Morgunblaðið - 27.04.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.04.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1978 Samvinnuferðir og Landsýn: Sérstök áherzla lögð á mikið ferðaúrval SAMVINNUFERÐIR og Landsýn ofndu nýloKa til blaðamannafund- ar. þar sem kynntar voru sumar- ferðir, som á boðstólum oru hjá forðaskrifstofunum. Kynninjíuna önnuðust Eysteinn Holsason framkva-mdastjóri Samvinnu- forða. Ellon InKvadóttir sölu- stjóri Landsýnar og Sijjurður Haraldsson sölustjóri Samvinnu- forða. Kom fram hjá þeim, að þotta or fyrsta sameijíinloBa forðakynninK fcrðaskrifstofanna síðan þa-r tóku upp nána sam- vinnu á s.l. ári. Hað kom fram á fundinum að Landsýn ok Sam- vinnuferðir legjíja sérstaka áhorzlu á mikið forðaúrval og bjóða ferðaskrifstofurnar upp á ýmsar sérferðir. fmnfremur kom fram að Spánn er ennþá vinsæl- asta ferðamannalandið hjá ís- lendingum en hjá fyrrnefndum forðaskrifstofum or þó jfroinilojf aukninjí á sölu fcrða til Jújíó- slavíu. írlands og Norðurland- anna. A blaðamannafundinum var liijíð fram fréttatilkynninj? um ferðaúrvalið hjá Landsýn og Samvinnuferðum ojí fcr hún hér á eftirs „Landsýn og Samvinnuferðir tóku á s.I. ári upp nána samvinnu í því skyni að geta veitt lánds- mönnum sem greiðasta, ódýrasta ojí fullkomnasta ferðaþjónustu um ailan heim. Það hefur sýnt sig nú þegar að samstarf þessara tveggja ferðaskrifstofa, sem reknar eru af stærstu almenningssamtökum í landinu, launþegasamtökunum og samvinnufélögunum hefur gefið góða raun og leitt til meira ferðaúrvals og hagkvæmari ferða. Samvinnuferðir og Landsýn hafa kappkostað að bjóða upp á mikið úrval ferða, jafnt tii hefð- bundinna ferðamannastaða og nýrri staða, en sérferðir ýmiss konar njóta sífellt meiri vinsælda. Arnarflug annast alla farþega- flutnings fyrir Landsýn og Sam- vinnuferðir og er flogið með Boeing 720-B þotum félagsins, sem margir telja glæsilegustu farkosti íslenzka flujrflotans. Dajjflug er til allra staða. SÓLARFERÐIR Sólarferðir til Costa del Sol á Spáni og Júgóslavíu hafa fyrir löngu unnið sér sess hjá íslenzkum sóldýrkendum. Til þessara tveggja staða skipuleggja Samvinnuferðir og Landsýn hópferðir. Á Costa del Sol er boðið upp á þrjá glæsilega gististaði í ferðamannabænum Torremolinos, sem notið hefur hvað mestra vinsælda á seinni árum hjá Islendingum. Gististað- irnir eru íbúðarhótelin Castillo de Santa Clara og E1 Bajondillo og Hótelið Melia Costa del Sol. Hótelin eru búin öllum hugsanleg- um þægindum og sólbaðsaðstaða er einstök. Boðið er upp á fjöl- brevttar skoðunarferðir. I Júgóslavíu er boðið upp á dvöl í Portoroz,- sumarleyfisstaðar við Eysteinn Helgason, framkvæmda- stjóri Samvinnuferða og Land- sýnar, virðir fyrir sér ferðabækl- ing, sem ferðaskrifstofurnar hafa nýíega gefið út. Adríahafið. Portoroz er einn þekktasti baðstrandarstaður Júgó- slavíu. Þar eru sömuleiðis 1. flokks gististaðir, Grand Palace, Hótel Neptun og Hótel Appollo. Aðstaða til sólbaða er mjög góð og boðið er upp á skoðunarferðir m.a. til Austurríkis og Feneyja á Italíu, I sólarlandaferðunum er hægt að fá sérstakan barnaafslátt. _________ÍRLAND___________ Meðal nýjunga, sem Samvinnu- ferðir og Landsýn hafa á boðstól- unum í sumar eru hópferðir til Irlands. Irland er að vissu leyti nátengt íslendingum en sjaldgæft er að Islendingar leggi leið sína til þessarar fögru eyju. Þetta er nú að breytast með skipulögðum ferðum þangað, sem Landsýn og Sam- vinnuferðir eru brautryðjendur að. Boðið er uppá 1. flokks hótel og fjölbreytni í skoðunarferðum. I þessi sérstæða og fallega landi hefur ferðamaðurinn óteljandi tækifæri til ánæjyulegrar dvalar og skemmtunar hjá góðu fólki og það sem Irland býður upp á er ólíkt flestu því sem finna má í hefðbundnum ferðamannalöndum. Þar er margt að skoða í ferðum um landið, þar er hagkvæmt að verzla, hægt er að stunda lax- og sjó- stangaveiði, golf, tennis, útreiðar og ýmsa útiveru. Þá er hægt að leijya báta og sigla þeim um írskar ár. Og á kvöldin geta menn stytt sér stundir á írsku kránum, sem eru víðkunnar fyrir notalegt and- rúmsloft. Verð Írlandsferðanna er einstaklega hagstætt. SÉRFERÐIR Sem fyrr segir kappkosta Land- sýn og Samvinnuferðir að hafa á boðstólum ýmsar sérferðir fyrir þá, sem vilja breyta til og sjá sig um í heiminum í stað þess að slappa af og hvíla sig á sólar- ströndum. Ferðist og megrist nefnist ferð Framhald á bls. 33. SS 190 Kynnum fjölskyldubátinn SS 190 frá Stuart Stevens Boatbuilders, Liverpool, Englandi, á Auto 78, skála 2, neöri hæö. SS 190 býöur upp á margvíslega möguleika til heillandi og heilbrigös útilífs og náttúruskoöunar allrar fjölskyldunnar. SS 190 sameinar fjölskylduna í dásamlegri íþrótt, siglingu og náttúruskoöun eöa sjóstangaveiöi og handfæraveiöi. Miövogur s.f. Jón Ó. Hjörleifsson — Hjörleifur M. Jónsson Sími 33313 SS 190 Irving S. Friedman Rætur verð- bólgunnar eru félags- legs eðlis Rætt við Irving S. Fried- man, bandariskan hagfræðing Bandaríski hagfræðingurinn dr. Irving S. Friedman tók virkan þátt í stofnun Alþjóða- bankans og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins á sínum tíma og starfaði hjá þessum stofnunum um langt skeið. Hann hefur ferðast mikið til landa sjóðsins og málofni íslands voru m.a. í hans verkahring, þegar „við- reisninni" var hrundið í fram- kvæmd. Hann hefur víða haldið fyrirlestra og stundað ritstörf. m.a. skrifað bók um heimsverð- bólguna. í tilofni af því að dr. Fried- man var staddur hór á landi ra-ddi Mbl. við hann. Staða dollarans Staða dollarans hefur áhrif á viðskiptakjör Islendinga. Þv.í væri fróðlegt að vita hvort hánn muni veikjast eða styrkjast. — Bandaríkin eru greinilega í klípu.'sagði Friedman, — þau verða að gera upp við sig hvort sé þyngra á metunum eigin hagur eða hagur þeirra sem eiga varasjóði og aðrar eignir í dollurum utan landsteinanna. Það er villandi, eins og oft er gert, að einblína á þróun við- skiptajafnaðar. Ástæðu þess að dollarinn hefur veikst er að leita í verðbólgu og seðlaprentun í Bandaríkjunum sem hefur minnkað öryggi þess að eiga eignir í dollurum. Um þessar mundir sitja hagsmunir innan Bandaríkjanna í fyrirrúmi fyrir stöðu dollars sem alþjóðlegs gjaldmiðils, því að aðaláhersla er lögð á að minnka atvinnuleysi og auka hagvöxt. — Haftastefna En hverjar verða afieiðingar þess samdráttar, sem orðið hefur í heimsversluninni? Er ekki hætta á því að haftastefnu vaxi fylgi, a.m.k. virðist þegar bóla á ýmsum tilburðum í þá átt í nálægum löndum? — Þetta er einmitt áhyggju- efni mitt, en haftastefnu virðist hafa vaxið meira fylgi í Evrópu, þar sem hagvöxtur hefur verið minni en í Bandaríkjunum. Afturkippurinn 1973 var í sjálfu sér viðbúinn, en það kom á óvart hversu langvinnur og magnaður hann varð. ÞesS vegna reyndu menn að aölagast verðbólgu og viðskiptahalla með skammtíma- aðgerðum. Á daginn hefur síðari komið margvíslegt misgengi atvinnugreina, sbr. þau vanda- mál sem skipasmíðar og stál- iðnaðurinn á við að etja. Ef við Iítum sérstaklega á vinnu- markaðinn í Bandaríkjunum hefur bæði kerfisbundið at- vinnuleysi sakir þessa misgeng- is aukist og þátttaka kvenna oröið meiri í atvinnulífinu, Jiánnig að markmiðið um t.d. V/r hámark atvinnuleysis verð- ur æ erfiðara í framkvæmd. Þetta hefur svo aftur greinilega áhrif á verðbólguna og stöðu dollarans. Menn hafa ekki gert það upp við sig hvort sé betra fastgengiskerfi eða fljótandi gengi. -Það getur ekki verið heppilegt. Sjálfur er ég kominn á þá skoðun að við verðum að koma á öflugu samstarfi og sjóði sem gæti staðið við bakið á þeim, þannig að ákvarðanir þeirra í gengismálum yrðu virtar. Annað hlutverk alþjóða- stofnunar á þessu sviði, sem ekki var hugsað fyrir, þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðnum var komið á fót, gæti verið að auðvelda þjóðum að gera kerfis- breytingar án þess að eiga á hættu að missa af gjaldeyris- tekjum og þar með nauðsynleg- um innflutningi á meðan aðlög- un á sér stað. Það sem ég hef í huga er t.d. nauðsyn þess að bæta aðbúnað á fjölmörgum sviðum í Japan, auka fjárfest- ingu í samgöngumálum og félagsmálum, sem erfitt er í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.