Morgunblaðið - 27.04.1978, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 27.04.1978, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1978 19 Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur: Rey k j avíkurhöfn njóti sama réttar og aðrar hafnir AÐALFUNDUR Sjómannafélags Reykjavíkur var haldinn í Iðnó laugardaginn 15. apríl kl. 13.30. Formaður, Hilmar Jónsson, minntist látinna félagsmanna og skýrði síðan frá störfum stjórnar og samningum. Reikningar voru lesnir og skýrðir. Síðan skýrði formaður frá niðurstöðum stjórn- arkjörs en sjálfkjörið var þar sem aðeins hafði borist listi stjórnar og trúnaðarmannaráðs. Stjórn félagsins skipa eftirtaldir menn: Form. Guðmundur Hallvarðsson, varaform. Hilmar Jónsson, ritari Erling Guðmunds- son, gjaldk. Sigurður Sigurðsson, varagjaldk. Guðmundur Haralds- son, meðstj. Pétur Sigurðsson og Skjöldur Þorgrímsson, varam. Magnús Jónsson, Jón Helgason og Júlíus Gíslason. Formanni, Hilmari Jónssyni, sem lét af formannsstörfum að eigin ósk, voru þökkuð hans margvíslegu og óeigingjörnu störf í þágu Sjómannafélags Reykja- víkur. Að lokinni atkvæðagreiðslu um skýrslu stjórnar og reikninga, sem samþykktir voru samhljóða hófust umræður um framkomnar tillög- ur. Eftirtaldar tillögur komu frá stjórn félagsins o.fl. og voru allar samþykktar samhljóða: Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur, haldinn í Iðnó 15. apríl 1978, skorar á Alþingi að breyta nú þegar ákvæðum laga um hafnarbótasjóð, á þann veg að Reykjavíkurhöfn njóti sama réttar og aðrar hafnir landsins um lán og aðra fyrirgreiðslu. viðskipti sem þessu væri samfara haldist áfram í Reykjavík. Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur, haldinn í Iðnó 15. apríl 1978, skorar á hafnarstjórn Reykjavíkur að hrinda nú þegar í framkvæmd áætlun um nýtingu Vesturhafnarinnar fyrir fiski- skipaflotann og hinna smærri fiskibáta. Jafnframt verði leystur vandi þeirra farskipaútgerða sem þar hafa athafnasvæði nú með sam- bærilegri aðstöðu innan Reykja- víkurhafnar. Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur, haldinn í Iðnó 15. apríl 1978, skorar á stjórn Líf- eyrissjóðs sjómanna að senda sjóðfélögum, (þ.e. þeim er hafa unnið sér inn eitt stig), við hver áramót yfirlit með uppl. um innborgun sjóðfélagans á árinu, ásamt greiðslu útgerðar og inn- unnum stigafjölda. Fundurinn skorar á stjórn sjóðsins að vinna að gleggri uppl. um lífeyrisgreiðslur til handa lífeyrisþega miðað við mismun- andi innunninn stigafjölda. Þá skorar fundurinn á stjórn sjóðsins að vinna að breytingu á lögum um lífeyrissjóðinn er varðar aldursmörk sjóðfélaga til lífeyris- töku, þannig að slíkur réttur sé áunninn við 55 ára aldur, ef samanlagður starfstími til sjós er 30 ár. Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur, haldinn í Iðnó 15. apríl 1978, skorar á hafnarstjórn og borgarstjórn Reykjavíkur að bæta aðstöðu reykvískra sjómanna nú þegar, með því að koma upp sjómannastofum bæði í Vestur- og Sundahöfn. Ennfremur að beita sér fyrir því að bókabíll frá Borgarbókasafninu komi reglulega á Grandabryggju, svo að sjómenn geti notið þeirrar þjónustu sem slíkum bókalánum er samfara. Ytri gerð verzlunarinnar Brynju hefur ekki breytzt frá upphafi. Byggingaviiruverzlunin Brynja í Reykjavík hefur nú tekið stakkaskiptum en skipt hefur verið um innréttingar í verzluninni. Ilafa inn- réttingar hennar verið óbreyttar í 50 ár eða frá því verzlunin flutti í það húsnæði sem hún er í nú að Laugavegi 29 eftir að hafa verið starf- ra kt í 11 ár að Laugavegi 28. Hinar nýju innréttingar eru nú með sjálfsafgreiðslusniði, en ytri gerð hússins hefur ekki verið breytt frá upphafi. Voru gluggar verzlunarinnar stærstu verzlunargluggar í Reykjavík og þóttu hneykslun- arlega stórir, segir í frétt frá verzluninni. Brynja er með elztu starfandi verkfæra-, járn- og byggingavöru- verzlunum landsins en hún verður 60 ára á næsta ári. Eigandi Brynju er Björn Guðmundsson. Fundurinn mótmælir því harð- lega að skattfé Reykvíkinga sé veitt til hafna, m.a. í nágranna- byggðum okkar, sem noti það til að lokka til sín reykvísk útgerðarfyr- irtæki með margs konar fyrir- greiðslu. Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur, haldinn í Iðnó 15. apríl 1978, vítir það sinnuleysi hafnaryfirvalda í Reykjavík að hafa ekki þegar hafist handa um að koma upp viðleguplássum og vöruskemmum í Sundahöfn fyrir hinar smærri útgerðir farskipa, svo að sú mikla atvinna og Frumsýning í Stykkishólmi Stykkishólmi 2fi. apríl LEIKFÉLAGIÐ Grimnir í Stykkis- hólmi frumsýnir á föstudagskvöld leikritið Hlaupvídd scx eftir Sigurð Pálsson. Leikritið verður sýnt í félagsheimilinu. Leikrit þetta samdi höfundur fyrir Nemendaleikhúsið og gerist það á hernámsárunum. Leikstjóri er Signý Pálsdóttir og leikendur eru Þor- valdur Ólafsson, Gréta Bentsdóttir, Kristín Björnsdóttir, Bergur Hjalta- lín, Anna María Rafnsdóttir, Arndís Knutsen, Sesselja Kristinsdóttir, Magðalena Bragadóttir, Svanhildur Jónsdóttir, Atli Ingvarsson og Hlynur Hansen. Með frumsýningu þessari hefst Vorvaka í Stykkishólmi, sem stendur fram til miðs maí. - Fréttaritari. Starfsmenn Brynju í hinum endurnýjaða afgreiðslusal. Nýjar innréttingar í verzluninni Brynju Askja Nr. 851 LEGO tæknikubbar eru ætlaðir tæknilega sinnuðu fólki frá 9 ára aldri, og upp úr. í LEGO tækniöskjunni felast ótrúlegir möguleikar, sem veita tæknifræðingum framtíðarinnar verðug viðfangsefni að glíma við. Myndirnar gefa hugmynd um möguleikana sem bjóðast. REYKJALUNDUR LEGO er nýtt leikfang á hveijum degi NyttfráLEGO

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.