Morgunblaðið - 27.04.1978, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.04.1978, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1978 35 sér að halda því fram, að skatt- lagabreytingar 1972 hefðu verið svo fullkomnar, að nú sé engra breytinga þörf. Þannig hafi þó staðið á, 1972, eftir 15 ára samfelldan ráðherraferil GÞG, sem setið hafi samfellt í ríkis- stjórn lengur en nokkur annar íslendingur, að ymsu hafi þurft að breyta í skattamálum. Breytingar, sem gerðar voru 1972 á skattalög- um, hafi verið til bóta, og nauðsyn- legar, m.a. vegna þá gerðra breytinga á lögum um elli- og örorkubætur, til að lækka skatta á eldra fólki. HES sagðist hafa reynt að ná fram tekjuskattslækkun í sinni ráðherratíð í samkomulagi við stéttarfélögin. En á móti átti að hækka söluskatt, til að mæta tekjumissi. Um þetta náðist ekki samkomulag, sem kunnugt er. HES lagði á það áherzlu, að framkomið skattlagafrv. næði fram að ganga, því það fæli í sér veigamiklar breytingar til hins betra. Illa væri farið, ef málið hlyti ekki fullnaðarafgreiðslu, áður en þessu þingi lyki. Langur tími er síðan farið var að vinna að undirbúningi stað- greiðslu opinberra skatta. Það hefur verið hik á mörgum í sambandi við þá breytingu, m.a. vegna þess, hversu til tókst hjá Dönum, þegar þeir breyttu til. Nú hafi að vísu tekizt að komast yfir þær veilur, sem komið hefðu í ljós í framkvæmd staðgreiðslu í Dan- mörku. Hins vegar sýnist mér, að það myndi ekki saka þó að afgreiðsla þessa máls biði til haustsins, þar sem gildistakan skv. frv. er mjög rúm. Góðar undirtektir Matthías Á. Mathiesen, fjár- málaráðherra, sagði rétt, að frv. væri seint á ferð, en vel hefði verið til þess vandað, enda mikið og umfangsmikiö verk, sem að baki því lægi. Kerfisbreyting, eins og sú, sem fælist í umræddum tveimur frv., annars vegar um tekju- og eignaskatt og hins vegar um staðgreiðslu opinberra gjalda, hefði krafizt margháttaðra tíma- frekra athugana. Ég þakka hátt- virtum þingmönnum, sem hér hafa talað, undirtektir þeirra og skiln- ing á því, að breytinga er þörf og að ný skattalög verði afgreidd áður en þessu þingi lýkur. Gagn- rýni á það, hve frv. er seint fram komið,, andæfi ég ekki. Ég þakka ennfremur hæstv. landbúnaðar- ráðherra jákvætt innlegg hans í þessar umræður og vonast til að störf í fjárhags- og viðskipta- nefridum megi vel ganga, er þær fjalla um frv., svo við megum ná því marki, sem við virðumst allir sammála um, þrátt fyrir skiptar skoðanir um vinnubrögð, að ná fram þeim efnisatriðum, er frv. felur í sér. Verðjöfnunargjald landbúnaðar: 99 Vaxtaokrið stenzt ekki til lengdar,, — segir Stefán Valgeirsson, formaður landbúnaðarnefndar nd. MEIRIHLUTI landbúnaðar- nefndar hefur lagt til að sanv þykkt verði frumvarp til laga um breytingu á lögunum sem í gildi eru um Stofnlánadeild land- búnaðar, landnám, ræktun og byggingar í sveitum þar sem gert er ráð fyrir 1% verðjöfnunar- gjaldi á heildsöluverð allrar búvöru er renni í stofnlánadeild landbúnaðar. Þó er lagt til að sú breyting komi til að inn komi ákvæði til bráðabirgða þess efnis að stjórn Stofnlánadeildar land- búnaðarins sé heimilt að veita lán til endurbóta á íbúðarhúsnæði á lögbýlum eftir sambærilegum reglum og verið hefði þar til Byggingasjóður taki upp lánveit- ingar til slíkra framkvæmda. Stefán Valgeirsson (F) hafði framsögu fyrir nefndaráliti land- búnaðarnefndar neðri deildar, og kvað hann verðtryggingarskilmála í fjármagni til stofnlánadeildar og hærri vexti hafa valdið því að fjármagnskostnaður hennar væri nú meiri en tekjur. „Vaxtaokrið stenzt ekki til lengdar," sagði þingmaðurinn, ríkjandi vaxta- Kvikmyndas j óður án fasts tekjustofns FRUMVARP til laga um Kvik- myndasafn íslands og Kvik- myndasjóð kom til 2. umræðu í efri deild. þar sem Axel Jónsson (S) formaður menntamálanefnd- ar mælti fyrir áliti nefndarinnar. Gat hann þess. að frumvarpið hefði verið afgreitt samhljóða í neðri deild og lagði til að það yrði samþykkt óbreytt. Fyrir lá breytingatillaga frá Ragnari Arhalds (Alb) þess efnis að eftir 7. grein lagana kæmi ný málsgrein, þar sem kveðið er á um að leggja skuli sérstakt gjald á alla selda aðgöngumiða að kvik- myndahúsum og skyldi gjald þetta nema 10% af brúttóverði óg renna í Kvikmyndasjóð. I öðru lagi þá kæmi eftir 12. gr. ákvæði til bráðabirgða að fjármálaráðherra væri heimilt að lækka gjöld af kvikmyndahúsum, þ.e. skemmtanaskattinn og hækka að sama skapi aðgöngugjald að vín- veitingahúsum til að tekjur félags- heimilasjóðs og Sinfóniúhljóm- sveitar Islands skertust ekki. I framsögu Ragnars Arnalds með þessum breytingatillögum kom m.a. fram að hann og fleiri þingmenn hefðu á sínum tíma flutt frumvarp um stofnun kvik- myndasjóðs en samkomulag orðið um það vorið 1975 að vísa því máli til ríkisstjórnar í trausti þess að hún legði fram frumvarp um sama efni. Það hefði síðan tekið mennta- málaráðuneytið 3 ár að endur- skoða það en þingmaðurinn kvaðst verða að segja það umbúðalaust að sú endurskoðun væru aðeins að litlu leyti til hins betra og að nær öllu leyti til hins verra miðað við upphaflega frumvarpið. Ragnar Arnalds gagnrýndi aðal- lega að ekki skyldi gert ráð fyrir fóstum tekjustofni kvikmynda- sjóðs, líkt og gert hefði verið ráð fyrir í þingmannafrumvörpum um þetta mál. Þótti honum ríkis- stjórnin æði spör á fjármuni til þessa sjóðs, þar sem einungis væri gert ráð fyrir að verja til hans um 30 milljónum króna á fjárlögum 1979. Sýndi hann fram á að í tiliögum nefndar þeirrar er frum- varpið samdi hafi verið lagt til að varið yrði minnst 30 milljónum króna miðað við fjárhagsárið 1976 en Ragnar sagði að miðað við rýrnun krónunnar á þeim tíma er frá þessu væri liðinn mætti gera ráð fyrir að samsvarandi fjárhæð nú væri 80—90 milljónir króna. Því kvaðst Ragnar bera fram þessa breytingatillögu, sem hann kvaðst reyndar ekki eiga von á að næði fram að ganga, en hann sagði að hlyti frumvarpið afgreiðslu óbreytt nú, áskildi hann sér allan rétt til að vinna áfram að breyt- ingunum á skipan þessara mála og kvað ljóst að kvikmyndaunnendur og kvikmyndagerðarmenn yrðu áfram að berjast til að ná fram viðunandi kvikmyndalöggjöf. Frumvarpinu var síðan vísað til 3ju umræðu með samhljóða at- kvæðum. stefna væri beinlínis verðbólgu- hvetjandi en engan atvinnuveg léki hún eins grátt og landbúnað. Um tvennt væri að velja — að hækka vexti stofnlánadeildar sem nýlega hefðu verið hæ'kkaðir eða setja á framangreint verðjöfn- unargjald. Útkoman væri hin sama fyrir neytendur en síðari kosturinn hefði verið valinn þar sem vaxtahækkun, ylli óviðunandi mismunun innan bændastéttar- innar. Þingmaðurinn kvað þó fyrirsjáanlegt að verðjöfnunar- gjaldið dygði aðeins skamma stund og nauðsynlegt yrði að hækka það áður en langt um liði. Það kom fra, að Eðvarð Sigurðs- son skrifar undir álitið með fyrirvara en Benedikt Gröndal skilaði sér áliti irinan nefndarinn- ar. Fram kom í máli Benedikts Gröndal (A) að hann kvað sjálf- sagt að leiðréttur yrði sá mismun- ur er væri milli fjármagnskostn- aðar stofnlánadeildar og tekna en svipuð vandamál væru upp á teningnum innan annarra at- vinnugreina og þar leyst með hækkun vaxta. Verðbólgan hefði leitt til hinna háu vaxta en hlutverk þeirra væri að draga úr óarðbærri fjárfestingu og verð- bólgugróða en óneitanlega legðist vaxtabyrgðin mjög þungt á allan rekstur og íbúðabyggjendur. I frumvarpi þessu væri hins vegar gert ráð fyrir að hækka ekki vexti á útlánum stofnlánadeildar heldur kæmi verðjöfnunargjaldið í þess stað og sagt væri að þetta kæmi í einn stað þar sem hærri vextir hefðu hækkunaráhrif á verðgrund- völl búvöru. Benedikt kvaðst ekki geta stutt Framhald á bls. 32. Leiðrétting ÞEIRRAR meinloku gætti í upp- hafi fréttar Mbl. á þingsíðu í gær þar sem greint er frá umræðum utan, dagskár í sameinuðu þingi um verðlags- og markaðsmál landbúnaðarins, að í upphafi fréttarinnar er rætt um verðjöfn- unargjald af sauðfjárafurðum þar sem átti að standa útflutnings- gjald, eins og reyndar má síðan lesa af frásögn af ræðu fjármála- ráðherra. Er beðist velvirðingar á þessu. Afgreidd þingmál Miklar annir hafa veriö á Alpingi undanfarna daga og vikur og fundahöld fram síð- kvöld. Meöal mála, sem hlotið hafa endanlega afgreiðslu, eru: • Vegaáætlun Vegaáætlun fyrir 1977—1980. Var áætlunin samþykkt með þeim breytingum, sem fjárveitinga- nefnd varð sammála um, en frá áætlun og breytingartillögum hef- ur áður verið greint á þingsíöu Mbl. Samkvæmt áætlun líðandi árs er framkvæmda- og ráðstöf- unarfé Vegagerðar ríkisins 9.300 m.kr. • Fiskimálaráð fellt niður Samþykkt hafa verið lög frá Alþingi er fela í sér að fiskimála- ráð verður fellt niður. Er þetta í samræmi við endurskipulagningu og breytingar á sviöi sjávarút- vegsmála. • Geymslufé Samþykkt hafa verið lög um geymslufé. Lögin taka aðeins til geymslu peninga og koma til móts við skuldagreiðendur, sem ekki eru í aðstöðu til að losna undan greiðsluskyldu af ástæðum er varöa kröfuhafa. • Áskorunarmál Frv. um breytingu á lögum um áskorunarmál hefur nú hlotið lagagild. i frv. felst sú breyting að stefnandi getur sjálfur gefið út áskorunarstefnu og að stefnu- kröfur verði aöfararhæfar að liðnum 7 sólarhringum frá áritun dómara um aðfararhæfi, án þess að sérstök birting þurfi að fara fram. • Kynsjúkdómavarnir Þá hafa verið samþykkt lög um kynsjókdómavarnir. Fjalla þau fyrst og fremst um skráningu kynsjúkdóma, öflun heimilda til að leita aö sýktum einstaklingum og veita þeim meðferð og um fræöslu um þetta efni, þ.á m. fyrir unglinga. • Lífeyrissjóður sjómanna Samþykkt hafa verið lög um Lífeyrissjóð sjómanna. Skv. lög- unum getur sjóðurinn framvegis lánað meðlimum án þess aö taka fyrstu veðrétt í fasteign. • ÞroskaÞjálfar Loks hafa verið samþykkt lög um menntunarkröfur og starfs- réttindi þroskaþjálfa. FYRIR ALLAN IÐNAÐ FÆRIBANDAREilYIAR UR GALVANHUÐUÐU OG" RYÐFRÍU STÁLI. Urvalið er hjá okkur: Möskvastæröir sem, henta þörfum yöar. Vírþykktir sem gefa æskilegan styrkleika. Lóðaöar hliöar, ekki kræktar, betri ending. Ásoönar spyrnur og/eöa hliöarhlífar. Einnig mikið úrval af: VÍRNETUM úr ryöfríu og galvanhúöuðu stáli. „Stroffur" úr polyester og ryðfríu stáli. CAMBRIDGEUAABOÐIÐ: WIRt CLOTH CO m r - ARNI OLAFSSON H.F. Símar 40088 — 40098

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.