Morgunblaðið - 27.04.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.04.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1978 29 Minning — Jónína Guðlaug Erlendsdóttir Dagsverki Jónínu Guðlaugar Erlendsdóttur er lokið. Jónína fæddist á Fáskrúðsfirði 20. júlí 1890. Foreldrar hannar voru Guðbjörg Bjarnadóttir og Erlendur Guðmundsson. Árið 1909 giftist hún Eyjólfi Ólafssyni íshús- stjóra á Fáskrúðsfirði. Áttu þau 6 börn en þau eru: Sverrir (dó á 1. ári), Kristín, gift Gunnlaugi Sigur- björnssyni, Ólafur verkstjóri, kvæntur IJelgu Kjartansdóttur, Sigrún, gift Eyjólfi Hafstein (dáinn 1958), Hjalti húsasmiður, ísak Sigurjón Þor- finnsson — Minning Vinur minn ísak Sigurjón Þor- finnsson verður til grafar borinn í dag 27. apríl frá Sauðárkróks- kirkju. Hann lést eftir örskamma sjúkdómslegu langt um aldur fram 17. apríl s.l., aðeins þrítugur að aldri. Það tekur sárt fyrir aðstandend- ur og vini þegar svo snöggt verður um ungan og hraustan mann sem ísak var. Undirritaður er svo lánsamur að hafa átt ísak að vini frá bernsku. Eg minnist samveru okkar sem leikfélaga, skólafélaga og vina sem sóttu ráð hvor til annars. Þó skrifa mætti margt lofið um Isak læt ég það ógert því slíkt væri andstætt óskum hans. Þó vil ég geta þess að það sem einkenndi Isak var rólyndi hans og snyrtimennska sem hann erfði úr föðurhúsum. ísak Sigurjón Þorfinnsson var fæddur í Neskaupstað hinn 28. september 1947, sonur hjónanna Sigurbjargar Sigurjónsdóttur og Þorfinns Isakssonar sem nú eru búsett á Þórshöfn. Hann ólst upp á Norðfirði til átján ára aldurs, eða þar til hann fór til náms í Reykjavík og stundaði hann vinnu þar og víðar þar til hann fluttist til Sauðárkróks fyrir um sex árum. Þar lauk hann námi í rafvirkjun og starfaði við fag sitt með góðri einkunn. För Isaks til Sauðárkróks boðaði gæfu í einkalífi hans, en þar kynntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Heiðbjörtu Krist- mundsdóttur meinatækni. Þau eignuðust eina dóttur sem nú er aðeins þriggja ára. Ég vil að lokum í þessum fátæklegu minningarorðum þakka samfylgdina og bið Guð aö blessa ísak og alla þá er hann unni. Megi minningin um góðan dreng hugga þær mæðgur og aðra ástvini hans á sorgarstund. Sigþór Sigurjónsson. — Viðtal við Kreisky Framhald af bls. 22. hefðum haft milli 150.000 til 200.000 atvinnulausra (um 20.000 eru atvinnulausir í Austurríki eða minna en 2%). Sp: Og verðbólgan? Kreisky: Mjög lítil. Við munum halda henni undir fimm prósent- um. Við munum halda atvinnuleysi niðri jafnframt verðbólgunni. Við héldum uppi fullri atvinnu árið 1977, mikil þensla var og fjárfest- ing og verðbólga óveruleg eða um 5,4%. Viðskiptajöfnuður okkar var óhagstaeður vegna þess að Aust- urríkismenn keyptu of mikið frá útlöndum, einkum bifreiðar. Sp: Austurríkismönnum er eink- ar umhugað að framleiða sína eigin bíla. Hvers vegna? Kreisky: Vegna þess að það er fljótlegasta leiöin til aö útvega iðnverkamönnum örugga vinnu. Ef ég hefði bílaverksmiöju hér á morgun gæti ég samstundis ráöiö 3000 til 4000 manns í vinnu. Og þegar ég byrjaði aö afhenda bifreiðarnar þá gæti ég bætt við 3000 starfskröftum öðrum. Sp: Munduð þið flytja bílana út? Kreisky: Af því aö við getum ekki framleitt vinsæla almennings- vagna yrðu 80% bílanna til útflutn- ings. Það er af þessum ástæðum aö viö erum aö leita aö tegund, sem þegar er vel þekkt, eins og Porsche og Crysler. Sp: „Lúxus“-bíl? Kreisky: Nei, t meöallagi. Þaö kæmi sér bezt að hafa samvinnu viö rótgróið bílafyrirtæki. Við getum lagt ýmislegt af mörkum. í fyrsta lagi eru launin ekki tiltakan- lega lág, en það þýðir að starfs- kraftarnir una sínu. Á Ítalíu er það t.d. þannig, að á hverja 1000 verkamenn fara um 10.000 vinnu- dagar forgörðum á ári í verkföllum. í Frakklandi og á Bretlandi er ástandið svipað. Til samanburðar tapast um tvær klukkustundir á mann í Austurríki. í öðru lagi getur ríkisstjórnin séð til þess, aö auöfengiö fjármagn sé fyrir hendi með langtímaskilmálum þannig að fyrirtæki sem taka sér bólfestu í Austurríki þurfi ekki að beita brögðum til að ná sínu fram. Ríkisvaldið kærir sig ekki um slík brögð. í þriðja lagi þá höfum við sérmenntaö vinnuafl. Þaö þyrfti ekki að þjálfa verkamenn sérstak- lega fyrir slíka bílaverksmiöju. Þeir eru greindir og hafa tæknina á valdi sínu. Má geta þess að Austurríkismenn eru í fremstu röð í byggingu iðjuvera um heim allan. í fjórða lagi er verðbólgan hérlendis á undanhaldi. Sp: Margir aðilar, einkum aust- urrískir útflytjendur, hafa látið í Ijós þá skoðun að fella ætti gengi schillingsins. Er það ætlun yðar? Kreisky: Nei, schillingurinn óbreyttur hefur einnig sína kosti. Áhrifa þess gætir t.d. með tilliti til innflutnings. í sambandi við skó- framleiðslu (en forráðamenn þess- arar greinar hafa farið fram á gengislækkun) má t.d. benda á að innflutt leður er ódýrara. Ef viö felldum gengið yrði framleiðsluvar- an dýrari og þá myndu þeir segja að nú yröum við að hækka verölagið. (International Herald Tribune). kvæntur Halldóru Sigurbjörns- dóttur, Konráð Guðlaugur verka- maður. Mann sinn misst Jónína 1951 en sama ár flyst Jónína inn á heimili Sigrúnar dóttur sinnar í Reykjavík en það var einmitt á því heimili sem að ég kynntist Jónínu fyrir 14 árum síðan. Ég held, að mér sé óhætt að segja að þau kynni hafi verið okkur báðum til góðs og vinskapur á milli okkar hafi treystst eftir því sem árin liðu. Nú eru 14 ár í sjálfu sér ekki langur tími en mér finnst samt sem Jónína hafi á þessum árum náð að veita mér og ekki síður mínum dætrúm svo ofurmikið af góðvild sinni og hlýhug. Ég minnist þeirra daga er við hjónin vorum bæði við nám og aðrar ástæður gerðu það að verkum að Jónína var oft og iðulega beðin að gæta elstu dóttur okkar. Það var ávallt auðsótt mál og sem meira máli skiptir, við vissum að þá var hún í öruggum höndum og hennar væri gætt af stakri alúð og samviskusemi. Sagt er að lengi búi að.fyrstu gerð. Það sem Jónína lagði af mörkum við þá gerð var vel gert. Ég minnist einnig með gleði daganna er „langa“ eins og dæturnar kölluðu hana ávallt hafði heilsu til að koma í heim- sókn til okkar. Þá sat hún tímum saman með barnabörnin í fanginu og ias fallegar sögur. Það voru ánægjulegar stundir fyrir okkur öll. Það var auðfundið. Eftir því sem ég best veit eignaðist Jónína aldrei mikið af veraldlegum auði. Til þess held ég að hún hafi verið of gjafmild. Til dæmis minnist ég vart þess hlutar sem hún eignaðist að hún hafi ekki fljótlega verið búin að gefa hann öðrum. Jónínu Guðlaugu Erlendsdóttur fannst óumdeilanlega sælla að gefa en þiggja. Um það geta allir vitnað er hana þékktu. Eitt var það þó sem Jónína vildi eiga. Það var hluti í ríki Guðs. Að vita af Hans blessun og velþóknun var sá einn auður sem Jónína sóttist eftir. Ég bið þess að Hans blessun verði áfram með Jónínu Guðlaugu Erlendsdóttur. „... gott er þeim, Drottinn, sem dagsverki sínu hafa lokið, að hverfa til þín.“ Guðlaugur Björgvinsson. m/ímmnmhi leðri og íeðurhnöppum. KÓRÓNA BÚÐIRNAR BANKASTRÆTI 7. SIMI 29122. AÐALSTRÆTI 4. SÍM115005.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.