Morgunblaðið - 28.04.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.04.1978, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1978 Þjóðleikhúsið í leik- för um Norðurland ÞEGAR Þjóðlcikhúsið var síðast á ferðinni á Akranesi, einnig með sama leikrit «tf nú. var þessi mynd tekin af áhutfasömum Akurnesintfum sem flykktust í Biohöllina til að ná í miða á sýninguna. Eftirfarandi fréttatilkynuing hefur borist frá Þjóðleikhúsinu: Leikför Þjóðleikhússins með gamanleikinn „Á sama tíma að ári“ eftir Bernard Slade heldur áfram og er nú komið að Norðlend- ingum að sjá Béssa Bjarnason og Margréti Guðmundsdóttur leika þetta likrit. Síðast voru sýningar á Vesturiandi, en nú verður lagt af stað til Norðurlands og verður fyrsta sýningin á leiðinni í Bíó- höllinni á Akranesi. Fer hér á eftir skrá yfir sýningardaga og staði á næstunni: Föstud. 28. apríl: Akranes. Laugard. 29. apríl: Ásbyrgi, Miðfirði. Sunnud. 30. apríl: Sævangur. Mánud. 1. maí: Blönduós. Þriðjud. 2. maí: Sauðárkrókur. Miðv.d. 3. maí: Miðgarður. Fimmtud. 4. maí: Hofsós. Föstud. 5. maí: Siglufjörður. Laugard. 6. maí: Olafsfjörður. Sunnud. 7. maí: Dalvík. Haraldur Magnússon, viðskiptafræðingur, Sigurður Benediktsson, sölumaður. Kvöldsími 4261 8. Sérhæð Höfum í einkasölu sérhæö í nýlegu þríbýlishúsi í vesturborginni ásamt bílskúr og sér þvottaherb. á jaröhæö. Eignin er alls um 200 fm. íbúöin skiptist þannig: Stórar saml. stofur (ca. 60 fm.), hol, 3 til 4 svefnherb., eldhús, baö og gestasnyrting. Stórar svalir. Allar nánari uppl. í skrifstofunni. Markland falleg 4ra herb. íbúö á 2. hæö. Útb. 10.5 millj. Öldugata jaröhæö og hæö í þríbýlishúsi alls um 150 fm. íbúðin skiptist þannig: rúmgóö stofa og borðstofa, húsbóndaherbergi, eldhús og gesta- snyrting á hæöinni. Á jaröhæö 3 svefnherb. og baö. íbúöin er ný standsett aö hluta. Útb. 14 millj. Höfum kaupendur aö 2ja—6 herb. íbúöum, raöhúsum og einbýlis- húsum í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Mosfellssveit. Fasteignasalan ^Laugavegi I8a simi 17374 SKAFTAHLÍÐ 24 Til sölu Tilboð óskast í eignarhluta Reykjavíkurborgar í húseigninni Skaftahlíð 24 (Tónabær). Húsrými þetta er austurendi hússins, efri hæö þess og tveir tengdir salir í kjallara, alls ca. 1400 fm. Útboðsgögn og nánari upplýsingar fyrir hendi á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðum sé skilað á sama staö í síðasta lagi föstudaginn 12. maí 1978. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Simi 2(5800 Fastráðinn við Kölnar- óperuna fram til 1980 Erlingur Vigfússon, óperu- söngvari, sem undanfarin ár hefur verið fastráðinn við Kölnaróperuna, hefur nú endur- nýjað samning sinn við óperuna til ársins 1980. En mjög gott þykir að komast á fastan samning hjá svo stórri óperu, þar sem samkeppnin er mikil. Erlingur hefur nú verið búsett- ur í Þýzkalandi í 12 ár, fyrst við nám en síðar við óperuna og getið sér gott orð. Mbl. hafa nýlega borist fregn- ir af Erlingi og fengið tvo blaðadóma um söng hans. Hann hefur sungað í þekktum óperum og farið þar með bæði stór og smá hlutverk, svo sem í Rigoletto, Madame Butterfly, Die Schweigsame Frau, Lohengrin, Don Carlos, Brúð- kaupi Figarós, Kysstu mig Kata, Tannhaúser, Tosca, Töfraflaut- unni o.fl. Auk þess hefur Erlingur sungið víðar en í óperunni. I vetur söng hann á tónlistar- hátíð, sem haldin var í héraðinu Trosidorf-Bergheim við mikla hrifningu áheyrenda. Erlingur býr nú í bænum Bergheim, sem er rétt sunnan við Köln, og er oft fenginn til að syngja þar á skemmtunum og samkomum, þar eð Bergheimbú- um þykir fengur í að geta státað af fastráðnum söngvara við Kölnaróperuna. Þá hefur Erl- ingur verið fenginn til að syngja á tónlistarhátíðum víðar í Þýzkalandi og þá gjarnan beð- inn um að syngja eitthvað frá Islandi. Um sl. jól söng hann í útvarpið jólalög, og einnig fór hann um jólin til Hamborgar til að syngja fyrir íslendinga þar. í tveimur þýzkum blöðum hafa birst blaðadómar. í Land an Rhein und Sieg stendur: „Á óperukonsertinum söng tenór- söngvarinn Erlingur Vigfússon, sem fæddur er á Islandi, en er nú ráðinn við óperuna í Köln. Söng hann aríur eftir Mozart, Mascagni, Puccini, Donnizetti og Giordano. Þar fór saman blæbrigðaríkur, ljóðrænn söng- ur og mikil tilþrif með persónu- legri túlkun. Það var söngvari frá „góðum skóla". Hann hefur m.a. lært hjá Robert Blasius." Og blaðið Kölner Stadt segir: „Einsöngur tenórsöngvarans Erlings Vigfússonar var sér- staklega glæsilegur. Röddin var skínandi og söngurinn léttur og óþvingaður. Að lokum söng Islendingurinn Erlingur Vigfús- son óperuaríur með miklum þrótti og glæsibrag. Mátti með miklum rétti þakka hor og uppalinn á Hellissandi á Snæ- fellsnesi. Áður en hann fluttist til Þýzkalands var hann orðinn vel þekktur söngvar hér heima. Hann hóf söngferil sinn í Karlakórnum Fóstbræðrum, en með honum söng hann oft einsöng. Naut hann góðrar kennslu hjá söngkennurum hér, einkum hjá ítalska kennaranum Demetz. Þá var hann vetrar- langt við söngnám á Ítalíu, áður en hann settist að í Þýzkalandi. Óperusöngvarinn Erlingur Vigfússon í hlutverkum í óperunni í Köln. Skipulag Reykjavíkur- borgar hefði aldrei náð fram að ganga í Danmörku — segir danski safnvörðurinn Robert Egevang „Hér eru hafnar umræður um húsverndunarmál, en þessi mál hafa þróast lengi 1 Danmörku og því eru Danir komnir lengra en við í þeim efnum. Því þótti okkur rétt að hafa samráð við Dani um húsverndunarmál á íslandi og er Robert Evevang hér staddur af þessu tilefni.“ sagði Nanna Her- mannsson, forstöðumaður Ár- bæjarsafns, á blaðamannafundi á miðvikudag sem Árbæjarsafn og Þjóðminjasafn boðuðu 1 tilefni af komu Danans. Nanna sagði ennfremur að Robert Egevang, sem er safnvörð- ur við danska Þjóðminjasafnið, hefði stjórnað mörgum rannsókn- um í sambandi við skipulagningu og varðveizlu gamalla borgarhluta í Danmörku. Hefur Egevang skrif- að bækur um rannsóknirnar. Egevang sagði að nú væri hafður tvenns konar háttur á um friðun húsa í Danmörku. Annars vegar gæti ríkisstjórnin friðað hús og hefði aðallega stór hús og glæsileg svo sem hallir verið friðaðar af stjórninni. Hins vegar væru í gildi lög frá 1960, þar sem borgar- og bæjarstjórnum er leyfilegt að friða heil hverfi eða borgir. Sagði Egevang að þegar lögin frá 1960 hefðu tekið gildi hefði lítill áhugi verið hjá borgarstjórn- um danskra borga að notfæra sér friðunarákvæði laganna. Nú væri hins vegar svo komið að með öllu þætti óhugsandi að skipuleggja gömul borgarhverfi án þess að taka friðunarsjónarmið til greina. Væri þegar búið að ganga frá þannig skipulagi hjá milli 50 og 75 stórum borgum í Danmörku og þar að auki nokkrum minni borgum. Heyrði það nú norðið til undan- tekninga ef gamalt hús væri rifið, og engin ný hús væru byggð í gömlum hverfum án þess að gengið væri tryggilega frá því að þau röskuðu ekki hlutföllum hverfisins. Ennfremur sagði Daninn að húseignir í gömlum hverfum sem lokið væri við að skipuleggja hefðu aukist verulega í verði því íbúarnir vissu nákvæmlega fyrir fram hvernig þróunin í byggðamálum yrði næstu áratugi. Lögin frá 1960 fela í sér að viðkomandi borgarstjórnir eru Framhald á bls. 25. Robert Egevang, safnvörður við danska Þjóðminjasafnið, Nanna Ilermannsson, forstöðumaður Arbæjarsafns, og Guðmundur Olafsson, safnvörður við Þjóðminjasafnið, á blaðamannafundinum á miðviku- dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.