Morgunblaðið - 27.04.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.04.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1978 Handtökumálið Framhald af bls. 48 , þeir Guðbjartur Pálsson og Karl Guðmundsson færðir til Keflavík- ur og hafðir þar í haldi um hríð en Guðbjartur síðan úrskurðaður í gæzluvarðhald vegna gruns um fjármálabrot. Var handtakan upp- hafið að tveimur viðamiklum rannsóknum, í fyrsta lagi rann- sókn á fjármálastarfsemi Guð- bjarts heitins Pálssonar og í öðru lagi rannsókn á handtöku þeirra Guðbjarts og Karls og tilurð hennar, en Karl kærði handtökuna strax á eftir og taldi hana ólögmæta. Rannsókn handtöku- málsins var falin Steingrími Gauti Kristjánssyni héraðsdómara í Hafnarfirði sem setudómara í málinu. Var rannsóknin mjóg umfangsmikil og fjölmargir kall- aðir til yfirheyrslu. Þeir Karl og Guðbjartur héldu því fram að þeir hefðu verið blekktir af tveimur stúlkum á fund Hauks og hefðu þær komið fyrir áfengi í bíl Guðbjarts. Einn stærsti þáttur rannsóknarinnar var leitin að þessum stúlkum, sem gjarnan voru nefndar ^huldomeyjarnar" í fréttum. Voru m.a. látnar fara fram sakbendingar og reynt að láta Karl og Guðbjart benda á þær réttu í hópi stúlkna. Ekki leiddi rannsóknin til árangurs hvað þennan þátt varðaði, en þó mun önnur konan, sem nú hefur viður- kennt þátt sinn í málinu hafa komið til yfirheyrslu þegar málið var fyrst í rannsókn en þá algerlega neitað þátttöku í málinu. • Ákæru ekki krafizt Hinn 31. maí 1977 sendi Stein- grímur Gautur ríkissaksókn- arahandtökumálið til ákvörðunar- töku, þ.e. dómsrannsókn ásamt fylgiskjölum. Hinn 8. desember sama ár ritaði ríkissaksóknari Steingrími Gauti setudómara bréf, þar sem segir að niðurstaða af athugunum málsins og fylgiskjal sé sú, „að rannsóknargögnin hafi ekki að geyma nægilega sterkar líkur til sakfellingar svo að fullnægi ákvæðum 115. greinar laga númer 74 frá 1974 til útgafu ákæru á hendur Hauki Guðmunds- syni fyrir brot á 131., 132. og 148. grein almennra hegningarlaga og er því ekki af ákæruvaldsins hálfu krafizt frekari aðgerða í máli þessu að sinni nema fram komi nýjar upplýsingar, sem kynnu að renna styrkari stoðum undir fyrrgreindar sakargiftir á hendur kærða", eins og orðrétt segir í bréfi ríkissaksóknara. • Nýjar upp- lýsingar Steingrímur Gautur sendi málið áfram til Rannsóknarlögreglu ríkisins með bréfi dagsettu 22. desember s.l. Hallvarður Ein- varðsson rannsóknarlögreglustjóri sagði í viðtali við Mbl. í gær, að málið hefði síðan legið hjá Rann- sóknarlógreglu ríkisins ef ein- hverjar frekari upplýsingar kynnu að koma fram. Sagði Hallvarður að 9. apríl s.l. hefðu nýjar upplýsingar komið fram í málinu, sem leiddu til þess að rannsókn hófst í því af hálfu Rannsóknar- lögreglu ríkisins. Nú hafa tvær ungar konur, búsettar í Keflavík, viðurkennt að hafa að áeggjan Hauks blekkt þá Guðbjart og Karl til þess að gefa Hauki átyllu til liaiidlúku. íiaukur hefur algerlega neitað sakargiftum og stendur því staðhæfing .gegn staðhæfingu í málinu. Hallvarður sagði að mál þetta yrði sent ríkissaksóknara til ákvörðunartöku strax að rannsókn lokinni. Rannsóknarlögreglu- mennirnir Hannes Thorarensen og Grétar Sæmundsson hafa haft veg og vanda af rannsókninni hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Greinargerð setudómarans Steingrímur Gautur Kristjáns- son setudómari í handtökumálinu sendi frá sér greinargerð um gang rannsóknarinnar hinn 7. marz 1977. í greinargerðinni skýrði Steingrímur þannig frá upphafi málsins: Mánudaginn 6. desember 1976, um kl. 18.30 - 19.00 gaf Kefla- víkurlögreglan sig á tal við tvo menn sem sátu í bifreið á Ægis- götu í Vogum, Vatnsleysu- strandarhreppi. Menn þessir reyndust ver Guðbjartur Pálsson og Karl Guðmundsson, báðir úr Reykjavík. Var Guðbjartur eig- andi bifreiðarinnar en Karl öku- maður. Við leit í bifreiðinni fannst ferðataska með tveimur 5 pela flöskum af Smirnoff-vodka og einn kassi af áfengum bandarískum bjór af tegundinni Schlitz. Báðir mennirnir voru handtekn- ir og settir í hald. Guðbjartur var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um fjármálabrot, en Karl kveðst hafa verið hafður í haldi þar til kl. 19.00-20.00, þriðjudaginn 7. desember. Hann kveðst hafa verið leiddur iyrir dómara kl. 18.00 þann dag. Fljótlega vöknuðu grunsemdir hjá yfirmönnum lögreglunnar um að ekki væri allt með felldu varðandi handtökuna, og þann 9. desember s.l. barst ríkissaksókn- ara bréf þar sem þess er krafist af hálfu Karls Guðmundssonar að rannsókn færi fram út af meintri ólöglegri handtöku á honum. Með umboðsskrá 14. desember 1976 var Steingrímur Gautur Kristjánsson, héraðsdómari í Hafnarfirði, skipaður til þess að fara með rannsókn vegna hand- tökunnar. Þann 15. desember var rann- sóknin hafin. I greinargerðinni er m.a. rakið, að Haukur haldi því fram, að ónafngreindur maður hafi hringt í hann á skrifstofu lögreglunnar í Keflavík kl. 13.20 hinn 6. desember til að láta vita um ferðir Guð- bjarts um Suðurnesin þennan dag. Lögreglumenn, sem voru á stöð- inni á þessum tíma, halda því i á þessum tíma. Meginefni greinargerðarinnar var að öðru levti þetta: • Ung kona í Keflavík hefur borið, að Haukur hafi beðið hana um að ná Guðbjarti til Keflavíkur fyrir sig og hún skyldi hafa að yfirvarpi að hún þyrfti að biðja Guðbjart að útvega peninga. Haukur kveður konuna upphaflega hafa boðizt til að gera þetta, en kvaðst síðan hafa ámálgað þetta við hana eftir miðjan nóvember og vill hann ekki aftaka, að hann hafi ætlað að handtaka Guðbjart. • Meginatriði í framburði þeirra Karls Guðmundssonar og Guðbjarts Pálssonar um aðdrag- anda handtökunnar er, að tvær stúlkur hafi leitað til Guðbjarts, þar sem þeir sátu í bifreið á götuhorni í Reykjavík og beðið Guðbjart að útvega erlendan gjaldeyri. Guðbjartur kveðst ekki hafa haft gjaldeyrinn, en boðizt til að aka stúlkunum. Hafi leiðin fyrst legið upp í Breiðholt þar sem stúlkurnar hafi sótt stóra ferða- tösku, sem sett var í farangurs- geymslu bílsins, en síðan hafi verið ekið áleiðis til Grindavíkur, þangað sem stúlkurnar kváðust • þurfa að fara og þeir Karl og Guðbjartur höfðu boðizt til að aka þeim. Á leiðinni hafi stúlkurnar óskað eftir því að komið yrði við í Vogunum, en þar hafi stúlkurnar yfirgefið bílinn og segjast þeir Karl og Guðbjartur hafa beðið þeirra þar, þegar lögreglan kom. Þrír leigubílstjórar í Reykjavík komu fyrir dóminn og báru allir að hafa séð stúlkurnar tvær í bílnum. • í íbúð, sem Haukur kom í uppi í Breiðholti sama dag og handtak- an fór fram hitti hann fyrir húsmóðurina, en talaði við eigin- manninn í síma. Samkvæmt fram- burði hans sagðist Haukur vera með tvær stúlkur í bílnum, en Haukur ber að hann hafi sagt þetta í gamni. Húsmóðirin, sem telur sig þekkja bifreið þá sem Haukur hafði til afnota á vegum lögreglunnar, segist hafa séð einhvern frammi í bílnum og hafi henni sýnzt það vera kvenmaður og að önnur persóna sæti í aftursætinu. Haukur hefur látið að því liggja, að þarna muni hafa verið um að ræða aðra bifreið en hans. • Þrír lögreglumenn bera, að bjórkassi sem lögreglan komst yfir eftir að honum var hnuplað úr ms. Selfossi og afhentur var Hauki til varðveizlu vegna rannsóknar málsins, sé hinn sami og bjórkassi sá, sem fannst í bíl Guðbjarts, en Haukur afhenti hins vegar full- trúa bæjarfógeta í Keflavik kassa, sem var lítið eitt frábrugðinn þeim er fannst í bíl Guðbjarts. Ung kona í Keflavík ber einnig, að Haukur hafi hringt í hana og beðið hana um að útvega sér tvo kassa af áfengum bjór, en Haukur hefur harðlega neitað og komið með þá tilgátu, að annar maður hafi hringt og kynnt sig með hans nafni. • Allmargar ábendingar bárust lögreglunni um stúlkur, sem talið var að gætu hafa verið í bíl Guðbjarts og var gripið til þess ráðs að láta vitnin sjá þessar stúlkur í hópi annarra, en þessar aðgerðir báru ekki afgerandi árangur, segir í greinargerðinni. — Kjaradeila Framhald af bls. 48 Samvinnufélaganna, sagði hins vegar, að vinnumálasambandið „hefði ekki talið ástæðu til viðræðna við 10-manna nefnd ASÍ, þar sem sú leið væri fullreynd" og því hefði vinnu- málasambandið getað fallizt á að vísa málinu til sáttasemjara með Verkamannasambandinu. Guðmundur J. Guðmundsson formaður Verkamannasambands íslands sagði að á fundinum á föstudag hefði Verkamannasam- bandið borið fram fyrirspurn þess efnis hvort vinnuveitendur hefðu í raun aðra afstöðu til láglaunafólks innan Verkamannasambandsins og annarra félaga en fram hefði komið áður. Sagði Guðmundur að „út úr þessu" hefði ekkert komið og „ekkert gerzt í málinu". „Við vildum þá vísa deilunni tíl sátta- semjara því við töldum það ekki hafa neitt upp á sig að standa í svona fundahöldum. Þeir vildu hins vegar ekki fara þá leið og báðu um annan fund og við féllumst a það, enda er það hefð ef báðir aðilar eru ekki sammála eftir «inn fund. Síðari fundurinn var svo í dag og efnisleg niðurstaða varð engin þar heldur. Fulltrúar Vinnuveitendasam- bandsins sögðust ekki fyrir sitt leyti vilja vísa deilunni til sátta- semjara en af hálfu Vinnumála- sambandsins kom yfirlýsing þar sem þeir fyrst drógu í efa árangur- inn af þátttöku sáttasemjara en töldu sig síðan geta kannað fyrir hans tilstuðlan hvort unnt væri að ná einhverri pólitískri lausn frá ríkisvaldinu. Við töldum að deilan væri komin á það stig að frekari fundahöld væru tilgangslaus og því eðlilegur gangur málsins að vísa því til sáttasemjara." „Við erum ekki með í því að vísa málinu til sáttasemjara," sagði Barði Friðriksson framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambands ís- lands. „Við teljum að um leið og við föllumst á það að vísa málinu til hans þá sé það viðurkenning af okkar hálfu á því að það sé eitthvað um að ræða til breytinga á samningum og þá ef til vill með einhverjum frávikum frá lögum. Staðan er hins vegar sú að við teljum okkur ekki hafa bolmagn til breytinga á samningum hvað kaupið áhrærir og lagabreytingar eru ekki á okkar valdi. Ástæða þess að við viljum viðræður við ASÍ er sú að nú hefur það gerzt að fleiri sérsambönd innan ASÍ vilja viðræður, auk verkamannasambandsins eru það nú samtök iðnverkafólks og verzl- unarmenn, en þarna er um að ræða þrjá stærstu hópana innan ASÍ. Málin hafa þróazt þannig fyrir vilja beggja að samningavið- ræðurti hefur verið þjappað saman og því teljum við það spor aftur á bak að fara út í viðræður við sérhópa. Við viljum því eiga viðræður við Alþýðusambandið um fyrirkomulag viðræðna áður en lengra er haldið. Hitt er svo aftur að við munum að sjálfsögðu mæta hjá sáttasemj- ara þegar hann kveður okkur á sinn fund eins og lög gera ráð fyrir." Hallgrímur Sigurðsson formað- ur Vinnumálasambands Sam- vinnufélaganna sagði að efnislega væri enginn ágreiningur uppi milli þeirra og Vinnuveitendasam- bandsins. „Við teljum að þessi staða sé komin upp vegna póli- tískra aðgerða og þess vegna sé ekki um aðra lausn að ræða en pólitíska lausn", sagði Hallgrímur. „Hins vegar töldum við ekki ástæðu til viðræðna við 10-manna nefnd ASÍ þar sem sú leið væri fullreynd en gætum hins vegar fallist á að kanna hvort einhver möguleiki væri á því að fá fram pólitíska lausn á málinu. Því gátum við fallizt á að ganga allan veginn með verkamanna- sambandinu eins og þeir villdu og vísa málinu til sáttasemjara." — Forn gröf Framhald af bls. 48 fannst í gröfinnv hald af kist- unni og tréskífa um 12 cm í þvermál og 2 cm þykk. Sýnishorn voru tekin af málminum áður en mokað var yfir kistuna aftur og verða þau send Þjóðminjasafninu til at- hugunar. — Hver maður Framhald af bls. 2 við iðnrekendur, að teknar verði upp viðræöur um að reyna að viðhalda raungildi samninganna. Það hafa farið fram viðræður milli ASÍ og VSÍ, en iðnrekendur hafa hins vegar ekki enn orðið við ósk okkar," sagði Bjarni að lokum. — 1100 milljón Framhald af bls. 48 framleiðslukostnaðar innlendu varanna samkvæmt gildandi sölu- skattslögum. Mismunandi sölu- skattskerfi í V-Evrópu raski inn- byrðis samkeppnisstöðu landanna og til að fyrirbyggja þetta hafi nær óll aðildarlönd EBE og EFTA, að Finnlandi og íslandi undan- skildu, unnið að samræmingu söluskattskerfanna með því að taka upp virðisaukaskatt, en það skattkerfi feli í sér m.a. að enginn skattur sé innifalinn í verði útfluttrar vöru og þjónustu, þar sem uppsófnunaráhrifa gæti ekki frá virðisaukaskattkerfi. — Shevchenko Framhald af bls. 1. sinn hefði ákveðið að taka sér fasta bólsetu í Bandaríkjunum og mundi leggja inn nauðsynlegar umsóknir til bandarískra yfir- valda í því skyni. I yfirlýsingu sem birt var í nafni Shevchenkos í dag segir að hann vonist til að geta lifað eðlilegu og iðjusömu lífi þar í landi. I yfirlýsingunni segir einnig að Shevchenko hafi greint verulega á við stjórn sína og sé andvígur sovézka stjórnkerfinu. — Fangaskipti Framhald af bls. 1. þar eru í haldi og rauðu herdeild- irnar hafa krafizt að játnir verði lausir í skiptum fyrir Moro. miklu liði, þegar hringt var í blað nokkurt og því sagt að Moro hefði verið látinn laus á tilteknu svæði. Var ákaft leitað að honum þar í langan tíma í dag en án árangurs og er tilkynningin talin hafa verið enn ein blekkingin, enda þótt hún hafi í fyrstu litið trúlegar út en sá fjöldi tilkynninga senr daglega berast yfirvöldum og sagðar eru frá ræningjum Moros. Skák — Dayan Framhald af bls. 1. tilkynnt var þar í borg að Carter forseti hefði ákveðið að fresta því um nokkra daga að leggja tillögur sínar um vopnasölu til ísraels, Egyptalands og Saudi-Arabíu fyrir þingið, e.n í þeim er gert ráð fyrir solu á orustuþotum til allra þessara landa. Dayan sagði í ísrael áður en hann hélt til Bandaríkj- anna að ísraelar myndu reiðubún- ir að fallast á að fá engar nýjar flugvélar ef það gæti orðið til þess að Arabalondin tvö fengju þær ekki heldur. — Ný skotárás Framhald af bls. 1. á vettvang, „ég sá tvo menn gera árásina og eftir skot- hríðina gengu þeir rólega í burtu í áttina að nálægum bfl." Ekkert spurðist í dag til Aldo Moros fyrrum forsætisráðherra en lögreglan var þó göbbuð til mikill- ar leitar að honum með þyrlum og Framhald af bls. 21 17. bxc5 - dxc5,18. Rdb3 - b5?, 19. Rb2 - Hb8, 20. Hadl j6 de7, 21. Be3 - bxc4, 22. Rxc4 - Rxc4,23. Dxc4 - Be6,24. Dcl - c4, 25. Rd4 - Rf7, 26. Rc6 - Dc7, 27. Rxb8 - Hxb8, 28. Bd4 - Re5, 29. f4 - Rc6, 30. Dc3 - Rxd4, 31. Dxd4 - c3, 32. Hcl - c2, 33. Dd2 - Hb2, 34. Hf2 - Hxa2, 35. Hxc2 - Hal+, 36. Híl - Db6+, 37. Df2 - Hxfl+, 38. Bxfl - Db7, 39. Hb2 - Dc8, 40. Db6 - Bg8, 41. Kh2 - De8, 42. Bg2 - Da4,43. Dd8 - h5,44. e5! og svartur gafst upp. Hvítti Margeir Pétursson Svarti Heinz Liebert Enski leikurinn 1. c4 - e5, 2. Rc3 - Rf6, 3. g3 - Bb4, 4. Bg2 - M, 5. e4 - Bxc3, 6. dxc3 - d6, 7. De2 - ! Rbd7, 8. Rf3 - Rc5, 9. VM - Be6,10. OO - Dd7?!, 11. B,?5! - Re8,12. Be3 - f6,13. f4 - Dc6, 14. Bf2 - a5,15. RÍ5 - Hf7,16. Re3 - Da6, 17. Í5 - Bd7,18. h4 - a4,19. Bf3 - Bc6, 20. Dc2 - b6, 21. g4 - Db7, 22. Rd5 - Bxd5, 23. cxd5 - c6, 24. Hdl -Hd7, 25. b4 - axb3, 26. axb3 - cxd5, 27. Hxd5 - Rc7, 28. Hd2 - Ha3, 29. b4 - Ra4, 30. Hd3 - b5? (30.... Dc6!) 31. Dcl! - Ha2, 32. c4 - Dc6, 33. c5 - dxc5, 34. Hxd7 - Dxd7, 35. Hdl - Dc6, 36. bxc5 - Re8, 37. Hd8 - Kf8, 38. g5 - Ke7, 39. Hd5 - Hb2, 40. gxf6+ - Dxf6, 41. c6 - Hb3, 42. c7 - Hxf3, 43. c8=D Gefið. — Maður gekk á skíðunum Framhald af bls. 27 minnilegast frá þessum tíma? „Fyrir utan Olympíuleikana í Innsbruck er það árið 1970, þá var mikil breidd meðal skíða- manna hér í Fljótum og þá unnum við flesta sigrana. Enn- fremur héldum við 8 innanfé- lagsmót og það var mikil bar- átta milli manna. Núna er hins vegar lítið um að fólk stundi gönguæfingar og það vantar tilfinnanlega mann til að hafa forystu í þessum efnum, en því miður hef ég ekki tíma til að standa í þessu lengur. Hins vegar vona ég innilega að sú lægð sem nú er ríkjandi yfir skíðaáhuga Fljótamanna vari ekki lengi og að núverandi ástand sé aðeins lægð á undan storminum. Þá er það líka mjög tilfinnanlegt að við skulum missa börnin okkar í skóla í Varmahlíð þegar þau ná 12 ára aldri og þar af leiðandi er ekki hægt að sjá um skíðaþjálfun þeirra og ekki bætir úr skák að þau fá ekki einu sinni sómasam- lega leikfimikennslu í skólan- um." — Nú varst þú lengi frá þínu heimili vegna undirbúnings fyr- ir Olympíuleikana í Innsbruck. Var ekki erfitt fyrir konu og börn að sjá um búið á meðan? 4—5 mánuðir fóru í undirbúning „Að sjálfsögðu lenti allt á fjolskyldunni á meðan, en að auki réð ég vinnumann þann tíma sem ég var fjarverandi. Það var mikil reynsla fyrir mig að eiga 'þess kost að fara á Olympíuleika, en mér fannst sú reynsla koma nokkuð seint á mínum keppnisferli. Það fóru 4—5 mánuðir í undirbúning fyrir leikana og ég var 3 mánuði að heiman þennan vetur. En ég sé ekki eftir þeim tíma, sem ég varði til þessa undirbúnings," sagði Trausti Sveinsson að lokum. - Þ.Ó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.