárusar, Þó ástæða væri til, en hún var í fjórum köflum. Fjallaði sá fyrsti um rýrnun krónunnar á undangengnum árum, síðan var fjallað um verð- bólguna sem „félagslegt og efnahagslegt Þjóðar- mein", Þá um hugsanlega framkvæmd gjaldmiðils- breytingar, Þ.á meöal seölakerfi hinnar nýju krónu (5, 10, 50 og 100 króna seðla) og loks um fyrri athuganir á gjald- miðilsbreytingu. Þar kemur m.a. fram að sér- stök nefnd, sem starfaði á vegum fjármálaráö- herra 1962 (Gunnars Thoroddsens), geröi Þé Lárus Jónsson, maöur. alþingis- tillögur um tíföldun verð- mætis Þáverandi gjald- miöils. Viröing fyrir gjald- miölinum Fjárhags- og viðskipta- nefnd neöri deildar Al- Þingis afgreiddi tillögu Lárusar Jónssonar sam- hljóða í apríl á sl. ári. Þar sagði m.a.: „Með hliðsjón af Þessum athugunum (sem nefndin gerði á tillögunni) er nefndin sammála um réttmæti Þess, aö athugun sú, sem Þingsályktunartillagan gerir ráð fyrir, fari fram, og Þá sem liður í um- fangsmeira verki, er miði að Því að auka virðingu fyrir gjaldmiðlinum og að styrkja hann á annan hátt. Því er Það tillaga nefndarinnar, að málinu verði vísað til ríkisstjórn- arinnar." — Var Þaö sam- Þykkt. Fyrir u.Þ-b. mánuði ber síðan Lárus Jónsson fram fyrirspurn til við- skiptaráðherra, hvað líði meðferð Þeirrar tillögu, er að framan getur, og vísað var til ríkisstjórnar- innar. í svari ráðherra kom m.a. fram að mál Þetta hefði verið til með- ferðar hjé Seðlabanka. í endanlegu svari, sem komið hefði nú fyrir skömmu, kæmi fram, að bankastjórnin væri Þess- um hugmyndum fylgj- andi, eins og raunar hefur nú komið fram í fréttum fjölmiðla. Aö sigrast á veröbólgu- vandanum í mjög athyglisveröri ræðu, sem Jóhannes Nordal, seölabankastjóri, flutti á ársfundi bankans, og birt hefur verið í Mbl., segir hann í lokaorðum: „í sambandi viö undir- búning Þessa máls hefur Það einnig verið kannað, hvort og hvenær hag- kvæmt geti verið að taka upp nýjan gjaldmiðil, er yrði 100 sinnum verð- meiri en núgildandi króna. Það er skoöun bankastjórnar og banka- ráðs Seölabankans, að slíka breytingu væri unnt að framkvæma í upphafi árs 1980, ef um hana er tekin ákvörðun ekki síðar en á hausti komanda... Ákvörðun um Það, hvort tekinn verði upp nýr gjaldmiðill, snýst að dómi Seðlabankans fyrst og fremst um pað, hvort hún getur styrkt Þann ásetn- ing stjórnvalda og alls almennings í landinu aö sigrast á Þeim verð- bólguvanda, sem tröllrið- iö hefur Þióðarbúskapn- um undanfarin ár..." Rábær '.,, feniiin2ar2Íöf Ronson handblásarinn Nytsöm og skemmtileg gjöf fyrir ungu stúlkuna. Nýr, kraftmikill 700 w handblásari með tilheyrandi greiðum, og greiðslubursta, sem bæöi má nota á blásaranum og á sérstöku handfangi. RONSON Þakkarávarp Frændur og vinir á Islandi. Innilegar þakkir fyrir höföinglegt samsæti mér til heíðurs á sjötugs afmæli mínu þann. 4. apríl s.l. Þakka gjafir og árnaöaróskir. Hugur tíöum heima dvelur. Lifiö heil. Bjarni M. Gíslason, Ry, Danmörku. MANNELDISFRÆÐIi Vegna mjög mikillar eftirspurnar hefjast ný námskeið í manneldisfræði í næstu viku. NÁMSKEIÐIÐ FJALLAR MEÐAL ANNARS UM EFTIRFAR- ANDI ATRIÐI: • Grundvallaratriði næringarfreeði. • Innkaup, vörulýaingar, auglýsingar. • Ráðleggingar sem heilbrigðisyfirvöld margra Þjóða hafa birt um æskilegar breytingar á mataræði, til að fyrirbyggja sjúkdóma. • Fæðuval, gerö matseðla, matreiðsluaðferðir (sýnikennsla) með tilliti til áðurnefndra ráöleggínga. • Mismunandi framreiðsluaðferðir, dúka og skreyta borð fyrir mismunandi tækifæri. • Megrunaraðferðir. Sérnámskeið. Kynnist fví sem niðurstöður nýjustu vísindalegra rannsokna hafa ao segia um offitu og megrunaraöferðir. MUNIÐ að varanlegur árangur næst einungís ef grundvallarbekking á vandamálinu og meðferð pess er fyrír Jiendi. Rangar megrunaraöferðir eru mjög skaðlegar og geta valdið varanlegu heilsutjóni. VEIZT ÞÚ AÐ GÓÐ NÆRING HEFUR ÁHRIF Á: • Andlegan, líkamlegan og félagslegan broska allt frá frumbernsku. • Mótstöðuafl gegn sjúkdómum og andlegu álagi. • Líkams&yngd Þína, AÐEINS RÉTT NÆRÐUR EINSTAKLINGUR GETUR VÆNST BEZTA ARANGURS Í NÁMI, LEIK OG STARFI. Allar nám.ri upplýsingar eru gefnar í síma 74204 kl. 9—12 l.h. og ettir kl. 7 á kvöldin. Kristrún Jóhannsdóttir, manneldisfræðingur. Þaóerekki spurning um hvar, heldur hvora þú kaupir Caravell eða Phifips Báðar tegundir klæddar með áli. Ljós í loki. Læsing á loki. Sérstakt hraðfrystikerfi. Viðvörunarljós fyrir rafmagn og kuldastig. Körf ur fylgja. Það er ekki vandi að velja, það verður annað hvort Caravell eða Philips. Stórkostlegt úrval, allar stærðir. Hagstætt verð. Góðir greiðsluskilmálar. heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.