Morgunblaðið - 27.04.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.04.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1978 25 arnam listarskólanum í Reykjavík met- ið jafnt og annað nám. Enn er samt stærsti Þáttur tónlistar- námsins óbrúaður p.e. hljóö- færaæfingar. Jafnvel aðeins eitt herbergi í menntaskólanum merkt „æfingaherbergi" bar sem tónlistarnemendur gætu æft sig til skiptis, væri til mikilla bóta. Með samstöðu okkar — nokkurra nemenda á tónlistar- sviöi náðist bað loforð frá rektori okkar, að við fengjum að æfa okkur í sal skólans alltaf Þegar hann er laus. Ég skora á MIST alla tónlistarnemendur í öðrum skólum að gera slíkt hiö samal Mist Barbara (M.H.) Telur þú að Heimdallur hafi nægileg áhrif á íslensk þjóðmál? Heimdallur hefur vissulega áhrif á gang þjóðmála og í því sambandi má nefna að Heimdallur vill að dregið verði úr ríkisbákninu og að ríkisrekstur verði aðeins rétt- lætanlegur við sérstakar aðstæð- ur. Heimdallur vill sem sé einka- -eignarrétt og frjálst markaðs- kerfi. Eitt af kjörorðum Heimdell- inga er „Báknið burt", þetta hefur hrundið af stað umræðum á Alþingi og hefur vakið almenning tiJ umhugsunar. Heimdallur stendur vörð um frelsi og sjálf- stæði Islands. I samtökum ungra sjálfstæðis- manna eru um það bil 5000 manns. Þetta fólk getur með samtökum sínum haft meiri áhrif í stjórn- málum í landinu. Hvernig getur Heimdallur aukið tengslin við skólana? Heimdallur gæti haldið kynn- ingarfund á hverju hausti, sam- eiginlegan fund með öllum skólun- um og kynnt starf sitt og stefnu. Hann gæti einnig gefið út kynn- ingarrit og dreift í skólunum. Eg tel það mjög æskilegt að Heim- dallur efli tengsl sín við skólana því það er jú sá vettvangur þar sem flest ungt fólk er saman komið. Á Heimdallur að hafa sig meira framrni opinberlega með kapp- ræðufundum, útifundum, mót- mælagöngum o.þ.h.? Mér finnst mótmælagöngur heldur léleg baráttuaðferð. Það má kannski segja að útifundir séu heldur skárri en samt held ég að bæði mótmælagöngur og útifundir höfði til einstakra afmarkaðra hópa, og þar að auki hefur það sýnt sig að þessar baráttuaðferðir bera lítinn sem engan árangur. En hvað snertir kappræðufundina þá er það aðmínu áliti langbesta baráttuaðferðin því þar mæta menn frá öllum stjórnmálaflokk- unum og jafnvel þeir sem eru ópólitískir. Marta Guðjónsdóttir, nemi í Menntaskólanum í Reykjavík. Það er augljóst að ungt fóJk, hér á landi, hefur mjög mikinn áhuga á stjórnmálum. Það sýnir t.d. hinn mikli fjöldi ungs fólks sem gekk í Heimdall á síðastliðnu ári. Það er því auðséð að fólk er búið að mynda sér sínar ákveðnu skoðanir, því er ég hlynntur því að kosningaaldurinn verði lækkaður í 18 ár. Frjáls útvarpsrekstur hlýtur að vera í hverju heilbrigðu lýð- ræðisþjóðfélagi. Það getur því ekki verið annað en afturhald þar sem hann er ekki leyfður frjáls. Nú er t.d. stutt í það að upp komi gervihnöttur, og jarðstöð hér, þannig að hægt verður að hlusta á flestar stöðvar út um allan heim. Einstefna í hvaða formi sem er getur ekki verið og hefur ekki verið eðli mannsins. Það þyrfti að vera meira um skemmtanir til að fá fólk saman, ekki bara pólitíska fundi, slíkt er allt of þurrt. Það verður að gera samkomurnar lifandi og skemmti- legar til að fá þá sem ekki hafa fengið áhugann eða myndað sér Hér á síðunni er að finna HUGLEIÐINGAR UM HEIMDALL, STARFSAÐFERÐIR O.FL eftir ungt fólk í menntaskólum borgarinnar 9 Gunnlaugur S. Gunnlaugsson, Verzlunarskóla Islands: Um íélagslífið og fleíra Á undanförnum árum hafa nem- endafélög framhaldsskólanna tek- iö miklurn framförum. Þau bjóöa nú upp á flestar tegundir tóm- stunda sem mannskepnan hefur fundið upp. Þaö ætti öllum að reynast þaö létt verk að finna eitthvaö við sitt hæfi, sér til skemmtunar. Ég sat nýlega ársfund Æskulýös- félaga Reykjavíkur. Þar kom fram aö hin frjálsu félög (sbr. skáta- hreyfingin og fl.) eiga í vök aö verjast fyrir nemendafélögum skól- anna. Frjálsu félögin eru illa stæö fjárhagslega og þeim gengur illa aö fá fólk til aö starfa. Sú spurning kom upp, hvort fólk væri ekki oröiö mett af því sem skólarnir byöu upp á og heföu því takmarkaöan áhuga og tíma til aö stunda aðra félags- starfsemi. Ég er ekki frá því aö í þessu leynist einhver sannleikur. Verslunarskóli íslands hefur ávallt verið rómaöur fyrir gott og öflugt félagslíf og góöan félags- anda. Mikil samstaöa er meðal nemenda um aö halda þessum oröstír á lofti. Þaö er mín skoðun að nemendafélag skólans geti ekki tekiö miklum framförum í sam- bandi viö magn þess efnis sem boðið er upp á, án þess þá aö ofbjóöa nemendum. Samt sem áöur á félagið í nokkrum erfiðleik- um. Þar á ég viö að erfitt hefur reynst að fá nýtt fólk til að starfa. Þetta á þó sérstaklega viö yngri bekkina. Það er t.d. viku umræðu- efni innan skólans ef nemandi úr 3. bekk tekur til máls á málfundi. Ræöustóllinn viröist vera einhver sá ægilegasti hlutur sem fyrir augu þeirra hefur boriö. Hver er orsök- in? Ég tel skólakerfiö bera alla sök á þessu. Þaö er fyrir neðan allar hellur aö nemendum skuli ekki vera kennd framsögn og almenn tjáning. Þetta þyrfti aö gera að skyldugrein strax í grunnskóla. Málfrelsi er eitt af máttarstóipum lýðræðisins en lítið gagn er af siíku frelsi ef flestir þegnar ríkisins eru „mállausir". Þarna tel ég skjótra úrbóta þörf. Húsnæði það sem Verslunar- GUNNLAUGUR skóli Islands starfar í er.orðið alltof lítiö. Hvert skúmaskot ískólanum er notaö fyrir kennslu. Þetta hlýtur að bitna á félagsstarfi nemenda. Lesstofur fyrir nemendur eru engar. Þar af leiðir aö ef eyöa myndast af einhverjum sökum í stundaskrá þeirra hafa þeir ekkert athvarf nema þá ganga skólans. Þetta stafar auövitað af áður- nefndu húsnæöisleysi skólans. Þess vegna veröum við Verslunar- skólanemar að gera okkur þaö aö góðu sem við nú búum við, því ekki bólar á byggingu nýs skólahús- næöis í bráö. skoðun til að koma á fundi. Það þyrfti að gera kappræðu- fundarformið algengara, taka það upp í skólum eða jafnvel í sjónvarpi og útvarpi. Þar yrðu vitanlega allar skoðanir að koma í ljós þar sem allur áróður er bannaður í þeim fjölmiðlum. Einnig gæti komið til greina að stofna e.k. ferðafélag er myndi sjá um ódýrar ferðir félagsmanna innanlands sem utan. Ólafur Thoroddsen. IHeimdalli á að starfa ungt fólk frá aldrinum 16 ára til 35 ára. Þarna er um að ræða 19 ára kynslóðabil, og er það ekkert óeðlilegt að ætla að margt af því unga fólki sem gengur inn í Heimdall er örugglega ekki fullvisst um af- stöðu sína kannski hvað varðar þjóðmál eða ákvarðanir. Ég er ekki að segja að yngra fólkið sem ég geri fastlega ráð fyrir að sé í meirihluta þar, hafi ekki skoðun á málunum aðeins það að lögin gera ekki ráð fyrir að fólk fái að undirstrika vilja sinn á kosningar- degi fyrr en það er orðið tvítugt. Þannig lagalega séð getur megin þorri Heimdellinga ekki haft áhrif á gang mála. Þetta er ekki spurning um hvort Heimdallur eigi að hafá nægileg áhrif á gang mála heldur hvort eigi ekki að breyta lögunum svo fullgildir meðlimir Heimdalls geti haft áhrif á þjóðmálin. Eg tel ekki óæskilegt að Heim- dallur auki tengsl sín við skólana eða nokkurt annað pólitískt félag. Höfða ég þá til vilja meirihluta nemenda sem hafa marglýst því yfir að pólitískur áróður eigi ekki heima í skólunum sjálfum. Heim- dallur hefur sín heimkynni og fólk sem hefur áhuga á pólitík á að ^*' kynna sér hana þá á heimaslóð Heimdellinga, nefnilega Valhöll. Ég er andvígur átroðningi sem ekki er æskilegur þegar oddamenn félagslífs í skólum túlka vilja meirihluta nemenda, á þá vegu, að pólitík og félagslíf eigi ekki saman. Þetta er þeirra reynsla og þess ber að gæta. Hins vegar getur Heimdallur haft sig meira í frammi opinber- lega með kappræðufundum, úti- fundum, og þess háttar. Það gæti eflt áhuga manna á málefnum þjóðarinnar. Og yngra fólk myndi kannski vakna. . Sveinn Guðmundsson verslunarskólinn Ihelstu baráttumálum félagsins gætu útifundir orðið til góðs og til þess að vekja athygli á þeim. Alls konar nýbreytni vekur áhuga fólks og má þar sérstaklega benda á kappræðufundinn milli Heimdellinga og ungra Alþýðu- bandalagsmanna í Sigtúni. Fleiri slíkir mættu fylgja. Undanfarin ár hefur félagið, að mínum dómi, ekki látið nægilega til sín taka á vettvangi þjóðmál- anna. En nú virðist vera að birta til. Með kröfunum um minnkun ríkisumsvifa, kunnari undir slag- orðinu „Báknið burt", hefur braut- in verið rudd. Þessu brautryðj- endastarfi verður að halda áfram og hvika hvergi frá settu marki. Sagt er að i'élagið hafi mjög látið á sér bera hér í M.R. nú í ár miðað við fyrri ár. En betur má ef duga skal. Það er stór hópur sem er fylgjandi stefnu Heimdellinga en mætir ekki á málfundum, en það eru nærri því einu samkom- urnar þar sem stjórnmál eru rædd. Svo er þetta fólk að fjargviðrast yfir samþykktunum sem gerðar eru á fundunum. Það er staðreynd að sameignarsinnarnir mæta bet- ur á þessa fundi. Ef hægt væri að virkja þennan stóra hóp, myndu aðrar tillögur verða samþykktar. Hvers vegna mætir þessi hópur ekki? Mér virðist gæta hjá mörgum þeirra einhvers konar minnimátt- arkenndar yfir skoðunum sínum. Þessu viðhorfi verður að breyta og er það helsl hægt með sterku félagsstarfi Ileimdalls innan veggja skólanna. Anton I'jetur Þorsteinsson. 3 — E, Menntaskólanum í Reykjavík. MARTA ÚLAFUR ANTON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.