Morgunblaðið - 28.04.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.04.1978, Blaðsíða 1
87. tbl. 65. árg. FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Fætur skotnir undan enn einu förnarlambinu Tórínó — Róm — 27. apríl. AP — Reuter. ENN varö maður fyrir skotárás Rauöu herdeildarinnar á Ítalíu í dag. Að pessu sinni var Þaö 39 ára gamall starfsmaður Fiat-vorksmiðj- anna í Mirafiori, sem varöskotspónn hryöjuverkamanna, og er hann ellefti starfsmaöur Fiat, sem verður fyrir slíkri árás. Það voru tveir karlmenn og kona, sem réöust að Sergio Palmieri Þegar hann var á leið í strœtisvagn rétt hjá heimili sínu í býti í morgun, og létu Þau kúlnahríðina dynja á honum, en óku síöan á brott á ofsahraða í blárri Fiat-bifreið. „Þeir eru búnir að eyðileggja mig aavilangt,“ sagði Sergio Palmieri við fréttamenn Þar sem hann lá í sjúkrahúsi í dag, en bein í báöum fótum hans moluðust við skothríöína. Rauða herdeildin hefur lýst því yfir að hún hafi staðið fyrir þessari síöustu árás, sem og sams konar skotárás á einn leiötoga kristilegra demókrata í gær. Þá gerðist það í dag, að mannræn- ingjar sem ekki viröast vera í tengslum við Rauðu herdeildina, létu lausa tvo gísla, 18 ára dóttur auðugs kvikmyndahúsaeiganda t Róm og 26 ára gamlan son kaupsýslumanns í Mílanó. Stúlkan hafði verið á valdi mannræningjanna í 11 vikur, en Alberto Campari hafði verið í klóm ræningja sinna í fjóra mánuði. Stúlkan kom í leitirnar eftir að lögreglan handtók foringja hópsins, sem rændi henni, og virðist svo sem ekkert lausnargjald hafi verið reitt fram fyrir hana. Hins vegar er það haft eftir áreiöanlegum heimildum hjá lögreglunni að fjölskylda Camparis hafi greitt verulega upphæð í lausn- argjald fyrir hann. Lögreglan hefur eftir Campari, að hann hafi aldrei litið Framhald á bls 18. Kúbanskar loft- árásir á Erítreu? Washington — Belgrad — 27. apríl — Reuter — AP. BANDARÍSKA utanríkisráðuneytið hefur fengið heimildir fyrir því að kúbanskir flugmenn hafi farið í árásarferðir til Eritreu að undanförnu. að því er skýrt var frá í Washington í dag, en talsmaður ráðuneytisins kvaðst ekki geta gefið nánari upplýsingar að svo stöddu. Geysifjölmenn- ur útifundur var f gærkvöldi haldinn f Havanna til heiðurs Mengistu. leiðtoga herforingjastjórnarinnar f Eþíópíu, og er talið að þar hafi verið samankomin um ein milljón manna. 51 fórst þeg- ar vinnupall- amir hrundu St. Mar.v‘s, Vestur-Virginíu — 27. apríl — Reuter. FIMMTÍU og einn maður lét lífið þegar vinnupallar í kaditurni við orkuver hrundu við Ohio-fljótið í Vestur-Virginíu í dag. Að sögn lögreglunnar komst enginn af þeim. sem voru við vinnu sína á pöllunum. lífs af. Orsakir slyssins eru ókunnar, en sjónarvottar segjast hafa veitt því eftirtekt að biti í einum pallanna, sem gerðir voru úr stáli, hafi látið undan, og hafi þá allt hrunið saman eins og spilaborg. Hafi flestir mannanna verið efst á pöllunum þegar slysið varð, en fallið hefur samkvæmt því verið yfir 50 metrar. Líkin voru í kvöld flutt í kirkju í nágrenni við slysstaðinn og hefur aðstandendum verið stefnt þangað til að bera kennsl á þau. Ostaðfest- ar fregnir herma að meðal hinna látnu hafi fjórir verið úr sömu fjölskyldunni. Myndin sýnir brakið á botni kæliturnsins. AP-símamynd. Mengistu lýsti því yfir á fundin- um að baráttunni gegn „svikurun- um“ í Erítreu yrði haldið áfram þar til sigur hefði unnizt, og gestgjafi hans, Fidel Castro, sagði að kúb- anskt herlið yrði áfram í Eþíópíu til að koma í veg fyrir „nýjar árásir“ eins og hann orðaði það. Mengistu hefur fengið konungleg- ar móttökur á Kúbu og Castro hefur heitið honum eindregnum stuðn- ingi. Júgóslavneska fréttastofan Tanjug hefur þau ummæli eftir Castro, að „allir skuli gera sér grein fyrir því að hermenn okkar munu ekki halda að sér höndum ef til nýrrar innrásar kemur", um leið og hann sagði að „brjálæðingslegar stórveldishugmyndir Sómalíu- rnanna" hefðu staðfest í eitt skipti fyrir öll að stjórn Sómalíu hefði gengið í lið meö heimsvaldasinnum. Væri aðstoð Kúbu við Eþíópíustjórn óhjákvæmileg þar sem Sómalir nytu stuðnings „amerískra heims- valdasinna, NATOs afturhaldsríkja í nálægum Austurlöndum og væri þeim stuðningi beitt til að stöðva byltinguna í Eþíópíu. Her tekur völd- in í Afganistan Daoud forseti ráðinn af dögum Islamabad — Nýju Delhi — 27. apríl — AP-Reuter Herinn í Afganistan hefur lýst Því yfir að stjórn Mohammad Daouds, sem verið hefur við vðld í landinu undanfarin fimm ór, hafi verið steypt af stóli aö undangengnum hörðum bardögum f Kabúl, höfuö- borg landsins, í dag. í útvarpstil- kynningu hersins f kvöld var sagt að Daoud hefði verið „algjörlega af- máður", en Það orðalag gefur ótvírætt til kynna að hann hafi verið ráðinn af dögum. Hefur Dagarwal Abdúl Khadir verið útnefndur yfir- maður „byltingarráðs hersins", og sagði hann f ávarpi til Þjóðarinnar í kvöld að herinn hefði nú náð stjóminni í sínar hendur og væru Þar með öll völd komin f hendur Þjóðarinnar. Bardagar í Kabuí hófust um hádegisbilið í dag og herjuöu skriö- drekar með mikilli skothríö á mið- Eyjólfur Konrád Jónsson í samtali vid Morgunbladid: Tímabært er að taka á Jan Mayen- og RockaU-vandanum Kort yfir heimshöfin lagt fram á hafréttarráðstefnunni „TÍMABÆRT er að taka á Þeim vanda, sem mörkin viö Jan Mayen og Rockall skapa", sagði Eyjólfur Konráð Jónsson í viðtali við Mbl. f gær. „Á hafréttarráð- stefnunni hér í Genf hefur verið lagt fram kort, sem sýnir land- grunn, setlög og mörk efnahags- lögsögu á heimshöfunum. Ljóst er, að við Þurfum aö skoða gaumgæfilega réttindi okkar, enda próun hafréttarmála örari en við höfum gert okkur grein fyrir, Þótt stundum virðist Þyngsli og seinagangur á ráðstefnu sem pessari." „Vinnunefndirnar sjö, sem hafa fengizt viö erfiöustu vandamál ráöstefnunnar, eru nú u.þ.b. aö Ijúka störfum og skila formenn þeirra áliti sínu í næstu viku og þá hefjast allsherjarfundir. Það er álit þeirra, sem gerzt þekkja, aö menn séu nú aö sækja í sig veðriö og gera sér grein fyrir því, aö vandamálin veröi aö taka föstum tökum, svo aö fundir hafréttarráöstefnunnar verði ekki bara „árlegir viöburðir" eins og einhver komst að orði. í fyrstu nefndinni, sem fjailaöi um auöæfi landgrunnsins á haf- svæöinu, hefur verulega miöaö í átt til samkomulags og í þriöju nefndinni er hert á ákvæðum um mengunarvarnir og hefur olíuslysiö viö Frakklandsstrendur haft mikil áhrif. Nú er um það rætt að fram- lengja ráöstefnuna um eina viku frá 19. til 26. maí, ef útlit verður fyrir verulegan árangur slíkrar framlengingar. Enn er ekkert Ijóst að því er varðar þau málefni, sem okkur skipta mestu. Öruggt ætti þó aö vera, aö ákvæðin í 61. og 62. gr. standi óbreytt, en þar er kveöiö á um rétt strandríkis til aö ákveða hámarksafla og hagnýtingu hans. í vinnunefnd fimm eru stanzlaus- ar umræður um 296. gr. þar sem fjallaö er um lausn deilumála. Strandríkin andmæla því, aö nokkur málskotsheimild veröi varöandi ákvaröanir þeirra um hagnýtingu lífrænna auölinda í efnahgslögsögunni og hefur Hans G. Andersen flutt tvær ræöur um þaö efni. Raunar tryggir 71. gr., „íslenzka ákvæðiö" svonefnda, okkur sérstaklega, en allur er varinn góöur og því hefur íslenzka sendinefndin ákveöiö aö beita sér eftir mætti fyrir því aö tengja heimildir 296. gr. til málskots og þar beitir nefndarformaöurinn sór fyrst og fremst þessa dagana. Honum er vandi á höndum. því aö fram aö þessu hafa þeir sem andstæöra hagsmuna hafa aö gæta viö okkur, enga tilraun gert til að koma „íslenzka ákvæöinu" út og því verður aö gæta þess, aö viö séum ekki sakaöir um óbilgirni og ósanngjarna andstööu við þá, sem fram að þessu hafa virt okkar sérstööu. Þess er þó að gæta, aö „íslenzka ákvæðið" tekur einungis til 69. og 70 gr. sem fjalla um réttindi landluktra og landfræðilega af- skiptra ríkja til fiskveiöa á miöum annarra, en ekki til 61. og 62. gr. sem getið var um hér aö framan. í ræðum sínum hefur nefndar- formaðurinn bent sérstaklega á eftirfarandi atriöi: 1) Efnahagslögsagan er miðuð við það, aö strandríki hafí full- veldisrétt yfir auölindum á svæð- inu. Framhald á bls 18. borgina, auk þess sem fregnir hafa borizt af árásum sovét-smíðaðra Mig-21 orrustuþotna á flugvöllinn viö borgina. í kvöld var lýst yfir útgöngu- banni í borginni, jafnframt því sem tilkynnt var aö til viöeigandi ráöstaf- ana yröi gripið gagnvart þeim, sem ekki hlýddu fyrirmælum byltingar- ráösins skilyröislaust. Óstaöfestar fregnir berast af því aö í kringum forsetahöllina hafi lík legiö á víð og dreif, og einnig að skothríð hafi verið haldiö uppi frá þaki einnar stjórnarbyggingarinnar í borginni, en síðar hafi sézt hvar menn voru reknir út úr byggingunni með hendur fyrir ofan höfuö. Þá voru óljósar fregnir af því að franska sendiráðið í borginni hefði orðið fyrir miklum skemmdum í skotárásinni. Muhammad Daoud hefur veriö æösti valdamaöur í landinu frá árinu 1973 er hann steypti af stóli frænda sínum, Zahir konungi. Fyrst eftir byltinguna þar sem Daoud naut í ríkum mæli stuðnings herforingja, sem þjálfaöir voru í Sovétríkjunum, var hann forsætisráöherra landsins en síöar forseti. Stjórn Daouds hefur Framhald á bls 18. Luns var- ar við hættu- ástandi Lundúnum, 27. apríl. Reuter. DR. JOSEPH Luns skoraði ■ dag á stjórnir allra aðildarríkja Atlants- hafsbandalagsins aó grípa til sér- stakra ráðstafana vegna sívaxandi hervæðingar Sovétríkjanna, en her- búnaður Þeirra væri nú hinn mesti sem dæmi væru um í veröldinni á friðartímum. Luns varaði alvarlega Framhald á bls 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.