Morgunblaðið - 27.04.1978, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 27.04.1978, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1978 Viðbrögð stjómarandstöðunnar: Skattalagafrumvarp- ið horfir til bóta — en of skammur tími ætlaður til afgreiðslu þess — Fá þingmál hafa vakið meiri athygli á þessu þingi en stjórnarfrumvörp um skattlagabreyting- ar og staðgreiðslu. Framsögur f jármálaráðherra, Matthíasar A. Mathiesen, hafa verið birtar hér í Mbl. Hér á eftir verða lauslega rakin fyrstu viðbrögð stjórnarandstöðu við frv. þessum. Hefur reynst ríkis- stjórninni erfitt Lúðvík Jósepsson (Abl) sagði m.a. að skattlagabreytingu hefði verið lofað þegar í stjórnarsátt- mála núv. ríkisstjórnar. Það, að frumvörp kæmu fyrst fram er nokkrar vikur væru eftir kjör- tímabils, sýndi, að þetta mál hefði reynst ríkisstjórninni allerfitL Rúmt ár væri að vísu síðan ríkisstjórnin hefði gert tilraun til að breyta skattalögum, en um það mál virtist þá hvorki samstaða í ríkisstjórn né stjórnarflokkum. Það frv. dagaði því uppi. Þetta frv. kemur of seint fram til að fá eðlilega meðferð, ef afgreiða á það fyrir þinglok. LJó sagði atvinnureksturinn hafa búið að vilhöllum skattalög- um. Mýmörg atvinnufyrirtæki greiddu annaðhvort engan eða sáralítinn tekjuskatt. Þessi skattalagagalli væri ekki nægilega sniðinn af í framkomu frv. Ymsir aðilar hafa og haft tækifæri til að draga tekjur sínar undan skatt- lagningu. „Heilar stéttir eru nefndar í þessum efnum." Við þessu er heldur ekki hreyft í frv. Nú er að vísu gerð tilraun til að skilja á milli atvinnurekstrar í minni háttar starfsemi og annarra persónutekna viðkomandi. En ákvæði frv. um þetta efni eru mjög óljós. Ég tel að stefnt sé í rétta átt í frv. varðandi skattlagningu hjóna, þ.e. sérsköttun, þó athuga þurfi vel ákvæði frv. um þetta efni. Það er NOKKRAR umræður urðu um innri stjórnun bjóðieikhússins þegar frumvarp til laga um Þjóðleikhúsið kom til annarrar umra'ðu í efri deild. Axel Jónsson (S) mælti með nefndaráliti menntamálanefndar e.d.. sem hann kvað ekki hafa gert neinar breytingar á frumvarpinu og leggja til að það yrði samþykkt óbreytt. Allir nefndarmenn skrif- uðu undir þetta álit en Ragnar Arnalds með íyrirvara. Ragnar Arnalds (Abl) gerði síðan grein fyrir breytingatillög- um við frumvarpið er hann hefur gert, en það er í fyrsta lagi þess efnis að Þjóðleikhúsið skuli árlega fiytja óperur, söngleiki og sýna listdans, í öðru lagi að tekið yrðu tillit til óska leikara og starfs- manna um aukið atvinnulýðræði innan stjórnar leikhússins, þannig að ráðherra skipaði fimm menn í ráðið til 2ja ára í senn, þar af þrjá samkv. tilefningu Starfsmanna- félags Þjóðleikhússins og tveir þeirra skulu vera úr hópi fastráð- inna leikara og leikstjóra. Þjóð- leikhússtjóri eigi ávallt sæti í leikhúráðinu með atkvæðisrétti, þannig að falli atkvæði jöfn í ráðinu ráði atkvæði hans. Þá gerir Ragnar í tillögum sínum m.a. ráð fyrir að Þjóðleikhúsinu sé heimilt að ráða til starfa leikritahöfund, t.d. erfitt að komast út úr 50%-reglunni án þess að ýmis vandamál komi upp. Hugsanlegt er að 50% -reglan verði látin ganga út á nokkrum árum. LJó vék frekar að einstökum efnisþáttum frv. Hann sagði m.a. að ákv. frv. um skattiagningu söluhagnaðar væru hvað veiga- mest. Þar er hins vegar um vandasamt og flókið mál að ræða. Skattlagning á hagnaði, sem fram kemur við sölu á eignum, er réttlætanleg í vissum tilfellum. Hins vegar er enginn vafi á því, að þar er um breytilegar aðstæður að ræða. Það getur t.d. orkað tvímæl- is að skat'tleggja einhvern út- reiknanlegan hagnað, sem til fellur í sérstökum tilfellum. Ég mun geyma mér að ræða það efni þar til síðar, vegna þess hve fáir tónskáld eða aðra höfunda til allt að eins árs í senn og að því skuli stefnt að a.m.k. einn höfundur sé starfandi í leikhúsinu á hverjum tíma. Þaö kom fram í máli Ragnars að hann taldi eðlilegt að komið yrði að minnsta kosti að nokkru til móts við óskir Þjóðleikhúsfólks um aukin ítök í stjórn Ieikhússins, enda kvaðst hann telja að hin eldri ákvæði um að hinir pólitísku flokkar skipuðu leikhúsráðsmenn væri tímaskekkja, í engu samræmi við tíðarandann. I þessu sambandi vitnaði Ragnar til samninga Reykjavíkurborgar og Leikfélags Reykjavíkur um stjórnun borgar- leikhússins og kvaðst telja það til fyrirmyndar. Albert Guðmundsson (S) kvaðst vildu vekja athygli Ragnars á- að ekki væru allir borgarstjórnarfull- trúar sáttir við þá tilhögun er tekin hefði verið upp varðandi borgarleikhúsið og kvaðst telja varasamt að afhenda með þessum hætti mannvirki, er kostað hefði verið til miklum fjármunum. Reyndar kvaðst Alþert vera and- vígur því að borgarleikhúsið risi í þeirri stærð sem nú væri afráðið. Jón Ármann Héðinsson (A) lýsti sig hlynntan tillögu Ragnars um óperuflutninginn og tók undir með Ragnari hversu illa væri búið að þingmenn eru viðstaddir í kvöld, sem og um ýms önnur ákv. frv. LJó sagðist vilja taka strax fram að frv. um staðgreiðslu opinberra gjalda hefði ekki fengið nægjan- legan undirbúning — að sínu mati. — Ég efast að vísn ekki um að st-fnt verður að staðgreiðslu skatta en það mál á alllangt í land enn, til þess að hægt sé að móta ákveðna framkvæmd. Það verður því naumast að lögum á þessu þingi, enda eðlilegt að það verði geymt, og að þeir, sem þarna eiga mikilla hagsmuna að gæta, t.d. bæjarfélög, fái að segja sitt álit á málinu. Skattalög vinstri stjórnar og reynslan af þeim Gylfi Þ. Gíslason (A) sagði vinstri stjórnina hafa komið fram nýjum skattalögurn árið 1972. Þá löggjöf væri enn verið að fram- kvæma. Hún væri meingölluð og hefði fyrst og fremst reynst löggjöf um skattlagningu launa- fólks. Þá börðumst við (1972), ég og núverandi fjármálaráðherra, söngvurum hér á landi, en hann kvaðst ekki treysta sér til að fylgja öðrum breytingatillögum Ragnars, þar sem engin von væri til að samstaða næðist um þær. Axel Jónsson tók nú aftur til máls og ítrekaði að nokkurt kapp væri lagt á að þetta frumvarp hlyti afgreiðslu á þessu þingi, því að öllum væri ljóst að mikil nauðsyn væri að fá fram þær lagabreytingar sem í frumvarpinu fælust. Einnig tók Einar Ágústs- son til máls. Hann kvaðst vera óperuunnandi en þó ekki geta fallist á að eðlilegt væri að skylda Þjóðleikhúsið til að flytja fleiri en eina óperu á ári hverju, því að það gæti reynst stofnuninni ofviða. Hann lýsti stuðningi við tillögu Ragnars um að Þjóðleikhúsið mætti ráða höfunda í allt að eitt ár og taldi fráleitt að bjóða höfundum upp á 3ja mánaða ráðningatíma af þessu tagi, eins og gert .væri í frumvarpinu. Einar kvaðst ekki vilja ganga of langt í því að afhenda starfsfólkinu stjórn leikhússins en taldi sjálfsagt að koma til móts við starfsfólkið að einhverju leyti. Lagði hann til að þingmenn tækju sér frest til að vinna tillögurnar frekar og ná samstöðu um þær. Undir þetta tók Ragnar Arnalds og var þá umræðu frestað. gegn þessari löggjöf. Reynslan hefur staðfest gagnrýni okkar í einu og öllu. Það kom mér því ekki á óvart, sagði GÞG, ,.ð endurskoð- un skattalaga var eitt af aðalmál- um í sáttmála ríkisstjórnar, sem núv. fjármálaráðherra á sæti í. Mig undraði hins vegar að hvert árið leið af öðru án þess að frv. að skattlagabreytingu kæmi fram. Var fjármálaráðherrann e.t.v. búinn að gleyma fyrri gagnrýni sinni á gildandi skattalög? Eða var samstarfsflokkurinn, sem hlut átti að setningu núgildandi laga, ófús að gera breytingar á þessu af- sprengi sínu? Frumvarpi til breytinga á skattalögum var loks útbítt á síðasta þingi. Það frv. var frá embættislegu sjónarmiði mjög vel unnið. En ekki liðu nema 2 vikur unz í ljós kom, r.ð engin samstaöa var í stjórnarflokkunum um frv. Það var ekki stjórnarandstöðu að kenna að það frv. gekk ekki fram. Nei. Stjórnarflokkarnir komu sér einfaldlega ekki saman um málið. Loks nú á síðustu vikum þings kæmi fram skattlagafrumvarp. Og annað frv. um staðgreiðslu opin- berra gjalda. Þetta, eru að vísu ekki góð vinnubrögð. Tvær vikur eftir af þingi og meir en 50 stjórnarfrv. óafgreidd. Þrátt fyrir þetta tel ég nauðsynlegt að skatt- lagafrv. fái afgreiðslu fyrir þing- lok. Ég og þingfl. Alþýðuflokksins erum reiðubúnir til að stuðla að því, að frumvarpið nái fram að ganga, þ.e. að breytingar verði gerðar á skattalögum í grund- vallaratriðum í þeim anda, sem í frv. felst. Við áskiljum okkur að vísu fyllsta fyrirvara til að flytja eða fylgja breytingartillögum. En núverandi skattalöggjöf er svo meingölluð að þetta mál þarf að hafa forgang um afgreiðslu. Ég tek hins vegar undir það með LJó að ég tel enga von til þess að hægt sé að afgreiða frv. um staðgreiðslu skatta nú, enda er það ókynnt mál. Tek undir hvert orð Magnús Torfi Ólafsson (SFV) kvaðst taka undir hvert orð síðasta ræðumanns um nauðsyn- ina á því að breyta gildandi skattalögum. Hins vegar bæri að leiðrétta það að vinstri stjórnin bæri alfarið ábyrgð á gildandi fliomGi skattalögum. Skattalögum heföi að vísu verið breytt 1972. En að meginstofni væri þau frá eldri tíð, er GÞG hefði setið í ríkisstjórn. Því miður raskaöi vinstri stjórnin þeim lögum ekki nægjanlega, sagði MTÓ. MTÓ sagði núv. ríkisstjórn hafa sýnt einstök handabakavinnu- brögð í flestum greinum. Ósam- komulag innan stjórnarflokkanna sé höfuðorsök þess að ekki hafi fyrr verið horfið að skattlaga- breytingum. Og nú er ætlast til þess að Alþ. afgreiði framkomið stjórnarfrv. á jafn mörgum vikum og það hefur tekið stjórnarflokk- anna mörg misseri að undirbúa það. En þó vil ég fullyrða, að í frv. má finna allmörg atriði, sem virðast horfa til bóta. En sér í lagi vegna þess að þetta frv. er tengt frv. um að taka staðgreiðslu skatta, er sérstök ástæða til að skoða ákv. frv. vandlega og gera sér grein fyrir áhrifum þeirra í framkvæmd. Ekki boðleg vinnubrögð Karvel Pálmason (SFV) sagði það ekki boðleg vinnubrögð að leggja svo viðamikil frumvörp fram á síðustu dögum þingsins. I raun ætti stjórnarandstaðan ekki að láta bjóða sér slík vinnubrögð. KP sagði meginstofn gildandi skattalaga frá tímum GÞG í ríkisstjórn viðreisnarára. Skatta- löggjöf hefði alla tíð verið óhag- stæð launþegum. Það skal þó viðurkennt að ekki var gengið nógu langt í að leiðrétta ranglætið við skattlagabreytingar vinstri stjórnar 1972. Það á ekki sízt við um þau mörgu fyrirtæki í landinu sem verið hafa skattlaus um árabil. Ég ítreka sagði KP að vinnu- brögð af því tagi, sem Alþingi eru nú sýnt, eru ekki boðleg, að ætlast til að það afgreiði á svo skömmum tíma jafn viðamikinn skattlaga- bálk, að ég tali nú ekki um ef jafnframt er ætlast til að stað- greiðslufrumv. nái fram að ganga. Breytingar til hins betra Ilalldór E. Sigurðsson, land- búnaðarráðherra, sagði það fjarri Gylfi og MTÓ styðja verðlags- málafrnm- varpið VIÐ atkvæðagreiðslu í neðri deild um stjórnarfrumvarpið um verðlagsmál kom fram að bæði Gylfi Þ. Gíslason, formað- ur þingflokks Alþýðuflokks- ins. og Magnús Torfi Ólafsson. formaður Samtakanna. styðja frumvarpið. Gylfi Þ. Gíslason gerði grein fyrir atkvæði sínu og kom þar fram að þingflokkur Alþýðu- flokksins hefur samþykkt að taka ekki flokkslega afstöðu til málsins. Gylfi sagðist mundu greiða atkvæði með frumvarp- inu þar sem um væri að ræða efnislega sama frumvarp og hann hefði flutt 1969 en varkti athygli á að núverandi við- skiptaráðherra, flutningsmað- ur þessa frumvarps, hefði þá verið aðalandstæðingur hins eldra frumvarps og flokkur hans þá tekið flokkslega af- stöðu gegn því. Kapp lagt á afgreiðslu nýrra í>j óðleikhúslaga Lúðvik Gylfi Þ. Karvel Iialldór E. Matthías Á. Skattalög vinstri stjórnar fyrst og fremst lög um launaskatt, segir Gylfi Þ. Gíslason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.