Morgunblaðið - 27.04.1978, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.04.1978, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1978 Mikið starfað hjá KSÍ og mörg járn í eldinum KNATTSPYRNUSAMBAND íslands bauð blaðamönnum á sinn fund í fyrrakvöld og var þar skrafað og skeggrætt um verkefni knattspyrnumanna í sumar. Mikið verður um að vera hjá KSI í sumar og greinilegt að mikill hugur er í stjórnarmönnum KSI að vegur knattspyrnunnar verði sem mestur í sumar, meiri en nokkru sinni áður. Verða hér rakin helztu atriði, sem fram komu hjá Ellert B. Schram, formanni KSÍ, og öðrum stjórnarmönnum sambandsins á fundinum. • KSÍ hélt nýlega sinn 1300. stjórnarfund, en fundir eru haldn- ir í stjórninni vikulega allan ársins hring. Sambandið er nú með fimm manns á launum, þá Karl Guðmundsson og Snorra Hauksson á skrifstofu KSÍ, Youri Ilytchev, Lárus Loftsson og Guðna Kjartansson við þjálfun. KSÍ á sem kunnugt er efstu hæðina í nýrri byggingu íþróttamiðstöðvar- innar. Sambandið notar þó enn sem komið er aðeins tvö herbergi, en hin eru leigð út. Innan tíðar stefnir KSI að því að taka alla hæðina undir starfsemi sína. • FJÓRIR LANDSLEIKIR hafa verið ákveðnir hérlendis í sumar. Fyrsti landsleikurinn verður gegn Færeyingum 24. júní og 28. júní leika Danir í Laugardalnum. Bandaríkjamenn leika hér 2. september og Pólverjar 6. septem- ber. Gegn A-Þjóðverjum og Holl- endingum verður leikið ytra síðar í þeim mánuði. Að undanförnu hefur verið reynt að fá landsleiki við Rússa og Bermúdamenn hér á landi í sumar, en illa hefur gengið að fá svör frá þessum þjóðum. Er nú búið að gefa upp von um að Bermúdamenn komi hingað í ár, en Rússar hafa hins vegar boðizt að koma hingað í sumar. Sá böggull fylgir þó því skammrifi að í gegnum umboðsmann í Svíþjóð hafa Sovétmenn farið fram á litlar 6.4 milljónir króna í greiðslu fyrir að koma hingað. Slíkt er vitanlega óaðgengilegt fyrir KSÍ og nú er unnið að því eftir öðrum leiðum í samvinnu við Youri Ilytchev að fá Rússana til að koma. • ÞAÐ HEFUR lengi verið mikið áhugamál knattspyrnuforystu- manna að brúa það bil, sem er á ENN EINU sinni verður Island meðal þátttakenda í lokakeppni Evrópumóts unglinga í knatt- spyrnu, en að þessu sinni fer úrslitakeppnin fram í Póllandi í byrjun maí. Er þetta í fimmta sinn á sex árum. sem Island á lið í úrslitakeppninni og aðeins fáar Evrópuþjóðanna geta státað af slíkum árangri. Unglingarnir tryggðu sér rétt til þátttöku í úrslitunum með því að sigra Wales í fyrrahaust og verður liðið skipað sömu leikmönnum og þá. bó varð að gera breytingu á Íiðinu, þar sem Páll Ólafsson var dæmdur í þriggja leikja bann með unglingalandsliðinu eftir leikina við Wales. Unglingalandsliðið verður skipað eftirtöldum piltum ungl- inga- og drengjalandsleikir í svigum. Guðmundur Baldursson, Fram Benedikt Guðbjarts.. FH Pálmi Jónsson, FH Ágúst Hauksson, Þrótti Benedikt Guðmunds.,UBK Skúli Rósantsson. ÍBK Kristján B. Olgeirsson Völsungi. fyrirliði Hákon Gunnarsson. UBK Arnór Guðjohnsen. Víkingi (2-8) Helgi Helgason. Víkingi (3-3) Bjarni Sigurðsson, ÍBK Ingólfur Ingólfsson. Stjörnunni Sigurður V. Halldórss., UBK Ómar Jóhannsson, ÍBV Þorvaldur Hreinss.. Fram Bergur Heimir Bergsson, Selfossi ((H)) (2-0) (3-4) (3-6) (2-8) (2-6) (2-4) (3-39) (0-5) (1-2) (3-3) (2-0) (1-7) (2-0) milli a-landsliðsins og unglinga- landsliðs 18 ára og yngri. Hug- myndir hafa verið um að taka þátt í Evrópumótum landsliða 21 árs og yngri, en af því hefur þó ekki orðið ennþá. Nú er hins vegar unnið að því að fá Norðmenn til landsleiks í þessum aldursflokki og gæti það verið vísir að árvissum leikjum landsliðs 21 árs og yngri. • TÆKNINEFNDIN hefur unnið mikið starf undanfarin ár og þjálfaranámskeið á hinum ýmsu stigum hafa verið haldin með stuttu millibili. Hafa önnur sér- sambönd innan íþróttahreyfingar- innar fylgt fordæmi KSÍ í fræðslu- málum. I ár er ætlunin að senda tvo menn erlendis til frekari þjálfaranámskeiða. • DÓMARAMÁLIN horfa til bóta og hafa stefnt í rétta átt undanfarin ár telja forystumenn KSÍ. Um næstu helgi gengst Knattspyrnudómarasambandið fyrir mikilli ráðstefnu að Leirá fyrir 1. og 2. deildar dómara og mæta á ráðstefnuna tveir góðir gestir erlendis frá, kunnir dómar- ar frá Noregi og Englandi. Á föstudaginn verður fundur fyrir alla starfandi knattspyrnudómara á vegum KSÍ. Rætt verður um það nýjasta í dómaramálum og Bret- inn Stokes flytur fyrirlestur. Fundurinn á föstudag hefst klukk- an 20.30 í húsakynnum Kennara- háskólans. • FRÉTTABRÉF KSÍ er nýr þáttur í starfsemi KSÍ og er fyrsta eintakið af ritinu nýkomið út. Er ætlunin að fréttabréfið komi út 4—6 sinnum á ári og flytji fréttir af því sem efst er á baugi hjá KSÍ á hverjum tíma og er aö gerast hjá sambandinu og með félögunum. • ELLERT B. Schram sat um síðustu helgi þing UEFA í Istan- búl ásamt Árna Þorgrímssyni, varaformanni KSÍ. Þar var meðal annars tekin ákvörðun um að styrkja félög, sem slegin eru út í 2. umferð Evrópumótanna í knatt- spyrnu, en hingað til hafa aðeins þau félög, sem tapað hafa í 1. umferð fengið styrk. Einar Jörum frá Noregi, Schneider frá A-Þýzkalandi og fulltrúi Luxem- borgar voru kjörhir í síjórn UEFA á þinginu. Ætti koma þessara manna að vera íslendingum til góðs innan UEFA. Jörum mikill vinur íslenzkra knattspyrnu- manna, Schneider fyrrum starfs- maður Trabant á íslandi og Luxemborgarinn fulltrúi smáríkis í V-Evrópu. Artemo Franchi, ítalíu, var endurkjörinn forseti UEFA, og er hann væntanlegur hingað til lands um mánaðamótin júlí-ágúst ásamt framkvæmda- stjóra Evrópusambandsins. • ÁRSÞING FIFA verður haldið í Argentínu samhliða heimsmeist: arakeppninni í júnímánuði. KSÍ hugðist ekki senda mann þangað vegna mikils kostnaðar, en UEFA leggur mikla áherzlu á að fulltrúar frá öllum Evrópuþjóðum verði á þinginu. Hefur UEFA ákveðið að styrkja Islendinga með 800 þúsund krónum til að hægt verði að senda fulltrúa þangað. • FORMAÐUR KSÍ var eftirlits- Unglingalandsliðið í knattspyrnu ásamt Lárusi Loftssyni, þjálfara liðsins, Youri Ilytchev, þjálfara landsliðsins. (Ljósmynd Friðþjófur). UNGLINGARNIR í ÚRSLITUM ÍFIMMTA SINNÁSEXÁRUM ísland leikur í C-riðli ásamt Belgum, Ungverjum og Júgóslöv- um og verður fyrst leikið við Ungverja 5. maí, þá gegn núver- andi Evrópumeisturum Belga 7. maí og 9. maí verður leikið við Júgóslava. <- Þjálfari unglingalands- liðsins er Lárus Loftsson og hefur hann unnið mikið og gott starf við undirbúning liðsins. Honum til aðstoðar að undanförnu og einnig í Póllandsferðinni er og hefur verið Youri Ulytchev, þjálfari a-landsliðsins. Formaður dugmik- illar unglinganefndar KSÍ er Helgi Daníelsson og verður hann aðal- fararstjóri í PóllandsferðinnL, en einnig verða unglinganefndar- mennirnir Gísli Már Ólafsson og Hilmar Svavarsson í fararstjórn- inni. ísland er eina Norðurlandaþjóð- in, sem vann sér rétt til að leíka í úrslitakeppninni. Norðmenn,sem nú leika í b-riðli, eru þar sem gestir, en venjan er sú að einhverri | þjóð, sem sjaldan eða aldrei hefur komist í úrslitin, er boðin þátt- taka. í síðustu keppni, í Belgíu 1977, var Malta boðsgestur. Ekki eru handbærar nákvæmar upp- lýsingar um það hvaða þjóðir hafa oftast komizt í úrslitakeppnina á undanförnum árum, en Island er meðal þeirra þjóða, sem þar hefur oftast verið og hefur frammistaða íslenzka liðsins komið mjög á óvart. ísland hefur átt fulltrúa í lokakeppni EM 5 sinnum á síðustu 6 árum, eins og áður sagði. maður á landsleik Danmerkur og Búlgaríu í Evrópukeppni landsliða 21 árs og yngri í marzmánuði. Ellert verður einnig eftirlitsmaður á landsleik Englands og Júgósla- víu í Manchester 2. maí næstkom- andi. Leikurinn er í undanúrslitum Evrópukepprii 21 árs og yngri. • RAFN Hjaltalín verður meðaí dómara á lokakeppni EM unglinga í Póllandi í næsta mánuði. Undan- farin ár hafa íslendingar átt einn dómara í úrslitakeppninni og hafa þeir Magnús V. Pétursson og Guðjón Finnbogason fengið þessi verkefni 2 síðustu árin. Rafn dæmir leik Noregs og Rússlands í riðlakeppninni og verður línuvörð- ur í tveimur leikjum. Mögulegt er að Rafn dæmi einnig einhvern af úrslitaleikjum keppninnar. • ISLAND er. meðal sjö þjóða, sem hafa sótt um að halda ársþing UEFA 1980. Hinar þjóðirnar eru ítalía, V-Þýzkaland, Frakkland, A-Þýzkaland, Kýpur og England, en síðastnefnda þjóðín bættist við á síðustu stundu. Italir eiga trúlega mesta möguleika á að fá þingið, en þar í landi fer fram úrslitakeppni EM fyrir landslið árið 1980 og hefur sú hugmynd komið fram að halda þingið í tengslum við úrslit EM. • AUK LANDSLEIKJA íslendinga í Evrópukeppni lands- liða á næsta ári er ákveðið að ísland leiki vináttulandsleik hér- lendis gegn núverandi heimsmeist- urum V-Þjóðverja á næsta sumri. Fer leikurinn fram 26. maí og með landsliðsmönnum í förinni verður Nueberger, einn áhrifamesti leið- togi knattspyrnunnar í heiminum. Þá er ákveðið að leikið verði gegn Finnum 1. ágúst. _ xs: Allt frá síðustu áramótum hefur unglingalandsliðið æft mjög vel undir stjórn Lárusar Loftssonar. Hafa piltarnir lagt hart að sér og í æfingaleikjum að undanförnu hefur liðið náð góðum árangri. Þessa dagana standa flestir leik- menn liðsins í prófum en þrátt fyrir það hafa þeir hvergi dregið af sér við æfingar. Vegna Pól- landsferðarinnar hafa margir þeirra þurft að fá prófum flýtt eða frestað og hafa þeir mætt velvilja hjá skólastjórum. Auk æfinganna hafa leikmenn liðsins verið með ýmiss konar fjáröflun og verða allir leikmenn liðsins eins klæddir í Póllandsferðinni. ísland hefur enn ekki unnið leik í úrslitakeppni EM, en hins vegar 6 sinnum gert jafntefli og jafn oft hefur liðið beðið ósigur. Markatal- an er 4:14 og mörk íslenzka liðsins í lokakeppninni hafa skorað leik- menn, sem getið hafa sér góðan orðstír með sínum félögum og tveir þeirra með a-landsliði. Mörk- in hafa skorað þeir Ásgeir Sigur- vinsson Standard Liege, Arni Sveinsson ÍA, Einar Ólafsson ÍBK og Leifur Helgason FH. Alls hefur unglingalandsliðið í knattspyrnu leikið 46 landsleiki frá því að fyrsti leikur þessa aldursflokks fór fram árið 1965 gegn Dönum í Norðurlandamóti. Alls hafa 165 Ieikmenn spreytt sig með unglingalandsliðinu á þessu tímabili og það er athyglisvert — og sýnir þá miklu endurnýjun sem árlega verður í unglingaliðinu, að í 102 leikjum a-landsliðsins hafa 157 leikmenn spilað. - áij iW.w.v.-. . vVArí»»v»»WA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.