Morgunblaðið - 28.04.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.04.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1978 Lögfræðingur Alþýðubankans: Syðra-Langholti 26. aprfl - Að undanförnu hefur verið borað eftir heitu vatni á fjórum stöðum í uppsveitum Árnessýslu með bornum Ými. Beztur árangur varð að Auðsholti í Biskupstungum. þar sem fengust 4 sekúndulítrar af 90 gráðu heitu vatni. Að Ösabakka á Skeiðum fengust 2 sekúndulítrar af 58 gráða heitu vatni. Að Reykjadal í ílrunamannahreppi tókst ekki að ná heitu vatni upp úr holunni, en hitastigið í botni hennar reyndist 114 gráður. Að Kópsvatni í Hrunamannahreppi tókst heldur ekki að fá heitt vatn upp en 90 gráða hiti ma'ldist í botni holunnar. Þessi mynd er tekin af framkvæmdum í Auðsholti en þar er fjórbýli. Ljósm. Mbl.Á Sig. Sigm. Rauðinúpur: Brezku tilboði Oskar eftir opin- berri rannsókn INGI R. Helgason hæstaréttarlög- maður hefur óskað eftir opin- berri rannsókn á staðhæfingum dagblaðsins Vísis í ritstjórnar- grein blaðsins hinn 22. aprfl siðastliðinn. en greinin fjallaði um afskipti Inga af viðskiptum Alþýðubankans h.f. annars vegar og Guðna Þórðar.;onar, Sunnu h.f. og Air Viking h.f. hins vegar. Ingi R. Ilelgason er lögfræðingur bankans. Ennfremur er óskað rannsóknar á ummælum í Vísi hinn 17. aprfl. Bréf Inga R. Helgasonar til Þórðar Björnssonar, saksóknara ríkisins, þar sem hann óskar eftir opinberri rannsókn er svohljóð- andi: ~IIr. saksóknari ríkisins IViróur Björnsson Rcykjavík Reykjavík. 2í. apríl 1978 Ég undirritaður, Ingi R. Helga- son hrl., Laugaveg 31 hér í borg, leyfi mér hér með að snúa mér til yðar, hr. saksóknari, með beiðni um að rannsakaðar verði fyrir dómi með opinberum hætti eftir- greindar sakargiftir á hendur mér sem lögmanns Alþýðubankans hf. í dagblaðinu Vísi dagana 17. og 22. apríl 1978: 1. Fyrsta sakargift: „Það hefði auðvitað engum átt að vera það betur ljóst en lögmanni bankans, sem annaðist tryggingartöku hjá Framhald á bls 18. Hverfafundur borgarstjóra í Arbæ jar- og Seláshverfi BIRGIR ísl. Gunnarsson, borg- arstjóri, heldur fyrsta hverfa- fund sinn á morgun í Félags- heimili rafveitunnar í Árbæjar- hverfi (aðkeyrsla frá Árbæjar- safni). Fundurinn hefst kl. 14.00. íbúum í Árbæjar- og Selás- hverfi er boðið á fundinn og gefinn kostur á að beina fyrir- spurnum til borgarstjóra um hin ýmsu mál er varða Árbæjar- og Seláshverfi. Rithöfundaþing hefst í dag: tekið ALMENNAR tryggingar og Jök- ull h.f. á Raufarhöfn. sem gerir út skuttogarann Rauðanúp. ákváðu í ga‘r að taka brezku tilhoði í viðgerð togarans. Ilins vegar hefur Félag járniðnaðarmanna ekki enn aflétt viðgerðarbanni á togaranum, og hafa járniðnaðar- menn vefengt að skemmri tíma taki á gera við togarann erlendis en innanlands. Morgunblaðinu tókst ekki í gær „Véfengjum að viðgerðar- tími sé lengri innanlands’ að afla upplýsinga um muninn á tilboðunum, en alls bárust fimm tilboð, þrjú frá innlendum aðilum og tvö frá erlendum. í fréttatil- kynningu frá Almennum trygging- um og Jökli h.f. segir, að af sérstökum ástæðum hafi aðilum verið gefinn kostur á að endur- skoða tilboð sín. Við samanburð á lokatilboðum hafi komið í ljós, að tilboð frá brezkri skipasmíðastöð hafi verið hagstæðast, hvað verð snertir og langhagstæðast í við- Létust af slysförum MYNDIRNAR eru af Gunnari Einarssyni og Baldri Stefánssyni, sem létust af slysförum nú f vikunni. Gunnar beið bana s.l. sunnudag, þegar bifreið sem hann ók fór út af Grindavjkurvegi. Gunnar var 17 ára gamall og átti ’ heima í -Smáratúni 29, Keflavík. Hann lætur eftir sig unnustu. Baldur Stefánsson drukknaði í Grindavíkurhöfn aðfararnótt s.l. þriðjudags er hann féll milli bryggju og skipsins Hrafns Svein- bjarnarsonar II GK. Baldur var 56 ára gamall og átti heima að Sjólyst, Grindavík. Hann lætur eftir sig eiginkonu. ÍSLENZKA álfélagið h.f. og stétt- arfélögin 10, sem samningsumboð hafa fyrir starfsmenn ISALS, undirrituðu í fyrrinótt samkomu-, lag um kaupauka fyrir starfsfólk- ið. Verður samkomulagið kynnt starfsmönnum-í dag og borið undir þá. Samkomulaginu fylgir, að verði það samþykkt verður aflýst gagnvart álfélaginu boðuðu út- flutningsbanni. Aðilar vörðust allra frétta um inntak samkomulagsins í gær, en vísuðu hins vegar til þess, að um leið og það hefði verið afgreitt á fundum með starfsfólkinu og hlotið samþykki yrði gefin út fréttatilkynning um málið. gerðartíma, sem hefur úrslitaáhrif vegna þess að skipið er burðarás- inn í atvinnulífi Raufarhafnar. Segir í fréttatilkynningunni að stefnt sé að því, að viðgerð á skipinu geti hafist sem allra fyrst. „Við höfum verið að athuga þær forsendur, sem voru hafðar fyrir því að brezka tilboðinu var tekið og við leyfum okkur að vefengja að viðgerðartíminn verði lengri inn- anlands en erlendis, þegar búið er að bæta þeim dögum við sem tekur að draga skipið út og sigla því til Islands á ný eftir viðgerð," sagði Guðjón Jónsson formaður Félags járniðnaðarmanna þegar Morgun- blaðið hafði samband við hann. „Viðgerðarbann það, sem var ákveðið vegna vinnu við togarann, stendur enn, og hefur ekkert verið rætt um að aflétta því.“ 2 formannsefni í Rit- höfundasambandinu Rithöfundaþing hefst í Nor- ræna húsinu í dag klukkan 13 og stendur það í dag og á morgun. Iðnverkafólk vinnur minna en 19% vinmi- tímans í maí — segir Davið Scheving DAVÍÐ Scheving Thorsteinsson, formaður . Félags íslenzkra iðn- rckenda lýsti því í Morgunblað- inu í fyrradag að iðnverkafólk Framhald á bls 18. Á sunnudag vcrður svo haldinn á sama stað aðalfundur Rithöf- undasambands íslands. Tvö for mannsefni verða í kjöri á fundin- um. Baldur Óskarsson og Njörð- ur P. Njarðvík. Fráfarandi for- maður, Sigurður A. Magnússon, heíur eindregið beðizt undan cndurkjöri. Á aðalfundi Rithöfundasam- bandsins vorið 1977 voru kjörin til tveggja kjörtímabila Kristinn Reyr og Vilborg Dagbjartsdóttir í stjórn og Ása Sólveig í varastjórn. Sitja þau því áfram í stjórn næsta kjörtímabil. Úr stjórn eiga að ganga: Sigurður A. Magnússon, formaður, Ingólfur Jónsson og Njörður P. Njarðvík og Jenna Framhald á bls. 25. SamidhjálSAL Nýtt leikrit Jökuls f ært upp á Listahátíð ÆFINGAR standa nú yfir í Þjóðleikhúsinu á nýju leikriti eftir Jökul Jakobsson,, Sonur skóarans og dóttir bakarans, og verða forsýningar á verkinu á Listahátíð í vor en frumsýn- ing í byrjun næsta leikárs í haust. Aður en æfing hófst á mið- vikudagsmorgun, minntist Þjóð- leikhússtjóri, Sveinn Einarsson, höfundar og hins sviplega frá- falls hans, en Jökull var einmitt nýlega kominn til landsins erlendis frá til þess að fylgjast með æfingum á þessu verki sínu. Leikstjóri leikritsins er Heigi Skúlason og leikmynd gerir Magnús Tómasson. Mikill fjöldi leikara fer með hlutverk í leikritinu en í stærstu hlutverk- um eru Rúrik Haraldsson, Þóra Friðriksdóttir, Kristbjörg Kjeld, Arnar Jónsson og Kristín Bjarnadóttir, sem starfað hefur sem leikkona í Danmörku en leikur nú sitt fyrsta hlutverk hérlendis. Myndin er tekin á æfingu leikritsins og má þar sjá nokkra helstu leikarana, leikstjóra og þjóðleikhússtjóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.