Morgunblaðið - 27.04.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.04.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1978 Sigurður A. Magnússon. Hólm- ganga skálds Bókmenntir eftir JOHANN HJÁLMARSSON Sigurður A. Magnússoni í L.JÓSI NÆSTA DAGS. Ljóð. Helgafell 1978. LJODIÐ Líftaugar í nýjustu bók Sigurðar A. Magnússonar er eins konar stefnuyfirlýsing eins og mörg önnur ljóð bókarinnar. I upphafi segir: Forði mér hollvættir frá skáldlegu orðfæri þessu Klamrandi dinglumdangli á lifandi máli Síðar í sama ljóði segir skáldið að það vilji helst „láta orðin koma eðlileg og óþvinguð/ til móts við þig/ og helst segja þér eitthvað/ sem skiptir máli/ þó það sé hrjúft og kannski tvírátt". Orðfæri Sigurðar A. Magnús- sonar verður þó ekki kallað óskáldlegt eða hversdagslegt um of. Það eru einkum yrkisefni hans, vettvangur daglegs lífs, ekki síst hinn pólitíski, sem fá lesandann til að trúa því að honum sé boðskap- urinn allt. Mörg ljóðanna einkenn- ast af sama skaphita og blaða- greinar hans, honum nægja ekki blöð og aðrrir fjölmiðlar til að koma skoðunum sínum á fram- færi. Hreinskilni þessara Ijóða gefur þeim visst gildi, en flest virðast mér þau fremur máttlítill skáldskapur. Helsti galli þeirra er að þau eru fyrst og fremst stórorðar yfirlýsingar um viðhorf skáldsins til manna og' málefna, ekki hnitmiðaðar myndir sem opna augu lesandans. Að vísu eru nokkrar undantekningar frá þessu, en það sem er vel gert í ljóðunum missir óðara marks vegna þess hve mikil áhersla er lögö á að vera annaðhvort með eða móti. Þetta gildir um tvo síðustu kafla bókarinnar: Tildrög og Til- ræði. Ég býst aftur á móti við að margir muni hafa gaman af að lesa þessi ljóð sem þátt í dægur- baráttunni enda eru þau ekki ómerk heimild um hana. Athygli vekur að örfá ljóð Stefáns Harðar Grímssonar sem hafa í sér ádeilu- brodd virðast hafa höfðað sérstak- lega til Sigurðar A. Magnússonar og gætir áhrifa þeirra í ljóðum hans. Einnig er ekki laust við að orðaleikir Jónasar E. Svafárs gangi aftur í sumum ljóðanna. En hina „ljóðrænu dul Stefáns Harð- ar" sem Sigurður minnist á í Líftaugum er hvergi að finna. I Fata morgana, ljóði tileinkuðu Stefáni Herði, er þess að vísu freistað að skapa þessa dul með tilvísun til hans, en tilraunin mistekst. Þeir Sigurður og Stefán Hörður eru ólík skáld og ekki eiga þeir heldur samleið í skáldskap Sigurður og Jónas E. Svafár. Túlkun Sigurðar á félagslegum efnum er persónuleg að því leyti hve hún er mælsk. Þegar önnur skáld beita táknmáli er'Sigurður opinskár, en á þann hátt sem líkist ræðumennsku eða venjulegum blaðaskrifum. Menn skyldu þó varast að einblína á pólitísku hliðarnar í skáldskap Sigurðar A. Magnússon- ar. Að vísu eru þær fyrirferðar- miklar í I Ijósi næsta dags. En fyrsti kafli bókarinnar, Tilbrigði, er styrkur þessarar bókar og minnir á bestu ljóðin í Þetta er þitt. líf (1974). í Ijóði sem er inngangur bókarinnar talar skáld- ið um að „endurmeta dauðann", skynja í honum endurnýjandi afl. Hér er komið að hólmgöngu Sigurðar við líf og dauða og þá er eins og ákafi skáldsins nýtist betur. Mál og mynd öðlast meiri dýpt, Ijóðið verður í senn einfalt og margrætt. Þetta eru ekki bölsýn ljóð heldur sættir skáldið sig viö hringrás lífs og dauða. Tilvitnunin í Gunnar Ekelöf getur skýrt þetta: Inte dödslanKtan min lara sig anvanda dödeni litan att döden funnes levde ingen. Föðurminning er að mínu viti heilsteypt Ijóð. Þar er sagt frá lífi sem „var lagt í rúst", ævi sem var „vígð dagdraumum/ og duttlung- um hjartans". Byggð var „brú til stjarnanna": Samt greindi í't> ótta í augliti þínu beyif við brostnar vonir ug brugðin heiti hann heltók mij; En þegar eg lauk upp augum í Ijósi næsta dags og las úr morKunroðanum dóminn um þÍK dauðan sá Í'K að þú hafðir sigrað ok la«t mér á herðar kvaðir sem (•« kikna undir Ljóð fyrsta kaflans sanna þau orð inngangsljóðsins að „að yrkja/ er að yfirbuga geiginn/ við eigin spegilmynd". í þessum ljóðum býr þróttur máls og það að þora að horfast í augu við sjálfan sig. Einhvern veginn virðast þessi ljóð sprottin úr jarðvegi sem skáldinu er eðlilegri en stundleg ljóð annars og þriðja kafla. Þau eru ort af nauðsyn eins og hin sjálfsgagn- rýnu ljóð í Þetta er þitt líf. í Hafið og kletturinn (1961) eru líka ljóð af þessu tagi, en sú bók Sigurðar hefur að mínum dómi verið vanmetin. í ljóðum Sigurðar sem lýsa einkalegri reynslu er meiri ástríða en í öðrum ljóðum hans. I þessum Ijóðum birtist mannleg einsemd og kvöl án þess að orðin verði ein þungamiðja ljóðanna. Ljóðin sjálf hafa í sér fólgið það sem segir okkur allt sem máli skiptir. Við skynjum eða skiljum merkingu þeirra í þeim eiginleik- um skáldskapar sem þau búa yfir. Sendiferðahjól list- málarans tapaðist Lelklíst eftir JOHANN HJÁLMARSSON Dario Fo er fyrir löngu orðinn eftirlæti íslenska leikhúsgesta. Hann er leikritahöfundur og leikari. Landi hans, Eduardo de Folippo, er Ifka Ieikritahöfundur og leikari. Filippo er að vísu eldri að árum en Fo, jafngamall öldinni, en virðist ekki síður gamansamur í leikritagerð sinni þótt ekki sé hann eins ærslafeng- inn. Filippo er frá Napolí og þar gerast flest leikrit hans. Eitt verka hans, Nótt yfir Napolí, var leikið hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1958, leikstjóri Jón Sigurbjörns- son. Nú stýrir Gunnar Eyjóífsson sýningu á Laugardegi, sunnu degi, mánudegi eftir Filippo f Þjóðleikhúsinu. Þýðandi er Sonja Diego, leikmynd og búningar eru eftir Sigurjón Jóhannsson. ' Laugardagur, sunnudagur, mánu- dagur er dæmigert ítalskt verk í léttari stílnum, fullt af húmor og skemmtilegum tilsvörum, atburðarásin í einfaldara lagi. Hjón verða ósátt út af smámunum og misskilningi, en úr öllu greiðist í lokin ogdapurlegur mánudagur markar tímamót í lífi venjulegrar fjölskyldu. Þessi leiksýning er góð dægra- stytting, en einhvern veginn er eins og maður hafi séð þetta áður og erindi þess í Þjóðleikhúsið orkar tvímælis. Leikur Herdísar Þorvaldsdóttur er að mínu viti frábær. Það er kannski út í bláinn að vera að tala um vaxandi leikkonu þegar Herdís á í hlut. En á þessu leikári er líkt og Herdís hafi eflst, hún nær óvenjulega Frá sýningu Þjóðleikhússins á Laugardegi, sunnudegi, mánudegi. sterkum tökum á erfiðum hlut- verkum. Róbert Arnfinnsson skil- aði sínu hlutverki að sama skapi vel, en við erum orðin svo vön að Róbert sanni yfirburði sína að okkur þykir það sjálfsagður hlut- ur. I minni hlutverkum vöktu athygli Valur Gíslason, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Steinunn Jóhannesdóttir og Flosi Ólafsson. Á frumsýningu voru nokkrir hnökrar, einkum í framsögn, sem hljóta að stafa af æfingaleysi leikaranna. Ég kunni ekki heldur við ítölsk ávörp, erlenda frasa; það er alveg hægt að notast við íslenskuna, að minnsta kosti enn sem komið er. Nemendur Leiklistarskóla ís-. lands frumsýndu nýlega í Lindar- FORLÁTA reiðhjól Stefáns Jóns- sonar listmálara frá Möðrudal hefur tapazt við Traðarkotssund hjá heimili listamannsins rétt á móti Þjóðleikhúsinu. Hjólið, sem er sendiferðahjól og dökkt að lit, er bremsulaust og stýrið beyglað og lasið. Stefán notar hjól sitt til að flytja poka méð málverkum, heypoka fyrir hross sín og annað sem til fellur. og biður Stefán vegfarendur vinsamlegast um að hyggja að reiðskjóta hans. Lög- reglan mun sækja hjólið þegar tilkynnt verður um það. í Gallerí Suðurgötu 7 stendur nú yfir sýning á verkum eftir Ingiberg Magnússon. Hann hef- ur sýnt verk sín áður, og man ég sérstaklega eftir sýningu, er hann hélt fyrir nokkrum árum í Gallerí SÚM. Einnig hefur hann átt verk á samsýningum, og er skemmst að minnast að verk hans voru til sýnis i Gallarí Sólon Islandus áður en það gaf upp öndina af Ieiðinda ástæðum. Það verður að játast, að með lokun Sólons íslandus varð miðbærinn svipminni, og .er sannarlega söknuður að því fyrirtæki, en það virðist vera að verða takmark í sjálfu sér að gera miðborg Reykjavíkur að ordeyðu, sem einna helst virðist lifna við, er börum borgarinnar er lokað og ölvaðir gera sprell og hávaða á Austurvelli og þar í nánd. En menning virðist for- boðin og skal helst upp í sveit eða eins langt á land út og auðið er. p]kki er nú fögur myndin af miðborg gáfuöustu þjóðar heims, og ekki er allt talfð eða tíundað hér. Ingiberg Magnússon hefur aðallega stundað grafík að undanförnu, ef marka má þessa núverandi sýningu hans. Hann hefur stundum skrifað í Þjóð- viljann um listir og vill vera mjög pólitískur í list sinni. Nú hefur hann gert myndröð í dúkristu og nefnir hana „Úr myndabók borgarastéttarinn- ar". Þetta er nokkuð snotur myndröð, gerð með fáum litum og einfaldri teikningu. Hún lætur ekki mikið yfir sér í fyrstu, en lumar á sér, ef svo mætti segja. En ég fæ ekki séð, að hún sé sérlegt framlag til að koma auðvaldinu á kné, en ég held það sé mikið áhugamál hjá listamanninum. Önnur myndröð í dúkristu er á þessari sýningu, og er hún ekki eins örugg eins og sú fyrrnefnda að mínum dómi, en mjög laglega gerð. Nokkrar ætingar og akvatintur eru þarna einnig, og tel ég, að þær hafi ekki sama tæknilega Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON Ingiberg Magnússon í Suðurgötu 7 boðskap og önnur verk á þessari sýningu. En það, sem mér þótti best af verkum Ingibergs, voru nokkrar teikningar, sem ef til vill sýna getu og tjáningu listamannsins best af þessum verkum. Sérstaklega var ég ángæður með nr. 16. Úr Grjóta- þropi, sem fullnægir öllum þeim kröfum, sem ég kann að gera til teikningar. I heild er þetta snotur sýning, en ekki verður sagt með sanni, að hér sé stórkostlegur atburður á ferð. Þessi verk eru tiltölulega jöfn að gæðum, og það laumaðist inn í huga'minn, að hægt hefði verið að gera þetta allt átakameira og þannig hefja hlutina dálítið yfir það venjulega. En Ingiberg Magnússon vinnur eins og þessi sýning sannar, og auðvitað er það hans mál. Það má vel segja, að það sé slettirekuskapur af mér að koma með slíka athuga- semd sem hér að ofan, en svona er maður nú einu sinni. Því miður náði pólitískur áróður þessara verka ekki sér- lega miklum tökum á mér, þótt kosningar séu í nánd. En hann gerir hvorki til né frá að mínum dómi, og eins og áður segir, finnst mér þetta lagleg sýning hjá Ingiberg og ég held, að hann geti verið ánægður með sinn hlut eins og málin standa. Þakka fyrir mig og bestu óskir um áframhald.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.