Morgunblaðið - 28.04.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.04.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR 28. APRÍL 1978 Mæður o g synir Tveir einþáttungar frumsýndir á Litla sviði Þjóðleikhússins ÞJÓÐLEIKHÍISIÐ frumsýnir að kvöldi uppstÍKninKardaKs. fimmtudaginn 4. maí, tvö leikrit á Litla sviðinu. Er hér um að ræða tvo cinþáttunga. annan eftir írska leikritaskáldið John Mill- inKton Synge og hinn eftir Bertolt Brecht. Sýninsin her samheitið Mæður ok synir, en ba'ði leikritin sejíja frá ma'ðrum sem verða að sjá á bak sonum sinum vrgna náttúruhamfara og styrjalda. Þáttur Synges nefnist „Þeir riðu til sjávar" í þýðingu Karls Guð- mundssonar, en þáttur Brechts heitir „Vopn frú Carrar“ og hefur Bríet Héðinsdóttir þýtt hann. Leikmynd og búningar í báðum leikþáttunum eru eftir Gunnar Sigfús Sigfússon gekk að Hans Magnússyni frá Hólmavík par sem hann var að skoða í bás Veltis á bílasýningunni og tilkynnti honum að hann hefði verið valinn gestur dagsins og hlyti írlandsferð frá Samvinnuferðum. — Ljósm. Rax. Um 56 þúsund gestir —- ÞETTA kemur sér mjög vel, sagði Hans Magnússon frá Hólmavík, en hann varð fyrir valinu sem gestur dagsins á bílasýningunni í gærkvöldi. Hans sagðist hafa komið til Reykjavíkur í gærdag og ætlað sér að koma á sýninguna, en ekki búizt við því að verða sá heppni, en hann var heiðraður með írlandsferð með Samvinnuferðum. Aðsóknin að bílasýningunni er nú orðin um 56 þúsund gestir og hefur verið nokkuð sæmileg þessa viku, sem sýningin var framlengd um, að því er Vilhjálmur Kjartansson tjáði Mbl. Hann sagði að menn hefðu nokkuð mikið komið í annað sinn enda hefði gefizt gott tækifæri til þess að skoða bílana betur, nú er aðsóknin hefði verið heldur minni en fyrri sýningarvikuna. í dag verður sýningin opin frá kl. 17—22 og laugardag og sunnudag kl. 14—22 og lýkur henni á sunnudags- kvöld 30. apríl. ASf ogVSf áfundí dag Vinnuveitendasamband íslands heíur óskað eftir eiga fund með 10 manna nefnd ASÍ og er fundurinn ráðgerður klukkan 10 ár- degis í dag í húsakynnum VSI við Garðastræti. Tilefni fundarins er að ræða þá stöðu, sem komin er upp nú, er Vinnumála- sambandið og Verkamanna- sambandið hafa ákveðið að skjóta deilumáli aðila til sáttasemjara ríkisins og fleiri atriðum varðandi kjaramálin. Tel tekjuhækkun bænda milli 76 og 77 hafa verið nær 50 en 60-70 prósent — segir Gunnar Guðbjartsson, for- maður Stéttarsambands bænda ÉG TEL nú að 60-70% ha-kkun á tekjum hænda milli áranna 1976 og 1977 sé ofmat. Hins vegar þykir mér líklegt að bændur hafi komið betur út að meðaltali en aðrir vegna þess hve tíðarfarið var miklu betra 1977 en 1976 þannig að ef 45% hækkun hefur orðið hjá öðrum gæti ég trúað að tekjuha'kkun bændanna miili þessara tveggja ára hafi verið nær 50% án þess að ég vilji þó slá þeirri tölu fastri,“ sagði Gunnar Guðbjartsson. formaður Stéttar- sambands hænda, er Mbl. leitaði álits hans á þeim ummælum landbúnaðarráðherra á Alþingi að tekjur ba nda hafi hækkað um 60-70% milli áranna 1976 og 1977 mcðan tekjur annarra hækkuðu um 44-45%. Gunnar sagði að þessi niður- staða á úrtakskönnun þjóðhags- stofnunar hefði komið sér mjög á óvart. “Ég óttast að þetta úrtak hafi ekki verið valið nægilega vandlega, því útkoman er að mínu mati langt umfram það sem reyndin var, án þess þó að ég hafi tölur handbærar til að setja fram. Hækkun verðlagsgrundvallar landbúnaðarvara var 38,62% milli þessara ára og mesta hækkunin 1977 kom í desembermánuði og var hún 18%. Hún gilti þó ekki nema í þrjár vikur og á þessum tíma er mjólkurframleiðslan minnst en þetta snerti kjötið lítið. Þegar Mbl. spurði, hvaða efa- semdir hann hefði varðandi úrtak- ið, svaraði Gunnar: „Það munar mikiu á fjölda bænda í úrtakinu í hverju kjördæmi miðað við fjölda starfandi bænda í hverju kjör- dæmi og sá munur gæti leitt til þess að röng mynd fengist, því tekjur bænda eru mjög breytilegar eftir kjördæmum.„ Gunnar sagði, að Stéttarsam- band bænda myndi láta fram- kvæma könnun á málinu. „Tíðar- farið var það gott 1977 og slæmt 1976 að það er ástæða tíl að ætla að tekjuhækkun bænda milli þessara ára hafi verið meiri en annarra, en eins og ég sagði áðan tel ég að hún hafi verið öllu minni en þær tölur sem landbúnaðarráð- herra fór með.“ Þormóði goða breytt í nótaskip SÍÐUTOGARINN Þormóður goði, sem ólafur Óskarsson útgerðarmaður hefur keypt af Bæjarútgerð Reykjavíkur. hélt utan til Kotka í Finnlandi í fyrrakvöld, þar sem togaranum verður breytt í nóta- og flot- vörpuskip. Miklar breytingar verða gerðar á Þormóði goða, meðal annars verða sett ný tæki, ný aðalvél og fleira í skipið, auk þess sem lestum þess verður breytt og hlífðarþilfar sett á það. Sam- kvæmt samningi á skipasmíða- stöðin í Kotka að skila skipinu tilbúnu til veiða þann 18. ágúst n.k. Áætluð burðargeta skipsins eftir breytingarnar er um 1100 lestir af loðnu eða kolmunna. Baldvin Halldórsson (t.v.) leik- stjóri einþáttunganna. sem frum- sýndir verða á Litla sviðinu í na-stu viku. ásamt Sveini Einars- syni leikhússtjóra og Stefáni Ilalldórssyni. Ljósm. Ól. K. M. Bjarnason og leikstjóri er Baldvin Halldórsson. Aðalhlutverkið í fyrri þættinum er í höndum Guðrúnar Þ. Stephensen en móð- urina í seinni þættinum leikur Bríet Héðinsdóttir. Baldvin Halldórsson leikstjóri sagði á fundi með fréttamönnum í gær, að bæði leikritin væru alvöruþrungin. Hann sagði að þau væru bæði ljóðræn og mögnuð, en hins vegar afskaplega ólík, þó að talið sé að þáttur Synges hafi orðið kveikjan að þætti Brechts. Á þessu ári eru liðin 80 ár frá fæðingu Bertolts Brechts, en hann lézt 1956. Er fæðingarafmælis Brechts minnst í leikhúsum víða um heim á þessu ári. í tilefni afmælisins hefur Þjóðleikhúsinu borist sýning á veggspjöldum, þar sem rakinn er ferill Brechts í máli og myndum. Verða þessi þýzku veggspjöld til sýnis á göngum Þjóðleikhússkjallarans meðan á sýningu einþáttunganna stendur. Framboðslist- ar á Bíldudal Bíldudal 27. apríl LISTI lýðræðissinnaðra kjósenda og listi óháðra kjósenda við hrepps- og sýslunefndarkosning- arnar hafa verið birtir. J-listi lýðræðissinnaðra er þannig skipaður: 1. Örn Gíslason bifvélavirki, 2. Runólfur Ingólfs- son rafvirki, 3. HjáJmar Einarsson verkamaður, 4. Sigríður Pálsdóttir Framhald á bls 18. Sameiginleg viðskiptanefnd íslands og Portúgals stofnuð Vonast til að Islendingar auki viðskipti sín við okkur á öllum sviðum, segir Reino sendiherra „ÍSLENDINGAR eiga mikil vöruviðskipti við Aust- ur-Evrópulönd og því ættu þeir allt eins að geta átt mikil vöruskipti við Portúgal. íslenzkur saltfiskur er okkur líka jafn nauðsynlegur og að þið kaupið meira af vörum frá Portúgal,“ sagði Fernado Reino sendiherra Portúgals á íslandi á fundi með hlaðamönn- um í ga;r. Auk Reino sátu blaðamannafundinn fjölmargir þeirra sem komu hingað til lands í portúgölsku viðskipta- nefndinni. Leiv Dundas aðal- ræðismaður íslands í Portúgal. Þórhallur Ásgeirsson ráðu- neytisstjóri viðskiptaráðuneyt- isins og Einar Benediktsson scndiherra Islands í Portúgal. Viðraaður portúgölsku sendi- nefndarinnar við íslendinga stóðu að mestu í tvo daga og lauk þeim síðdegis í gær, en megintilgangur þeirra var sá að vinna að auknum vörukaupum íslendinga í Portúgal, en eins og kunnugt er hefur greiðslujöfn- uður landanna verið Portúgöl- um mjög óhagstæður. í fréttatilkynningu frá við- skiptaráðuneytinu sem afhent var á fundinum segir, að í lok viðræðnanna hafi verið ákveðið að setja á stofn sameiginlega nefnd, sem hafi það verkefni að auka og þróa viðskipti íslands og Portúgals. Kom það fram hjá Fernado Reino og Þórhalli Ásgeirssyni að'ekki væri ólík- legt að þessi nefnd kæmi saman 'einu sinni til tvisvar á ári. Mörg undanfarin ár hefur útflutningur íslands til Portú- gals verið um 10% af heildarút- flutningi íslendinga, nema hvað á s.l. ári var útflutningurinn þangað 5.6% af heildarútflutn- ingi. Hins vegar voru innkaup íslendinga frá Portúgal aðeins o.3% af heildarinnflutningi. Það kom fram hjá Reino sendiherra, að Portúgalar eru reiðubúnir að taka að sér skipasmíðar fyrir íslendinga eða viðgerðir á skipum, en afkastageta stærstu skipa- smíðastöðvanna í Portúgal er allt að milljón brúttórúmlestir á ári. Þá hafa fulltrúar portú- galska flugfélagsins rætt við Flugleiðamenn um að félagið tæki að sér stórskoðanir á Boeing 727 þotunum og síðan vék hann að ferðamálunum og sagði þá: „Við viljum gjarnan sjá fleiri íslenzka ferðamenn í Portúgal, en landið er tilvalið til sumar- Framhald á bls 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.