Morgunblaðið - 27.04.1978, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 27.04.1978, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1978 Útgefandi mliXaíiií* hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson. Fróttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiósla Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aóalstræti 6, sími 22480. Þjóðfrelsisöfl og heimsvaldasinnar í Indó-Kína Styrjaldarátökin, sem hrjáöu ríki Indó-Kína- skagans á sjöunda áratugnum og fram eftir þeim áttunda, sóttu mjög á samvizku fólks víða um heim, ekki sízt í Bandaríkjunum vegna þátttöku Bandaríkjamanna í þeim. Eftir aö þeim lauk og Bandaríkja- menn hurfu á brott með herlið sitt hefði mátt ætla, aö það stríðshrjáða fólk, sem þessi lönd byggir héfði að lokum fundið friö, hvað sem stjórnar- farinu sjálfu liði. Svo er þó ekki. Þjóðir heims hafa verið furðu lostnar yfir þeim fréttum, sem borizt hafa frá Kambódíu eftir að hin sósíalísku öfl tóku þar öll völd í sínar hendur. Kambódíu var lokað eftir að stríðsátökum þar lauk og lengi vel vissi umheimurinn ekki hvað þar hafði gerzt eftir stríðslokin. Fyrstu fréttir sem bárust þaðan með flóttamönnum, sem tókst að komast til Thailands, voru þess eðlis, að margir höfðu tilhneigingu til þess að trúa þeim ekki, einfaldlega vegna þess að fólk megnaði ekki að skilja, að þeir atburðir gætu gerzt, í mannlegum samskipt- um, sem flóttafólkið sagði frá. Eftir að fréttamenn og aðrir höfðu átt fjölmörg samtöl við flóttamenn frá Kambódíu, sem stöðugt fjölgaði, varð þó smátt og smátt Ijóst, að hin sósíalísku öfl höfðu komið á í landinu stjórn, sem að líkindum er einhver mesta grimmdarstjórn, sem nú ræður yfir landi og fólki í veröldinni. Fyrir skömmu voru haldin réttarhöld í Ósló, þar sem fram komu vitni frá Kam- bódíu, sem skýrðu frá því, sem gerzt hefur í landinu. Frásagnir blaðamanns Morgunblaösins, sem viðstaddur var þessi rétt- arhöld, hafa að undanförnu birzt hér í blaðinu og staðfesta þær fréttir, sem áður hafa borizt frá landinu. í nafni sósíalismans hafa verið framin í Kambódíu ein- hver mestu ógnarverk okkar samtíma. Þeim mun furðulegra er, að hinir fjölmörgu, sem um skeið hafa litið á sig sem samvizku heimsins, hafa lítið látið til sín heyra vegna atburð- anna í Kambódíu. Þeir atburðir staðfesta þó, aö svonefnd „þjóðfrelsisbarátta“ er ekki einhlít. Öllu má nafn gefa. Það hefur komið rækilega í Ijós eftir að „þjóðfrelsisöflin" tóku öll völd í Kambódíu. Þá hafa samskipti Kambódíu við nágranna ekki síður vakið mikla athygli. í þá daga, þegar hátt var haldið á loft ávirðing- um Bandaríkjamanna sem „heimsvaldasinna“, heföi það þótt saga til næsta bæjar að nokkrum árum seinna mundi sósíalísk stjórn í Kambódíu saka sósíalíska stjórn í Víetnam um heimsvaldastefnu. Engu að síður er þetta staðreynd nú og ennfremur það, að hið sósíal- íska Víetnam hefur sent her- sveitir sínar langt inn í Kambó- díu og að til hernaðarátaka hefur komið milli þessara grannríkja. En hvar eru nú þeir, sem fyrir 10 árum mótmæltu hernaðarafskiptum af málefn- um annarra ríkja og heims- valdastefnu? Hernaðarumsvif Sovétmanna í Asíu Bersýnilegt er, að vett- vangur átaka stórveld- anna hefur færzt til Afríku. En nú er hlutverkum skipt frá því, sem var í Asíu. Eftir þátttökuna í Víetnamstríðinu er Ijóst, að Bandaríkjamenn láta ekki hafa sig til hernaðarumsvifa í öðrum löndum. Engu að síður logar allt í styrjöldum í Afríku og erlend ríki láta þau hernaðar- átök ekki afskiptalaus. En að þessu sinni eru það ekki Bandaríkjamenn, sem blanda sér í málin, heldur Sovétríkin. Ekkert af því, sem gerist á alþjóöavettvangi nú, veldur jafn miklum áhyggjum og hin víð- tæku hernaöarumsvif Sovét- manna í Afríku. Kúbumenn með sovézk vopn og undir sovézkri yfirherstjórn hafa tek- ið þátt í stríðsátökum í Angóla og Eþíópíu, og fregnir hafa farið af Kúbumönnum og So-' vétmönnum í öðrum Afríkuríkj- um. Sú skýring er ekki hald- bær, að hin sósíalísku ríki heimsins, með Sovétríkin í fararbroddi, vilji með þessum hætti styðja „þjóðfrelsisbar- áttu“ Afríkuríkja. í Eþíópíu ríkir grimmdarstjórn hersins og það eru auðvitað ekkert annað en beinir valdahagsmunir Sovét- ríkjanna, sem valda því, að þau hafa tekið upp stuðning við þá herforingjastjórn. Atburðirnir í Afríku sýna, að Sovétríkin eru nú útþenslusinn- aðasta stórveldi í heimi og umsvif þeirra eru orðin svo mikil að þaö hlýtur að valda bæði vestrænum þjóðum og öðrum þjóðum víða um heim þungum áhyggjum. Á sama tíma og Bandaríkjamenn hafa dregið sig í hlé hafa Sovétríkin ruðst fram, öflugri hernaðar- lega en nokkru sinni fyrr. Það sýnir að bæöi við og aðrar þjóöir verðum aö halda vöku okkar. Vidtal vid Kreisky kanslara Austurríkis SAMBÚD austurs og vesturs, afrek Sadats Egyptalandsforseta og ástæðurnar fyrir pví að Aust- urríkismenn vilja leggja fyrir sig bifreiðaframleiðslu voru meðal málefna, sem snert voru í viötali Thomas C. Lucey frá bandaríska dagblaöinu „The International Herald Tribune" við kanslara Austurríkis, Bruno Kreisky. Sp: Þér hafið verið mjög starfs- samur á alþjóðlegum vettvangi. Ekki aðeins í Evrópu heldur einnig í Mið-Austurlöndum. Herra kansl- ari, hver er afstaða þjóðar yðar til heimsmála og utanríkisstefnu og hver teljið þér að muni verða þróun mála á árinu 1978? Kreisky: Austurríki hefur tekið sér stöðu á alþjóðavettvangi sem hlutlaust land. Okkur er fyrst og fremst umhugað að halda vörð um slökunarstefnuna, „detente". Þessi afstaða er ákaflega eðlileg fyrir land, sem er ekki aðili að valda- bandalagi stórvelda. Hún er grundvallaratriöi í utanríkisstefnu hlutlausrar þjóðar. Viö sýndum að þetta er okkur kappsmál í Helsinki og einnig á ráðstefnunni í Belgrad. í ööru lagi þá er land okkar í Þetta bendir til þess að nýtt stjórnmálafyrirbrigði sé uppsprott- ið. En Evrópukommúnismi — hann er ekki til. Að vísu má segja aö kommúnistaflokkar hafi tekiö upp þjóölegri stefnu, leiöir til aö losna undan áhrifum Moskvu, það er barátta, sem enn stendur yfir og gæti rist dýpra. En þeir neyöast algerlega til að gerast handgengir lýðræðiskerfinu. Ef þeim væri í raun og veru alvara kynni að koma fram á sjónarsviðið áhugaverð endurbót sem þýddi að þeir yrðu aö gefa byltingarhugsjónina upp á bátinn. Fari svo að kommúnistaflokkar breyti á þennan hátt má spyrja hvort þeir séu ennþá kommúnist- ar. Það væru þeir sannarlega ekki í venjulegri merkingu þess orðs. Sp: Margir virðast halda að kommúnistar hagnist mjög á stöðugu atvinnuleysi á Vesturlönd- um. Þér hafið hins vegar látið hafa eftir yöur aö gagnbyltingaröflin nærist á atvinnuleysi, aö sveifla til hægri sé hin venjulega afleiöing atvinnuleysis. Kreisky: Reynslan sýnir að öfgasinnuöum hægriöflum vex fiskur um hrygg í efnahagslegri kreppu. Dæmi um þetta eru Þýzkaland og ítalía á fjórða „Evrópu- kommúnismi ? Hann er ekki til” Mið-Evrópu, en þar af leiöir að nauösynlegt er aö koma samskipt- um við Austur-Evrópuríkin í eðli- legt horf. Sp: Hvað eru eölileg samskipti? Kreísky: Það, sem átt er við meö því að koma á eðlilegum samskiptum er, aö vinna þarf bráöan bug aö því aö breyta þvf sálræna loftslagi, sem gerir aö verkum að Vesturveldin sýna okkur fyllsta traust, en félagar okkar í Austur-Evrópu nánast ekkert. Þaö verkefni, sem ég tel koma næst í rööinni í utanríkissamskipt- um er evrópsk samvinna. Þar sem við erum hlutlaus þjóð er okkur þröngur stakkur skorinn í þessu efni, þótt við höfum mikinn áhuga á málefninu. Þaö er samvinna okkar og Efnahagsbandalagsins annars vegar og samvinna austurs og vesturs hins vegar. Við höfum gert verzlunarsamning við Efna- hagsbandalagið og við höfum einnig komizt aö samningum við Austur-Evrópulöndin. Okkur er aö lokum umbugað um að takast megi að koma á friösamlegri sambúö í Mið-Austur- löndum. Það er einfaldlega fjar- stæða að tilslökunarstefnan geti borið árangur svo framarlega, sem enn er ólga í Miö-Austurlöndum. Á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna leggjum viö áherzlu á alþjóð- legan jöfnuð og friösamlega sam- vinnu iönríkja og þjóöa þriöja heimsins. Þessi eru aðalatriöin í utanríkisstefnu okkar. Sp: Varðandi Miö-Austurlönd langar mig til aö spyrja yður hvort þér haldiö að ísraelsmenn gætu fallizt á sjálfstætt Palestínuríki á Vesturbakkanum? Kreisky: í alþjóöastjórnmálum er allt hugsanlegt. Ég get ekki ímyndað mér frið í Mið-Austur- löndum til frambúöar án þess að ísraelsmenn skili hernumdu svæð- unum aftur og samþykki rétt Palestínumanna til sjálfsákvöröun- ar. Að sjálfsögöu liggur viss forsenda þessu til grundvallar — að ísraelsmenn fái að búa óáreittir í ríki sínu. Sp: Sem viðurkennt yrði af öllum Arabaríkjunum? Kreisky: Öllum Arabaríkjunum eöa aö minnsta kosti þeim stærri, fyrst og fremst nágrönnum ísraels- manna. Þaö er ekki mín skoöun aö Palestínumenn séu í raun fjendur Ísraelsríkis. Ef Palestínuríki væri komið á stofn við hliðina israel, er það mín skoöun að þar meö gefist tækifæri til aö semja varanlegan friö, þar sem nágrannaríkin tvö þyrftu að hafa nána samvinnu í ólíkum efnum. Sp: Þú hefur verið kunnugur Sadat Egyptalandsforseta um ára- bil. Var sú ákvöröun hans aö hafa frumkvæði um friöarviöræöur og halda til Jerúsalem sjálfur, eitthvaö sem hann haföi ráðgert lengi eöa var það óundirbúin skyndiákvörð- un? Kreisky: í raun og veru haföi Sadat verið að velta því fyrir sér lengi. Hann langaöi aö ræöa viö ísraelsmenn eins og hann tjáði mér fyrir ári. En framkvæmdin sjálf var óundirbúin enda þótt hann hefði áður gælt við hugmyndina. Þetta eru merki styrkleika, eðlls- ávísunar og innsæis. Miklir leið- togar hafa ætíð haft tilhneigingu til að láta stjórnast af eðlisávísun. Winston Churchill er dæmi um einn slíkan. Þessi eölisávísun lýsir sér ekki í lítilfjörlegum smáatriöum daglegs amsturs heldur í velga- meiri málefnum. Einn hlutur er deginum Ijósari eftir för Sadats. ísraelska þjóöin veit nú að hún getur haft von um frið, ekki þó samkvæmt eigin hugmyndum heldur í samráöi við heimsbyggð alla. Kringumstæöur krefjast þess að gert sé hljóðlátt hlé. Ef undirrita ætti friöarsáttmála milli ísraels og Egyptalands myndu Arabaríkin, þau stærri, leggja honum lið. Sp: Sem ungur jafnaðarmaöur fyrir heimsstyrjöldina síðari voruö þér andsnúinn samvinnu við kommúnista. Á núverandi tímum Evrópukommúnismans.. . Kreisky (grípur fram í): Evrópu- kommúnismans? Hann er ekki til. Það eru til kommúnistaflokkar, sem athafna sig eins og allir aörir flokkar gera. Þeir spyrja sjálfa sig: Hvernig getum við styrkt stööu okkar? Til þess að styrkja stööu sína — að afla fleiri atkvæða — veröa þeir aö sanna aö þeir séu óháöir valdamiöju kommúnism- ans, Moskvu. Þeir veröa aö sýna aö þeim langi til aö stjórna á lýðræðislegan hátt og séu ekki lengur byltingarsinnaðir. áratugnum. Þessi hætta er þó ekki yfirvofandi meðan mönnum eru nazistarnir enn í fersku minni. Þegar þessi endurminning dvínar, þegar stjórnmálamenn rekur ekki lengur minni til þeirra atburða, verður ástandið fyrst varasamt. Uppgangur hryðjuverkamanna er okkur mikill þyrnir í augum. En þau ríki, sem byggja á ofbeldi, þar sem menn eru fangelsaöir eða þeim útrýmt fyrir að hugsa upp á eigin spýtur, eru okkur ekki síöur áhyggjuefni. Þetta eru þjóöfélög þar sem tíðkuð er tröllaukin hryöjuverkastarfsemi. Ríkisvaldiö verður að semja sig að lögum. Sp: En það leiðir hugann að mannréttindum. Þér hafið sagt að barátta Carters Bandaríkjaforseta væri virðingarverð en að yður fyndist hún til þess fallin aö varpa skugga á hljóölátari viöleitni ým- issa aöila til aö aöstoöa fólk í haröstjórnarríkjum. Kreisky: Á okkar dögum veröa minni þjóöir eins og Austurríki aö viðhafa hljóölátari aðferðir. Sp: Hefur meðferð forsetans á málinu ekki vakið vonbrigði? Kreisky: Nei, þaö er skoöun mín að hún hafi komiö aö gagni aö svo miklu leyti sem hún hefur þyrmt andófsmönnum við því versta. Hún hefur hvað sem öðru líöur heppn- ast aö hluta. Sp: Varðandi austurrísk innan- ríklsmál hefur OECD spáð hag- vexti um 1,5% á árinu 1978. Hvað viljiö þór segja um það? Kreisky: Eg hef enga þörf fyrir spár. Spár miða við þekktar aðstæöur og eiga því ekki lengur við þegar aöstæöurnar breytast. Spár byggjast á þeirri ályktun að aðstæður breytist ekki. Sp: Þér haldið aö efnahagsaö- stæður Austurríkismanna muni breytast? Kreisky: Ég hef ávallt veriö fylgjandi róttækri efnahagsmála- stefnu. Við höfum verið sakaöir um að reiða of hátt til höggs. Ef við heföum hins vegar ekki gert þaö er ég sannfæröur um að við Framhald á bls. 29

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.