Morgunblaðið - 27.04.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.04.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1978 21 Mjótt á mununum í telexkeppninni Á ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ áttu íslendingar í höggi við A-þjóð- verja í untanúrslitum ólympíu- keppninnar í Telex-skák. Keppn- in hófst klukkan fimm síðdegis í hinu nýja húsnæði Skáksam- bands íslands við Laugaveg. Sfðustu skákunum lauk síðan ekki fyrr en rúmlega þrjú um nóttina, þannig að keppnin stóð yfir í tíu klukkustundir sam- fleytt. Islenzka sveitin hafði gert sér góðar vonir um sigur í keppn- inni, þvf að áður hb'fðu þeir lagt að velli Englendinga og Finna. Austur-I>jóðverjar höfðu áður aðeins sigrað Svfa, að vísu tbluvert sannfærandi. Úrslit einstakra skáka á þriðjudaginn urðu þessii Friðrik Olafsson - Uhlmann 0-1 Guðmundur Sigurjónsson - Malich 1-0 Ingi R. Jóhannsson - Knaak 0-1 Helgi Ólafsson - Vogt 1-0 Haukur Angantýsson - Bönsch fer í dóm Margeir Pétursson - Liebert 1-0 Ingvar Ásmundsson - Hesse 0—1 Ásgeir Þ. Árnason - Griinberg 0-1 ísland 3 — A-þýzkaland 4 og ein skák í dóm. Eins og sjá má af þessari upptalningu tefldu báðar þjóðirn- ar fram sínu sterkasta liði. Að vísu forfallaðist Jón L. Árnason á sjöunda borði hjá okkur, en á móti kom að alþjóðlegi meistarinn Espig gat heldur ekki teflt I liði A-Þjóðverja voru fjórir stór- meistarar og tveir alþjóðlegir mejstarar, en við Islendingar höfðum á að skipa tveimur stór- meisturum og tveim alþjóðlegum meisturum. í byrjun keppninnar leit alls ekki vel út fyrir okkur. Þeir Ingvar Ásmundsson og Ásgeir Þ. Árnason fengu snemma mjög erfiðar stöður og urðu að lúta í lægra haldi. Á móti kom að vísu að Guðmundur Sigurjónsson tefldi mjög vel gegn Malich og þegar Þjóðverjinn loksins gafst upp, hafði staða hans lengi verið töpuð. Ingi R. Jóhannsson átti í höggi við stórmeistarann Knaak, sem er í geysigóðu formi um þessar mund- ir. Knaak tefldi af miklu öryggi og þótt Ingi reyndi lengi að klóra í bakkann varð ekki við neitt ráðið. Friðriki Ólafssyni, sem hafði svart, tókst að ná frumkvæðinu eftir byrjunina í skák sinni við Uhlmann. Uhlmann varðist þó af nákvæmni og tókst að halda sínu. I framhaldinu teygði Friðrik sig síðan of langt, í stað þess að einfalda taflið til jafnteflis, og tapaði. Byrjendataflmennska stór- meistarans Vogts gegn Helga Ólafssyni var mjög vafasöm. Helgi notfærði sér það af öryggi og vann án teljandi erfiðleika. Eg undir- ritaður átti í höggi við alþjóðléga meistarann Liebert og tókst að fá góða stöðu upp úr byrjuninni, sem að ég vann síðan eftir nokkrar sviptingar. Þá er komið að skák- inni sem allt veltur á um úrslit keppninnar, viðureign þeirra Bönsch og Hauks Angantýssonar. Haukur jafnaði talið fljótlega og stuttu síðar lék Þjóðverjinn af sér skiptamun. Vinningur virtist þá blasa við Hauki, en svo virðist sem honum hafi orðið á mistök í úrvinnslu og þegar skákin fór í dóm virtust vinningsmöguleikar hans i lágmarki. Staðan er þessi: Svarti Haukur Angantýsson Hyítti Uwe Bönsch I stað þess að leika 51. leik sínum setti Þjóðverjinn skákina í dóm. Ef 51. leikur hans verður HaS, er ekki að sjá að svartur hafi neina vinningsmöguleika. Hugsanlegt er þó að einhver möguleiki leynist í stöðunni og ef hann finnst verður hægt að krefjast vinnings. Ef svo fer að Hauki verður dæmdur sigur í skákinni, vinna íslendingar keppnina vegna hagstæðari stiga. Vinningsskákir íslendinga tefld- ust þannig: Hvítti Guðmundur Sigurjónsson Svarti Dr. Burkhardt Malich Sikileyjarvörn 1. e4 - c5, 2. Rf3 - e6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 - RfG, 5. Rc3 - dG, 6. f4 - Be7, 7. Be3 - (H), 8. Df3 - e5!?, 9. RÍ5 - Bxf5, 10. Þeir Hbgni Torfason, varaforseti S.í. og Jón Pálsson, t.h. störfuðu við fjarritann, en flokkur ungra skákmanna sá um að koma leíkjunum til keppenda. exf5 - Da5, 11. (HM) - e4, 12. Dh3 - Hc8, 13. Dd4 - RcG, 14. Bc4 - Db4,15. Bxf6 - Bxf6,16. Bb3 - Rd4, 17. Rd5! - Dc5 (17 .. .Hxc2+!?, 18. Kbl!) 18. c3 - a5, 19. Rxf6+ - gxf6, 20. Bxf7+ - Séð yfir hluta af keppnissalnum, Frá vinstri, Haukur Angantýsson, Einar S. Einarsson (standandi), Helgi Ólafsson, Ingi R. Jóhannsson, Guðmundur Sigurjónsson og Friðrik Olafsson. Kg7, 21. Hhel - Rb5, 22. He3 - Hc7. 23. Be6 - Kh8, 24. Hxe4 - Df2, 25. a4 - Hg7, 26. De3! - Dxe3, 27. Hxe3 - Rc7, 28. g3 - Hd8, 29. Hd3 - Re8, 30. Bc4 - h5,31. h3 - Kh7,32. Hd2 - He7, 33. Be6 - Hg7, 34. Kdl - Hb8, 35. Ke2 - b5, 36. axb5 - Hxb5, 37. Kf3 - a4, 38. g4 - Hgb7, 39. Bd5 - H7b6, 40. Bf7 - Rc7, 41. Hxd6 - Hxb2, 42. BgG+ og svartur gafst upp. Hvítt. Helgi Ólafsson Svarti Lothar Vogt Kóngindversk vörn 1. RÍ3 - RfG, 2. c4 - g6, 3. g3 - Bg7, 4. Bg2 - '0-0, 5. (H) - d6, 6. d4 - Rbd7, 7. Rc3 - e5, 8. e4 - a6,9. Be3 - Rg4,10. Bg5 - fG, 11. Bd2 - c6, 12. b4 - Kh8,13. Dc2 - exd4,14. Rxd4 - Re5,15. h3 - Rh6,1G. Ra4 - c5, Framhaldábls. 28 78 stúdentar fá dóma í Rhódesíu Salisbury. 26. apríl. AP EINI SVARTI dómarinn í Rhó- desíu dæmdi í dag 78 stúdenta í þriggja mánaða fangelsi skilorðs- bundið fyrir þátttöku í mótmæla- aðgerðum fyrr í vikunni gegn samkomulaginu sem leiddi til myndunar bráðabirgðastjórnar hvítra manna og svartra fyrir tveimur mánuðum. Annar stúdent var ákærður ásamt hinum en kemur fyrir rétt síðar. Hann er skyldur dómaran- um, Ernest Tsomondo. Stúdentaleiðtogi sagði eftir rétt- arhöldin að dómarnir væru alvar- legt áfall fyrir hreyfingu stúdenta og yllu miklum vonbrigðum. Sam- kvæmt rhódesískum lögum verða hinir dæmdu tafarlaust færðir í fangelsi ef þeir gerast sekir um svipaðar sakir innan fimm ára. Nokkrir blakkir stúdentar söfn- uðust saman fyrir utan dómhúsið til að, mótmæla dómunum en til átaka kom ekki. Flestir þeirra 1300 stúdenta sem stunda nám við háskóla hvítra manna og svartra mættu ekki í tíma í dag til að mótmæla dómunum. Hvítir stúd- entar hafa ekki tekið þátt í mótmælaaðgerðum svartra stúd- enta sem hafa staðið í þrjá daga. Dæmdur fyrir Bubackárásina StuttKart. 26. apríl. AP. VESTURþýzkur dómstóll dæmdi í dag í ævilangt fangelsi stjórn- Icysingjann GUnter Sonnenberg sem var ákærður fyrir að vera viðriðinn vélbyssuárásina sem varð Siegfried Buback ríkissak- sóknara að bana 7. apríl í fyrra. Sönnenberg var fundinn sekur um að hafa reynt að myrða tvo lögreglumenn. Hann og vinkona hans, Verena Becker, voru hand- tekin 3. maí eftir skotbardaga við lögreglu í smábænum Singen nálægt svissnesku landamærun- um. Ungfrú Becker hcfur áður verið dæmd í ævilangt fangelsi fyrir svipaðar sakir. Réttarhöld Sonnenbergs fóru fram sérstak- lega þar sem hann hefur lengi verið að ná sér af skotsári sem hann fékk á höfði. Dómurinn var kveðinn upp í dómsal hins víggirta Stamm- heim-fangelsis. Sonnenberg hrópaði ókvæðisorð að dómaran- um og var þá leiddur burt. Cfwffe* d f fte &l fz> é Nú er loksins komin ný sending af hinum víbfrœgu og dásamlegu CrwrfesGfffteJlffz, snyrtivórum fyrir dömur. MikiÖ úrval Einnig höfum við mikiö úrval af öörum snyrtivörum, bœöi dýrum og ódýrum. LAUGAVEGS APÓTEK Stiyrtivörudeild

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.