Morgunblaðið - 27.04.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.04.1978, Blaðsíða 23
Þaö hefur failiö í minn hlut aö rita stuttan inngang aö þessum blaöauka Morgunblaðsins, sem ber yfirskriftina „Ungt fólk" og fyrirhugað er aö birta af og til á næstunni. Síöurnar „Ungt fólk" eru unnar af hópi ungra sjálfstæöismanna, sem stunda nám í framhaldsskólum á Reykja- víkursvæðinu. Kjarninn í þessum hópi er ungt fólk, sem starfar innan vébanda Heimdallar, samtaka ungra sjálfstæöismanna í Reykja- vík. Ætlunin er aö gefa þessu fólki og öðru ungu fólki, bæði utan skóla og innan, tækifæri til aö koma áhugamálum sínum og skoðunum á framfæri á þessum síðum. Til þess að tryggja nokkuö samhengi í þessu starfi mun föst ritnefnd verða starfandi og geta áhugamenn snúið sér til hennar og einnig mun hún kosta kapps um að virkja, sem allra stærstan hóp til starfa við efnissöfnun. — • • — Þaö hefur komið glögglega í Ijós í starfi Heimdallar síöustu misseri aö stefna Sjálfstæöisflokksins á góðu fylgi aö fagna meöal ungs fólks í Reykjavík. í því efni nægir raun- veruiega að minna á jafna og stööuga fjölgun og endurnýjun Heimdallarfélaga. Viö, sem höfum verið valin til þess að vera.í forsvari fyrir unga sjálfstæðismenn í Reykjavík, gerum okkur mæta vel Ijóst mikilvægi þess aö virkja þjóömála áhuga og hugsjónaeld æskunnar til jákvæðra og skap- andi verkefna. Okkur er það einnig Ijóst aö margt ungt fólk, sem fylgir okkur aö málum hefur ekki enn komið til starfa með samtökum okkar. Til þess liggja auövitaö margvíslegar ástæður bæði al- menns og persónulegs eðlis. Um hinar persónulegu ástæður er ekkert að segja, þær eru og eiga að vera einkamál hvers og eins. Um hinar almennu u'mræður ætla ég hins vegar aö hafa fáein orð. Lengi hefur legið þaö orð á, að ungt fólk sé róttækt og í uppreisn- arhug. Það vilji kasta því gamla og byggja upp nýtt oft án þess að vita neitt um hvort það nýja verði hótinu skárra en þaö sem fyrir var. Að þaö vilji breytingar breyting- anna vegna. Hinir eldri og ráösett- ari, sem oft hafa gleymt æskuhug- sjónunum horfa því stundum með ótta eða jafnvel andúö, en í bezta falli með góölegu brosi á „sprikliö" í unga fólkinu. En auövitað er „spriklið" hið eina rétta. Með hverri kynslóð vakna breytt viðhorf. Leitað er nýrra lausna á gömlum vanda. Nýjar þrár vakna, ný markmið eru sett. Auðvitaö rekur æskan sig oft á að markmiö hennar og þrár eru fjarri því framkvæmanlega en þaö veröur hver og einn aö finna sjálfur. Ekki dugir að slökkva eldmóð æsku- mannsins meö því aö segja: „Þetta hefur allt verið reynt áður". Hann veröur sjálfur aö fá aö reyna sig og oft nær hann betri árangri en sá, Mist Barbara: Tónlistarnám - HVAB ER ÞAB? Æfingar, heimaverkefni, and- vökunætur, sviti, próf. Naði 6g — féll ég, úffl Þessir pættir einkenna alla skólagöngu, einnig tónlistarnám. Eini mun- urinn er, að sá sem stundar tónlistarnám lendir tvöfalt í Þessu. Frá því ég byrjaöi í skóla, 6 ára, hefur tónlistarnám fylgt mér eins og tryggur kjölturakki. Hann hugsaði einhvernveginn mikið um sig sjálfur og ég purfti ekki annað en að beyja mig niður og klappa honum, við og við. Hann tók engann tíma frá mér pannig að ég gæti ekki verið með vinum mínum, allá- vega ekki tilfinnanlega. Hann varð að vísu alltaf dálítiö erfiður tvisvar á ári í kringum mids- vetrarpróf og vorpróf. En hvað var pað miðað viö allar pær skemmtilegu stundir sem við áttum saman? Svona leið barnaskólinn og gagnfræða- skólinn. Ég var aö byrja í mennta- skóla. Eitthvað fór aö stækka, og stækka og stækka. Það var kjölturakkinn minn. Jafnframt pví sem harm óx varð hann frekari. Nú lét hann sér góðlát- legt klapp mitt ekki nægja heldur varð hann að fá heilu eftirmiðdagana — jafnvel kvöld. Ég fór að gera mér grein fyrir pví að ég var komin á kaf í tvöfalt nám. Þar sem líf mitt er svo Kjartan Gunnarsson: „að virkja þj óðmálaáhnga og hngsjónaeld æsknnnar" samtvinnað tónlistinni, var pað mitt fyrsta verk pegar ég kom í Menntaskólann við Hamrahlíð að leyta uppi tónlistarlífiö í honum. Ég vissi að í pessum menntaskóla starfaði góöur kór, svo pegar ég sá kórpróf auglýst var ég mætt. Nokkrum dögum síðar var ég orðinn meðlimur Þessa kórs. Svo frétti ég að tónlistarfélag nokkurt væri starfandi innan veggja skólans. Það auglýsti tónlistar- kvöld með nokkuð reglulegu millibili en á Þessum tónlistar- kvöldum var ekki flutt tónlist af Þeirri tegund sem ég kalla tónlist. Ég ákvað að ganga ekki í tónlistarfélagið. Framhald á bls. 24 KJARTAN sem sest hefur í öskustó brostinna vona og vill endilega draga allt niður meö sér. — • • • — Stjórnmálaflokkum er mikil nauösyn að fá æskuna til liös viö sig. Stjómmálaflokkur, sem ekki nýtur trausts æskunnar á enga framtíð. Þetta hefur Sjálfstæðis- flokkurinn alltaf skiliö og iagt alúö við að kynna ungu fólki stefnu sína. Reynslan hefur svo sýnt að stefna Sjálfstæðisflokksins — stefna frelsis og framfara — hefur alltaf haft mikinn hljómgrunn meöal ungra íslendinga. Þrátt fyrir þaö segja margir, að skólaæskan nú á tímum sé höll undir vinstri stefnu og sósíalisma. Ekki færa menn nein sérstök rök aö þessari staöhæfingu. Fullyröa aðeins að svona sé þetta. Auövitaö er til vinstri sinnaö fólk í skólum eins og á flestum öðrum stöðum. Þegar vel er að gáö kemur aftur á móti í Ijós, að í raun og veru er oftast um fámennar en harösnúnar klíkur að ræöa, en alls ekki þorra nemenda. En því er ekki að neita að starfsaöferðir þessara hópa eru oft jafn árangursríkar og þær eru ógeðfelldar. Ein helsta aðferðin er sú aö ná taki á skólablööum og þess háttar og halda síöan uppi stanslausri ófrægingarherferð á hendur þeim nemendum, sem voga sér aö vera á öðru máli en „vinstri menn". Á þennan hátt er fjöldi vanalegra nemenda beinlínis hrakinn frá félagsmálaafskiptum. Og smám saman kemst á það orð að „ungt fólk sé vinstri sinnað" jafn fráleit og sú staöhæfing í raun og veru er. En sagan er ekki öll sögö. Hlutur uppfræðendanna er eftir. Það er hafið yfir allan vafa aö skólakenn- arar hafa mikil áhrif á lífsviðhorf og skoöanir nemenda sinna. Kennar- inn á að vera nemandanum fyrir- mynd. Kennarar — eins og við öll — eru misjafnir bæði sem menn og sem kennarar. Flestir kennarar reyna vafalaust að sinna sínu starfi af alúð og samvizkusemi hins góða leiðbeinanda. En þeir kennarar eru til — því miður — sem engu skeyta um heiöarleika í störfum og nota aðstööu sína til þess — beint og óbeint — að hafa áhrif á stjórn- málaviöhorf nemenda sinna. Oftast er hér um að ræða unga „vinstri menn", sem nýlega hafa lokið námi í sérgrein sinni cg/eða marxískum fræðum og telja hlutverk sitt fyrst og fremst vera einhverskonar marxískt trúboð meðal skólaæsk- unnar. Slíkir menn eru vitanlega óhæfir kennarar og óforsvaranlegt af yfirvöldum fræöslumála að láta slíka „trúboða" starfa á ríkisins vegum meðal æskunnar sem fólkiö í landinu hefur treyst þeim fyrir; enda þótt oft sé erfitt að festa hendur á tilteknum afmörkuðum atvikum í þessu efni. Öll þessi framangreindu mál viljum viö sjálfstæðismenn taka til umræðu. Til þess, að þær umræð- ur megi fara fram er þessum síðum „Ungt fólk" hleypt af stokk- unum. Þær eiga ekki að vera bundnar Reykjavík. Ungt fólk, einkum skólafólk af öllu landinu er hvatt til þátttöku. Við viljum fylkja saman öllu ungu fólki, sem vili lifa saman í lýðræðisþjóöfélagi og skilur að til þess aö svo megi vera þá veröur aö berjast. Við vitum, að mörgu þarf að breyta og margt þarf að bæta á íslandi. Við teljum að framkoma og hegðun eldri kynslóðarinnar nú á dögum — hömlulaust kröfugerðar- kapphlaup og lítilsviröing viö lög og reglur þjóðfélagsins — sé sízt af öllu til fyrirmyndar eða eftir- breytni. Við viljum reyna að gera betur og til þess þurfum við stuðning allra sem deila með okkur vonum og hugsjónum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.